Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 29. júní 1972 llll er fimmtudagurinn 29. júní 1972 HEILSUGÆZLA Hafnarfirði. i Borgar- opin allan SlökkviliðiOiog sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreiö i Simi 51336. Slysavarðstofan spitalanum er sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er opin laugardaga og sunnu- daga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. l.ækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgidagavaktar. Simi 21230. Kvöld, nætur og helgarvakt: Mánudaga-fimmtudaga kl. 17.00-08,00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08,00 mánudaga. Simi 21230. Apótek Ilafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opiö frá kl. 2-4. .Uiþ plýsingar um læknisþjónustu I Reykjavik eru gefnar i sima 18888. Nætur og helgidagavörzlu apótekanna i Reykjavik 24- til 30. júni, annast Apótek Austurbæjar og Lyfjabúð Breiðholts. Kvöld og næturvörzlu, i Kefla- vik, 29. júni, annast. Jón K. Jóhannsson. FLUGÁÆTLANIR Klugáætlun Loftleiða. Eirikur Rauði kemur frá New York kl. 05.00. Fer til Luxemborgar kl. 05.45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 14.30.Fer til New York kl. 15.15. Þorfinnur Karlsefni kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Luxem- borgar kl. 07.45. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til New York kl. 17.15. Leifur Eiriksson kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Kaupmannahafnar kl. 08.00. Er væntanlegur til baka frá Kaupmannahöfn kl. 16.30. Fer til New York kl. 17.30. Klugfélag islands, millilanda- flug. Sólfaxi: fer frá Keflavik kl. 08:30 til Lundúna og væntanlegur aftur til Kefla- vikur kl. 14:30 um daginn. Gullfaxi: fer frá Kaupmanna- höfn kl. 09:40 til Osló.Keflavik- ur, Osló og væntanlegur til Kaupmannahafnar kl. 20:35 um kvöldiö. Klugfélag islands, innan- landsflug. Er áætlun til Akur- eyrar (2 feröir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) Til Hornafjaröar, Isafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar og til Egilsstaöa (2 ferðir). TRÚLOFUN 24. júni opinberuðu trúlofun sina, Jónina Þorbjörg Hall- grimsdóttir, Langholtsvegi 87, og Astráður Magnússon, Holtagerði 6, Kóp. BLÖÐ OG TÍMARIT Verzlunartiðindi, útgefandi Kaupmannasamtök lslands hefur borist blaöinu, efni m.a. Hugleiðing um hagnaöarvon matvöruverzlana. Þorvarður Eliasson viöskiptafræðingur. Frumvarpið til laga um aukið fr jálsræði i mjólkursölu. Ellert B. Schram. Slysa- tryggingar starfsfólks. SIGtlNGAR Skipaútgerð rikisins.Esja er á Austf jaröahöfnum . Hekla fer frá Reykjavik i kvöld austur um land i hringferö. Herjólfur fer frá Reykjavik kl. 21.00 i kvöld til Vestmannaeyja. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiðafjaröarhafna þriðjudag- inn 4. júli n.k. Skipadcild S.l.S. Arnarfell, er i Keflavik. fer þaðan i dag til Norðurlandshafna. Jökulfell, fór i gær frá Hafnarfirði til New Bedford. Disarfell, er i Lubeck, fer þaðan á morgun til tslands. Mælifell, er i Vest- mannaeyjum, er þaðan i dag til Rotterdam. Skaftafell, fór 26. júni til Lissabon i Portugal. Hvassafell, er i Ventspils, fer þaðan á morgun til lslands, Stapafell, i oliu- flutningum á Faxaflóa, Litla fell, er i Rotterdam. 0RÐSENDING Krá Kvenfélagasambandi Isl. Skrifstofa sambandsins og leiðbeiningarstöð húsmæðra verður lokuð i júlímánuði vegna sumarleyfa. Iloltastaðakirkja. Vegna mjög knýjandi nauðsynjar á endurbótum Hoitastaðakirkju, hefur Kvenfélag Engihliöarhrepps ákveðiö að beita sér fyrir fjar- söfnun innan sóknar og utan. Vegna fámennis sóknar- manna, og verkefnið þeim einum, ofurvaxið, verður treyst á velvilja og fórnfýsi burtflutts fólks úr sókninni, þessu málefni til framdráttar. Blöð þau sem birta þessa orð sendingu ásamt undirrituðum, taka við fjárframlögum frá þeim, sem þess óska. Birna Helgad. AnnaBjörnsd. Fremstagili. Skriðuiandi Björg Bjarnadóttir, Sölvabakka. FÉLAGSLÍF A laugardag kl.14. Þórsmörk, Vestmannaeyjar (5 dagar) A sunnudag kll. 9,30. Sögustaöir Njálu. Farmiðasala á skrifstofunni, Oldugötu 3, s. 19533 og 11798. Ferðafélag Islands. SÖFN OG SÝNINGAR Listasafn Einars Jónssonarer opið daglega kl. 13.30 til 16. MINNINGARKORT Krá Kvenfélagi HreyfilsStofnaöur hefur verið minningarsjóður innan Kven- félags Hreyfils. Stofnfé gaf frú Rósa Sveinbjarnardóttir til minningar um mann sinn, Helga Einarsson, bifreiða- stjóra, einnig gaf frú Sveina Lárusdóttir hluta af minn- ingarkortunum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja ekkjur og munaðarlaus börn bifreiða- stjóra Samvinnufélagsins á Hreyfli. Minningarkortin fást á eftir- töldum stööum á skrifst. Hreyfils, simi 85521, hjá Sveinu Lárusdóttur, Fells- múla 22, simi 36418, hjá Rósu Sveinbjarnardóttur, Sogavegi 130 simi 33065, hjá Elsu Aöal- steinsdóttur, Staðarbakka 26, simi 37554 og hjá Sigríði Sig- björnsdóttur, Kársnesbraut 7, simi 42611. Minningarspjöld. Liknarsjóbs Kvenfélags Laugarnessóknar fást 1 bókabúð Laugarness, Hrisateig 19.s. 37560 Hjá Astu' Goöheimum 22 s. 32060. Sigriði Hofteig 19. s. 34544. Svining kostaói spilarann i S 3 slagi i þessu spili. Suöur spilar 3 grönd og V spilaði út T-2. A D5 V AK1072 4 ADG3 + 85 * G76 A K82 V 84 V DG93 * 10862 4 K95 * -G743 jf, 1096 • ♦ A10943 V 65 ♦ 74 ♦ AKD2 Spilarinn i S var mjög ánægður með spilin - 29 hápunktar, og hvaö gat svo sem farið úrskeiðis?.- Hann var ekki eins ánægður eftir að hafa látið T-G á fyrsta slag og A fékk á K og spilaði L. Átta slagir eru öruggir og ýmsir möguleikar á þeim niunda. S tók á L-As og spilaði litlum Sp á D, en A fékk á K og spilaði aftur L.S vann og spilaði litlu Hj. og gaf i blindum. A fékk slaginn og spilaði Sp. og nú var sambandið alveg rofið milli handamja og ekki veg- ur að fá niu slagi. Ef spilarinn hefði strax tekið á T-Ás i blindum fyrsta útspil og spilað Sp-D hefði hann fengið 11 slagi. 1 skák Kusno og Cholis i Djakarta 1958 kom þessi staða upp. Cholis hefúr svart og á leik. 16.-g6 17.BxH - BxR 18.dxe5 - DxB 19.DÍ4 - Dc5 20.Hxb7 - Rxe5 21.Df6+ - Kg 8 22.He3 gefið. Hún átti enga Framhald af bls. 9. Á tilsettum tima birtust þau, en meistarinn var óviðbúinn: ,,Æ, hverju lofaði ég? Var það ekki Þingvallamynd?” „Nei, álfamynd”. ,,Nú, hvenær farið þið?” „Ekki á morgun heldur hinn”. „Það dugir. Ég mála hana, en þið verðið að láta hana þorna i káetunni. Þau fengu myndina daginn eft- ir, en málarinn harðneitaði að þiggja borgun, unz Sigfús sagðist ekki taka myndina nema hann fengi að borga. Þá varð Kjarval að láta sig. „Jæja, fimm krónur takk”. „Nei, það borga ég ekki”, sagöi Sigfús, og nú þáðu þau gjöfina. Hún hangir eins og ég sagði áð- an, yfir bókaskápnum. „Hvaða bók myndiröu velja, ef þú mættir hafa eina á eyðieyju?” Sú gamla, tólf ár i tirætt, þarf að hugsa málið: „Það er hérna ein, sem ég get lesið aftur og aft- ur”. Hún dregur út úr skápnum ritgerðir um skáldskap og heim- speki eftir einn skarpasta rihöf- und Dana, Willy Sörensen: „Hverken — eller (kritiske betragtninger)”. Erfitt er að skilja hann nema hafa áður kynnt sér Goethe, Thomas Mann, Kafka, Joyce, Proust og aðra þá hugsuði, sem hann fjallar um. Siðan sýnir Hildur mér heim- spekileg skrif um frelsi viljans. 1 æsku ræddi hún þá spurningu heilan dag við bróður sinn og sið- an oft viö marga, en þetta er fjarska erfitt að segja til um, þvi þótt manneskjan haldi sig sjálf- stæða er hún margvislegum öfl- um háð, utanfrá og innanfrá. Hildur er prýöilega ritfær, þaö sést á greinum hennar um tsland i riti dansks islenzka félagsins og formála að endurminningum Sigfúsar. En helzt skrifac hún bréf til hinna mörgu vina sinna. Fyrir jólin i vetur voru hér i Höfn viðtöl i blöðum við ýmislegt aldrað fólk, sem var i afskap- legum vandræðum með sig og lif- ið. Það haföi ekki hugmynd um, hvernig ætti að stytta dagana, sem dröttuöust áfram, óendan- lega langir. Einn hékk allan dag- inn á kaffistofu, annar kúrði á fleti sinu, óskandi þess að kvöldið færðist yfir borgina með svefninn i fanginu, og konu man ég eftir/ sem ekki hafði tekizt að kynnast einni einustu lifandi manneskju siðan maðurinn hennar sálaðist, en þau hjón höfðu verið hvort öðru allt og enga vini átt. En skandinaviska menntakon- an Hildur Blöndal, sem er fædd i Sviþjóð, býr i Danmörku og elskar Island, er ekki þreytt á lif- inu. Hún hefur yndi af bókunum sin- um og les þær aftur og aftur. Og hún hefur yndi af tónlist, t.d. Beethoven. ,,og alltaf er einhver sem býst við bréfi frá mér". Hún bókstaflega kann ekki að láta sér leiðast. Enda var langt liöið á kvöld, þegar við stráksi kvöddum. Fáum dögum siöar færði póst- urinn mér linu frá henni, ásamt bókamerki: „Hér sendi ég yður „Ex Libris” mannsins mins. Það er gott að reyna það, að læra á meðan mað- ur lifir.”, Svo vonar hún, að við höfum náð i strætisvagninn og kveöur. Verið þér nú blessaöar, ég bið að heilsa Tóta. Kær kveðja. Hildur Blöndal. Auglýsið í Tímanum , Waldheim Framhald af bls. 9. Kinverjar voru upphaflega andstæðir þvi, að hann hæfi viðræður við valdhafana i Pretoriu, en virðast óliklegir til að snúast gegn viðleitni hans ef aðrir aöilar að Öryggisráðinu styðja frum- kvæði hans. Fullvist þykir þó, að Waldheim sæki sitt mál ekki fast, ef verulegur ágrein- ingur verður. RÓDESIA veldur ekki eins miklum áhyggjum i höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna og Bretar kynnu að halda. Sérstök nefnd Sameinuðu þjóðanna fjallarenn um málið af sinni hálfu. Sennilegt er þó, að Ródesiumálið verði látið liggja i láginni fram að næsta allsherjarþingi, ef Bretar gera sig ekki liklega til að reyna samkomulag við rikisstjórn Smiths gegn tillögum Pearce- nefndarinnar og hverfur ekki frá fyrri stefnu. Sennilega gerir Waldheim sér vonir um, að erjurnar i löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins gefi honum á sinum tima tækifæri til verulegra af skipta tii lausnar á millirikja- deilu. En hann hefir biðlund og telur nýtt frumkvæði ekki timabært að svo stöddu. Jarr- ing er reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Waldheim vill efalitið sýna, að stjórnmálaafskipti aðal- framkvæmdastjórans verði ekki afgreidd með axlayppt- ingu einnj, eins og hver önnur alþjóðleg skritla. Allar likur benda til, að honum takist ekki að ná góðum árangri i löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs- ins eins og nú horfir. En vonin er eilif — einkum þó á 38. hæð skýjakljúfs Sameinuðu þjóð- anna i New York. Hlunninda og bújarðir til sölu. Jarðirnar Svarfhóll og Kleifar- vellir i Miklaholtshreppi Hnappadalssýslu eru til sölu. Veiðiréttur fylgir. Allar nánari upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðanna. Kristinn Sigurvinns- son. Simstöð: Hjarðarfell. Auglýsing frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Áður auglýstur umsóknarfrestur um embætti landlæknis framlengist hér með til 20. júli n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 28. júni 1972. ---------------------------------------1 Alúðarþakkir færum við öllum vinum, vandamönnum og félagssamtökum fyrir samúðarkveðjur og vinarhug viö fráfall og útför SIGRÚNAR EIÐSDÓTTUR Bragi Melax og börn, Anna Björnsdóttir Guðrún Melax. Útför eiginmanns mins HALLDÓRS DIÐRIKSSONAR Búrfelli verður gerð frá Búrfellskirkju laugardaginn 1. júlí. Athöfnin hefst I Selfosskirkju kl. 2 e.h. Kristin Guðjónsdóttir. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.