Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 29. júni 1972 TÍMINN 15 LANDGRÆÐSLA í BORGARFIRÐI Um þessar mundir er að hefjast allmikil uppgræðsla lands að Kirkjubóli i Iivitársiðu. Fyrir röskum hálfum mánuði var þar sáð i og borið á tólf hektara svæði, og annað eins á að taka til uppgræðslu næsta ár. Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir landgræðslu hér og þar i umdæmi sinu. Fyrir nokkrum árum var svæði á Skor- holtsmelum tekið til uppgræðslu, og i fyrra og hitteðfyrra var einnig sáð og borið á vestur i Hitardal. Siðarnefnda árið var viða sá ð i vegkanta. Að klæða örfoka land Land það i Hvitársiðu, sem nú á að græða, er mjög nakið, grýtt og Ófært Framhald af bls. 16 litlu orðið, er þær koma svo seint eftir langan hrakning. Af skemmtilegra tagi er aftur á móti, að von er hingað á allmiklu fjölmenni um helgina, þvi að þá efnir Atthigafélag Strandamanna til ferðar hingað norður, og við erum að gera þvi skóna, að þessir kærkomnu gestir komi ef til vill bllðviðri með sér. El Grillo Framhald af bls. 1. Timans, að skyggni við flakið hefði verið með albezta móti, og a.m.k. 14 metrar. Gátu þeir kann- að skipið þvert og endilangt i gær, en það hafa þeir ekki getað áður. Fyrir köfunina i gær, voru þeir búnir að finna 24 djúpsprengjur og eitt tundurskeyti, en i dag fundu þeir á bakborða fram við hvalbak annað tundurskeyti. Kafararnir eru hættir að hafa tölu á ferðunum,sem þeir hafa farið niður að E1 Grillo. Þeir segjast geta verið niðri i allt að hálftima i einu, en það er dálitið erfitt að kafa þarna. Skipið liggur mjög rétt þarna á botni Seyðisfjarðar, en frá yfirborði sjávar og niður á þilfarið eru 35 metrar. Fyrst þeg- ar þeir ætluðu niður i köfunarleið- angur, komu oliukekkir á móti þeim i sjónum. Flýttu þeir sér þá i land, til að segja fólki frá þessu, og til þess að ekki væri álitið, að þeir hefðu skrúfað frá einhverj- um geymum um borð. Þegar þeir fóru i fyrsta leiðangurinn, komu engir oliukekkir á móti þeim. íþróttir Framhald af bls. 11. aukaspyrnu, sem dæmt var þá, átti Smári Jónsson skalla i þver- slá. Eftirað Ármenningar misstu Benedikt út af, léku þeir niu, þar sem búið var að visa Sigurði af leikvelli. Sumarliði skoraði þriðja mark Selfyssinga, á 34. min. Minutu siðar var Sævarrekinnút af fyrir aðsparka i leikmann Ármanns — þá var Jóni Hermannssyni, einnig visað af leikvelli, þegar hann ætlaði að kasta Sævari út af. Eftir þetta spiluðu Ármenn- ingar átta og fengu þeir á sig tvö mörk undir lokin. Kristinn Grimsson skoraði fjórða mark Selfoss á 42. min. og Sumarliði það fimmta min. siðar. Selfyssingar áttu mjög góðan leik og sýndu þeir oft skinandi leikkafla. Beztu menn þeirra voru Sigurður Reynisson, Sumarliði, Sverrir Ölafsson og Anton Bjarnason. Ármannsliðið, lék ekki vel i leiknum. Leikmenn liðsins hug- suðu undir lokin meira um hörkuna en að leika knattspyrnu. Beztur i liðinu var Guðmundur Árnason. Dómarinn, Jóhann Gunnlaugs- son, dæmdi vel framan af, en þegar fór að liða á siðari hálfleik, réði hann ekki við leikinn - enda fékk hann litla aðstoð frá linu- vörðum, sem voru orðnir óöruggir og létu leikmenn og áhorfendur hafa áhrif á sig. BB/SOS. viða örfoka, og yfirleitt að litlu nýtt. Það hefur nú verið girt að nokkru leyti, en girðingin er þó ekki fullgerð. Ekki er þó gert ráð fyri að alfriða það, nema meðan gróður er að ræta sig! heldur beita á það ákveðnum fjölda fénaðar ákveðinn tima að haustinu, þegar gras er komið og jurtir hafa fellt fræ. Þetta þrengir auðvitað i bili nokkuð að bóndanum á Kirkju- bóli, Sigurði syni Guðmundar skálds Böðvarssonar. ,,En auð- vitað er ég mjög ánægöur með þetta", sagði hann i simtali við Timann i gær.” Mér finnst hér vera allt að vinna, en engu að tapa." Gjafavinna ungs fólks Að sáningu og áburðardreifingu unnu rösklega tuttugu menn úr ungmennafélagmu Brú, en auk þess komu þeir Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri i Reyk- holti, og Höskuldur Goði með fjörutiu til fimmtiu sumarbúða- börn, sem unnu þarna á þriðju klukkustund og höfðu mikla ánægju af þvi að fá að taka þátt i þessu landgræðslustarfi. Tónleikar í Hveragerði 1 kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 21 verða hljómleikar i hinni nývigðu Hveragerðiskirkju til eflingar orgelsjóði kirkjunnar. Sigurveig Hjaltested og Jón H. Jónsson munu syngja einsöng og frú Sólveig Jónsson leikur einleik á slaghörpu. Þá mun kirkjukór Hveragerðis-og Kotstrandasókna syngja undir stjórn Jóns H. Jónssonar. Það er von þeirra, sem að þessari samkomu standa, að fóik sýni málefninu verðugan áhuga og fjölmenni á tónleikana. Seyðisf jörður Framhald af bls. 1. Rúdolf Axelsson og Jón Wium úr Reykjavik komu til Seyðis- fjarðar siðdegis i gær, þeirra erindi að athuga sprengjurnar úr E1 Grillo. Þeir félagar tóku dyna- mittúpurnar til athugunar, en þær eru mjög vel varðar gegn vatni. Lita þær misjafnlega út, sumar eru greinilega ónýtar, en aðra heillegar og jafnvel þurrar. Umbúnaðurinn á tunnunum er þannig, að þær eru grafnar niður i jörð, en stærðin er á við oliuföt. Upp úr tunnunum er svo ca. 80 sm járnhólkur, og niður i gegn um hann liggur tundurþráður i tunnuna sjálfa, en dynamitið i tunnunum á að sprengja með rafmagni. Bæjarbúar á Seyðisfirði virðast láta sér fátt um finnast þessar dynamit-tunnur, og tala s'ómuleiðis heldur litið um oliuskipið. Aðdragandinn að þvi, aö dynamittúpurnar fundust, er sá, að manni nokkrum á Seyðisfirði datt i hug að leita að þessum dynamittunnum, þegar hann heyrði, að von væri á sprengjusérfræðingum til Seyðisfjarðar i gær. Bryggjan sem bensinskúrinn er á ,heitir Garðarbryggja, og og þar var benzin og oliusala i mörg ár. Skúrinn er nú að falli kominn, og ekki notaður lengur. Eins og hlaðið hefur áður skýrt frá, þá ákváðu forráðamenn Kreiðholts h/f að gefa nær 200 starfs- mönnum sinum aðgöngumiða á fyrstu umferð heimsmeistaraeinvfgisins i skák, sem fyrirhugað er að hefjist hér á laugardaginn. Fengu starfsmcnnirnir miöa sína afhenta i gær og voru forráðamenn Breið- holts og Skáksambands tslands viðstaddir afhendinguna. Þar var einnig Ijósmyndari Tfmans.G.E. Þessi mynd var tekin við barnaskóla í Vesturbænum í gærmorgun og sýnir heimsmeistarann í skák, Boris Spasski, ganga af tennisvellinum ásamt sovézka skákmeistaranum Nei, sem er iengst til vinstri. Fyrir miðju eru erlendir blaðaljósmyndarar, en ástæðan fyrir þvf, að Spasskf yfirgaf völlin var sú, aö hann varð fyrir stöðugum ágangi ljósmyndara og blaðamanna. Sagði hann, að ekki mætti mynda sig nema með leyfi Skáksambands tslands. Skömmu síðar kom liann þóaftur—ogfékkþáað vera Ifriöi. (TfmamyndGE í gær haföi 24 manna hópur menntafólks og nemenda f stjórnvfsindum frá Bandarikjunum viödvöt hér á landi. Fararstjóri var prófessor Mittlebeeler frá American University f Washington D.C. Hópur þessi er á námsferð til Lúxembúrgar, Sovétrfkjanna og Póllands. Bandarfkjamennirnir fóru kynnisferöir um borgina og nágrenni og til Þingvalla, komu i Alþingishúsiö og var skýrt frá störfum Alþingis og Hannes Jónsson blaöafulltrúi tók á móti þeim i Stjórnarráðinu, þar sem hópurinn fékk tækifæri til aö spyrja um islenzk stjórnmál og stjórnarfar. A myndinni sést Hannes gefa stutt ágrip af stjórnmálasögu þjóöar- innar. (Tímamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.