Tíminn - 13.07.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 13.07.1972, Qupperneq 7
Fimmtudagur. 13. juli. 1!(72 TÍMINN 7 Fékk stól að g.jöf Margrét Danadrottning var viðstödd opnun sýningar nú fyrir skömmu, sem reyndar er vist varla í frásögur færandi, þvi liklega eru þær ófáar sýningarnar, sem hún þarf að skoða. Á þessari sýningu voru m.a. sýndir fjölmargir nýtizku- legir stólar. Eftir opnunina var drottningunni gefinn stóll, og það er ekki ofsagt að segja að hann sé frumlegur. Teiknarinn, Jörgen Gammelgaard sagði, að stóllinn ætti að minna menn á hreyfla flugvélar. Hér er drottningin aö skoða stólinn, og eftir að hafa prófað hann, lýsti hún þvi yfir, að hann væri mjög þægilegur. Ætti ekki að þurfa einn að halda veizlur Margvislegar skyldur eru lagðar á herðar Edvvards Heath forsætisráðherra Breta. Ein skyldan er að þurfa að halda ótölulegar veizlur á heimili sinu að Downing stræti 10. Nýlega vakti Leslie Huckfield þing- maður, einn úr stjórnarand- stöðunni máls á þvi á þingi, að ekki væri réttmætt að ætla Heath öll þessi veizluhöld, þar sem hann er piparsveinn og það er alltaf mun erfiðara fyrir karlmann, sem ekki hefur konu sér við hlið að halda veizlur, heldur en fyrir hjón. Huekfield er sjálfur piparsveinn og skilur þvi aðstöðu Heaths betur en flestir aðrir. Hann sagðist álita, að rikið ætti að sjá Heath fyrir eins konar opinberri húsmóður, sem gæti staðið við hlið hans og tekið á móti gestum og undir- búið veizlur með honum. Einnig bauðst Huckfield til þess að taka á sig eitthvað af veizlunum, ef Heath óskaði eftir þvi. Heltekin spilafýsn Sophia Loren þjáist af óstjórnlegri spilafýsn. Þetta gengur svo langt, að hún er að gera út af við alla mótleikara sina i kvikmyndum, þvi hún neyðir þá til þess að spila við sig poker milli þess að leikatriði eru tekin upp. Sophia er mjög góður spilamaður, og fer oftast með sigur af hólmi. Hér sjáið þið hana sitja yfir spilum i hléi frá kvikmyndatöku myndarinnar Maðurinn frá la Mancha. Sá sem sat á móti henni við spila- borðið i þetta skipti var James Coco. Þvi miður fyrir mót leikara Sophiu er alls ekki hægt að lesa úr svip hennar, hvernig spilin eru á hendinni. Hún er eins og harðsviraðasti spila- maður á meðan hún heldur á spilunum, en svo getur andlitið aftur orðið sætt og bljúgt, þegar hún byrjar á nýjan leik aö leika i kvikmyndinni. Margir hafa veitt Sophiu Loren eftirtekt i spilavitum heimsborganna, og þá stendur maður hennar Carlo Ponti venjulega fyrir aftan hana. Hann er þögull og alvar- legur á svip, að minnsta kosti i þau skipti, sem hún tapar stór- upphæðum, og það hefur hún oft gert. **» ■; ' - ■ v - • '■■* Gaf geimfaranum ranga einkunn Dr. Kenneth Jacobs hefur skrifað til skólayfirvalda i Georgia Tech., þar sem hann lýsir yfir, að árið 1951 hafi hann gefið einum af verkfræði- stúdentum sinum einkunnina D (A er hæsta einkunn, og siðan B og C) en nú geti hann ekki rétt- lætt þessa einkunnagjöf lengur fyrir sjálfum sér, þvi i ljós hafi komið, að maðurinn, sem þessa einkunn fékk hefur greinilega átt miklu hærri einkunn skilið. Hann fer þvi fram á, að verk- fræðideildin leiðrétti þetta D og breyti þvi i A. Og hver skyldi svo stúdentinn vera, sem fékk aðeins D fyrir 21 ári? Það er enginn annaren John W. Young, stjórnandi Apollo 16 geim- ferðarinnar. Þess má geta að hann útskrifaðist með láði, þegar hann útskrifaðist frá Georgia Tech, enda þótt hann hefði fengið þetta D hjá dr. Jacobs. — Hvað á ég oft að segja þér, að ýta ekki svona fast á dyrabjöll- una? — Elsku ungfrú Svensson. Má ég ekki segja Jóna við þig? — Jú, ef þú endilega vilt, annars heiti ég Rósa. DENNI ,,Jæja, sonur sæll. Reyndu nú að brjóta niður vörnina hjá mér.” DÆAAALAUSI ,,Áttu við svona pabbi?”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.