Tíminn - 13.07.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 13.07.1972, Qupperneq 9
Fimmtudagur. l.t. júli. 1!)72 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arlnn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson. Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tfmans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-; stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18:i0(L Skrifstofur i Kankastræti 7 —afgreiðslusími 12323 — auglýs-; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald: 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent b.f. Víðtæk samstaða Á blaðamannafundinum i fyrradag, er Ólaf- ur Jóhannesson, forsætisráðherra, kynnti efnahagsráðstafanir og bráðabirgðalög rikis- stjórnarinnar, sagði hann m.a., að um aðgerðir rikisstjórnarinnar hefði náðst viðtæk samstaða allra hagsmunaaðila. Viðbrögð stéttasamtak- anna, sem samráð voru höfð við áður en til að- gerðanna kom, voru jákvæð. ólafur kvaðst vona, að allir landsmenn skilji nauðsyn þess- ara ráðstafana og fagni þeim, hvaða álit sem menn kynnu annars að hafa á þeim, sem yrðu nú að taka að sér framkvæmd þeirra, og mis- munandi séu skoðanir manna á þeim flokkum, sem að þeim standa. Jákvæðar ályktanir ASÍ og Stéttarsambands bænda voru samþykktar samhljóða og Vinnuveitendasamband íslands fagnaði aðgerðum til að sporna gegn verð- þenslunni þótt það mótmælti ákvæðum bráða- birgðalaganna um réttindi verðlagsnefndar- manna. Vinnumálasamband samvinnu — félaganna lýsti einnig jákvæðri afstöðu. En hér er aðeins um timabundnar ráðstafan- ir að ræða, sem er ætlað að veita svigrúm til að finna og fá samstöðu um leiðir til varanlegri lausnar efnahagsvandans. ör vöxtur tekna og eftirspurnar hefur ein- kennt þróun efnahagsmála undanfarin misseri og á siðustu mánuðum hefur gætt mikils þrýst- ings á allt verðlag og framleiðslukostnað. Hér fléttast margt saman. ört vaxandi eftirspurn heima fyrir i kjölfar mikilla grunnkaups- hækkana i árslok 1971, gengishækkanir helztu viðskiptalanda okkar i Evrópu, skattabreyt- ingar og fl. öll þessi atriði hniga til verð- hækkunar, sem svo magnast i núgildandi visi- tölukerfi. Meginviðfangsefnið i efnahagsmálum á næstu mánuðum verður að hemja þrýsting eftirspurnar á verðlag og framleiðslukostnað, tryggja afkomu atvinnuveganna og greiðslu- stöðu landsins gagnvart útlöndum. Þjóðin hef- ur búið við mikið góðæri siðustu tvö til þrjú ár. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna jók- st um meira en 16% á árinu 1971 og útlit er fyrir svipaða aukningu i ár. Vöxtur þjóðartekna var 12-13% á árinu 1971, en er áætlaður 6-7% á þessu ári. Þótt slikur vöxtur þjóðartekna sé að visu mikill, er ljóst, að útgjaldafyrirætlanir þjóðar- innar i heild stefna fram úr þessari aukningu. Eigi að koma i veg fyrir vaxandi verðbólgu og greiðsluhalla við útlönd er veldur á endanum greiðsluhalla hjá almenningi er nauðsynlegt að snúast nú þegar við vandanum. ASÍ og vinnuveitendur hafa nú hafið viðræð- ur i þeirri nefnd, sem komið var á fót i samn- ingunum i desember. Þar mun verða fjallað um ýmis atriði vinnumála en fyrst og fremst grundvöll og útreikninga á kaupgreiðsluvisi- tölu. Þar verður freistað að ná samkomulagi um breytingar til bóta. Þá mún rikisstjórnin setja niður nefnd sérfræðinga til að gera úttekt á efnahagsstöðunni, leita leiða til lausnar vandans og leggja þá valkosti, sem fyrir hendi eru fyrir rikisstjórnina. — TK Ritstjórnargrein úr The Economist: Útlagar frá Sovétríkjunum láta meira til sín heyra Mörgum rithöfundum vísaö úr landi að undanförnu Ycseniii-Volpiii SOVÉTMENN eru farnir að leyfa sumum þeim óánægðu. sem ekki eru af Gyftinga- ættum, að flytjast af landi brott eins og Gyðingunum. sem vilja l'lytja búíerlum til israel. Þetta nýja vifthorf virðist hafa verið reynt i fyrsta sinni árið 19(>(>. þegar sovézk yfirvöld s.tigu það óvænta skref að ieyfa rit- höfundinum Valeri Tarsis að hverfa úr landi. en hann var einhver berorðasti gagnrýn- andi sovézkra stjórnvalda. Vegabréf Tarsis gilti að visu ekki nema þrjá mániiði, en hvorki honum sjálfum né sovézkum yfirvöldum mun hafa l'logið i hug. að hann sneri aftur til heimalandsins. sem hann hafði opinbé.rlega kennt við fasisma. llann var ekki búinn að vera nema þrjá daga i London, þegar hann var sviftur borgararétti i Sovét- rikjunum, lýstur svikari og vanheill á geðsmilnum i þokkabót Tarsis bað um b;eli sem pólitiskur flóttamaður og settist siðan um kyrrt við Genfarvatn. Þegar litið er um öxl virðist þetta hafa verið gert i tilraunaskyni. SKÖMMU eftir brottlör Valeri Tarsis sagði hinn snjalli, sovézki sl;erð- fræðingur, heimsþekingur og skáld Alexander Yesenin- Volpin við vestrænan blaða- mann, að hann hefði verið sendur á geðveikrahæli. þegar hann bað um vegabréf og brottfararleyfi. Nú er þetta breytt. Margir þeirra, sem eru óánægðir með stjórnarkerfið i Sovétrikjun- um, hafa gripið tækifærið vegna aukins útflutnings Gyðinga frá Rússlandi. beðið um brottfararleyfi og fengið það. Menn þessir eru þó flestir i litlum tengslum við Gyðinga, en fáeinir þeirra eru kvæntir konum af Gyðingaættum. Nokkrir þessara manna hal'a setzt að i israel, en aðrir hafa farið til Vestur-Kvrópu eða Bandarikjanna. Tvo siðustu mánuðina virðist Róm vera orðin miðstöð þessa nýju brottflutnings frá Rússlandi. Meðal þeirra sem nýfluttir eru frá Sovétrikjunum, má nefna Yuri Shtein kvikmyndatöku- mann. llann er einn af þeim, sem stolnuðu til samtaka til verndar mannréttindum i Sovétrikjunum árið 1968. YURI GLAZOV málamaður og rithöfundur er einnig fyrir skömmu fluttur frá Rússlandi. Ilann var rekinn frá starfi fyrirfjórum árum þegar hann undirritaði nokkrar andmæla- skrár gegn misbeitingu laga og réttar i Sovétrilsjunum. Enn má nefna listmálarann Yuri Titov, sem er afar heit- trúaður maður. Hinn 9. júni siðast liðinn bættist merkilegur og óvæntur maður i þeirra hóp. Það var enginn annar en Alexander Yesenin-Volpin, sem hafði að lokum verið látinn laus af geð- veikrahælinu, sem hann hafði verið vistaður á, þegar hann bað um brottflutningsleyfi á sinni tið. Volpin kom fram i troðfullu veitingahúsi i Róm, meðal fagnandi vina og samherja, og þar flutti hann nokkur byltingarljóð, sem hann hafði ort i fangelsi i Rússlandi árið 1949. Hann helgaði sig áfram- haldandi baráttu fyrir auknum mannréttindum i Sovétrikjunum og hið sama gerðu hinir áköfu vinir hans sem viðstaddir voru. SVO er að sjá sem þarna sé verið að koma á fót erlendri útvarðastöð lyrir lýðræðisbar- áttu i Sovétrikjunum, en ekki er ljóst, bverju þetta sætir. St.jórn Sovétrikjanna kann að hafa larið að dæmi keisaranna og Lenins, sem leyfði skoðanaandstæðingum sinum að flytjast á burt Irá Rúss- landi. Fjarri fer þó, að þessari stefnu sé fylgt i afstöðunni til allra menntamanna, sem snú- ast gegn stjórnarvöldunum og eru reiðubúnir að biðja um brottfararleyfi. Enn siður ber að gera ráð fyrir, að meiri- hluti stjórnarandstæðinga i Sovétrikjunum sé reiðubúinn að flytjast úr landi. Þeir, sem fluttir eru burt eða vilja flytja burt, munu ylirleitt álita, að viðvarandi niðurbæling og ofsóknir hafi gert þá áhrifalausa heima fyrir. Áhugi þeirra og eld- móður hefir þó ekki dvinað, og þeir vilja heldur ekki draga sig i hlé og hverfa i gleymsku eins og Tarsis gerði. UNDANGENGNAR vikur hafa þessir menn til dæmis hafið harðvituga baráttu vegna rithiifundarins Vladimir Maximov. Hann er fertugur að aldri og höfundur hinnar merkilegu skáldsögu ..Sköpunardagarnir sjö”. Hún var birt i riti rússneskra út- flytjenda i Þýzkalandi og kemur á næstunni út i mörg- um þýðingum i Evrópu, Bandarikjunum og Asiu. Maximov er heilsuveill, en þrátt fyrir hótanir um hefndarráðstafanir hafa vinir hans i Róm fengið fjölmarga italska rithöfunda til að hefja baráttu fyrir rétti hans. Meðal binna itölsku höfunda má nefna Ignazio Silone, Elena Uroce og Giancarlo Vigorelli. Rétt lyrir miðjan júni komu nokkur af málverkum Yuri Titovs til italiu Irá Rússlandi. Flest þeirra höl'ðu orðið fyrir varanlegum skemmdum af brennisleinssýru. Rómar- hópurinn birti þá yfirlýsingu, þar sem hann andmælti þessum skemmdum sem „pólitiskri villimennsku”. Þá eru uppi áætlanir um útgáfu bókar, eða jafnvel timarits, sem flytji almenningi i vest- rænum rikjum fréttir af bar- áttunni fyrir mannréttindum innan Sovétrikjanna. HVER áhril' hefir svo brott- flutningur sumra helztu for- ustumanna hinna óánægðu frá Rússlandi á vini og þeirra og samherja, sem heima sitja?' Ljóst er, að sovézk yfirvöld hlakka til þeirrar stundar, þegar fréttiraf Volpin og sam- herjum hans takaaðhljóðnaog strjálast og slævandi áhrifa af brottför þeirra fer að gæta hjá fækkandi fylgjendum sam- taka óánægðra i Moskvu og Leningrad. En Volpin elur engan slikan ótta i brjósti. Hann sagði meðal annars i Róm um daginn: ,,Vakning almenningsálits- ins i Rússlandi verður ek''i stöðvuð. Tveir munu rir á fætur heima i stað hvers eins, sem fer úr landi. Vinum okkar er ljóst, að við áttum ekki annars kost en að fara en við höldum baráttunni áfram utan Sovétrikjanna af engu minni krafti en heima, áður en við fórum.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.