Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 1
167. tölublað — FiitliTiíudagur 27. júli 1972 — 56.árgangur A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Mannfjö!gunin meiri en fæð- ingarstofnan- irnar anna örtröð og annriki — með þeim orðum verður bezt lýst ástandinu á fæðingar- stofnunum i Reykjavik. Hver þumlungur húsrýmis er nýttur eins og frekast er kostur, og hrekkur þó ekki til. Sam- félagið hefur orðið of seint fyrir aö veita þeim nauðsyn- lega þjónustu, sem nú gegna skyldum sinum við lifið og ættstofninn. 1 fæðingardeild Land- spitalans hefur orðið að visa mörgum tugum kvenna frá á þessu ári.ogerþósifellt reynt að rýma til eins fljótt og vogandi er talið. —Við sendum konur mun fyrr heim en við vildum, sagði Gunnlaugur Snædal læknir við Timann i gær. Það er ill nauð- syn, og við eigum ekki önnur úrræöi, þvi að það er hreinasta örtröð hjá okkur. —Nú eru mjög fjölmennir Drepið í hvert skot, hrekkur þó ekki til árgangar ungs fólks i landinu, sagði Gunnlaugur ennfremur. Þetta er fólk fætt i kringum 1950, og það er nú sem óöast að ganga i hjónaband. Þessu hefur fvlgt mikil fjölgun fæð- inga, eins og við verðum svo sannarlega vör við i fæðingar- deild Landspitalans og reyndar öllum fæðingarstofn- unum. Af þessum sökum má búast við mikilli ös næstu árin. Hin nýja álma fæð- ingardeildarinnar —Það hefur verið unnið mjög rösklega að byggingu nýju álmunnar hérna við fæð- ingardeildina. sagði Gunn- laugur. Þó að það valdi ónæði, hvernig hamarshöggin glymja, þá er fólgið i þvi fyrir- heit um, að úr rætist innan tiðar. Smiðin hófst fyrir hálfu öðru ári, og við gerum okkur vonir um, aö þetta viðbótar- húsnæði komist i gagnið seinni hluta næsta vetrar og eitthvað af þvi megi fara að nýta fyrr. Þangað til er ekki annars kostur en þrauka við það, sem nú er völ á, og reyna að bjarga sér eins og bezt gengur. Sjálfstæð ljósmæðra- stétt úr sögunni. Það er engin nýlunda að tiu eða þaðan af fleiri nýfædd börn séu á göngunum i fæð- ingardeildinni — einfaldlega af þvi, að allt húsrými annað er fullt. —Áður voru i bænum margar ljósmæður, sem tóku heim til sin konur, sem komnar voru að barnsburði, sagði Helga M. Nielsdóttir ljósmóðir, er við vikum að þessu við hana. Nú er þessi ljósmæðrastétt svo að segja úr sögunni, svo að ekki getur hún létt á fæðingarstofnunum. Og ljósmæðurnar i fæðingar- stofnunum verða iðulega að vaka nótt með degi, þvi að ekki verður hlaupizt undan merkjum, þegar barn er að fæðast. Það er alkunna, hve konur eru ötular við fjársöfnun, þegar þær taka eitthvað aö sér. 1 framhaldi af þvi, sem hér hefur verið sagt, er ekki úr vegi að minnast þess, að konur söfnuðu stórfé, sjö eða átta milljónum króna, i nýju fæðingardeildarálmuna, sem i smiðum er. En Helga sagði okkur, að þeim peningum hefði átt að verja til búnaðar innan veggja, þegar rikið hefði komiðsjálfu húsinuupp. JH Guörún lna tvarsdóttir Ijós- mæðranemi hlynnir að nýjum þjóðfélagsþcgni. Aldrei fyrr hefur sézt þvílík tjaldborg í Jökulfjörðum Grunnavikurhreppur er eyði- byggð eins og Sléttuhreppur. Þar hefur engin sál búsetu. Eigi að siður var fjölmenn samkoma haldin i Jökulfjörðum um slðustu helgi, og er talið.að hana hafi sótt cigi færri en fjögur hundruð manns, margt af þessu fólki mjög langt að komiö. Þessi samkoma var haldin á Flæðareyri, skammt frá Höfða, við mynni Leirufjarðar. Þar er gamalt ungmennafélagshús, sem tekið var að hrörna, en hefur nú verið dubbað upp af brottfluttum Grunnvikingum, sem mikla tryggð binda viö átthaga sina, ekki siður en þeir, sem eiga rætur sinar noröan Djúpsins — i Sléttu- hreppi. Þangað var fólki stefnt til átt- hagamóts, sem stóð á laugardag og sunnudag, og dvöldust þó sum- ir þar raunar eitthvað lengur. Seytján bátar hundrað tjöld Það var Grunnvikingafélagið, sem gekkst fyrir mótinu, og fóru sumir mótsgestanna með Djúp- bátnum Fagranesi frá tsafirði inn á Flæðareyri á laugardaginn, en aðrir komu á bifreiðum sinum að Bæjum á Snæfjallaströnd og létu flytja sig þaðan á bátum norður i Jökulfirði. Alls er talið, að seytján bátar hafi verið á legunni við Flæðar- eyri, þegar flest var, en hundraö tjöld i landi. Hefur áreiðanlega aldrei fyrr sézt slik tjaldborg i Jökulfjöröum, og myndi þetta hafa pótt næsta fjölsótt sveita- samkoma, þótt verið hefði á staö, þar sem leiöir eru greiðari. Veður var hið bezta þessa daga, fagurt að horfa yfir til Kvi- arnúps og Lónanúps og yndisleg kvöldværðin i Leirufirði. Landhelgis- kvikmyndin fullgerð Lokiö er gerö kvikmyndar þeirrar.sem tekinvar til þess aö kynna málstaö tslendinga i landhelgismálinu. Eiður Guðnason stjórnaði töku myndarinnar. t gær var frummyndin send til Lundúna, þar sem gerð veröa 35 eintök af henni og sett á hana enskt tal. Kvikmyndin er ætluð til sýninga i sjónvarpi Þegar hafa borizt pantanir frá 35 sjónvarpsstöðvum viða um heim.sem sýna munu myndina um þaö bil, sem reglugerðin um stækkum fiskveiðiland- helginnar gengur i gildi. Stórhátíð á Gimli í tilefni iandnámsafmælis austan hafs og vestan Grunnvíkingar á F’agranesinu á leiö á gamiar slóöir við Leirufjörð. — Ljósmynd: G. Ágústsson. SB—Reykjavik Undirbúningur er hafinn í Vest- urhcimi að stórhátiðahöldum á Gimli árið 1975, er minnzt verður aldarafmælis islcnzks landnáms vestan hafs. Mikil bókaútgáfa er fyrirhuguð i þvi sambandi, m.a. verður Landnámsbók gefin út, svo og forn, islenzk lög og saga is- lenzka lýðveldisins. Borin hefur verið fram tillaga um að gefin verði út frimerki i Kanada til að minnast landnáms- ins og aö koma upp minnismerkj- um á sögustöðum landnámsins. Sigtr; ggnr Jónasson hefur ver- ið nefndur .aðir Nýja Islands, en hann kom til Quebec fyrir réttum 100 árum og hóf þegar að vinna að búferlaflutningi íslendinga þang- að. Sigtryggur átti mikið skjala- safn, en mestur hluti þess mun hafa eyðilagzt. Þó er eitthvað til og verður þvi komið á öruggan stað. Ráðgert er að reisa Sig- tryggi minnisvarða i tilefni land- námsafmælisins. Á fundi, sem haldinn var fyrir nokkru i Winnipeg, var ákveðið, að fulltrúar Vestur-lslendinga, sem færu til Islands i tilefni 1100 ára landnáms þar, færðu íslandi að gjöf vandaða útgáfu af öllum þeim bókum, sem gefnar verða út vestanhafs vegna afmælisins Þá var einnig rætt um að V-ls- lendingar færðu heimalandinu gjöf af varanlegu verðmæti, en engin ákvörðun var tekin. Af kvikmyndinni, sem National film Board i Kanada ætlar að láta gera um landnám tslendinga, er það að frétta, að gagnasöfnun gengur mjög vel og sýnir fólk mikinn áhuga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.