Tíminn - 27.07.1972, Qupperneq 3
Fimmtudagur. 27. júli 1972
TÍMÍNN
3
Friðrik Ólafsson skrifar
um sjöundu skákina
Spassky
Friðrik
Fischer
ljós að Spasski hafði kosið að
leika —
41. h4,
sem að dómi flestra er bezti
leikurinn i stöðunni. Það er þó
haft eftir Geller, aðstoðar-
manni heimsmeistarans, að
leikurinn sé ekki sá bezti og
Fischer hefði átt vinning i
skákinni eftir þennan biðleik.
Fischer kom þó ekki auga á
vinningsleiðina, hvað sem
öðru liður, og má vel vera, að
biðleikur Spasskis hafi komið
honum á óvart. Aðrir leikir,
sem helzt koma til greina i
biðstöðinni eru 41. Hd5 og 41.
Rd6 jafnvel 41. hxg4.
41. — f6
Fischer mætti nokkuð seint
til leiks i biðskákinni og lék
þessum leik svo að segja um
leið og hann sá biðleikinn.
42. He6 Hc2 +
43. Kgl
Biðstaðan
Sv.: Fischer:
ABCDEFGH
A H P H 6 B
Hv.: Spassky:
t þessari stöðu fór skákin i
bið eftir 40. leik svarts og
Spassky hugsaði sig um i 45
minútur, áður en hann innsigl-
aði biðleikinn. Þegar tekið var
til við biðskákina i gær kom i
Rétti staðurinn fyrir hvita
kónginn. Eftir 43. Kg3 sem i
fljótu bragði virðist eðlilegasti
leikurinn, lendir hvitur i erfið-
leikum. T.d. 43. Kg3, Hf8 44.
Hd5, Hc3+ 45. Kh2, Hf3. Eða
45. Kf2, g3+ o.s.frv.
43. — Kf5
Argentinski' stórmeistarinn
hélt þvi fram, að Fischer hefði
skapað sér góða möguleika til
vinnings með skiptamuns-
fórninni 43. —, Hxe8, 44. Hxe8,
Rd2. Hótunin er 45. —, Rf3 +
ásamt 46, —, Kf5 það skal
viðurkennt, að Najdorf virðist
hafa mikið til sins máls.
44. Rg7 + Kxf4
Þetta ferðalag svarta
kóngsins aftur fyrir viglinu
hvitu mannanna gerir jafntefli
óumflýjanlegt. Ennþá mátti
snúa til baka og freista gæf-
unnar með áðurgreindri
skiptamunsfórn.
45. Hd4+ Kg3
46. Rf5+ Kf3
47. Hbe4
Lykillleikurinn. Nú verður
Fischer að þráskáka til að
bjarga eigin skinni.
47. — Hcl +
48. Kh2 Hc2+
49. Kgl
Jafnlgfli.
ABCDEFGH
ABQDÍHJB
Lokastaðan.
Það fór sem margan grunaði:
skákin endaði með jafntefli
ET—Reykjavik.
Sjöundu einvigisskákinni var
framhaldið í gær. Eins og fram
kom i Timanum var biðstaðan
flókin og þvi erfitt að átta sig á
úrslitum skákarinnar. Flestir
spáðu þó jafntefli — og þeir
reyndustsannspáir, þvi að þannig
lyktaði 7. skákinni.
Skákstaðan skýrðist ekki að
ráði, þótt leikjunum fjölgaði og
lokastaðan var sannast sagna tvi-
ræð. Engu að siður bauð Fischer
upp á jafntefli, þvi að hann þrá-
skákaði. (Skv. reglum skákkúnst-
arinnar þýðir það jafntefii ef það
er gert þrisvar.) Spasski þáði
jafntefli — átti reyndar ekki ann-
arra kosta völ.
Eftir jafnteflið leiðir Fischer
með einum vinningi, 4:3. S.ein-
vigisskákin verður svo tefld I dag
og hefur áskorandinn hvitt.
Systir Fischers í heimsókn
Fischer á-reyndar eina systur
og sú er nú komin til landsins
ásamt fjölskyldu sinni. Hún heitir
nú Mrs. Targ og eru miklir kær-
leikar með þeim systkinum, enda
öðrum ekki til að dreifa. Mrs.
Targ kom hingað til lands i gær-
morgun ásamt manni sinum og
þremur börnum. Þau búa á Loft-
EINVI^I ALDARINNAR
REYKJAVÍK
1972
■Nt 007
leiðahótelinu og ætla að dveljast
hér nokkurn tima.
Systurinni hefur samt ekki tek-
izt að venja Fischer af óstundvis-
inni. Áskorandinn mætti tæpu
kortéri of seint til leiks i gær; slikt
telst þó varla fréttnæmt lengur.
Það var áberandi, hve Spasski
lék hratt og örugglega i gær.
E.t.v. hefur hann fylgt fyrir fram
gerðri áætlun — a.m.k. komu
leikir hans Fischer oft i vanda og
notaði hann þá drjúgan umhugs-
unartima.
Robert Fischer — James Bond
Ymsir líkja þeim saman Jamcs „ofurmenni” Bond og Robert Fischer,
en telja þann siðarnefnda enn meiri snilling!
Hér birtist umslag með myndum af Fischer og Spasskí (sem eflaust
snýst Bond einnig snúning) og undir einkunnartala kvennagullsins
James Bond: 007. Myndirnar teiknaði Halldór Pétursson.
Þráskák— jafntefli
47. leikur Spasskis: He4 var
mjög sterkur og hugsaði Fischer
sig um nokkra stund, áður enhann
lék: Hcl +, og bauð þar meðupp á
jafntefli. Spasski lék: Kh2, en
Fischer svaraöi: Hc2+, og sýndi,
að hann ætlaði sér að knýja fram
jafntefli meö þráskák. Til mála-
mynda lék heimsmeistarinn:
Kgl, en siðan sömdu þeir tvi-
menningarnir um jafntefli.
Flestir voru sammála Fischer
um það, að enginn möguleiki væri
fyrir hann á vinningi i lokastöð-
unni. Þó andmæltu ’nokkrir,
þ.á.m. argentinski stórmeistar-
inn Najdorf. Hann fullyrti, að
Fischer ætti unnið tafl i lokastöð-
unni.
Kvikmyndaþrætan
Enn situr við það sama i
myndatökuvandamálinu: Engar
vélar voru á lofti i gær.
Chester Fox er á förum til New
York. Hann er allt annað en
bjartsýnn þessa dagana. ,,Ég hef
enga trú á þvi, að myndataka
hefjist nokkurn tima. Hefur þú
trú á þvi, að Fischer leyfi mynda-
töku?” Spurningunni var beint til
min og ég hristi bara höfuðið.
,,Ég býst við að ná samkomulagi
við ABC, ,,en slikt tryggir ekki, að
myndataka hefjist. Það er undir
Fischer komið,” sagði Fox að
lokum.
Skv. áreiðanlegum heimildum
verður endanlega skorið úr þvi i
dag á fundi i New York, hvort
myndir verða teknar i keppnis-
salnum eður ei.
Láxá i Ásum.
1 Laxá i Asum eru aðeins 2
stangir, en þó hefur verið
landað um 850 löxum þar.
Ekki má veiða meira en 20
laxa á stöng dag hvern og
stundum verða menn að hætta
veiðiskap, þótt veiðidegi sé
ekki lokið. í júlibyrjun var
meðalþyngd veiddra laxa ná-
lægt 10 pundum, en fer heldur
minnkandi, enda veiðist meira
af smálaxi þegar liður á veiði-
timann. Ain er fisksæl af nátt-
úrunnar hálfu og aldrei hefur
verið sett i hana klak.
Fundur
á Loftleiða-
hóteli.
Nú er um að gera að drifa
sig á Hótel Loftleiðir, Krystal-
sal, og hlýða á Carter fram-
kvæmdastjóra Alþjóðlegu lax-
veiðistofnunarinnar, en hann
mun flytja erindi um stjórnun
og nýtingu á veiðiám og sýna
kvikmynd og skuggamyndir
af laxveiðum i Kanada kl.
20:30 i kvöld, 27. júli.
Viðidalsá.
Nú hafa veiðzt um 515 laxar
i Viðidalsá, og er það heldur
meira en i fyrra 6 stangir eru i
ánni. Nokkrir stórir laxar hafa
veiðzt i vikunni. Þann 22. þ.m.
var landað einum 22 punda við
Harðeyrarstreng og þann 24.
öðrum 22 1/2 punda á sama
stað og þann 25. var landað
einum 22 punda hjá Galtanes-
fljóti. Veður hefur verið vætu-
samt i Viðidal, sem viðar á
landinu undanfarið, að sögn
Gunnlaugar Hannesdóttur i
veiðihúsinu þar.
Aug lýsingarfrömuðir
komnir hingað.
Þá má loks geta þess, að hingað
til lands eru komnir 2 auglýsinga-
frömuðir frá fyrirtækinu
MANAGEMENT THREE
Ltd (Auglýsti m.a. The Betles i
USA á sinum tima.) Hafa þeir i
hyggju að bjóða Fischer upp á
kynningu á skáklistinni og honum
sjálfum um gervöll Bandarikin.
Sú kynni.ng yrði með ýmsu móti,
ef til kæmi. T.d. fyrirlestrar í há-
skólum, skákkennsla af hljóm-
plötum o.s.frv. Ekkert endanlegt
samkomulag hafði náðst milli
auglýsendanna og umboðsmanna
Fischers i gærkvöldi.
Heimildin til afnáms
fasteignaskatts
af íbúðum aldraðra
Eins og skýrt er frá i for-
ustúgrein Timans i dag eru i
hinum nýju skattalögum
heimiidir til að lækka skatta
og útsvör fólks fra álagningar-
skölum. Við álagninguna t.d. i
Reykjavik hcfur þessum
heimildum ekki verið beitt ,
að öðru leyti en þvi, að ekki
var lagt útsvar á lifeyri al-
mannatrygginga. En hins
vegar er hverjum skattþegni
hcimilt að sækja nú um
lækkanir og er hér með skorað
á þá, scm telja sig hafa fengið
óbærilega há gjöld, svo sem
ýmsir cllilifeyrisþegar gera,
að sækja um slikar lækkanir.
Sérstaklcga vill Timinn
benda ellilifcyrisþegum á
þessa staðreynd:
i 5. grcin hinna nýju tekju-
stofnalaga segir:
„Ileimilt cr sveitarstjórn að
lækka eða fella niður fast-
eignaskatt, sem efnalitlum
elli- og örorkuþegum er gert
að greiða. Sama gildir um
slika lifeyrisþega, sem ekki
liafa verulcgat tekjur umfram
elli- og örorkulifeyri”
Þá kom íhalds-
hugurinn fram
Við afgreiðsiu fjárhags-
áætlunar Reykjavikurborgar
lögðu fulltniar minnihluta-
flokkanna til, að þessi heimild
yrði notuð almennt við álagn-
ingu fastcignaskatta, þannig
að hinir efnalitlu lifeyris-
þegar þyrftu ekki að sækja
formlcga um þessa lækkun
eftir að álagning hefur farið
fram. Kom það til af þvi, að
það yrði óþarfa umstang fyrir
þctta fólk, auk þess sem vitað
er að mörgu þessu fólki er afar
sárt að senda beiðnir til
sveitarstjórnar um lækkun
gjalda.
Þessu hafnaði meirihiuti
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vik. Hann vildi ekki nota
þessa hcimild almennt við
álagningu fasteignagjalda á
það gamla fólk , scm minnsta
gjaldþolið hefur. Það er af
þeirri ástæðu, scm þctla fólk
þarf nú að stiga þau crfiðu
spor að leggja inn umsóknir
til borgarráðs Rcykjavikur
um afnám fasteignaskatts
skv. hcimild þessarar laga-
grciningar.
Nú reynir á þá aftur
Það rcynir þvi nú, cr þessar
bciðnir koma til borgarráðs
Reykjavikur, i annað skiptið á
meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins, hver hugur hans er
raunverulcga til þessa fólks.
Hann hcfur það i valdi sinu við
afgrciðslu heiðnanna, hvort
fasteignaskattarnir verða
fclldir niður eður ei.
En heiðarlegast væri það
fyrir meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins i borgarstjórn
Reykjavikur að fallast nú á
lillögu minnihlutaflokkanna
sem almcnna reglu, þannig að
þessari áiagningu yrði aflétt
af öllum þeim efnalitlu lif-
cyrisþegum, sem lagagreinin
tckur til, þannig að viðkom-
andi þyrfti ekki að sækja sér-
staklega um þessa lækkun, en
fengi hana orðalaust. íhaldið
yrði að meira, ef þaö gerði
þetta. þótt þaö þurfi vissulega
að kosta játningu á þvi. að
Sjálfstæöisflokkurinn kemur
mcð siðustu skipunum, hvað
snertir samúð og skilning i
raun { garð þessa fólks.
Umræddri tillögu minni-
hlutaflokkanna i borgarstjórn
var hafnaö, vegna þess að
álagningu á ibúðir þessa fólks
átti að kenna rikisstjórninni.
Nú reynir því aftur á það,
hvort ihaldið metur meira
áróöursherferðina gegn
stjórninni eða hag þessara lif-
eyrisþega. —-TK