Tíminn - 27.07.1972, Side 6

Tíminn - 27.07.1972, Side 6
6 TÍMINN Fimmtudagur. 27. júli 1972 . Þannig litur stærra póstkortið úr, sem Skáksambandið gefur út i f járöflunarskyni. Skáksambandið gefur út „einvígiskort” í fjáröflunarskyni Skáksamband tslands hefur gefið út i fjáröflunarskyni, tvær gerðir póstkorta, i tilefni „einvig- is aldarinnar”. Er annað teikning eftir Gisla Sigurðsson, ritstjóra og kostar það kr. 20.00, en hitt er stærra, er með ljósmyndum af þeim Spassky og Fischer, ásamt 2 myndum frá Iteykjavik, eldgosi, gufugosi, þjóðgarðinum Skafta- felli ásamt öræfajökli og Gull- fossi. Kostar það kr. 50.00. Eru kortin á 4 tungumálum, rúss- nesku, ensku,dönsku og þýzku. Er hér um að ræða sérstakt tækifæri til að eignast fallegan minjagrip frá þessum einstæða atburði og einnig er þetta góð landkynning. Hafa þegar nokkur fyrirtæki sýnt áhuga á þvi að styrkja Skák- sambandið á þann hátt, að kaupa nokkurt magn korta með skák- frimerkinu og láta stimpla þau á keppnisstað. Láta siðan sér- prenta texta aftan á kortin með nafni fyrirtækisins, og nota fyrir jólakort. Dreifingu kortanna i verzlanir annast Litbrá h.f. Iðnaðarráðuneytið um raf- orkumál Norðurlands vestra Út af blaðaskrifum, sem fram hafa farið að undanförnu um raf- orkumál Norðurlands vestra vill iðnaðarráðuneytið taka fram eft- irfarandi: Iðnaðarráðuneytið kostaði at- hugun þá á tengingu Skeiðfoss- svæðisins við Skagafjörð og við- bótarvirkjun Skeiöfoss, sem vikið hefur verið að i blaðaskrifum, og ber það siður en svo vott um að ráðuneytið hafi fyrir sitt leyti viljað loka neinum þeim leiðum til öflunar raforku fyrir Norður- land vestra, sem hagkvæmar kynnu að reynast. Að lokinni þeirri athugun, sem framkvæmd var af Rafveitu Siglufjarðar, en kostuð af ráðuneytinu, svo sem að framan er að vikið, fól ráðuneytið Orkustofnun að gera itarlegan samanburð á tengingu Skaga- fjarðar og Skeiðfosssvæðis og ný- virkjun Skeiðfoss annars vegar og linulögn Akureyri —Skagafjörðurhins vegar. Níður- staðgn af þeim athugunum var á þá leið, að linulögn frá Akureyri væri hagkvæmari lausn fyrir Norðurland vestra svo fremi að sú orka, sem Norðurland vestra fær um linu þessa kostaði 70 aura/kWh eða minna, þar sem hún kemur inn á linuna. Forráðamönnum Rafveitu Siglufjarðar er kunnugt um þessa niðurstöðu. Tiltæk orka á Norðurlandi eystra frá þeirri nývirkjun, sem nú er unnið að i Laxá er talin munu endast i a.m.k. 2 ár enn, enda þótt Norðurland vestra fái hlut i henni. Rafmagnsveitur rikisins hafa þegar með samningi við Laxárvirkjun tryggt sér nægj- anlega orku fyrir Norðurland vestra á þessu timabili, eða til og með 1974, við verði, sem er undir áðurnefndum 70 aur/kWh. Eftir 1974 þarf að afla Norður- landi eystra aukinnar raforku og Norðurland vestra þarf meiri orku nú þegar. Aðurnefndur sam- anburður sýnir að svo fremi að þessi viðbótarorka fyrir Norður- land eystra kosti 70 aur/kWh eða minna er hagkvæmt að leysa orkuöflunarmál Norðurlands alls i einu lagi. Áðurnefnt verð 70 aurar á kWh, er um það bil tvöfalt verð orkunnar frá Sigöldu, skv. áætl- unum Landsvirkjunar. Sundur- greining Norðurlands i tvö orku- öflunarsvæði táknaði þvi, að menn teldu.að orkuöflun fyrir Norðurland ætti i framtiðinni að verða a.n.k. tvöfalt dýrari en á Suðurlandi. Að öðrum kosti sýnir áðurnefnd athugun að það er heppilegra að afla raforku fyrir Noröurland eystra og vestra i einu lagi. Að dómi ráðuneytisins er það algjör fjarstæða að ætla Noröur- landi að búa við tvöfalt dýrari raforkuöflun i framtiðinni en Suð- urlandi. 1 samræmi viö það álit tók rikistjórnin hinn 21. septem- ber s.l. ákvörðun um samteng- ingu Norðurlands og Súðurlands. Með þeirri ráðstöfun er tryggt,að Norðurland fái hlutdeild i hinni ódýru orku frá Sigöldu. Lina sú, sem nú er i byggingu milli Akureyrar og Skagafjarðar. gegnir þannig tviþættu hlutverki. 1. leysir raforkuþörf Norðurlands Nefnd sú, er skipuð var af menntamálaráðherra Dan- merkur til að skipta hinum islenzku handritum i Arnasafni og Konunglega bókasafninu i Kaupmannahöfn, hefur haldið fund á Slettestrand i Han-héraði dágana 19. - 21. júli 1972. Nefndin fjallaði um grund- vallaratriði varðandi hina fyrir- huguðu skiptingu, og fól fundar- stjórn að láta danska mennta málaráðuneytinu i té danska þýð- ingu af álitsgerð frá þremur islenzkum lögfræðingum. Skiptanefndin var sammála um að beina þvi til mennt-málaráöu- neyta íslands og Danmerkur, að hún fái frjálsan aðgang að öllum skjölum varðandi málið, enda fari hún með þau sem trúnaðar- mál. Herragarðurinn, sérverzlun i herravörum, opnaði i vikunni i verzlunarhúsinu Aðalstræti 9. Eigandi verzlunarinnar er Garðar Siggeirsson, sem lengi hefur starfað hjá P&Ó. Staöall hf. teiknaði innréttinguna og Sveinn vestra næstu tvö árin skv. samn- ingum, sem þegar hafa verið gerðir og 2. tryggir Norðurlandi vestra hlutdeild i framtiðarlausn á raf- orkuöflun fyrir Norðurland i heild með tengingu við Suðurland. Ráðuneytið hefur þegar gert ráðstafanir til að framkvæmdir við linulögn milli Norður- og Suð- urlands geti hafizt næsta sumar, þannig að Norðlendingar eigi kost á ódýrri raforku frá Sigöldu árið 1975. Samtimis þessu er unnið að athugunum á virkjunarmöguleik- um við Dettifoss, i Skjálfanda- fljóti og við Jökulsá eystri i Skagafirði, þvi að loknum þeim samtengingum, sem að framan eru taldar, gerbreytist öll mark- aðsaðstaða fyrir hugsanlegar virkjanir á þessum stöðum. Samþykkt var að beina því til réttra aðila, að öllum handrita- númerum og táknum verði fram- vegis haldið óbreyttum, þó að handritin skipti um geymslustað. Ennfremur var samþykkt að beina þeim tilmælum til mennta- málaráðuneytis Danmerkur, að hraðað verði ljósmyndun og við- gerð handrita. Eftir tillögu frá fundarboðanda var samþykkt að hafa framvegis á nefndarfundum fullkomið jafn- ræði með fulltriumbeggja landa, þennig að þeir skiptust á um fundarstjórn, og bæði tungumál séu jafn-rétthá. Jónas Kristjánsson Ole Widding Magnús Már Lárusson Chr. Westergard-Nielsen Jón Jóhannesson, sá um smiðarn- ar. Herragarðurinn mun, auk mikils úrvals fatnaðar i venju- legum stærðum, kappkosta að þjóna þeim, sem þurfa sérstærðir. Fyrsti fundur handritanefndarinnar Herragarðurinn LIN PlflO ÆTLAÐI AÐ MYRÐfl MA0 - sonurinn einnig í samsærinu SB—Reykjavik I laugardagsblaði The Guardi- an segir að Lin Piao, fyrrum álit- inn eftirmaður Maós, hafi haft á prjónunum áætlanir um að myrða formanninn. The Guardian, sem er mjög virt blað, hefur þetta eftir fréttamanni sinum i Yenan, sem aftur hafði þáð úr opinberum upplýsingaskýrslum flokksfor- ustunnar i Kina. Þegar fréttir fóru að berast af dauða Lin Piaos, var sagt að hann hefði ætlað að flýja til Sovétrikj- anna, eftir að dóttir hans heföi komið upp um samsærið. Stjórnin i Peking segir nú, að Piao hafi verið kominn svo langt út af flokkslinunni, að hann hafi ákveðið að láta myrða Mao, meðan hann var i Shanghai. t einni skýrslunni segir, aö sonur Lin Piaos hafi verið einn sam- særismanna. 426 teknir ölvaðir við akstur í Reykjavík - og 69 í Kópavogi, tvöfalt fleiri en í fyrra Klp-Reykjavik Um síðustu helgi voru teknir 15 ökunicnn, grunaðir um ölvun við akstur, hcr i Ileykjavik. Þar með er tala þcirra, sein teknir hafa veriö frá áramótum, komin i 426. Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjóra, sagði i viðtali við blaðið I gær, að þetta væri mun minna en á sama tima i fyrra. Þá hefði verið búið að taka 481, en allt árið 1971 hefðu 835 ökumenn verið teknir ölvaðir við akstur i Reykjavik. Sturla gat þess einnig, að af þessum 426, sem hafa verið teknir i ár, hefði 31 verið tekinn af reykviskum lögregluþjónum utan lögsagnarumdæmis Reykjavikur. Við höfðum samband við nokkrar lögreglustöðvar úti á landi, og spurðum, hvort einhver aukning hefði orðið á töku ölvaðra manna við akstur, það sem af er þessu ári. 1 Kópavogi fengum við þær upplýsingar, að búið væri að taka 69 ökumenn, það sem af væri af þessu ári, og væri það næstum helmingi fleiri en á sama tima i fyrra, en þá voru teknir 35 menn. 1 Keflavik voru tölur ekki við höndina, en sá, sem við töluðum við, sagðist halda, að heldur hefði oröið aukning frekar en hitt. Sömu sögu var að segja frá Vest- mannaey j um og Akureyri. A Akureyri var búið að taka 55 öku- menn, en á sama tima i fyrra 47. Á Isafirði var einnig búið að taka 11 á móti 7 i fyrra, en þar náðu þeir lika 3 mönnum sömu nóttina, og er það óvenjumikið á þeim slóðum. Lögreglan i Hafnarfirði sagði, að þetta væri svipað og i fyrra. Aftur á móti sagði lögreglan á Akranesi okkur, að þar hefðu færri verið teknir, það sem af væri þessu ári, miðað við i fyrra. Það sama gat lögreglan á Húsavik sagt, —~ 6 nú, en voru 14 i fyrra, og frá Selfossi fengum við einnig svipaða skýrslu. Lögregluþjónarnir, sem við töluðum við, voru almennt sammála um, að sjálfsagt hefði þeim ekki fækkað, sem væru ölvaðir við akstur, þó svo að skýrslum fjölgaði eða fækkaði á hinum og þessum stöðum. Eftirlitið væri misjafnt. Sumir staðir hefðu hreinlega ekki menn til að fylgjast nægilega vel með þessu, og að það væri oft hrein, tilviljun, hvort bifreið með ölvuðum ökumanni væri stöðvuð eða ekki. STALDRAÐ A DJUPUVIK TIL AÐ KAUPfl HÁKARL Strandamenn eru frá fornu fari l'rægir hákarlamenn. Jakob Thorarensen hafði gamla sveitunga sina i huga, er hann orti hiö alkunna kvæði sitt, og þaðan er hákarlaskipið Ófeigur komið i byggðasafnið á Reykjum i Hrúta- firði. Og enn stunda Strandamenn nokkuð hákarlaveiðar. Lýður Hallbertsson Djúpuvik, þar sem nú eru sex heimili, stundaöi hákarlaveiðar við þriðja mann i vetur eða vor, og fengu þeir félagar tuttugu og sex hákarla alls., suma að visu fremur smáa. — Það eru engin vandræði að selja hákarlinn, þegar búið er að veiða hann og verka, sagði Hallbert Guðbrandsson útibústjóri við blaðið i gær. Nú er vegurinn norður um með bezta móti og ekki svo fáir, sem leggja leið sina norður i Trékyllisvik. Margt af þessu fólki falast eftir hákarli hér i Djúpuvik, og þó hákarlinn sé ekki enn genginn til þurrðar, þarf ekki að kviða þvi, að mikið verði óselt, þegar haustar. Óþarft mun að bæta þvi við, að þeir á Djúpuvik kunna vel til hákarlsverkunar. — J.H. Garðar Siggeirsson, eigandi Herragarðsins, innan við afgreiðsluborðið i hinni nýju verzlun sinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.