Tíminn - 27.07.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 27.07.1972, Qupperneq 7
Fimmtudagur. 27. júlí 1972 TÍMINN 7 Fegurðardrottning Hivierunnar \i Það er venja að velja fegurðar- drottningar árlega á Rivier- unni, enda ætti að vera úr miklu að velja þar, þangað koma svo margar og fallegar stúlkur, að þvi er sagt er. Hér sjáið þið drottningu þessa árs. Hún er tvitug aldri og 'heitir Anne Marie Stéfani og er hágreiðslu- dama. Hún er frá Lotringen. Vill ekki afmælis- gjöfina Þegar Pablo Picasso varð niræður sendi borgarstjórinn i Malaga á Spáni honum afmælis- gjöf. Það var málverk af nokkrum sofandi dúfum, sem faðir hins heimsþekktrra málara, hafði eitt sinn málað. Picasso hefur þó alls ekki viljað taka við afmælisgjöfinni. • Borgarstjórinn i Mougins i Frakklandi, næsta bæ við villuna, sem Picasso býr i i útlegð sinni frá Spáni, hefur gert itrekaðar tilraunir til þess að fá Picasso til þess að sækja málverkið, sem var sent i ábyrgðarpósti til Mougins. En allar tilraunir hafa verið árangurslausar, og má nú búast við/ að málverkið verði sent aftur til Spánar áður en langt liður. £ Búa i Ilvita húsinu Tricia dóttir Nixons forseta og maður hennar Edward Cox ætla að búa i Hvita húsinu i Washington næstu mánuði. Þau hafa nú verið gift i eitt ár, og fyrir nokkru fluttu þau allar eigur sinar úr ibúðinni, sem þau hafa búið i i Cambridge, Mass. og yfir i Hvita húsið.Cox hefur lokið lögfræðinámi við Harvardskólann, og i haust ætlar hann að taka próf til þess að mega flytja mál i New York- riki. Hann er enn sem komið er liðsforingi i heimavarnarliðinu, en mun ekki þurfa að fara að gegna virkilegri herskyldu fyrr en i febrúar næsta ár. Þau Cox- hjónin hyggjast nú aðstoða föður frúarinnar, Nixon forseta,við kosningabaráttuna, sem framundan er. Hertogahjónin af Windsor i kvikmynd Aður en langt liður, gefst okk- ur ef til vill tækifæri til þess að sjá sjónvarpskvikmynd um her- togahjónin af Windsor. Hertog- inn var ekki sérlega hrifinn af hugmyndinni, að kvikmynda ætti lif hans, en sættist þó á að heimila það, eftir að kvik- myndastjórinn, David Victor hafði lofað honum að sleppa iillu, sem gæti talizt viðkvæmnis mál, og gæti komið illa við til dæmis ættingja herlogans i Englandi. Sá sem fer með hlut- verk hertogans er Uichard Chamberlain, og Faye Duna- way fer með hlutverk hertoga- frúarinnar. Margir búasl við að efni myndarinnar eigi eftir að vekja mikla óánægju, þrátt fyr- ir það, að stjórnandinn hafi lof- að að l'ara að öllu með gát, i gerð myndarinnar. Hér sjáið þið svo Chamberlain og Dunaway i hlutverkum hertogahjónanna. Vel fagnað i Sovétrikjunum Bandarfski pianóleikarinn Van Cliburn er nýkominn úr hljómleikaför til Sovétrfkjanna. Þar hélt hann átta hljómleika, og var alls staðar mjög vel fagnað. Á siðustu hljóm- leikunum, sem voru i tónlistar- höllinni i Moskvu var húsið yfir- fullt og áheyrendur fögnuðu pianóleikaranum með enn meiri hrifningu, en almennt gerist á hljómleikum i Sovétrikjunum, og að hljómleikunum loknum var sviðið alþakið blómum. Áður en hljómleikarnir hófust hafði orðið að setja lögregluvörð við höllina, og stöðugt streymdi að fólk, sem ekki hafði getað náð sér i aðgöngumiða, og spuröi það hina, sem inn fóru: — Félagi, þú hefur liklega ekki aukamiða? Fjórtán árum áður hafði Cliburn unnið Tchaikovsky-verðlaunin á sama stað, fyrsti og eini Bandarikjamaðurinn, sem þau verðlaun hefur hlotið. Að hljómleikunum loknum sagði Van Cliburn á rússnesku — Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég er, og mun verða sannur vinur ykkar allra. Segirðu satt. Getið þið séð sama sjónvarpið hér og við sjáum heima. Þetta er þó aldeilis nýtízkulegur bóndabáer. DENNI DÆAAALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.