Tíminn - 27.07.1972, Síða 20

Tíminn - 27.07.1972, Síða 20
Nýtt mann- virki leysir gömlu brúna af hólmi JH—Reykjavík Gamla brúin á Norðurá hjá Haugum i Stafholtstungum er ein af þeim, sem gerðar voru, áðui en menn höfðu hugboð um, hversu breið ökutækin yrðu, þegar fram liðu stundir. Þaö hefur þurft mikla lagni til þess að koma veru- lega breiðum langferðabil yfir hana, svo að á hvorugu sæi, bilnum né brúnni, og jafnvel taka af þeim spegla. Útlendingum hefur þótt merki- legt að fara i bilum yfir slikar brýr, þar sem ekki má skeika sentimetra, ef vel á að farnast. Nú fækkar þessum mjóu brúm óðum, og innan skamms veröur hætt aö aka gömlu brúna hjá Haugum, þviað ný og voldug brú, mikið mannvirki, er þar i smiðum og leysir þá eldri senn af hólmi. Tvær bifreiðir á sama númeri JK—Egilsstöðum. Sú nýjung i skráningu bifreiða hefur vakið nokkra athygli hér um slóðir, að hér hafa verið á feröinni undanfarið tvær bifreiðir með númerinu U-788, og aörar tvær með númerinu U-755. Væri gaman aö vita hvenær Bifreiða- eftirlitið tók þessa nýjung upp. (iamall og nýtt — mjólt og breitt. (Timamynd: GE.) Veðurblíða á Héraði JK—Egilsstöðum. Einmuna veöurblfða er nú á Egilsstööum, sólskin og hiti. Iiitinn er yfir 20 stig i forsælu. Úrkomusamt var hér framan af júliinánuði og rigndi eitthvað á hverjum degi, cn nú seinni hluta mánaðarins hefur þurrkurinn loksins komið, og hefur hey- skapur gengið vel síðustu dagana. Gras var viða orðið úr sér sprottið, en geysileg grassprefta hefur veriö i sumar, þar sem það hefur verið rnjög' hlýtt og úrkomusamt. Vegirnir hér eru með versta móti, ósléttir og harðir, og kvartar ferðafólk sáran undan þeim. örsjaldan virðist hafa verið heflað, og spyrja menn nú hver annan, hvort óvenjusnjó- léttur vetur og þurrir vegir i vor, létti ekkert undir með vega- gerðinni að halda vegunum i sæmilega ökuhæfu standi. En undanfarin ár hafa farið miklir fjármunir i smjómokstur og viðgerðir á vegum, en hvorugu verið til að dreifa það af er þessu ári. Norskir sjómenn andvígir EBE-aðild l>()—Rcykjavík. „Við crum liingað komnir til að kyima okkur afstöðu islands til EBE, það er að scgja, að fá bctri vilncskju um liina miklu andstöðu islendinga gegn KBE," sögðu Norömcnnirnir Kagnar Kalhcim og Mat/. Sandmann, þcgar við hittuin þá að ináli i gær. Þeir Sandmann og Kaiheim standa báðir íramarlega i hreyfingu þeirri, sem berst gegn aðild Noregs i Efnahagsbandalag Evrópu. Hreyfing sú, sem berst gegn aðild Noregs að EBE telur Þeir standa i broddi hreyfingar þeirrar, sem berst gegn aðild Noregs IM Uíl vinstri) og Kalheim- Timamynci nú 150 þús. skráða meðlimi og fjölgar þeim sifellt, þrátt fyrir ákafan áróður stórfyrirtækja og sterkari arms norska verka- mannaflokksins. Sandmann og Kalheim koma báðir frá Verkamannaflokknum, en mjög margir af áköfustu andstæðingum EBE eru einmitt úr Verkamannaflokknum. Sem kunnugt er, þá er Verkamanna- flokkurinn mjög klofinn i EBE- deilunni, og eru þeir, sem ráða mestu þar, miklir EBE vinir og beita öllum ráðum til þess að fá fólk til aö styðja aðild Noregs að EBE. Meðal annars eru öll blöð Verkamannaflokksins látin birta lofgreinar um EBE upp á hvern einasta dag, en þrátt fyrir það fjölgar andstæöingum EBE stöðugt. — Þá reyna stjórnendur norskra stórfyrirtækja að fá laun- þega sina til að skilja það, að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtækin aö Noregur gangi i EBE. Hafa fyrir- tækin dreift allskonar upp- lýsingabæklingum og haldið fundi með launþegum, þar sem þvi hefur verið lýst yfir, að ef Noregur gangi ekki i EBE, þá séu dagar fyrirtækisins taldir. Þetta hefur aðeins orðið til þess, að auka mótspyrnu fólksins, að þvi er virðist. Sem dæmi um það má nefna stærsta fyrirtæki Noregs Norsk Hydro A/S. Þar fór fram leynileg atkvæðagreiðsla um aðild Noregs að EBE, og útkoman varð sú, að 73,5% starfsmann- anna sögðu nei, 21% var með aðild og 6,5 voru óákveðin. Kosningar, sem þessar, hafa farið fram hjá mörgum fyrirtækjum i Noregi, og útkoman hefur að meðaltali verið sú, að 75% hafa verið á móti aðild 23% með aðild. Þá hefur andstaðan gegn EBE aukizt mjög i Stórþinginu, en til þess að Stórþingið geti samþykkt aðild Noregs að EBE, þarf 3/4 hluta atkvæða, þannig að það nægir, að 38 þingmenn greiði atkvæði á móti til að fella aðildar- inngöngu. í júni 1970 voru 17 þing- menn á móti EBE-aöild, i júni 1971 var talan komin upp i 37 og nú i júnimánöui s.l. var talan komin upp i 44,- Þann 25. september n.k. fara fram kosningar i Noregi, þar sem kjósendur eiga að greiða atkvæði um, hvort þeir séu með eöa móti EBE-aðild. Þessar kosningar eru aðeins ráðgefandi fyrir Stór- þingið, og ef kosningarnar fara þannig, að t.d. 55% greiða atkvæði með aðild, þá er hætt við þvi, að reynt verði að fá þá þing- enn. sem eru nú á móti EBE- aðild t.d. innan Verkamanna- flokksins, aö breyta aftur um skoðun. Þessvegna er nauðsyn- legt fyrir EBE-andstæðinga að fá það mikinn meirihluta i kosning- unum að slikt geti ekki komið fyrir, og vonast þeir Kalheim og Sandman til að mikill meirihluti fólks greiði atkvæði á móti aðild. Þeir félagar sögðu, að mikils óréttlætis hefði gætt innan rikis- stjórnarinnar um úthlutan styrkja til umræðna um aðildina aö EBE. 1 allt hefur rikið veitt 12 milljónir n.kr. til þessara umræðna, þar af hafa andstæðingar EBE aðeins fengið rúma 1. milljón, en áhangendur EBE tæpar 11 milljónir. Þó að svona hafi farið, þá hafa andstæðingar EBE ekki veriö alveg peningalausir, þvi að sam- tökin hafa fengið mikinn styrk frá öllum æskulýðsfélagssamtökum Noregs, 10 aö tölu. 011 æskulýös- samtökin eru á móti EBE-aðild. Frá sjómanna — og útvegssam- tökunum hafa borizt stórar upphæðir og siðast en ekki sizt hafa borizt mjög stórar upphæðir frá bændasamtökunum. Þannig hefur tekizt að safna fé til að halda uppi sifeldri upplýsinga- starfsemi gegn EBE aðild, og eru F'ramhald á 5. siðu STÁLGRINDAHÚS Pantanir á stálgrindahúsum, sem afgreiðast eiga fyrir haustið, þurfa að berast sem fyrst Húsin fást með klœðningu í ýmsum litum eftir vali kaupanda Húsbreiddir staðlaðar, 7,5-10-15 metra SÍMI 24260 HÉÐINN =

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.