Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur ;iO. júli 1972 | I I I ! Bendir hinn óvænti byrjunarleikur til vaxandi fjölbreytni í taflmennsku Fischers Frank Brady skrifar um fyrsta leik Fischers í sjöttu einvígisskákinni l»ogar Bobby Kischcr tcfldí c-peftinu frani um tvo reiti (c 1) i 1. Icik. (>. skákarinnar i kcppninni um hcims- mcistaralililinn vift Koris Snasski. fór skvndilega cftir- væntingarklibur um I.augar- dalshöllina. Minnslu munafti, aft upplausn yrfti i salnum, þvi Kischcr hal'fti gcrt nokkuft, scm tæpast haffti komift l'yrir liann þau nær tuttugu ár, scm liann licfur tckift þátt i skák- mótum: hann lck ckki kóngs- pcftinu fram um tvo reiti <c4) i I. Icik. I>cssi alburfturcr jafn mikilvægur frá íræftiregu sjónarmifti, cius og hann cr frcltnæinur. Skákskýrslur herma, að þar lil l'yrir l'áum vikum hafði Fischer teflt 749 skákir á opin- berum taflmótum (og auk þess óteljandi hraðskákir, l'jöltefli og blindskákir). llann halði hvitu mennina i u.þ.b. helmingi þessar skáka, og i aöeins scxþeirra breytti hann út af sinum venjulega hyrjunarleik: þessi skipti kynnu nú að vera talin sögu- legir viðburðir. Kóngspeðsbyrjun leiðir til opinnar stöðu, og oft saml'elldra aðgerða og sóknarleiks. Aðrar byrjanir, svo sem d4, c4 og 1. Rf3 hafa i t'ör með sér meira hægl'ara en oft uppbyggilegri aðgerðir. Byrjunarleikur hvers sk- akmanns er fyrst og fremst komin undir stil hans. Sá, sem hrifinr. er af opnu lafli, og sókndjarfur (eins og Bobby), er liklegri til að leika e4 i fyrsta leik. Hins vegar kýs skákmaður, sem er hrifnari ai' lokuðum stöðum, er kreíjast mikillar þolinmæði og ihugunar i stað eldlegs imyndunaral'ls, heldur einhvern annan byrjunarleik en e4. Bobby Fischer hel'ur um áraraðir leikið nær undan- tekningalaust e4 i 1. leik. Hann var eitt sinn spurður um ástæðuna lyrir þessum leik (sem hlýtur að gera andstæðingum hans auðveldara fyrir) — og hann svaraði: ,,Af þvi þetta er bezti leikurinn”. Árið 1957, þegar Bobby var aðeins 14 ára, varð hann Bandarikjameistari i fyrsta sinn. A bandariska meistaramotinu það ár tefldi þessi unglingur við Atillo de Camillo, reyndan skákmeistara. Bobby lék e4 - og vann án mikilla erfiðis- muna. Þá var það trú flestra, að hann myndi breyta út af vana sinum og tefla eftir þetta fjölbreyttari byrjunar- leiki. Ekkert var þó fjær sannleikanum en það, þvi i hundruðum skáka v iðs vegar á jarðkringlunni byrjaði hann alltaf eins: e4. Það var fyrst, 13 árum seinna, að hann brá út af vananum, þá á alþjóðamóti i Buenos Aires i júli 1970. Hinn grunlausi andstæðingur hans i það skipti var hinn ungi og ört vaxandi skákmeistari frá Iíússlandi, Vladimir Tukmakov. Þeir mættust i 1. umferð og Fischer lék b3 (upphaísleikur svonefndrar Nimzovitsch/Larsen-- byrjunar) og vann Rússann i 26 leikjum. A alþjóðamóti á Mallorca nokkrum mánuðum seinna kom Fischer enn meira á óvart, er hann hóf tvær skákir sinar með b:i - og vann -þær báðar. Fyrri skákina tefldi hann á móti öðru ,,undra- barni”, Brasiliumanninum Henrique Mecking, og i þeirri seinni mætti hann þekktum stórmeistara frá Tekkóslóvakiu, Dr. Miroslav Filip. Á sama móti hóf Fischer skák á móti Rússanum Lev Folugayevsky (talinn einn fremsti skákmaður heimsins) með þvi að leika c4. Þetta var i l'yrsta skipti, sem Fischer reyndi þennan leik, sem yfir- leitt er upphafsleikur Enska leiksins. Þessi skák þróaðist þó upp i Reti-vörn: 1. c4, Rf6, 2.g3.c6, 3. Bg2, d5 4. Rf3, Bf5 o.s.frv. og lyktaði með jafn- teíli. Spasski og Fislier cigast vift. I siðustu umferð Mallorca-- mótsins, lék Fischer aftur c4 i 1. leik. nú á móti Oscar Panno frá Argentinu. Fleiri urðu leikirnir ekki, þvi að Panno mætti ekki til leiks, i mót- mælaskyni við breytingar á timaáætlun mótsins, sem gerðar voru vegna trúar- skoðana Fischers. Paul Morphy, sem var fremsti skákmeistari Banda- rikjanna um miðja 19. öld (og margir telja, að sé aðalfyrir- mynd Fischers) hóf nær allar skákir sinar með e4. Ungverskur skákmeistari, sem uppi var á ofanverðri 19. öld byrjaði alltaf á e4 — nema einu sinni. Það frávik, sem endaði með ósköpum, varð til þess, að hann hélt fast við upphafsleikinn e4, allt til dauðadags. Og hinn kunni skákmeistari frá Vinarborg, Rudolf Spielman (þekktur fyrir stórsnjallar fórnir), hóf einnig flestar skákir sinar með e4. Hann brá þó út af venjunni með d4, i Vin 1928 og Karlsbad 1929, með ágætum árangri i bæði skiptin. Hvort 1. leikur Fischers d4 á móti Spasski felur i sér róttæka breytingu á við- horfum hans til byrjana, eða hvort hann kaus þennan leik eingöngu til að halda Spasski dálitið forvitnum, mun timinn einn skera úr um. Á meðan rikir fullkomin óvissa meðal skákáhuga- manna um þær skákir, sem eftir eru i heimsmeistara- einviginu. Spasski neyðist e.t.v. til að endurskoða, jafnvel frá rótum, allt það, sem hann hefur kynnt sér um opnanir fyrir einvigið, og það er ómögulegt að segja upp á hverju Fischer tekur næst. Ég heyrði einn Islending segja, um leið og hann gekk út úr Laugardalshöllinni eftir 6. skákina: „Ætli þeir i Moskvu þurfi ekki að breyta um stillingu á tölvunum. En hver getur eiginlega gizkað á hvað Fischer gerir næst, hvort heldur er i skákinni eða utan hennar?” I 1 Fiskirækt á Kamtsjötku Kamtsjötkuskaginn er næstum helmingi minni en Skandinavia. En á báðum skögunum eru viða straumharðar ár og fallhraðir fossar, og blá vötn, ýmist um- kringd klettum eða dreifð um græna túndrusléttuna. Ef til vill er eini sýnilegi munurinn á landslagi skaganna sá, að á Kamtsjötku er fjöldi tind- hvassra eldfjalla. Um fjöllin og túndruna dreifast i tugatali hver- ar og ölkeldur, og i djúpum fjalla- dal stiga sjóðandi vatnssúlur upp úr eina goshveravæði á megin- landi Asiu. Ekki er langt siðan að ár og vötn Kamtsjötku fylltust af laxi á haustin. En þvi miður, timarnir breytast. Á þúsundum milna girða nú japönsk reknet fyrir leið- ir laxanna um sjóinn. Enn ganga laxar upp i ár Kamtsjötku til hrygningar, að visu ekki i sama mæli og áður. Hér vernda hann ströng lög. öll laxveiði er bönnuð. Undanþága er aðeins veitt heimamönnum, enda hefur fiskmeti verið ein helzta fæðutegund þeirra frá ómunatið. Þeir fóðra einnig hunda sina á fiski, en án þeirra kæmust þeir ekki hænufet á hinum snjóþungu vetrum. i ánum á Kamtsjötku er eigin lega ekkert um ferskvatnsfiska. Á sinum tima hefur Kamtsjatka verið eyja, og sundin sölt hafa bægt vatnafiskum meginlandsins frá. En i lok isaldar hefur mynd- azt landbrú milli Kamtsjötku og Tsjúkotku. En nú renna alallar ár á skaganum i austur og vestur, og þvi þarf að brjótast yfir vatnaskil þeirra til að komast suður á sjálf- an skagann. Eigi að siður, á þeim tima, sem liðinn er frá þvi að jöklar bráðn- uðu, hefur grálaxi frá ám á norðurhluta meginlandsins (hann er m.a. vel þekktur i Noregi) tek- izt að ná fótfestu á Kamtsjötku, að visu ekki i nærri öllum ám. Aðrir ferskvatnsfiskar, svo sem gedda, álamóðir, sikar o.fl. hafa tæpast komizt suður fyrir eiðið, sem myndaðist. Hins vegar eru fullboðleg lífs- skilyrði fyrir margar verðmætav tegundir vatnafiska i ám og vötn- um skagans. Sérstaklega á þetta við um stærsta dal skaganr,, þar sem vatnið hitnar meira á sumrin en úti við ströndina. Hér eru Jika i'jölbýlustu sveitir skagans. Visindamenn i Kyrrahafsdeild Sjávarútvegs- og haffræðistofn- unarinnar ákvæðu að byrja að hagvcnja meginlandstegundir fiska á Kamtsjötku. Einn af starfsmönnum stofnunarinnar, fiskimaðurinn Ivan Kúznétsov, flutti árið 1930 um þrjú hundruð silfurkarfa frá Vladivostok og sleppti þeim i ána Kamtsjötku. A þeim tima var slikur flutningur enginn barnaleikur, enda tók hann meira en mánuð. En fyrirhöfn Ivans Kúznétsovs varð ekki árangurslaus. A miöj- um fimmta tug aldarinnar fóru að koma i net pattaralegir silfurfisk- ar, sem þarlenzkir kunnu fljótt vel að meta. Frægð karfans barst um allan skagann, og tekið var að veiða hann i tugum tonna. Árangurinn af karfaflutningn- um varð til þess, að nú fóru menn að hyggja á aðlögun fleiri fiskteg- unda. Að sjálfsögðu myndu ibúar ánna i norðri, sikarnir (Coregon- us lavaretus), verða kjörnir til landnáms. Ekki kippa þeir sér upp við vetrarfrost og svöl sum- ur. En mundu þeir ekki „aféta” laxaseiðin, ef þeir yrðu i sömu ám? Ekki tjóar heldur að flytja þangað aborra, geddur og aðra ránfiska: þeir myndu hreinlega útrýma laxaseiðunum. Eftir umfangsmiklar rann- sóknir voru að lokum valdar þrjár tegundir: villikarfi frá Amúrfljóti, siberiustyrja og styrlingur (sterlet). Er villikarfinn var valinn, var höfð i huga reynslan af silfur- karfanum. Báðar þessar tegundir eru, öfugt við laxinn, ylelskir og sækja þvi i grunn stöðuvötn, sem hitna gjarnan, og nærast á fæði, sem löxum er ekki eiginlegt. Þeir verða þvi löxunum ekkert ti'í trafala. Styrja og styrlingur eru stór vaxnir og ákaflega verðmætir fiskar. Þeir munu nærast á lin- dýrum og öðrum hryggleysingj- um við botninn, sem laxarnir ná ekki til. Og nú er annar bragur á flutn- ingnum. Villikarfinn og styrling- urinn komu i þotu til Kamtsjötku og væsti ekki um þau. Rööin er ekki enn komin að styrjunni. Fyrstu árin hafa þegar sýnt, að landnemarnir kunna vel við sig i hinu nýja umhverfi. Nú orðið rek- ast menn á hálfsmetra ianga styrlinga og allt að þriggja kilóa villikarfa. Ekki er þó allt eins og bezt yrði á kosið. Karfinn dafnar t.d. ágæt- lega, betur en frændur hans i Amúr, en hitinn á Kamtsjötku nægir ekki til að klekja út hrogn- um hans. Þessi ágæti fiskur getur ekki aukið kyn sitt. Það eitt blasir við honum að vera veiddur upp og deyja út. Fiskifræðingar neituðu hins vegar að sætta sig við þennan gang málanna. Rætt er um að klekja karfanum i sérstökum, upphituðum tjörnum. Aformað er að nýta hveravatn i þessu skyni. Fáeinar tylftir af fullorðnum villikörfum geta við góð skilyröi alið af sér margar þúsundir af- kvæma. Seiðunum mundi siðan sleppt i Kamtsjötkuá. Þaðan mundu þau sjálf dreifa sér um þverár og vötn, þar sem þau munu dafna prýðilega. Þeim verður að visu ekki skapað að auka kyn sitt, en það munu foreldrar þeirra bæta upp og sjá um nægilega endurnýj- un árlega i sinu notalega horni. Igor Kúrénkov, liffræðingur. — APN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.