Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur HO. júli 1972 TÍMINN 7 Kvenáhöfn neðan- sjávarrannsóknarstofu Fjórar ungar konur, Tamara Babajeva verkfræðingur, Jelisaveta Kusnetsova tækni- fræðingur, Galina Sjisjkina lyfjafræðingur og Svetlana Tjaplygina liffræðingur, eru i þann veginn að hefja störf i rannsóknarstofu á hafsbotni en til þessa hafa þar einungis starfað karlar. Haffræði- rannsóknarstofnunin sovézka hefur samþykkt þetta eftir að stúlkurnar höfðu reynzt við æfingar í réttþrýstiklefa a.m.k. eins vel hæfar líkamlega til þessara starfa eins og karl- menn. Neðansjávarrannsóknar- stofur eru meir og meir notaðar við hafrannsóknir og eru Sovét- rikin mjög framarlega á þessu sviði. Tveir sovézkir könnuðir hafa nýverið dvalizt 11 daga í réttþrýstiklefa við skilyrði, sem samsvara dvöl á 45 metra dýpi undir haffleti. Notuð var and- rúmsloftblanda af köfnunarefni og súrefni og mönnunum leið betur en af helium og súrefnis- blöndunni, sem venjulega er notuð, en er dýr i framleiðslu og þarf stór og flókin tæki til að framleiða. Köfnunarefnis- blandan gerir áhöfn neðan- sjávarklefanna mögulegt að vinna heila vakt i einu undir fullum þrýstingi. ★ Hátiðnihljóðbylgjur við skurðaðgerðir Hátiðnihljóðbylgjur geta i mörgum tilfellum komið i stað venjulegra „verkfæra” skurð- lækna, hnifs og sagar. Sovézkir sérfræðingar hafa þróað tækni, þar sem hátiðnihljóðbylgjutæki eru notuð við beina- og liða- mótaaðgerðir, nokkurs konar logsuða. Er þessi aðferð m.a. notuð við aðgerðir á beinvef og til að skera i mjúkan vef. Það er mjög þýðingarmikið við þessa nýju aðferð, að hátfðnihljóð- bylgjurnar verka staðdeyfandi. Þessi nýja tækni hefur fyrst i stað verið notuð við skurðað- gerðir á börnum, og hún hefur einnig reynzt mjög nytsamleg við brjótsaðgerðir. Kom aftur og játaði Þrjátiu og sjö árum eftir að vera formlega kærður fyrir að hafa framið morð, kom Lonnie Cross aftur til lögreglunnar i Jacksonville i Florida i Banda- rikjunum og sagðist vera kominn til þess að taka út hegn- ingu fyrir glæpinn. Hann sagðist koma vegna þess, að hann vildi ekki eiga óuppgerðar skuldir við drottinn sinn, þegar hann færi sjálfur i gröfina. Þetta verður i fyrsta sinn, sem ég fer i fangelsi allt mitt lif, en nú er ég 66 ára gamall, sagði hann ennfremur. Rikis- saksóknarinn i Florida fletti upp igömlum skýrslum, og þar kom i ljós, að Lonnie Smith, öðru nafni Lonnie Cross, hafði verið ákærður fyrir morð 13. desember, 1935. Hann hafði stungið Edward Bozier til dauða með stórum hnif, 3. nóvember, 1935. Cross sagðist hafa komizt undan til Savannah i Georgiu, eftir að mroðákæran var gefin út, og þaðan hélt hann svo til New Orleans, en þar hefur hann starfað allt fram til þessa dags, undir fölsku nafni. Fyrir þrettán árum lenti Cross svo i umferðarslysi, og nú segist hann halda, að það hafi verið fyrir forsjá drottins, að hann lét ekki lifið i það sinn, enda hafi drottinn ætlað honum að fara aftur til Florida til þess að viðurkenna giæp sinn. Nú er hann lika kominn þangað aftur, en saksóknarinn, Don Nichols segir, að ekki verði hægt að dæma hann sekan á hans eigin framburði, svo ruglingslegur, sem hann nú hljómar, og er þvi hafin leit að einhverjum vitnum, sem hægt yrði að fá til þess að bera vitni, ef af mála- ferlum verður. 4 Gengurtil sálfræðings Joan Kennedy eiginkona Ted Kennedys hefur undanfarið eitt ár gengið stöðugt til sál- fræðings. Það er erfitt að vera Kennedy, að minnsta kosti ef fólk ætlar að koma fram og hegða sér á allan hátt eins og slikum sæmir. Af þeim sökum hefur Joan orðið að leita sér lækninga. — Maður tapar trúnni á sjálfan sig vegna allra þeirra erfiðleika, sem á veginum verða, segir Joan. Verður rík á ævi- sögunni Nina er alveg hætt að vilja tala um Friðrik sinn fyrrverandi eiginmann, þegar hún kemur til Kaupmannahafnar, en siðast þegar hún kom þangað vildi hún svo mjög gjarna segja blaða- mönnum og öðrum, sem heyra vildu að hún hefði tapað einni ferðatöskunni sinni, og i þessari tösku hefðu verið öll sendibref hennar frá Friðriki frá fyrri árum, þegar hún var barónessa og þau hjón ferðuðust um og sungu fyrir fólk, og sömuleiðis allar myndir, sem minntu hana á fortiðina. En Nina sagði, að sér væri alveg sama þótt hún hefði tapað töskunni. Eiginlega væri það bara gott, og hefði eins og losað hana við fortiðina. Nina hefur aukið mikið á frægð sina við það að lenda i slagtogi við Clifford Irving, sem sekur reyndist um að hafa skrifað ævisögu Howard Hughes án þess að hafa nokkru sinni rætt við hann. Þau Nina og Irving bjuggu saman um tima á hótel Victoria i Oaxaco i Mexikó, og á þeim tima þóttist Irving hafa átt samræður við Hughes og safnað efni um hann, en Nina segir, að þau hafi verið allan timann i návist hvors annars, og þvi geti slikt ekki hafa átt sér stað. Nú er Nina sjálf búin að selja út- gáfuréttinn að ævisögu sinni og hefur fengið 100 þúsund dollari innborgun vegna bókarinnar. Þá er hún á leiðinni til Holly- wood þar sem hún ætlar að fara að leika isinni fyrstu mynd. Hér sjáum við hana svo dansa i kring um umboðsmann sinn, John Marshall,á meðan annar herra lagar hár Marshalls með greiðu og hárþurrku. * Stúdentar byggja ,,hvirfilvindavél” Stúdentar við háskólann i Riga, höfuðborg lettneska sovét- lýðveldisins hafa smiðað vél, sem sendir straum upphitaðs lofts i um það bil 3000 metra hæð, en þar með eru menn þess umkomnir að búa til hvirfil- býlji og önnur loftfyrirbæri, sem þeim eru tengd. Tæki þetta er byggt á flugvélahreyflum og það er einnig hægt að nota það við tilraunir i þvi skyni að fram- kalla regn. — Þetta er sennilega af þvi að mömmu langaði svo i pels, þegar hún gekk með mig. — Mér kemur ekkert við þó mjólkurpósturinn sé stunginn af með kon una mina. Ég vil fá mjólkina. — Ég skildi ekkert, hvað þú varst að gera út um miðja nótt. DENNI DÆAAALAUSI ilrottinn minn, nú er heitt. Hvaða mamma skyldi verða fyrst til þcss að setja loftkælinguna á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.