Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur :!0. júli 1 »72 Sunnudagur 30. júli 1972 TÍMINN 11 SKÓLINN FYRIR Ll'FIÐ Heimsókn í lýðháskólann í Skálholti, og rætt við skólastjórann, séra Heimi Steinsson Skálholtsskóli, hinn nýi lýðháskóli. Aðalinngangur er fyrir miðju, þar fyrir neðan er matsalur og eldhús, og lengst til vinstri eru skólastofur og skrifstofur. Hægra inegin er svo heimavistin og setustofa, en 1..ntf flpiri heimavistarherberei verða síöar bvKRð fyrir Eins og áður hefur verið sagt frá i Timanum, tekur lýðháskóli þjóðkirkjunnar i Skálholti, Skál- holtsskóli, til starfa i vetur i þremur áföngum, 16. október — 16. desember, li. janúar H. marz og 12. marz til 1H. mai. Væntan- legir nc-mendur geta valið einn áfanga, tvo eða alla. Sameiginlegt námsefni verður heldur litið, en þvi meiri áherzla verður liigð á valfrjálsar náms- gr. Nemendurnir 16, sem teknir verða inn i haust, munu allir læra islenzka tungu, sögu og bók- menntir, menningarsögu sitthvað um samtimaviðburði og þá út Irá ýmsum sjónarmiðum og vikulegir fyrirlestrar verða um ýmis efni ásamt eftirfarandi um- ræðum. Einnig verður farið i náms- og kynnisferðir. Siðan geta nemendur valið úr eftirtiildum námsgreinum (en áætlað er, að sameiginlegt efni verði um það bil 10 timar á viku, heildartimafjiildi er áadlaður 25- 30 timar): Kélagsfræði, núlimasiigu, sál- Iræði, almennri trúarhragða- Iræði, kristinni trúlræði og sið- fræði, skýringum valinna bibiiu- texta, heimspekisögu, stærð- fræði, bótkíærslú, ensku, diinsku, þýzku, leiðbeiningum varðandi kristilega æskulýðsstarfsemi, flutning helgileikja, söng, nótna- lestri og annarri tónlistariðkun. Krossgötur, gatnamót l>egar blaðamaður Timans heimsótti séra lleimi Steinsson, skólastjóra Skálholtsskóla, aust- ur þangað i vikunni, var hann i óða iinn að taka á móti umsóknum og svara fyrirspurnum um skóla- vist. Sagði séra Heimir, að sér hefði komið á óvart sá mikli áhugi, sem lolk hefði sýnt á skól- anum og yrði hann nær örugglega þétt setinn iill þrjú námstimabil- in. Einu inntiikuskilyrðin eru þau, að viðkomandi sé 1H ára að aldri og hafi lokið skyldunámi. — t>að má eiginlega segja, sagði séra ileimir, að lýðháskólar séu ekki sizt lyrir fólk, sem stendur á krossgiitum, gatnamótum i lifinu. Grundtvig. sá ágæli maður, sagði þegar hann hóf lýðháskólastarf i Danmörku fyrir 100 árum eða svo, að lýðháskóli ætti að vera skóli fyrir lifið, og kannski er það meðal annars ástæðan til þess að á lýðháskólum eru ekki tekin eiginleg próf. fc>ar er ætlazt til, að fólk verði sér úti um alhliða menntun og þekkingu. Séra Heimir Steinsson er ungur maður, hálffertugur, og hefur hann undanfarin 3 ár dvalizt á Norðurlöndum i þeim tilgangi að kynna sér starfsemi lýðháskóla. Meðal annars kenndi hann i ein- um slikum i Haslev i Danmörku um tveggja ára skeið. fc>á ferðað- ist hann töluvert um Noreg og Sviþjóð i sömu erindagjörðum. — Hegar ég fór út, sagði séra Heim- ir, — hafði það orðið aö sam- komulagi á milli min og kirkju- ráðs, að ég kynnti mér þessa starfsemi með þaö fyrir augum, að ég tæki að mér að koma Skál- holtsskóla af stað, þegar þar að kæmi. t>á stóö til, að ég yrði hálft annað ár. en þegar það var liðið voru framkvæmdir hér heima við Skálholtsskóla ekki hafnar, svo ég varð áfram, enda haföi mér þá boðizt staða við skólann i Haslev. Séra Heimir kom siðan heim nú i vor ásamt konu sinni og tveimur börnum. Kjölskyldan býr nú i Skálholti, i gamla prestsetrinu, sem i framtiðinni verður bú- staður skólastjóra, matráðskonu og annarra þeirra, sem við Skál- holtsskóla vinna. Allt að 100 námsefni En hvað er þá lýðháskóli? á leikmaður til að spyrja. Séra Heimir sagði það erfiða spurn- ingu, þvi — i rauninni er ekkert til sem heitir lýðháskóli, sagði hann. — Aftur á móti eru til lýðháskóla- lög, er marka ákveðinn ramma, sem ýmsir aöilar geta starfað innan. 1 þessum ramma er aðeins gert ráð fyrir, að nemendur njóti kennslu i ákveðnum fögum svo sem þeim, er við höfum hér gert að skyldunámsgreinum, en þess utan er viðkomandi aðila, félagi, samtökum eöa öðrum, frjálst að bjóða upp á hvað sem er — svo framarlega, sem það brýtur ekki i bága við almennt velsæmi og landslög. Ég man til dæmis eftir þvi að hafa komið á skóla, sem bauð upp á rúmlega 100 náms- greinar, og svo eru aftur til litlir skólar eins og Skálholtsskóli, sem bjóða upp á takmarkaðan fjölda greina. t>ó gerum við okkur að sjálfsögðu vonir um að geta bætt við námsgreinum þegar á liður og opnað fleiri brautir en þá einu almennu lýðháskóladeild, sem við byrjum með nú i vetur. En reynslan á eftir að skera úr um, hvað er heppilegast hér og hvað hentar ekki. [jjlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllljjj ( Eftir Ómar ( (Valdimarsson ( IlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllf ,, Helgislepja"? A Norðurlöndum er til mikill fjöldi lýðháskóla. Allir eru þeir reknir af ákveðnum hópum, félögum, samtökum og öðrum, allt frá kirkjudeildum til verka- lýösfélaga, og segir séra Heimir, að lýðháskóli hljóti að vera ákaf- lega heppileg stofnun til að vinna að ákveðinni hugmynd eða hug- sjón. Eins og segir sig sjálft, þá er lýðháskólinn i Skálholti kristi- legur skóli. Hafa ber þó i huga — vegna þeirra, sem látið hafa i ljós „áhyggjur” vegna þess, sem þeir kalla „trúarofstækis” — að unnt er að standa aö þessum málum með ýmsum hætti. — Eins og kemur fram i áætl- aðri námsskrá, sagði séra Heim- ir, — þá verður engum gert skylt að læra kristna trúfræði og annað það, sem viðkemur kristindómi. Hitt er annað mál, að við munum að sjálfsögðu eindregið benda fólki á, að þessi efni standi þvi til boða og skólinn sem slikur verður rekinn á kristilegum grundvelli. Nemendur móta stefnuna Þar sem lýðháskólar eru fyrst og fremstskólar til að byggja upp manneskjurnar og gefa þeim kost á að reyna á sjálfstæðan hátt eigin getu, verður að sjálfsögðu lögð mikil áherzla á, að fullnægt sé þörfum hvers einstaks nem- anda með persónulegri leiðsögn og einkatimum, ef þeirra er þörf. Sú er einmitt ástæðan til þess aö timafjöldi er ekki áætlaður meiri en 25-30 vikulega, einsog áður segir. — Lýðháskóli má ekki verða eins og hver annar skóli, sagði séra Heimir. — Hann á að verða heimili og við munum ætla verulegan tima til samvista utan kennslustunda. Einnig leggjum við áherzlu á, að nemendur allir taki sjálfir virkan þátt i starfsemi skólans frá degi til dags, og i vet- ur verður þetta sérstaklega mik- ið, þvi þessir fyrstu nemendur munu að einhverju leyti móta stefnu skólans i framtiðinni. Námsskráin er aðeins áætluö enn sem komið er, og geri nemendur athugasemdir við hana, verður það hiklaust tekið til greina, sé það mögulegt. fc>á munum við einnig, hélt séra Heimir áfram, — aðstoða þá nemendur, sem vilja nota timann til að búa sig undir nám á gagn- fræðastigi eða við sérskóla, á all- an þann hátt, sem okkur er fært. Við munum að sjálfsögðu leita samráðs við hlutaðeigandi skóla, en þetta þýðir alls ekki, að hér verði hægt að taka próf inni aðra skóla, til dæmis menntaskóla. Það sem um er að ræða er, að nemendum verður væntanlega gert kleift að undirbúa sig undir aðra skóla, þannig að þeir verði hæfari til setu þar og prófa. Kennslan sjálf fer fram i náms- hópum, þar sem þvi verður við komið — enda eru lýðháskólarnir þekktir að þvi,en nemendur verða mjög hvattir til sjálfstæðra vinnubragða að verkefnum ýms- um undir leiðsögn kennara. A það munum við raunar leggja rika áherzlu, mjög rika. Erfiði smiðanna Eins og áður segir, verða aðeins 16 nemendur i Skálholts- skóla i vetur, og munu þeir fyrst um sinn búa i skála sumarbúða æskulýösstarfs kirkjunnar, sem er rétt vestan við sjálfan Skálholtsstað. Skólahúsið er nú vel á veg komið, og sagðist séra Heimir vonast til, að hluti þess yrði tekinn i notkun ekki siðar en um áramót. Það eru þrjár skóla- stofur, sem hægt verður að breyta i samkomusal á einu andartaki, eöa svo, enda veggirnir færanleg skilrúm. Siðar — væntanlega næsta vetur — verða 30 nemendur i skólanum, en fullbúinn er gert ráð fyrir að hann taki 60 nemend- ur , mjög heppileg stærð, sagði séra Heimir. Til að byrja með verður séra Heimir sennilega eini fastráðni kennarinn, en hann sagðist reikna með að fá sér til aðstoðar „eins marga stundakennara og þörf krefur.” Vera má þó, að nauðsynlegt verði að fastráða annan kennara þegar á þessu hausti. Skólagjöld verða miðuð við aðra heimavistarskóla. A siðustu fjárlögum var i fyrsta sinn veitt fé til byggingar skóla- hússins, en i vetur mun þjóðkirkj- an reka skólann. Vissulega gera aðstandendur skólans sér vonir um, að siðar meir fáist beinn rikisstyrkur til starfseminnar, en á Norðurlöndum njóta sambæri- legir skólar allt að 85-100% styrks frá rikinu. Á skilti, sem stendur fyrir framan bygginguna og telur upp þá, er að verkinu standa, er til- vitnun úr 127. sálmi Daviðs: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis.” Aðstand- endur Skálholtsskóla eru þess fullvissir, að smiðirnir erfiði ekki til ónýtis og þeir eru lika vissir um, að Skálholtsskóli á eftir að „útskrifa” marga góða smiði, þjóðfélagssmiði. Það skulum við vona, þvi islenzka skólakerfið hefur svo sannarlega þörf fyrir ofurlitla hressingu. HER 81S HÍHN NYI SKR&HÖ&T55KD&Í BVGGIXGftRfiÐltl ÞJDÖKÍRKJH ÍSLRHDS HRKÍCfcXGfiR ■ XRXFRCÖ VÍLHlfttMSSOX ÞORUftfiDUR S ÞOKUftfiÐSSOH fieim til oíúoíar ftCYXÍR VfLHJfttMSSOX ^iUli ;.-.N^^ unmJ í íamráii HÓRft S3RIIKRSÖÍÍ r- ’ ' ■ í,rífei!iins. Mm UiknaJ b£|ttr f>«u kús. cr jtpit vottt krttaa ö sLlaum \\~~~ ^ vtRKfRK.ÖÍHGftR' HLHfcHNft UtRKFR«BlSWFftKi..ri4oi ■n % CÍKftSSSOH «. PÁÍ.SS0H. lojwr. SÍGUReUII. HflUDé8SS t4«.M» ijyGCÍHGfiRMfciSXftRÍ GUBMUHÐUR SUCÍHSSOK C\ drottinm byggi* *kks húsiá. ertiéa smióanir z&yp með nýjum Ktum — sinfóníu af Séra lleimir Steinsson skólastjóri Skálholtsskóla, ásamt kon u sinni Dóru Þórhallsdóttur. Séra Heimir Steinsson ásamt biskupi tslands, herra Sigurbirni Einars syni, scm, að öðrum ólöstuðum, á stærstan þátt i endurreisn Skálholts FYRSTAR 1887 ogenn ífu/lu fjöri ■■■■-■■.Daninn Wilhelm Hellesen afann upp og framleiddi fyrstu nothæfu þurrrafhlöðuna fyrir í dag streyma HELLESENS rafhlöður hingað beint frá Kóngsins (Drottningarinnar) Kaupmannahöfn, hlaðnar ^ Hringið eða komið og tryggið qfppl nnwPT yður Þessa afbra9ðsvöru- olctJl pUWCl við önnumst bæði heildsölu- 1,11 ■*— og smásöludreifingu. 1.5 VOLT IEC R20 RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVIK • SIMI 18395 • SIMNEFNI ICETRACTORS Audýs ■endur Auglýsingar, sem eiga að koma I blaðinu á sunnudögum þurfa að berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Tlmans er f Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300. ALLT í FERÐALAGIÐ íslenzk og sœnsk TJÖLD 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna Svefnpokar Bakpokar Iþróttabúningar Gúmmíbátar Allar veiðivörur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.