Tíminn - 04.08.1972, Side 6
6
TÍMINN
Föstudagur 4. ágúst 1972
Auglýsing
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
Aðalskoðun bifreiða i lögsagnarum-
dæmi Reykjavikur i ágúst 1972.
Þriðjudaginn 1. ágúst R-14551 til R-14700
Miðvikudaginn 2. ágúst R-14701 til R-14850
Fimmtudaginn 3. ágúst R-14851 til R-15000
Föstudaginn 4. ágúst R-15001 til R-15150
Þriðjudaginn 8. ágúst R-15151 til R-15300
Miðvikudaginn 9. ágúst R-15301 til R-15450
Fimmtudaginn 10. ágúst R-15451 til R-15600
Föstudaginn 11. ágúst R-15601 til R-15750
Mánudaginn 14. ágúst R-15751 til R-15900
Þriðjudaginn 15. ágúst R-15901 til R-16050
Miðvikudaginn 16. ágúst R-16051 til R-16200
Fim mtudaginn 17. ágúst R-16201 til R-16350
Föstudaginn 18. ágúst R-16351 tii R-16500
Mánudaginn 21. ágúst R-16501 til R-16650
Þriðjudaginn 22. ágúst R-16651 til R-16800
Miðvikudaginn 23. ágúst R-16801 til R-16950
Fimmludaginn 24. ágúst R-16951 til R-17100
Föstudaginn 25. ágúst R-17101 til R-17250
Mánudaginn 28. ágúst R-17251 til R-17400
Þriðjudaginn 29. ágúst R-17401 til R-17550
Miðvikudaginn 30. ágúst R-17551 til R-17700
Fimmtudaginn 31. ágúst R-17701 til R-17850
Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiðar sinar til
bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og veröur skoöun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30.
Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á
laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bif-
reiöanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skil-
riki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátryggingargjald
ökumanna fyrir árið 1972 séu greidd og lögboðin
vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki i bifreiðum sin-
um, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda rikisút-
varpsins fyrir árið 1972. Ennfremur ber að framvisa
vottorði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um að ljós
bifreiðarinnar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á þvi, að
skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. _
Vanræki einhver að koma Tíifreið sinni
til skoðunar á auglýstum tima, verður
hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð,
hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að
máli.
Lögreglustjórinn i Iteykjavik 1. ágúst
1972.
AÐVÖRUN
til eigenda ökumælaskildra bifreiða
Lögreglustjóranum i Reykjavik hefur
verið afhent skrá yfir ökumælaskyldar
bifreiðir, sem eiga ógreiddan bifreiða-
skatt fyrir 2. ársfjórðung 1972.
Verða þær bifreiðir, sem i vanskilum eru,
stöðvaðar án frekari aðvörunar og númer
þeirra tekin til geymslu, unz full skil eru
gerð.
Tollstjórinn i Reykjavik,
27. júii 1972.
40.000 bílar um
Framhald af bls. 8.
Laugarvatni. Skemmtanahaldið
byrjar á föstudaginn kl. 4, með
smá skemmtiatriðum. Um kvöld-
ið verður dansað á pöllum, og það
eru Mánar og hljómsveit Þor-
steins Guðmundssonar, sem leika
fyrir dansi.
A laugardaginn byrjar diskótek
kl. 1 eftir hádegi. Klukkan þrjú
verður knattspyrnuleikur milli 1.
deildar liðs Keflvikinga og 2.
deildar liðs Selfyssinga, i leikhléi
verður keppt i 100 og 200 m hlaupi
kvenna og karla. Eftir leikinn
verður keppt i 400 metra hlaupi
kvenna,3000 metra hl. karla.
Þaö atriði, sem á sennilega eft-
ir að vekja mesta eftirtekt á
Laugarvatnsskemmtuninni, fer
fram kl. 17 á laugardaginn. Þá
verður tefld skák með lifandi
mönnum, og eru það stórmeistar-
arnir Friðrik Ólafsson og Bent
Larsen, sem leiða saman hesta
sina. Taflmennirnir verða allir úr
Skarphéðni, Guðmundur Arn-
laugsson verður skákdómari og
einnig mun hann skýra skákina.
Á laugardagskvöldið verður
skemmtidagskrá, þar koma m.a.
fram Jörundur, Litið eitt, Gisli og
Gordon, og á eftir verður dansað.
Sömu hljómsveitir leika fyrir
dansi og kvöldið áður.
Skemmtidagskrá byrjar kl. 14
á sunnudaginn. Ræða veröur
flutt, Karl Einarsson skemmtir,
Guðrún A. Simonar syngur, Ómar
Ragnarsson skemmtir, Gisli og
Gordon syngja. A eftir verður
sýnt fallhlifastökk. — A sunnu-
Starfsstúlka óskast
Starfsstúlku vantar að geðdeild Barna-
spitala Hringsins, Dalbraut 12. Upplýsing-
ar hjá yfirhjúkrunarkonunni simi 84611.
Skrifstofa rlkisspltalanna
IGNIS
Rafmagns-vatnshitarar.
fyrir sumarbústaði - mjólkurhús - bíl-
skúra- kaffistofur - iðnaðar- og heim*
ilisnotkun o. fl.
RAFIDJAN VESTURGÖTU 11 SÍM119294
RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660
helgina
dagskvöldið kemur Karl Einars-
son fram aftur, sömuleiðis Gisli
og Gordon, djassballettskóli Báru
sýnir Tam-tam. Að lokum verður
dansað og flugeldasýning verður.
Mótið á Laugarvatni er bind-
indismót, og á staðnum verður
ströng löggæzla, t.d. verða ein-
hverjir lögregluþjónarnir óein-
kennisklæddir.
Ef veörið verður gott á Laugar-
vatni um helgina er jafnvel búist
við, að 10-15 þúsund manns muni
sækja hátið Skarphéðins.
300 manns i
Kerlingarfjöll
„Það er þegar farið aö fjölga
mikið hér á staðnum,” sagði
Valdimar Ornólfsson I Skiða-
skólanum i Kerlingarfjöllum.
Valdimar sagði, að reiknað
væri með, að a.m.k. 300 manns
yrðu i Kerlingarfjöllum um
verzlnarmannahelgina. Um helg-
ina verður mikið skiðamót i Kerl
ingarfjöllum. Þátttakendur verða
úr öllum landsfjórðungum og að
auki nokkrir erlendir keppendur
t.d. verða tvær af beztu skiöakon-
um Frakka meðal keppenda.
Fært er á öllum bilum inn i
Kerlingarfjöll um þessar mundir.
Reikna með 40.000
bilum á þjóðvegum
Ráðstafanir Umferðarráðs
verða viðtækari i ár en nokkru
sinni fyrr. Þegar fréttamaður
Timans ra^ddi við Pétur Svein-
bjarnarson, framkvæmdastjóra
ráðsins, var hann i óða önn að
undirbúa helgina miklu.
— 1 fyrsta lagi, sagði Pétur, —
þá verður rekin upplýsingamið-
stöð hér i nýju lögreglustöðinni,
og er sú upplýsingamiðstöð rekin
á vegum Umferðaráðs og lögregl-
unnar i heild. Sú starfsemi hefst
klukkan 16 á föstudaginn og verð-
ur siðan opið til miðnættis alla
daga þar til á mánudagskvöld, þá
lýkur henni á miðnætti. Þetta
verður i svipuðu formi og undan-
farin ár en starfsemin hefur auk-
izt með hverju ári, fólk lærir einn
ig betur að notfæra sér þessa
þjónustu.
Við söfnum upplýsingum utan
af landi frá löggæzlumönnum, bif
reiðaeftirlitsmönnum og vega-
þjónustumönnum FIB, svo og1
starfsmönnum vegamála. Þessar
upplýsingar eru um umferð,
ástand vega, veðurfar, fjölda’
fólks á hinum ýmsu samkomum,
umferðaróhöpp og slys og annað,
sem við teljum máli skipta.
Siðan vinnum við úr þessum
upplýsingum og dreifum þeim
með tvennum hætti: 1 gegnum út-
varp, i stuttum innskotum, alls
um 30 talsins, og siðan er öllum
heimilt að hringja til okkar eftir
klukkan 4 á föstudaginn, i sima
25200. Álagið á þeim vettvangi
hefur vaxið gifurlega á undan-
förnum árum — fólk hringir og
spyr um óliklegustu hluti.
Þetta er sem sé okkar aðalstarf
hér þessa umferðarmestu helgi
ársins, en segja má, að það sé
tvennt, sem fæst með starfrækslu
svona miðstöðvar.
1 fyrsta lagi fáum við all glögga
heildaryfirsýn yfir þessa miklu
umferðarhelgi og þannig getur
löggæzlan hagað sinum aðgerð-
um með tilliti til þess, sem er að
ske hverju sinni. Og i öðru lagi
getum við með þessu veitt lands-
mönnum talsverða þjónustu.
Annar þáttur, sem snertir Um-
ferðarráð þessa helgi, er öryggis-
beltahappdrættið. Hámark þess
verður um þessa helgi og við höf
um hugsað okkur að dreifa 10.000
miðum núna um allt land.
Veðrið segir svo að sjálfsögðu
ákaflega mikið til um fjölda fólks
á vegum úti. Akaflega margir af
þessu svokallaða Stór-Reykja-
vikursvæði fara i styttri ferðir, en
ég held mér sé óhætt að fullyrða,
að lágmarksfjöldi bifreiða, sem
fara út á þjóðvegina i lengri eða
skemmri tima yfir helgina, sé um
40.000. Ef við reiknum svo með,
að lágmarksfjöldi farþega sé 3,
þá er dæmið einfalt, 120.000
manns fara út á þjóðvegina um
þessa verzlunarmannahelgi.
Slysahætta er náttúrlega tals-
verð, en alvarlegt slys hefur ekki
orðið sl. 5 verzlunarmannahelgar
og þvi vonum við að sjálfsögðu
hið bezta.