Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. ágúst 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn ■: Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: :> arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans):; :|: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, Ritstjórnarskrifr : stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306^: £ Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-: ý ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald:; x 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takiö. Blaöaprent h.f. Loksins kom hinn langþráði þurrkur Bændur á Suður- og Vesturlandi hafa átt við mikla heyskaparörðugleika að striða i sumar vegna óþurrka. Júlimánuður var kaldur og votviðrasamur. Hiti var fyrir neðan meðallag og sólskinsstundir færri en verið hafa i iúli sl. 17 ár. Hey voru viða orðin mjög hrakin og skemmd og gras að spretta úr sér. Votheysgerð hefur að visu bjargað mörgum bóndanum, en viða eru votheysgeymslur mjög takmarkaðar. Nú hefur brugðið til hins betra með veðrátt- una sunnanlands. Undanfarna daga hefur ver- ið brakandi þerrir og bændur tekið til óspilltra málanna við heyþurrkun og hirðingu. Hefur verið handagangur i öskjunni á mörg- um bæjum, enda mikið i húfi að bjarga inn heyjum meðan veður helzt þurrt. Vissulega er heyöflun bænda orðin öruggari nú en áður var með tilkomu votheysgeymslna og súgþurrkunar. En geta þó flestir bændur enn sagt: ,,Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni”. Eitt mesta hagsmunamál bænda- stéttarinnar er að gera fóðuröflunina sem öruggasta, og til þess eru ýmsar leiðir að gera hana tryggari en nú er. Nú i sumar hafa verið reyndar tvær færan- legar verksmiðjur, sem hraðþurrka gras og pressa það i flögur.Búnaðarsamband Suður- lands og Búnaðarsamband Eyjafjarðar hafa staðið að þeim tilraunarekstri og notið til stuðnings frá Stéttarsambandi bænda. Starfandi eru nú i landinu þrjár grænfóður- verksmiðjur. 1 Gunnarsholti og á Stórólfsvelli i Hvolhreppi og eru þær i eigu rikisins, en hin þriðja er i Brautarholti á Kjalarnesi i eigu bændanna þar. Sú verksmiðja hefur starfað i nokkur ár og framleitt grasmjöl, en á sl. vori var hún endurnýjuð og fékk nýja vélasam- stæðu, sem einnig framleiðir heyköggla. í byggingu er nú fjórða verksmiðjan að Stór- holti i Saurbæ i Dalasýslu og er þar ætlunin að framleiða bæði heyköggla og þangmjöl. Þessar tvær verksmiðjur munu njóta nokkurs stofn- framlags af fjárveitingu, sem ætluð er til grænfóðurverksmiðja. Nú hefur landbúnaðarráðherra samþykkt áætlun um að byggja þrjár grænfóðurverk- smiðjur á næstu fimm árum i Hólminum i Skagafirði, i Saltvik i Reykjahreppi i S-Þing. og i Flatey i Mýrarhreppi á A-Skaft. Við staðarval þessara verksmiðja hafa tvær ástæður einkum ráðið. Annars vegar ræktunar- öryggi, þ.e. að fullnægjandi landsstærð sé fyrir hendi og vinnslutimi innan hæfilegra marka, og hins vegar þau markaðssvæði, sem að verk- smiðjunum mundu liggja og flutningaleiðum um þau, þ.e. að tryggja greiða dreifingu á við- ráðanlegum kostnaði. Með þessari ákvörðun hefur landbúnaðar- ráðherra stigið stórt framfaraskref i þá átt að gera fóðuröflun bænda öruggari. —TK Walter Schwarz: Bhutto forseti Pakistan á í vök að verjast Á hann er deilt fyrir undanlátssemi út á við og vanefndir loforða í innanlandsmálum Bliulto forsoti Pakistan ANDSTAÐAN gegn form- legri viðurkenningu Bangla- desh harðnar stöðugt i Paki- stan og gera má ráð fyrir, að hún tefji fyrir friðarviðleitni á Indlandsskaga. Viðurkenning- in verður rædd i þinginu, þeg- ar það kemur saman 14. ágúst. Gert er ráð fyrir nokkurri andstöðu i flokki Bhuttos for- seta auk þingmanna stjórnar- andstöðunnar. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar leggja mikla áherzlu á uppþotin út af tungumáladeil unni i Hinh-héraði og van efndir á loforðum stjórnarinn- ar að bæta lifskjör Pakistana. Þeir hafa einnig ráöizt á „óhæfilegar” eftirgjafir Bhuttos i Simla-samkomulag- inu við Indverja. Flokksmenn Bhuttos i Punjab, þar sem fylgi hans er mest, segja þennan áróður hafa haft nokkur áhrif á stuðn- ingsmenn Bhuttos, ekki sizt stúdenta. BHUTTO forseti ætlar greinilega aö halda áfram að reyna að tryggja friðinn, þeg- ar Indverjar efna loforð sin um að hverfa frá herteknum svæðum, skila striðsföngum og lifa i framkvæmd i friði við Bangladesh eins og Indland. Öeirðirnar og hin harðnandi andstaða veldur þvi, að hann er hættur að sækja og tekinn að verjast. Mujib Rahman forsætisráð- herra Bangladesh hefir gert opinbera viðurkenningu að skilyrði fyrir frekari samn- ingaviðræðum. Andstaðan gegn viðurkenningunni stend- ur dýpra en deilurnar um skil striðsfanga. Hún á rætur að rekja til boðunar þeirrar kenn ingar áratugum saman, að Pakistan eigi að vera þjóðland múhameðstrúarmanna á Ind- landsskaga. Viðurkennt er að visu, að þessu sé ekki þannig farið i framkvæmd, en eigi að siður haldið fram, að opinber viðurkenning Bangladesh höggvi nærri þjóðarvitund Pakistana og kunni að bjóða heim frekari sundrungu þegar bæði Pakistan og Indland hafi staðfest Simla-samkomulagið. GERT er ráð fyrir, að báðir aðilar standi við loforð sin um að hverfa frá herteknum svæðum utan Kashmir. Þar næsta kemur að þvi að skila striðsföngum og semja við Bangladesh um brýn úrlausn- arefni eins og skipti á a 11- mörgu fólki og áframhald efnahagslegra tengsla og samskipta. Efamál er, að úr þessu geti orðið, nema þvi að- eins, að Mujib Rahman fáist til að falla frá kröfu sinni um formlega viðurkenningu áður en samið er. Andstæðingar formlegrar viðurkenningar Bangladesh halda fram, að endurnýjuð samskipti við hið nýja riki eigi að stefna að einhvers konar samveldi, þannig að eining- unni út á við verði að nokkru bjargað. Pakistanar eru mjög margir þeirrar skoðunar, að þessi lausn yrði Bangladesh heilladrjúg þegar fjand skaparöldurnar lægir, og tryggði það gegn yfirdrottnun Indverja i framtiöinni. BHUTTO forseti beitir sér nú einkum að þvi að hamla gegn gagnrýninni heima fyrir. Embættismenn stjórnar hans viðurkenna, að óeirðirnar út af tungumáladeilunni i Sindh- héraði hafi verið af stjórn- málarótum runnar, enda sé flokkur Bhuttos tiltölulega veikur þar. Nú er ötullega að þvi staðið að reyna að bæta flokksstarfssemina i héraðinu. Andstaða hægrimanna i Punjab-héraði veldur þó enn meiri áhyggjum. Leiðtogum þeirra tókst að ná saman 40 þúsund manns á fjöldafund um daginn, en það er mörgum sinnum meira en saman náð- ist á sams konar fund fyrir rúmum mánuði. ,,Matur, föt og húsnæði handa öllum” var kosningaslagorð Bhuttos for- seta. Matvörur hafa hækkað um 50% á tiltölulega skömmum tima og enginn virðist of haldinn eða nær nægtamarkinu en áður. Viðurkennt er, að umbóta- sækni i vinnumálum, landbún- aði, menntun og efnahagslif- inu yfirleitt, sé góðra gjalda verð i sjálfu sér. Hins vegar er að verða ljóst, að enn eru hvorki fjármunir né stjórn- tæknileg tök á að koma um- bótunum i framkvæmd. MEGINSTYRKUR Bhuttos liggur i hinum feikilega lifs- krafti, en stjórnmálamenn i Islamabad likja honum viö skopparakringlu — en hún fellur umsvifalaust ef hún hættir að snúast eins og allir vita. Bhutto er þó nokkur styrkur að þvi, hve andstæö- ingar hans eru sundurleitir, og eins er afar erfitt að finna mann, sem getur komið I stað hans. Sumir, sem útmála hvað mest vankanta og getu- leysi stjórnar haris, stanza kannski allt i einu og segja: ,,En samt sem áður er hann sá eini, sem við getum bundið vonir við”. Fjárskorturinn stafar siður af missi Bangladesh en verk- föllum og annarri ókyrrð, sem hefir til dæmis valdið þvi, að baðmullarverksmiðjurnar i Karachi hafa ekki náð nema um tveimur fimmtu hlutum eðlilegra afkasta. Horfur i efnahagsmálunum eru hins vegar góðar ef kyrrð kemst á. Aður en verkföllin hófust var búið að finna nýjan og betri markað erlendis en nokkur hafði þorað að vona fyrir vefnaðarvörur og fleira sem áður var einkum flutt til Bangladesh. Erlendir efna- hagssrfræðingar i Islamabad fullyrða, að þessi nýi útflutn- ingur verði innan tveggja ára búinn að bæta það gjaldeyris- tjón, sem Pakistan beið við missi Bangladesh. BHUTTO virðist staðráðinn i þvi að verða forseti með framkvæmdavaldi, þegar hin nýja stjórnarskrá er gengin i gildi. Þetta á eftir að valda al- varlegum deilum innanlands. Flokksmenn hans eru nálega jafn andsnúnir þessari fyrir- ætlan og stjórnarandstæðing- ar. Andstaðan gegn þessum áformum er þó hvað höröust i Baluchistan og norö-vestur héruðum landsins, þar sem flokkur Bhuttos hefir ekki meirihlúta i héraðsstjórnun- um. Stjórnmálamenn i þessum héruðum vilja koma upp virku þingræðiskerfi og öflugri efri deild, þar sem þeir geti jafnað metin i viðureigninni við Bhuttó, sem nýtur áskapaös meirihluta að heita má i neðri deildinni. Þeir, sem mest gagnrýna fyrirætlanir Bhuttós, virðast óttast, að máttvana jábræðra- þing undir valdamiklum for- seta valdi þvi, að alvarleg andstaða verði ekki látin i ljós á sannfærandi hátt með öðru en ofbeldi. En Bhuttó virðist staðráðinn i þvi, að tryggja sjálfum sér bæði hið raun- verulega vald og „kveðjuna með hundrað og einu skoti”, eins og Wali Khan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, komst að orði i viðtali við höfund þessarrar greinar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.