Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. ágúst 1972 TÍMINN 7 Einn góöan veöurdag Nicole Jerome, 19ára Lundiina- stúlka, er ein af þeim, sem fólk hneykslast á vegna þess, að hún er sögð vilja gera næstum hvað sem er til þess að fá birta af sér mynd. En sumir segja lika, að einn góðan veðurdag eigi fólk eftir að hugsa á annan veg um hana. Hún eigi eftir að verða mikil leikkona, og þá muni allir keppast um að ná hylli hennar. Nicole hefur fengið nokkur smáhlutverk i brezkum kvik- myndum og þar hefur hún sýnt töluverða leikhæfileika. Hver veit nema hún komist á toppinn á næstunni. ☆ Fetar i fótspor for- eldranna, eða hvað? Nils Poppe hefur löngum verið þekktur fyrir leik sinn i sænskum gamanmyndum. ☆ Hann á 22 ára gamla dóttur, og móðir hennar er einnig leik- kona, Inga Langré. Nú hefur Anja, dóttirin unga, ákveðið að leika i sumar með föður sinum i sumarleikhúsi, sem hann rekur. Hún segist þó alls ekki hafa hugsað sér að verða leikkona heldur félagsfræðingur, þrátt fyrir það að hún hefur alltaf haft gaman af leiklist. Það er ágætt að hafa þetta sem sumarvinnu, þangað til skólinn byrjar segir hún ennfremur. En hver veit hvað framtiðin ber i skauti sér, hún á þó alla vegna fræga leikara fyrir foreldra, og nú- verandi eiginkona Nils Poppe, Gunilla Sundberg-Poppe, segir að Anja, hafi sýnt að hún hafi mikla hæfileika. Hér er Anja með föður sinum og stjúpu. Stjúpan er aðeins 35 ára gömul en sjálfur er Poppe orðinn 65 ára. Undarlegt hól Bandarfska kvikmynda- leikkonan Paulette Goddard, sem var ein af vinsælustu og fallegustu leikkonum fjórða áratugs aldarinnar hefur verið gift fjórum mikilsmetnum mönnum. Tveir þeirra eru þó þekktari en aðrir, en það eru Chaplin og rithöfundurinn Eric Maria Remarque, en hann lézt á meðan þau voru enn gift. I minningum sinum segir hún, að ☆ þegar Remarque ætlaði að vera verulega vingjarnlegur við hana, og segja eitthvað nota- legt, var hann vanur að segja, að hún ilmaði eins og nýyddur blýantur. ☆ Útlendingar margir 1 Frakklandi eru nú um 3.2 milljónir erlendra manna bú- settir og vinnandi. Reyndar er ekki nema helmingur þessa hóps i fastri vinnu, en hinn helmingurinn er yfirleitt fjöl- skyldur þeirra, sem hafa at- vinnuleyfi i landinu. Laun hækka, vinnutimi styttist Frakkar fá nú hærra kaup og vinna minna heldur en þeir hafa þurft að gera til skamms tima. A þessu ári hefur mikil aukning orðið á tekjum manna þar i landi. Timakaup hækkaði um 3.1% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, miðað við aðeins 1.66% á sama tima i fyrra. A siðustu tólf mánuðum hefur launahækkuninn numið 10.62% en á sama tima hafa vörur hækkað um 5.8%. Má þvi segja, að verkamenn, sem vinna fyrir timakaupi hafi heldur bætt við sig það sem af er árinu. A sama 12 mánaða timabili hefur vinnu- stundum fækkað hjá verka- mönnum, en þó aðeins um 6/10 úr prósenti. ☆ Pabbi, má ég kynna þig fyrir Albert? Eigið þið þetta i mini? Drottinn minn, og þetta er aðeins smáreikningur Vilhelm. Biddu eitt augnablik, og svo getur Sven Aage sagt þér, hvort vatnið sé kalt. » ■ ► DENNI DÆMALAÚSÍ Jói er hérna, en hann er svo feiminn. Þú ættir að koma þér fram áöur en hann drukknar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.