Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 20
Þetta hlýtur að Hvellur og Zakarias hafa fundið neðansjávar- göng inn i leynda gullnámu Óli vinnsian er sjálfvirk! vera stærsta gull- náman á TTV Venusi! Mm Þess vegna bjuggu"|l UP}] Þetta gull eiga Venusarbúar m sjálfir! þeir „fenjaguðinn til — til þess að 1 halda Venusarbúum, !■ i burtu! m— Hann tekur fyrstu gullsendinguna! Kafbaturmn er kominn! Við iátumst vera námu mennirn- Skipstjóri kafbátsins er vá leiðinni, A I Hvellur! Þetta er fyrsta sendingin! Þeir hafa aldrei . hitzt! framhald Sunnudagur 6. ágúst 1972 - ^ Bretar sækja flugvélar- flakið SB—Reykjavik Hingað til lands komu i gær sex Bretar þeirra erinda að sækja flak Fairy-Battleflugvélarinnar, sem liggur sunnan undir Hofs- jökli. A flugvélin að fara á safn Konunglega brezka flughersins i Hendon. Flugvél þessi sem er litil, först þarna sunnan undir jöklinum árið 1942. Flakið er heillegt, en ferða- langar, sem átt hafa leið hjá því á þessum 30 árum, hafa hirt úr þvi allt það verömætasta. Hefur brezka sendiráðiö mælzt til þess, að þeir sem kunna að eiga eitt- hvað af tækjum úr vélinni, skili þeim. Astæðan fyrir þvi að Bretarnir eru að sækja flugvélarflakiö er sú, að þetta er eina vélin af þess- ari gerð, sem til er i Evrópu. Tvær aðrar eru til á söfnum i Bandarikjunum og er að minnsta kosti önnur þeirra I flughæfu ástandi. Bremer fékk 63 ára dóm NTB—Baltimore Arthur Bremer, 21 árs, var i gær dæmdur i 63 ára fangelsi fyrir að hafa ætlað aö myrða George Wallace, rikisstjóra Ala- bama og þrjár aðrar manneskjur. Dómurinn var kveðinn upp eftir að kviðdómur hafði visaö frá þeirri staðhæfingu verjanda Bremers, að hann hefði framið verknaðinn i augnabliksbrjálæði. Sækjandi Bremers visaði til dagbókar hans, þar sem m.a. er, skrifuð nákvæm áætlun um að ráða Nixon forseta af dögum. Kvaðst sækjandinn viss um að Bremer hefði skotið á Wallace að yfirlögöu ráði. Hefði Bremer ver- ið sekur fundinn um öll 17 ákæru- atriðin hefði hann verið dæmdur i alls 123 ára fangelsi. Skattstjóra- embætti á Vestfjörðum Hinn 1. ágúst s.l. rann út um- sóknarfrestur um embætti skatt- stjórans i Vestfjaröaumdæmi. Einn umsækjandi er um embætt- ið, Hreinn Sveinsson, lögfræðing- ur i Reykjavik. VEÐRIÐ ER BEZT í SKAFTAFELLSSÝSLUM - umferð og skemmtanir stórslysalaust enn SJ—Reykjavik Umferöin um landið hafði gengið stórslysálaustfyrir sig um hádegisbilið I gær, laugardag. Sömuleiöis höfðu þær sumar- skemmtanir, sem hófust á föstu- dag, fariö vel fram til þess tima. A dansleik i Húnaveri var þó mikil ölvun, og lögreglan á Blönduósi önnum kafin viö störf þar. Tóku lögreglumennirnir talsvert magn af áfengi af unglingum. 1 Svinadal fór bill, sem var á leið 1 Húnaver, út af veginum og valt. ökumaður og farþegar hlutu einhver meiðsl. Billinn er gjörónýtur. Viða voru bæir nær mannauðir og rólegt hjá lögreglumönnum, sem þar áttu vakt. A Akranesi sást t.d. ekki bíll á götunum og varla gangandi fólk heldur, en Akur- nesingar lögðu flestir leið sina að Húsafelli og austur á Laugarvatn. Fólk á Suðvesturlandi varð heldur dauft i dálkinn á laugar- dagsmorgun þegar sólskinið var á bak og burt, sem vonazt hafði verið til að héldist fridagana. A Veðurstofunni fengum við þó þær fregnir, að hugsanlegt væri að sæi til sólar hér um slóðir um Framhald á bls. 19 Þriðja brúin á 90 árum Smiði nýrrar brúar á Skjálfandafljót hjá Fosshóli er i þann veginn að hefjast. Verður nýja brúin örskammt neöan við þá, sem notuð hefur verið fram að þessu, og að sjálfsögöu miklu meira mannvirki. Þetta er þriðja brúin sem reist er á þessum stað á niutiu árum. Fyrst var fljótið brúað 1883 að forgöngu Tryggva Gunnarssonar, er á það voru settar tvær trébrýi; smiðaðar i Danmörku, önnur áttatiu álna löng, en hin fjörutiu, og hvildu á stöpli úr höggnu, múrbundnu grjóti, sem hiaðinn var á kletti I miðri ánni. Þessi brú kostaði 17300 krónur, sem lands- jóður lánaði Þingeyingum mitt i mestu harðindahrotunni upþ úr 1880, þá eitt helzta mannvirki sinnar tegundar á landinu. Næst var járnbrú sett á Skjálfandafljót árið 1930, og hefur sú brú verið látin duga fram að þessu, þótt hún væri mjög þröng stórum bílum. JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.