Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. ágúst 1972 TÍMINN 17 |Umsjón:fllfreð Þorsteinssor - „Það er furðulegt að leikum, sem háðir eru í nafni lýðræðis, skuli vera stjórnað af örfáum einræðisseggjum”, sagði Kekkonen. Þá er farin að nálgast, sú stóra stund, er Oly mpiueldurinn verður tendraður, á Leikvanginum i Miinchen. Þegar de Coubertin, sem nefndur hefur verið faðir nú- tima-Olympiuleikanna, hafði það af að koma þeirn á, óraði hann varla fyrir þeim framtiðar ósköp- mn, sem cftir skapast i sambandi við þessa leika. Þau orð, sem eignuð eru Cou- bertin, en eru raunverulega sögð af Erkibiskupunum af Pennsylvaniu, — að það sé ekki mikilvægast að sigra, heldur að vera með, — hafa löngu misst gildi sitt. Það er orðin staðreynd, að ólympiuleikarnir eru algjör- lega notaðir sem áróðurstæki fyr- ir stórþjóðirnar. Til þess að leik- arnir missi ekki algjörlega gildi sitt sem alþjóða iþróttamót, fá smáþjóðirnar að vera með, og stundum kemur það fyrir, að ein- staklingur frá smáþjóð nær að komast á pallinn, en það er sára- sjaldan. Uppi hafa verið raddir um það, að slökkva hinn eilifa Ólympiueld, að eilifu, og eru það hin iþróttasinnuðu Norðurlönd, sem þar eru fremst i flokki Iþróttabandalag Osló borgar hefur farið þess á leit, að Noregur sendi engan þátttakanda á leik- ana. Þó koma orð Urho Kekkon- en, forseta Finnlands mest á óvart, en Finnland hélt sem kunn- ugt er ólympiuleikana 1952. Kekkonen segir. — Það er furðu- legt, að leikum, sem háðir eru i nafni lýðræðis, skuli vera stjórn- ar af nokkrum einræðisseggjum, sem fara nákvæmlega sinu fram, hvað sem hver segir. Hin svokall- aða Alþjóða-ólympiunefnd samanstendur af örfáum mönn- um frá nokkrum þjóðum undir forystu Avery Brundage, auðugs Qhicagobúa.Þetta er ekki réttlátt, þetta er svfvirða. Þeir aðilar, sem sjá eiga um leikana eru Samein- uðu þjóðirnar, sem aftur munu fela UNESCO framkvæmdavald- ið. A vetrarleikunum i Sapporo skeði hneyksli, sem allir voru ákveðnir i að þagga niður. í Alþjóða-Ólympiunefndinni á engin Austurrikismaður sæti, en aftur á móti eiga Frakkar fulltrúa þar. Var það til að geðjast þess- um franska vini inum, sem Brundage dæmdi Karl Schrans, austurriska skiðakappann, frá keppni, Schrans var of sterkur fyrir frönsku skiðamennina. En að Brundage hefði þorað að hreyfa við Rússum eða A-Þjóð- verjum það var af og frá. — Svo mörg voru orð forsetans i ræðu, sem hann hélt við hátiðarathöfn i JyvSskylá háskólann i Mið Finn- landi. Þvi er spurningin sú. hvort Ólympiuleikarnir séu úlfur i sauðargæru. Smáþjóðirnar hafa ekki möguleika á þvi að keppa við stórþjóðirnar, þegar um það er að ræða að framleiða iþróttamenn i tilrauna og visindastofnunum. En þrátt fyrir allt það sem áður hefur verið sagt, hefur áhugi al- mennings á Ólympiuleikunum aukizt ár frá ári, og skulum við vona, að það sé áhugi á hollustu iþróttanna ásamt fleiru, sem þar er að verki. Þessi forskrif min hafa spunn- izt af þvi, að kostnaður Þjóðverja við Ólympiuleikana eru ,,einir litlir” 72 milljarðar islenzkra króna, og þvi timi til þess kominn að sporna við þessum gengdar- lausa peningaaustri, sem betur mætti nota til uppbyggingar i vanþróuðum löndum, þvi eins og komiðhéfur fram hér i Timanum, þá hættu grisku borgrikin öllum væringum og orustum 10 mánuði fyrir leikana, svo menn gætu æft sig sómasamlega, svo mikil virð- ing var borin fyrir Ólympiuleik- unum. En i allri dýrðar og sýnd- armennskunni, sem á sér stað á okkar timum, til þess eins að halda Olympiuleika, samanber heimstyrjaldirnar tvær. Þvi tel ég, að atvinnuhugsjón Forn Grikkja i sambandi við Ólympiu- leikana standi okkar „áhuga- mennsku” langt um framar að öllu leyti. f.k. :::: ■■■■■■■■•■■■ Al Oerter konungur kringlukastaranna gefur öðrum tækifærið - hann hefur sigrað á fjórum OL-leikum í röð, en tekur ekki þátt í OL-leikunum í Munchen A Ólympiuleikunum i baráttan i kringlukasti yrðKmilli Melbourne árið 1956 var það álit italans Consolini og Bandarikja- margra „sérfræðinga” að aðal- mannsins Gordinen. Enginn reiknaði með hinuml9 ára stú- dcnt frá Bandarikjunum A1 Oerter. En þetta voru leikar hinna óvæntu sigra. islending- ar minnast án efa hinnar frá- bæru frammistöðu Vilhjálms Einarssonar i þristökki, þar sem liann var handhafi Olympiu- mets i tæpar :i klst. Það var ekki fyrr en hið brasilíska ofurmenni l)a Silva hafði skriðið undir feld, og einbeitt scr, um það bil þrjár klst. að honunt tókst að stökkva sigurstökk sitt, og verja Óiympiutitil sinn frá Helsingfors- leikunum. En það er önnur saga. Oerter lét ekki að sér hæða. Hann setti nýtt Olympiumet og kastaði kringlunni 56,35 m og skauthinum „öruggu” sigurveg- urum aftur fyrir sig. Oerter var talinn einn af hinum sérstöku bandarisku stúdentum, sem ekk- ert þurftu annaö að gera, en að æfa sig og ná árangri i sinni iþróttagrein, þá yrðu þeim gefin öll próf. Allavega var slikur áróð- ur notaður af þjóðum andsnúnum Bandarikjunum i pólitik. Fátt fréttist af Oerter fram að næstu Ólympiuleikum, sem haldnir voru i Róm, höfuðborg italiu. Þar, eins og oft áður, skeði margt óvænt. italir eignuðust þjóðhetju, 200 m hlauparann Ber- utti. sem sýndi enga minnimátt- arkennd gagnvart öllum stór- stjörnunum og sigraði örugglega i 200 m hlaupi, án þess aö taka af sér sólgleraugu sin. Blökkukonan frá USA, Wilma Rundolph, átti' þessa leika, með sinum afburða hlaupastil og þremur gullverö- launum. Og þarna kom mesti kjaftaskur iþróttanna fyrst fram á sjónarsviðið, hinn frábæri hnefaleikari Muhammed Ali (Cassius Clay), er sigraði i létt- þungavigt. Og Oerter stóðst allar árásir Dannek og félaga, og sigr- aði kringlukastið á nýju Ólympiu- meti 59,18 m. Næst vikur sögunni til Tokio i Japan. Þá var kominn framá sjónarsviðið annar kringlukast- ari frá Bandarikjunum, sem ógn- aði veldi Oerters, en það var L. Jay Silvester, major i banda- riska hernum. Silvester hafði unnið það ótrúlega afrek, að kasta kringlunni 65,05 m, en met- ið hafði verið dæmt af honum þar sem völlurinn var lcm la*gri þar sem kringlan lenti, en reglur leyfðu. Var búizt við hörkukeppni milli þessara aðila en Oerter var ekki með neitt fum, þegar hann Framhald á bls. 19 A myndinni sést A1 Oerter, þegar hann kastaði verðlaunakastið (gull) aðeins 19 ára gamall á OL-leikunum i Melbourne.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.