Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. ágúst 1972 TÍMINN Varzugasamyrkjubúið fær 7-800 þús. rúblur á ári i hreinan ágóða af laxveiðum. Á m vndinni eru fiskimenn að taka fisk úr kastneti. 20.922 ferða- menn ' JF ■ # I # I JUll ÞM-Reykjavik Til landsins komu i júli alls 20922 ferðamenn. Þar af voru 4794 Islendingar. Með flugvélum komu alls 20243, þar af 4499 Islendingar.og með skipum komu alls 679 feröamenn, en þar af voru 295 íslendingar. Mesti fjöldi út- lendinga sem komu til landsins með flugvélum voru frá Banda- rikjunum, alls 4554. Frá Noröur- löndunum kom einnig mikill fjöldi ferðamanna. Frá Danmörku komu með flugvélum 1320 og frá Sviþjóð komu 1448. Frá Þýzka- landi komu 2200 manns með flug- vélum og frá Bretlandi 2047. Stærstu hópar útlendinga sem komu með skipum til landsins i júli voru frá Þýzkalandi, 165 manns og frá Bretlandi 133. Fáeinir ferðamenn komu frá Suður Amerikulöndunum og Afriku. Frá Frakklandi komu 923 ferðamenn, og frá Kanada 252. Bændur langt komn ir með að heyja Stjas-Vorsabæ. Siðan um messuleyti á sunnu- dag má heita, að þurrkur hafi verið óslitinn hér austanfjalls, og er nú svo komið, að bændur munu flestir taka helginni með ró, þar sem flestir þeirra hafa náð megn- inu af sinni töðu i hlöður. Einn og einn bóndi er búinn að ná allri töðu, og eru hey mikil af vöxtum. Ekki er vist, að heygæð- in verði að sama skapi, þar sem gras var víðast orðiö ofvaxið. Það er samróma álit allra hér um slóðir, að þessi vika, sem nú er liðin hafi gert útslagið á hey- skapinn hér i sveitum. En það er fleira sem hjálpar til, t.d. hinn mikli vélakostur, sem nú er á bæjunum. Búnaðarfélagið i Gaul- verjabæjarhreppi á t.d. heybindi- vél, og heita má, að hún hafi verið óslitið i gangi siðustu sólarhring- ana við að pressa saman hey. Kolaflói verður ómengaður Nýskipaður sendiherra Ind- lands Shri S.N. Chopra afhenti 3. ágúst forseta Isiands trúnaðar- bréf sitt að viðstöddum utanrikis- ráöherra Einari Ágústsyni. Siðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. 1 Múrmansk er verið að byggja volduga vatnshreinsunarstöð fyrir Kolaflóa, til að hreinsa oliu úr sjónum. Gegnum hana munu fara 3500 rúmmetrar vatns á sólarhring. Þessi stöð verður sú afkastamesta sinnar tegundar i Sovétríkjunum. Bygging hennar mun kosta 2 og hálfa milljón rúblna. Við strendur Kolaflóa eru stórar fiskveiði- og verzlunar- hafnir. A hverju ári koma til Múrmansk meira en 2000 hafskip, ef þjónustuskip eru ekki talin. Næstum öll skilja eftir sig stóra eða smáa oliubrák, þó að engum úrgangsvötnum sé dælt i sjóinn frá skipinu. Eins og i öllum stórum höfnum er allt mengað vatn úr hitatönkum flutt yfir i sérstök tankskip og flútt út fyrir 100 milna mörk frá strand- lengjunni og hellt i sjóinn. Samt sem áður dugar þessi aðferð ekki. A ferð sinni á pappirsbátnum Ra, varð Thor Heyerdal var við stór svæði, þakin oliu. Mengað vatn þarf að hreinsa við ströndina. Það er langt siðan visindamenn komust að þessari niðurstöðu, og með öðrum vexti flotans og stærðar skipanna hefur sú orðið raunin á. Það er ein ástæða enn, sem Hindrun á vegi farsótta Meðal 700 þúsund lækna Sovét- rikjanna er mikill hluti lækna, sem hafa með höndum sjúkdóms- varnir. 1 starfi þeirra kemur fram meginregla sovézku heil- brigðisyfirvaldanna. Skyldur þeirra eru margvislegar.fylgjast með heilbrigðisástandi vatns, lofts, og jarðvegs, svo og húsnæðis og matvæla, gera ráð- stafanir gegn farsóttum, heilsu- vernd barna, heilbrigðistölfræði og uppfræðsla, þátttaka i vinnu- vernd og almennri skipulagningu Arni Reynisson framkvæmda- stjóri Náttúru- verndarráðs Menntamálaráðuneytið skipaði hinn 31. júli sl. Arna Reynisson framkvæmdastjóra Náttúru- verndarráðs frá 1. þ.m. að telja. Hinn 2. þ.m. var Hjálmar Ólafsson, menntaskólakennari, ráðinn aðstoðarskólastjóri (kon- rektor) Menntaskólans við Hamrahliöum fimm ára skeið frá 1. júli sl. að telja. hjúkrunar- og heilbrigðismála. Þegar á fyrstu árum sinum tókst Sovétrikjunum ekki ein- göngu vel i baráttunni við far- sóttarfaraldra, heldur tókst fylli- lega að ráða niðurlögum margra hættulegra smitandi sjúkdóma. f baráttunni við farsóttir hefur risiðþétt net visindafyrirtækja og rannsóknastofa. Arangur sovézku héilbrigðis- yfirvaldanna i baráttunni við bólusótt er til dæmis kunnur um allan heim. I Sovétríkjunum hefur verið stofnuð visinda og framleiðslustöð sem getur ekki aðeins fullnægt eftirspurn innan lands, en einnig innt af hendi að- stoð við lög, sem eru i þörf fyrir það. Aðeins á siðustu árum hefur Sovétstjórnin gefið þróunar- löndunum meira en milljón skammta af bóluefni, en 150 milljón skömmtum hefur verið úthlutað Alþjóðaheilbrigðissam- tökunum. Gagntækar sjúkdómsvarnarað- ferðir hafa stórminnkað smitunarhættu. Sú vinna fer fram hjá heilbrigðis- og farsóttar- þjónustum. Við heilbrigðis- stofnanir Sovétrikjanna vinna meira en 40 þúsund sérfræðingar með æðri menntun og 147 þúsund með miðskólamenntun. APN liggur til þess að þarf að hreinsa vatnið i flóanum. Fjöldi bila i Múrmansk eykst stöðugt, og framræsla borgarinnar, sem liggur út i flóann, flytur æ meira og meira með sér af benzini og oliu,sem koma frá götum borgar- innar. Það er einnig fiskiðnaðinum i hag, að byggð verði hreins- unarstöð. 1 suðurhorni Kolaflóa, þar sem hafnargarður fiskibryggjunnar endar, eru staðsettar, suguvélar, og þar verður hreinsunarstöðinni komið fyrir. Siurnar eru þegar tilbúnar, en hafizt verður handa að koma upp aðalbyggingunni árið 1973. Þar sem jarðvegurinn er þveginn unz hann verður að leðju er nauðsynlegt að gefa jarð- veginum tima til að setjast og þéttast. Hann verður að vera mjög samanþjappaður, þar sem stöðin verður staðsett neðan jarðar. Aðaltæki stöðvarinnar eru tveir sementsgeymar, 5000 rúmmetrar hvor. Við hlið geymanna verður sogstöð. A ströndinni hefur verið byggður hafnargarður og að honum munu leggjast skip til að losa sig við úrgangsvötn. Á flóanum sigla fjögur skip, sem hafa það hlutverk að safna rusli og úrgangsolíu, og með haustinu bætast þrjú við. Þessi skip eru ekki mjög stór, og þau veiða oliubrákina ofan af yfir- borði sjávar með sérstökum útbúnaði. Olia og svartolia (masút) fara i gegnum siur i tanka, sem eru samanlagt 30 tonn. Einnig er á skipinu útbúnaður, sem safnar fljótandi, rusli sem þakið er oliu. Slikur úrgangur fer i lest, sem tekur 4 tonn. Á ströndinni hefur verið komið upp tönkum þar sem úrgangsefn in eru sett i og látin standa. A fyrstu þrem mánuðum siðasta árs fékkst eldsneyti, sem nam 760 tonnum fyrir katlana i fiskveiði- höfninni. Afgangurinn, sem er ómögulegt að nota, er fluttur 40 kilómetra út fyrir borgina og brenndur. Hreinsaða vatnið er sett aftur i flóann, ef það inni- heldur innan við 1000 milligrömm af oliuefnum á litra. I hinum stóru geymum hreinsunarstöðvarinnar verður vatnið lika látið standa. Þaðan fara oliuefnin i sérstakan tank, og úr honum i katla, þarsem þau eru notuð til eldsneytis. I rannsóknastofu verður fylgzt með þvi, að oliuefnin i hreinsaða vatninu fari ekki yfir leyfileg mörk. Vísindamenn Aætlunarstofn- unar fiskiðnaðarins i Leningrad unnu að áætlun þessarar hreins- unarstöðvar. I Ventspils (Lettland) og Novorossisk hafa verið byggðar slikar stöðvar, en ekki eins voldugar. Þær hafa hlotið einróma lof sérfræðinga. Mikail Popov. APN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.