Tíminn - 11.08.1972, Síða 20

Tíminn - 11.08.1972, Síða 20
Hver hefur séð Gaston? góðkunnur Frakki týndur Rannsóknarlögreglan lýsti i gærkveldi eftir frönskum manni, Henri Dominique de Sainte-Maríe yfirleitt kallaður Gaston, sem fór að heiman aðfaranótt miðviku- dags og var ekki kominn fram i gærkveldi. Fransmaðurinn hefur verið hér með annan fótinn um nokkurra ára skeið, búið hér nú um eins árs skeið. Núverandi heimili hans er að Garöastræti 9, Reykjavik. Henri Dominique ætti annars aö vera góðkunnur íslendingum, hann hefur viöa skemmt með gitarleik og hefur meöal annars komið fram i sjónvarpinu. Auk þess lék hann á gitar i hljómsveit bjóöleikhússins yið uppfærsluna á Zorba. Hann á marga kunningja hér. Stöðugt fleiri nota beltin - og Bobby hefur þau ætíð spennt KJ—Reykjavik Það er ekki ofsögum sagt, að fólk er i mjög auknum mæli farið að nota öryggisbelti i bilum, enda fjölgar stöðugt þeim bilum, sem eru meö belti. Ekki er gott að segja um, hvort Bobby Fischer hefur hrifizt af þessari „öryggis- beltaöldu’’ hér, en svo mikið er vist, að hinn 29 ára gamli áskor- andi hefur öryggisbeltið á.vallt spennt, þegar hann ekur hér um — og gildir þá einu, hvort hann er aðeins á leiðinni frá Loftleiða- hótelinu og Laugardalshöllinni, eða i lengri ökuferðum. Annars er það áberandi i öku- ferðum úti á landi, hve mikiil fjöldi notar öryggisbelti, en svo virðistsem fólk áliti þaö ekki eins nauðsynlegt i innanbæjarakstri. öryggisbelti eru þó engu siður nauðsynleg i innanbæjarakstri, og áreiðanlegt er, að margir slyppu við höfuðhögg i árekstrum innanbæjar, væru öryggisbeltin ávallt notuð. Sjómælinga- stofnunin fær bát að láni ÞM-Reykjavik. Sjómælingastofnunin islenzka hefur fengið bát til notkunar við sjómælingar. Bátinn fékk stofnunin að láni frá Banda- rikjunum, til fimm ára endur- gjaldslaust. Framlengja má samningum ef óskað er, þegar þessi fimm ár eru liöin. Samninga undirritaöi fyrir hönd fslands Páll Asgeir Tryggvason, for- maöur Islenzku varnarmála- nefndarinar, og fyrir hönd Bandarikjanna undirritaði samninginn kafteinn McDonald, formaður bandarisku varnar- málanefndarinnar. Einnig voru boöin aö láni stað- setningartæki að verðmæti um 4 milljónir króna, og koma þau til landsins næsta sumar. Tæki þessi geta gefiö upp hnattstöðu bátsins þannig að aðeins muni þremur metrum. Bátur þessi var á sinum tima smiðaður fyrir haf- ransóknastofnun bandariska flotans sem mælingabátur á stóru mælingaskipi, en þaö var þá eins konar móöurskip fyrir einn eða fleiri báta sömu tegundar, sem mældu upp viö ströndina meðan skipið sjálft vann aö mælingum dýpra. Báturinn er smiðaður úr tré, og er byrðingur allur tvö- faldur. Stýrishús er úr áli. Aöal- vélar eru tvær G. M. C. disel- vélar, 165 hestöfl, ganghraði 10 sjómilur þegar báturinn er full- lestaður. Lengd bátsins er 16 m, en breidd 4,5 m og djúprista 1,3 m. Sjómælingar Islands vænta þess, að meö tilkomu þessa far- kosts muni þeim ganga betur en hingaö til að mæla með ströndum fram, firði og flóa, og afla þeirra upplýsinga, sem nauðsynlegar eru til þess að geta haldið áfram og flýtt útgáfu sjókorta i stórum mælikvarða, sem þvi miður eru ennþá alltof fá. Þess má geta, að Sjómælingar hafa engan bát átt undanfarin 10 ár, en leigt báta og skip stuttan tima i einu. Verð- mæti báts þessa, sem Sjó- mælingar Islands hafa nú fengiö, er með öllum tækjabúnaöi 15-20 milljónir króna. Ahöfn veröur 5-6 manns. Hér er Jinks Jenkins I félagsskap vinar sins Louis heitins Armstrong. Louis áritaði myndina sérstakiega handa Jenkins á sinum tima og er hún honum mjög kær. „íslenzk blóm eru falleg" sagði Nei skákmeistari, en varð að fara heim með fjóra blómvendi Timamynd Gunnar. heldur heföi förin verið ákveðin fyrir löngu. Nei er Eistlendingur og eigin- kona hans frá Litháen, Krógius er Rússi, eins og Spasski og Larissa kona hans, en Geller er Gyðingur. Nei og frúrnar úr sendiráðinu viö Túngötu voru heldur hnipin, er þau uröu frá aö hverfa i gær- dag, en skákmaöurinn brá þó á glens og sagði, aö sennilega hefði kona sin og samferöakonur henn- ar villzt i Kaupmannahöfn. Loftbrú komið á til skozku eyjanna - annars versnar ástandið NTB—London Brezka stjórnin kom i gær á loftbrú til aö flytja um nauðsynj- ar til Orkneyja og Shetlandseyja, en eyjarnar hafa orðiö sérstak- lega illa úti vegna vcrkfalls hafn- arverkainanna. Það eru -Herku- les-flugvélar brezka hersins, sem á næstunni munu flytja nauðsynj- arnar til eyjanna. Sykur er þar alveg genginu til þurrðar. Talsmaður brezku stjórnarinn- ar lýsti þvi yfir i gær, að þessi ákvörðun fæli ekki i sér að stjórn- in heföi gripiö til ráðstafana þeirra, sem neyðarástand felur I sér. Sagði hann, aö þetta væri ein- göngu af mannúðarástæðum. Jafnframt þessu versnar ástandiö stöðugt á eyjunum við vesturströnd Skotlands, eftir aö hafnarverkamenn i Glasgow neit- uöu i gær aö lesta lifsnauösynjar þangað. A fundi lögöu verka- mennirnir til við stjórnina, aö hún léti hermenn sem fyrst fara aö vinna viö skipin. Þá syrti enn i álinn i gær, þegar verkfallsverðir voru settir við einstakar hafnir á vesturströnd Skotlands, sem enn voru opnar. Fjöldi skipa hefur undanfarna daga safnazt I þessar hafnir i von Nei skákmeistari og sovézkar sendiráðsfrúr á Keflavfkurflugvelli i gærdag. SJ—Reykjavik Larissa, eiginkona heimsmeist- arans i skák, og konur aðstoöar- manna hans, Gellers, Krogiusar og Neis, voru væntanlegar til landsins i nótt. Upphaflega áttu þær aö koma hingaö frá Kaup- mannahöfn meö Loftleiðavél kl. 16.30 i gær, en þær misstu af henni vegna seinkunar flugvélarinnar frá Moskvu. Eistlendingurinn Nei fór út á Keflavlkurflugvöll i gær með fjóra biómvendi að taka á móti frúnum, en varð frá að hverfa, sem og fréttamenn, ljós- myndarar, starfsmenn sovézka sendiráösins i Reykjavik og eig- inkonur þeirra. Larissa er verkfræðingur að mennt. Þau hjónin og sonur þeirra búa i Moskvu. Larissa sagði blaðamönnum á Kastrup- flugvelli i dag, að hún væri sann- færð um,að eiginmaður sinn ynni sigur i einviginu viö Fischer, og hún væri ekki á leið til Reykjavik- ur til aö vera honum til stuðnings, Föstudagur 11. ágúst 1972 - Trinidadsöngvari á Loftleiðum: , „ER ISLENZKT KVENFOLK ÞAÐ FEGURSTA í HEIMI?” SB—Reykjavik Jinks Jenkins hcitir Trinidad- maður, sem nú og næsta mánuð- iun skcmmtir á Loftleiðuin. Hann kemur hingað frá Sviþjóö, þar sem hann hcfur verið I 18 mánuði, að visu annað slagið skroppið til Danmerkur og Noregs. Blaðamenn fengu að vera við- staddir æfingu hjá Jenkins á Loft- leiðum, og urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum. Auk þess aö syngja hugljúf lög, bæði gömul og ný, skemmti maðurinn með sinum eigin per- sónuleika. Hann kvaðst hafa heyrt úti i heimi, að Island væri dásamlegt land og kvenfólkið þar með þvi fegursta i heimi. Enn kvaðst Jenkins hafa séö litiö af þessu, þvi aö hann hefði ekki komið út fyrir hóteldyrnar, en hann vildi fá að skoða sem allra mest af landinu. Jenkins hefur skemmt fólki um viða veröld, enda kom hann fyrst fram opinberlega aðeins þriggja ára, aö visu á barnaheimili, en hefur þó haldið áfram siðan, og ekki verið i félagsskap með ómerkara fólki en Louis heitnum Arm- strong, Duke Ellington og Mahaliu Jackson, ásamt ótal fleiri. Jenkins vildi taka fram, að hann safnaði hvorki frimerkjum né mynt og ekki heldur peningum, aðeins vinum, og þá hefur hann eignazt marga á ferðum sinum. Aðspurður um það, hvort hann hefði heyrt nokkuð um viðtökur islenzkra áheyrenda, fitjaði hann litillega upp á nefið, en sagði svo, að allir væru mannlegir, og það sem hann helzt vildi, væri að kynnast sem flestum mann- gerðum. 1 ráði er, aö Jenkins komi fram i islenzka sjón- varpinu. Sérstaklega vildi Jenkins láta þess getið, að Arni Schewing, sá sem leikur á bassa i hljómsveit- inni á Loftleiðum, væri einn mesti tónlistarmaður, sem hann hefði kynnzt, og hefði hann ámálgað það við hann,að hann kæmi með sér i hljómleikaferðir siðar á þessu ári. Ekkert væri þó .enn ákveðið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.