Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 18. ágúst 1972 ist i lýðræðisrikjum nútimans, og þeir nota hann rétt yfirleitt með heitri tilfinningu fyrir þeirri miklu ábyrgð, sem á þeim hvilir. Venjulega eru aðeins fimm eða sex kandidatar, sem koma til greina, eru „papabili”, sem kall- að er og hæfni þeirra vægast sagt á gullvog vegin. Til er regla, sem þó er hvergi skráð né löglega viðurkennd um þessa kosningu., en hún er sú að á vixl sáu valdir ,,guðfræði”legur eða ,,stjórnmála”legur páfi. En yfirleitt vilja þeir velja mann meö trausta skapgerð, sem stjórnar af samkvæmni og festu, en harðstjóra óska þeir ekki til að herja yfir höfðum sér. Þrátt fyrir smæð sina er Vati- kanið skipulagt sem hvert annað riki. Það hefur sinn eigin fána, gulan og hvitan, prýddan kórónu páfans og hinum táknrænu lykl- um á hvitum grunni. Það hefur sin diplomatisku sambönd i öðr- um katólskum löndum og meira aö segja tvo ambassadora i Róm, og þessir sendifulltrúar páfans eru alltaf nefndir starfsheitinu ,,nuntius”, en ekki ambassador, en nuntius hefur verið þýtt legáti á islenzku. Vatikanið hefur einnig sinn eig- in her, sem er ekki sérlega her- skár, en hins vegar mjög skraut- legur. Eftirtektarverðastur er „Guardia Swizzera Pontifica”, eða svissneska varðsveitin, sem skipuð er svissneskum sjálfboða- liðum, pg sagt er að búningur þeirra sé teiknaður af hinum fræga listamanni Rafael. Aðrir nefna þó Michael Angelo. Og listrænn er búningurinn, i rauðum, gulum og bláum litum með spegilskyggnda fjaður- prýdda hjálma og blaktandi borða. Varðsveit þessi ber ekki byssur heldur spjótexi. t öðrum sveitum Vatikansins eru einungis menn af aðalsættum, Úr Péturskirkjunni nema lögreglusveitin, hún er skipuð venjulegum, „dauðleg- um” mönnum. Að einu leyti hefur Vatikanið takmörkuð völd. Það hefur ekki rétt til útgáfu peningaseðla, en aðeins sláttu málmmyntar. Og sú mynt hefur sama gengi og aðrir italskir aurar. Oðru máli gegnir um frimerki. Þar hefur páfarikið sina eigin sérstöku póstþjónustu, sem einkennist af yfirskriftinni Poste Vatikane. Frimerki þaðan eru mjög eítir- sótt og oft hreinustu listaverk að allri gerð. Merkast er talið fri- merki frá 1953, sem tengt er sögu Péturskirkjunnar og prentað á pappir úr pappirsverksmiðju sjálfs Vatikansins. F'rá sjónarhóli þaksins á Péturskirkjunni mætti imynda sér að Vatikansvæðið allt værí nokkurs konar Þyrnirósuhöll, þar sem allt hefði staðið i stað i heila öld. En svo er þó ekki. Vatikanið og valdamenn þess fylgjast furðuvel með i allri nútimatækni. Þar er hátalarakerfi, ritvélar, út- varpað um alla heimsbyggð og sjónvarp eins og hjá öðrum betri borgurum i Róm. Og það var meira að segja sjálfur höfundur- inn, Marconi, sem vigði sendara Vatikansins með ræðu árið 1931. Hið eiginlega „landsvæði” Vatikansins er stór og fagur skemmtigarður með blikandi tjörnum, fallegum blómsturbeð- Fyrir nokkrum dögum barst sú fregn út um heimsbyggðina, að brjálaður maður hefði eyðilagt einn hlut i heimsins stærstu kirkju i heimsins minnsta riki. Þetta var bara myndastytta, dauður hlutur, en samt titruðu sumir á beinunum, sumir áköll- uðu Guð i angist, aðrir bölvuðu i bræði, einhver féll i ómegin, og páfinn sjálfu flutti bæn i tárum og bað um náð. Einn hlutur, að visu einn hinn dýrmætasti eftirsjálfan meistara meistaranna i heimi listanna, Pieta, myndin af ungu konunni með látinn ástvin eftir Michael Angelo, einasta listaverk i heimi honum markað eigin höndum. Svona eru hlutirnir i Péturskirkj- unni, svona eru verðmætin i minnsta riki veraldar, sem verð- ur þannig eitt hinna mestu. Á sólfögrum vordegi 30. april vorum við þrjú af tslandsströnd- um stödd i þessu riki, þessum helgidómi horfðum yfir borgina eilifu, hlustuðum á Pál páfa VI. flytja ræðu um móður náttúru og umgengni við hana. Ætti mann- kynið að eiga framtið á þessari jörð yrði það að læra að þakka, meta og varðveita gjafir þessarar móður, gjafir Guðs. Enginn mætti ganga um eyðandi gróðri og gró- anda lifsins i landi, i lofti og vötn um. Eitrun lofts, lagar og jarð- vegs væri mesta hættan, næst þvi að eitra sitt eigið lif, likama sinn og sál. Áheyrendur voru hundruð þúsunda úti og inni, kannski milljón gralkyrra starandi and- lita til gamals manns i glugga á fornum múr. Svo hóf hann upp blessandi hendur. Allt rikið- Vatikanið- var i raun og veru ein kirkja við fætur hans á torgi Péturskirkjunnar. Skellandi l'lugvél flaug yfir, aug- lýsandi þvottaefni. Ungur maður snerist á hæli með fingrasmellum og blistri og þartilheyrandi búk- hljóðum. Jafnvel þarna inn og upp náði óvirðing og umkomuleysi hrokans og heimskunnar. Allt torgið við Péturskirkjuna er teiknað eða hannað eins og það er orðað nú á dögum af lista- manni að nafni Bernini. Það er að lögun likt og langir armar, sem teygja sig til faðmlags. Og það er staðreynd, að hver sá, sem þarna kemur með auðmjúku hugarlari og opnum huga fyrir öllum undr- um staðarins, finnur sig i faðmi sterkra arma og gæti skynjað kirkjuna sem lifandi manneskju, hvelfinguna sem höfuð, framhlið sem barm og bogagöngin sem arma. Allt er þrungið og hlaöið ein- hverju magni, sem engu öðru lik- ist. Auðvitað er þetta stærsta kirkja heimsins. Það er svo sjálf- sagt, að enginn leitar nokkurs samanburðar. En svo er sam- ræmið mikið i öllu og á alla vegu, að hún verkar ekki fyrst og frem- sf sem stór heldur sem stórfeng- leg — voldug og vekur öryggi fremur en undrun. Hinsvegar mundi öllum finnast þeir undur smáir undir hvelfing- unni „himni listarinnar”, eftir Michael Angelo. Auðmýkt og smæðarkennd eigin verðleika hlýtur að vera hið fyrsta, sem gagntekur mannsvitund við stutta heimsókn i Péturskirkjuna. Sumir reyna að fela þessa smæðarkennd sina með þvi að forða sér inn á „barinn”, þvi það vita flestir aðkomumenn, að i Péturskirkjunni er, og þar er hægt að fá drykk, sem heitir Lacryma Christi - tár Krists. Og þetta er mesti „heiðursbar”, sem geta má nærri innan svo heilagra veggja og undir svo ,,h*imnesk- um” hvelfingum. En viða haslar „óvinurinn” sér völl til atlögu. Frá þaki Péturskirkjunnar er hið dýrðlegasta útsýni til allra átta.. Og þaðan getur þjóðhöfð- ingi Vatikansins bókstaflega horft yfir allt riki sitt. Það likist mest stórfenglegum skemmti- garði og er riki i rikinu: La Citta del Vaticano. Eins og áður er sagt er þetta minnsta þjóðriki heims bæði að viðáttu og mannfjölda. Ibúatala um 900 manns. Hins vegar er þetta riki býsna voldugt bæði andlega og stjórnmálalega. Eins og Ágústus keisari sagði forðum, „Róm hefur talað, málið er þar með útkljáð”. Þannig hafa úr- skuröir þessa smárikis úrslita- þýðingu fyrir milljónir manna meðal katólskra þjóða. Páfinn hefur talað og enginn vogar að mótmæla, var algengt um marg- ar aldir. En hin siðustu ár má þó segja, að nú er öldin önnur. Þótt „erfiðisprestarnir” svo nefndu yrðu fyrir áratug eða svo að nema staðar á sinni hugsjónabraut, þá hafa ummæli páfans um pilluna og hjónaskilnaðinn fengið nei- kvæðar viðtökur, svo að eitthvað sé nefnt, sem nýja timans tákn. En hvað um það, skipulag og kerfi Vatikanrikisins er hið al- gjöra einveldi mitt i hinni frjálsu borg hins forna þjóðveldis. Samt verður að muna, að ein- valdurinn er kosinn, valinn reyndar til lifstiðar af sérstöku ráði kardinálanna, það er æðstu biskupa katólsku kirkjunnar, sem hann sjálfur hefur verið i, áður en hann er til tignar tekinn. Kardinálarnir hafa þvi kosn- ingarrétt á svipaðan hátt og ger- um, hvitum malarstigum og lauf- sælum trjám, sem eru hreinasta paradis fjölmargra fuglategunda. Að baki þessum trjám og páfa- höllinni felst fjöldi fallegra húsa, þar sem iðandi lif og alls konar starf blómstrar daglega. Þar eru ýmiss konar visinda- stofnanir, rannsóknarstofur, bókasafn, lyfjabúð, prentsmiðjur, nokkrar smákirkjur og að sjálf- sögðu bifreiðastæði og viðgerða- verkstæði. Og fáir munu hafa lengri starfsdag en hinn heilagi faðir i Vatikanhöllinni. Allt frá þvi árla morguns til miðnættis og stund- um lengur er hann að verki, með ötstuttum tómstundum til óbrot- inna máltiða. Um fridaga og leyfi honum til handa virðist aldrei hugsað, hvað þá rætt. Samt má hafa það til ihugunar, að svo að segja allir páfar siðari tima hafa verið háaldraðir menn og má þvi dást að starfsþreki þeirra og krafti. Ekki er siður aðdáunar- vert, hve vakandi hugsun og við- feðman áhuga þeir sýna. En þar er Jóhannes 23. sá næst siðasti frægastur og dáðastur fyrir frjálslyndi, viðsýni og mannlegan skilning. Ekki er siður ástæða til að minna á það, hve hlutverk vald- hafans i Vatikaninrikinu er vandasamt og mikil þrekraun Framhald á bls. 19 VATIKANIÐ MINNSTA 0G MESTA RÍKI VERALDAR Loftmynd af Vatikaninu. St. Péturskirkjan I Vatikaninu að innan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.