Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 18. ágúst 1972 ^^^jf^^ÖTstemsso^ I fyrra fór fram keppni i golfi, sem vakti talsverða athygli meðal þeirra sem fylgjast með iþróttum yfirleitt. Var þetta keppni handknattleiksmanna, en þeir hafa á undanförnum árum margir hverjir snúið sér að þvi að leika golf yfir sumarmánuðina. I sumar hafa en fleiri bætzt i þennan hóp, t.d. má stundum sjá hálft 1. deildarlið 1R, elta golf- bolta út um holt og hæðir og i Hafnarfirði eru margir leikmenn Hauka og FH á golfvellinum þegar gott er veður. Á mánudaginn kemur fer þessi keppni handknattleiksmanna fram i annað sinn. Hún verður að þessu sinni á velli Hafnfirðinga og hefst eftir kr. 17.00. beir sem hafa rétt til þátttöku i þessari keppni, eru leikmenn 1. og 2. deildarliðanna ásamt stjórnar- mönnum ha ndkna tt leiks- deildanna og öðrum, sem vinna að handknattleik. Keppt verður i tveim flokkum. Byrjendur, eða þeir sem ekki hafa fengið forgjöf keppa sér, en hinir, sem lengra eru komnir keppa i öðrum flokki. Veitt verða vegleg verðlaun og er ætlast til að sem flestir hand- knattleiksmenn og forustumenn þeirra mæti i þessa keppni. ^ Meðal margra sem fengið hafa „golf-bakteriuna" á þessu ári eru starfsmenn Veitingahússins Naust. Nokkrir þeirra fóru að fikta við golf i vor og hafa þeir smitað svo út frá sér á vinnu- staðnum að nær allir karl- mennirnir, sem þar starfa hafa fengið sér golftæki og kúlur og gengið i einhvern golfklúbb. Til að sjá árangur af sumar- æfingunum, héldu þeir i vikunni mót og gáfu eigendur Nautsins þeim vegleg verðlaun til að slást um. Úrslit urðu þau að Jóhannes Gunnarsson, sem þegar er kunnur handknattleiksmaður úr 1R, fór með sigur af hólmi, — tók bæði bikarinn.sem veittur var fyrir fyrsta sætið með og án for- gjafar. f^;4Pfe <** 4it BRAUT LEIKREGLUR Olympiunefnd tslands gerði reginskyssu með þvi að velja jafnmarga fararstjóra á OL i Munchen og raun ber vitni. Fyrir bragðið liggur Iþrótta- hreyfingin i heild vel undir höggi manna, sem hafa allt á hornum sér, þegar iþróttir eru annars vegar. Og mennirnir, sem völdust til fararstjórnar, sæta aðkasti að ósekju, en mér er óhætt að fullyrða, að næstum hver einasti þeirra hefur fórnað miklum tima og vinnu i þágu iþróttahreyfingar- innarogætti þess vegna skilið „óskaferðina" til Mú'nchen, ferð, sem er ekki lengur nein óskaferð vegna þess umtals, er orðið hefur siðustu daga. Mistök Olympiunefndar felast fyrst og fremst i þvi, að hún hefur brotið leikreglur, með þvi að velja of marga. Hér gildir alveg sama lögmál og þegar velja á knattspyrnu- lið. bað eru e.t.v. 20 hæfir knattspyrnumenn til að leika i meistaraflokksliði hjá einu félagi, en eðli málsins sam- kvæmt, komast ekki nema 11 leikmenn i liðið. Hinir, hversu góðir, sem þeir kunna að vera, verða að sætta sig við að vera fyrir utan. bað er ekki hægt að fjölga i liðinu, nema brjóta leikreglur. Og það er einmitt það, sem hefur gerst. Olym- piunefnd féll i þá freistingu að fjölga i liðinu, og sætir fyrir það gagnrýni. bað er ástæðulaust að endurtaka frekar einstök at- riði þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið. Sumt af þvi er orðum aukið, en i þessum umræðum, hef ég saknað þess, að ekki hefur verið bent á, að ekki er ein einasta kona i fararstjórahópnum. Ein stúlka er i keppendahópnum, og þess vegna hefði ekki verið óeðlilegt, að ein kona hefði verið meðal hinna 14 farar- stjóra og þjálfara. bað er svo út af fyrir sig rétt, sem bent hefur verið á, að val keppenda á OL er ekki siður gagnrýnivert en val fararstjóranna. bessir 26 keppendur sem taka þátt i leikunum, erue.t.v. of margir miðað við getu — eða getuleysi — á alþjóðlegan mælikvarða. En hugsjón OL er ekki ein- göngu bundinn við senitmetra og sekúndustrið heldur einnig þátttöku. Og við höfum ávallt stefnt að þvi að vera með, eins og fleiri smáþjóðir. Bæði keppendum og farar- stjórum fylgja beztu kveðjur, en fyrstu islenzku keppendurnir halda utan i dag. -alf. Halda utan í dag 1 dag halda utan tveir af is- lenzku Olympiuförunum utan. Eru það þeir Bjarni Stefánsson og borsteinn borsteinsson. Halda þeir til Munchen og munu dveljast i Olympiu-þorpinu, en á næstu dögum munu þeir taka þátt i nokkrum æfingamótum til undirbúnings sjálfum leikunum. ISLANDSMOTKVENNA UTANHÚSS ER HAFIÐ 7 íslandsmót kvenna utan- húss (meistaraflokkur) hófst s.l. þriðjudagskvöld, en mótið er háð við Austurbæjarbarna- skólann i Reykjavik. Verður leikið á hverju kvöldi út þessa viku.en úrslit fara fram á sunnudaginn. Drslit i fyrstu leikjunum urðu eins og hér segir: Fram —UBK 6:5 IBK-FH 3:16 Armann — Grindav. 12:7 Keppnin i kvöld hefst kl. 19. Meðal leikja þá verður leikur Armanns og Vals, sem án efa verður mjög spennandi. Danskur úrvalsflokkur sýnir fimleika og þjóðdansa hérlendis - flokkur þessi „DANISH GYM TEAM" er talinn einn bezti í heimi, sýndi á OL-leikunum í Mexikó 1968 Hér á myndinni sést einn fim- leikamaðurinn sýna listir á hesti. Hér á landi er nú staddur úr- valsflokkur danskra fimleika- manna og kvenna „DANISH GYIVI TEAM", undir stjórn Erik Flenstad-Jansen frá Virum. Klokkurinn sem hér er staddur, er skipaður úrvals fimleikafólki, sem er að hefja mikla sýningarferð um heiminn og mun fólkið sem skipar flokkinn (13 stúlkur og i:t karlmenn) sýna fimleikafundir tónlist) og danska þjóðdansa i heimsreisunni, sem tekur átta mánuði. Flokkurinn mun sýna þrisvar hér á landi, fyrsta sýningin er i kvöld á Akureyri, þá mun flokkurinn sýna i iþróttahúsinu i Hafnarfirði á mánudagskvöld kl. 20.30. Siðasta sýning flokksins verður svo i iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Verðið á sýningarnar er stillt mjög i hóf og kostar aðeins 150 kr fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn. bað verður enginn svikinn sem leggur leið sina til að sjá þennan frábæra fimleika- flokk sýna. Héðan mun flokkurinn slðan halda til Bandarikjanna og hefja heimsreisuna fyrir alvöru. Fyrsta sýning flokksins I Banda- rikjunum, verður 8. september i New York. Ferð flokksins I Bandarikjunum lýkur svo 18. desember. Á ferðinni um Banda- rikin mun flokkurinn ferðast um i bilum með hjólhýsi i eftirdragi og mun flokkurinn halda 67 sýningar i skólum og skemmtigörðum. Eftir áramót heldur flokkurinn svo til Thailands og sýnir i Bang- kok. baðan heldur flokkurinn til Malajarikjasambandsins og sýnir i Kúala-Lú-mpur. Siðan er ferðinni heitið til Singapore, Astraliu, Indónesiu og Hong Kong. Við há Timanum skruppum á æfingu hjá flokknum á þriðju- daginn i Alftamýrarskóla og fengum að sjá nokkur sýningar- atriði. Eigum við ekki nógu sterk lýsingarorð yfir flokkinn, enda ekki á hverjum degi, sem við fáum að sjá einn bezta sýningar- flokk, sem völ er á i heiminum. begar við náðum tali af ólav Bollisager, iþróttakennara, en hann sýndi lengi með flokknum og er þar að auki giftur islenzkri stúlku, bóru Óskarsdóttur og spurðum hann, hvort það væri ekki eftirsótt i Danmórku, að komast i flokkinn, sagði hann að það væri valið úr svona 150 - 200 umsækjendum á ári hverju. Aldur fimléikafólksins væri svona frá 18-26 ára og væri aldrei sami mannskapurinn ár eftir ár. Hann sagði ennfremur að það væri mjög erfitt að ferðast með svona fimleikaflokk, þvi að sjaldan væri fri, t.d. sýndi flokkurinn 16 sýningar á 22 dögum i september n.k. i Bandarikjunum þess á milli væri flokkurinn á æfingum og einnig keyrslu á milli borga. bess má geta að flokkur þessi hefur oft ferðast um heiminn áður og er þetta 12 fimleikaflokkurinn sem Erik Flenstad-Jansen hefur stjórnað. Undir hans stjórn sýndi „DANIS GYM TEAM" við setningarathöfnina á Olympiu- leikunum i Mexikó 1968. Að lokum má þess geta, að flokkurinn sýnir ekki nema einu sinni á Akureyri og tvisvar á Stór- Reykjavikursvæðinu, og ættu þeir sem hafa áhuga að sjá þennan frábæra fimleika og þjóð- dansaflokk, ekki að láta sig vanta á sýningarnar, því að það er ekki á hverjum degi, sem Islendingar fá að sjá vel æfða fimleikamenn og dansara sýna listir sinar. Ekki höfum við þetta lengra en minnum að lokum á máltækið: „Sjón er sögu rikari." SOS. Flokkurinn „ÐANISH GYM TEAM", sýnir, fimleika undir tónlist, meö boltum hringjum o.fl. bá sýnir flokkurinn dýnustökk, fjörugar leikfimisæfingar og þjóðdansa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.