Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. ágúst 1972 TÍMINN 17 Siðan hann vann 400 m grinda- hlaupið á Olympiuleikunum i Mexikó, hefur litið af David Hemery frétzt. Hann hefur hvilt sig, að sögn, en nú er annað uppi á teningnum hjá þessum frábæra hlaupara. Að undanförnu hefur hann æft mjög vel, og það er ætl- un hans að reyna að endurtaka afrek sitt frá Mexikó. — Hann lét sér ekki nægja að sigra þá, heldur hreinlega stakk þá af, sagði æstur enskur sjón- varpsþulur, eftir að Hemery hafði sigrað 400 m gr. á Olympiuleikun- um i Mexikó. bessi ungi Englend- ingur greinlega flaug yfir grindurnar og sigraði á ótrúleg- um tima, 48,1 sek., og bætti heimsmetið um 0,7 sek. En eftir þessa leika varð mjög hljótt um Hemery, þennan frá- bæra iþróttamann, sem fer eigin götur. Hann er sá, sem fram- kvæmir allt á fullkominn hátt, hvort sem það er í iþróttum eða einkalifinu. Hann var löngu búin að ákveða að vinna áðurnefnda Olympiuleika, þrátt fyrir þaö, að enginn reiknaði með þvi, að hann kærnist i úrslitahlaupið, hvað þá meira. Hemery var aðeins 24 ára árið 1968, og virtist þvi eiga mörg ár framundan sem iþróttamaður i fremstu röð, en það, að vera bezti iþróttamaður i heiminum i sinni iþróttagrein, kostar miklar fórn- ir. Eftir að hafa unnið 110 m grindahlaupið á Evrópumeist- aramótinu i Aþenu árið 1969, ákvað hann þvi að hvila sig á grindahlaupi. Fyrir OÍympiuleikana hafði hann æft sig i 60 vikur^ meö það eitt i huga að sigra. Eftir Evrópu- meistaramótið hóf hann að æfa tugþraut, og ætlaði sér að ná langt i þeirri grein. Og honum tókst fljótlega að bæta árangur sinn og ná þokkalegri stigatölu, en hann átti mikið eftir til þess að komast i hóp hinna beztu. óútreiknanlegur maður Eftir að hafa sigrað i 110 m gr. á Samveldisleikunum árið 1970, hreinlega hætti hann allri keppni. Tilkynnti hann, að hann myndi ekki keppa á árinu 1971, þvi að hann ætlaði sér að íeggja áherzlu á Olympiuleikana i Miinchen. Af þeim sökum mætti hann ekki til leiks á Evrópumeistaramótinu, sem háð var i Helsinki árið 1971, heldur lét það lönd og leið. Þessa ákvörðun sina útskýrði hann á eftirfarandi hátt: — Til þess að ég geti verið i toppformi á Olympiu- leikunum, er þetta einasta að- ferðin, sem eg tel mig geta notaö. Ef ég hæfi að keppa, fengi ég hreinlega leið á grindahlaupi, og þá yrði fátt um fina drætti á Olympiuleikunum. — Þvi verður ekki neitað, að Hemery er mjög sjálfstæður maður, en áður en hann tók ákvörðun um að hvila sig, hafði hann rætt við báða þjálfara sina, beggja megin Atlantshafsins, þá ¦HHU David Hemery heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi Fred Housden i Englandi og Bill Smith i Bandarikjunum. Housden hugsar um stil og tækni, en Smith sér um úthald og kraftþjálfunina. i Bandarikjunum hefur verið annað heimili Hemery-fjölskyld- unnar siðan Hemery var smá- strákur. Fjölskyldan bjó þar langtimum saman, og þvi ekki að undra, hve náið samband hann hefur við það land. Þegar Hemery var 11 ára skólastrákur heima i Englandi hóf hann að æfa og keppa i iþrótt- um. Þá hljóp hann 440 yarda hlaup á 68,7 sek. Þegar hann var 19 ára, hafði hann náð mjög góð- um tima á styttri grindahlaups- vegalengdum. Arið 1964 varð hann fyrir meiðslum, og lá við að hann hætti öllum afskiptum af frjáls iþróttum. Hann hóf nám i háskólanum i Boston, þar sem Smith þjálfaði, en sá var fljótur að koma auga á hæfileika Hemery i grindahlaupi. Fékk hann Hemery til að hætta allri knattspyrnuiðkun og snúa sér eingöngu að grindahlaupi. Hemery sem er læröur félags- fræðingur ásamt fleira, hefur aldrei látið iþróttirnar ná algjör- lega yfirhóndinni i lifi sinu, þrátt fyrir hörku við æfingar. Hann hefur mikinn áhuga á unglinga- vandamálum, og hefur starfað sem kennari, bæði við hina dýru og finu einkaskóla, sem og i hin- um verstu fátækrahverfum Eng- lands. Þó kastar hann engu á glæ Nu hefur Hemery fengið fri frá Millfield-skólanum til að full- nema sig við Harvard háskólann, og þar fylgist Smith með undir- búningi hans fyrir Olympiuleik- ana. En hvað var það, sem fékk Hemery til þess að reyna að verja titil sinn frá Mexikó? — Ég álit mig eiga allt i húfi, segir hann. Ég álit, að sá sem er nógu duglegur, og hefur þrek til þess, eigi að reyna að verja Olympiutitil sinn. Margt fóik myndi fórna aleigu til þess eins að vinna á Olympiuleikum, og ef þú hefur hæfileikana, átt þú ekki að kasta þeim á glæ. Hemery hefur notað veturinn til þess að æfa upp þrek og kraft, þannig að hann verði aldrei betri en einmitt þegar hann þarf að hlaupa yfir grindurnar 10 i úr- slitahlaupinu i Miinchen 2. sept. næstkomandi. Hann veit, að hann stendur i sömu sporum, og árið 1968, þegar enginn trúði á hann, en hann ætlar að reyna að kveðja iþróttirnar á verðugan hátt. Hemery er meiddur á vinstra fæti og mun aldrei ganga heill til skógar, en hann hefur lært að þola þrautirnar og reynt að hlifa fæt- inum eins og mögulegt er. Fyrr á árinu sagði hann: — Aldurinn mælir gegn öllum möguleikum minum (hann er 28 ára), þviaðþegarég vann i Mexi- kó, var ég á bezta aldri sem grindahlaupari. Nú eru það keppinautar minir, sem eru á þeim aldri, en ég er gamli maður- inn, fyrir utan það, að ég hef ekki keppt i 400 m grind siðan i Mexikó og það er jafnvel of' langur timi fyrir gamlan mann. Bandarikjamennirnir Lee Evans og Ralph Mann, ásamt Frakkanum Jean-Claude Nallet, eru allir fyrrverandi 400 m hlaup- arar, en nú munu þeir reyna sig i 400 m grindahlaupi. Þetta eru sprettharðir menn, en ég hef aldrei verið sprettharður. En þess ber að gæta, að það þarf meira þol en hraða til þess að hlaupa grindahlaup. Það þarf stil og þol, og það eru hlutir, sem ég tel mig hafa umfram hina sprett- hörðu keppinauta mina. Hemery hefur ekki hátt um fyrirætlanir sinar, né getur sjálf- um sér miklar vonir um sigur. Og hann gefur reyndar verstu keppi- nautum sinum mjög góðar ein- kunnir og kallar þá aldrei keppi- nauta heldur felaga. Allt sem hann biður um, er að vinir og iþróttaáhugafólk ætlist ekki til of mikils af honum, þvi að þá valdi hann engum vonbrigðum. Fyrir hina frábæru frammi- stöðu sina á Olympiuleikunum i Mexikó hefur David Hemery ver- ið skipað á bekk með beztu iþróttamönnum heims fyrr og siðar, en að hann endurtaki það, er kannski til of mikils mælzt. En þegar hann tekur sprettinn i 400 m grindahlaupinu á Olympiuleik- unum i Mönchen, ætti enginn að vanmeta „gamla manninn", hann verður eins vel undirbúinn og hægt er að verða. Armann átti leikinn en Selfyssingar skoruðu - leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Selfyssinga óheppnin eltir lið Armanns I 2. deild.S.l. miðvikudagskvöld lék liðið gegn Selfoss á Mela- vellinum og tapaði 0:2. Sel- fyssingar mega svo sannarlega hrósa happi yfir að vinna leik- inn, það er varla hægt að segja að þeir hafi komizt fram fyrir íuiðju í siðari hálfleik, 1 siðari hálfleik voru tveir ieikmenn bornir út af i sjúkrabörum, Anton Bjarnason leikmaður og þjálfari Selfoss,sem tognaði illa á fæti og verður liklega ekki meira með i sumar og ómar Ólafsson Ármanni,sem tognaði einnig á fæti. Selfyssingar skoruðu sitt fyrsta mark á 26. min fyrri hálfleiks, markið skoraði Sumarliði Guðbjartsson. Tveimur min. áður brenndi hann af úr dauðafæri. Eftir markið fara Armenningar að sækja og þeir fengu tvö gullin tækifæri til að jafna, á 35. min fór Ómar Ólafsson mjög illa með tækifæri inn i markteig. Á 44.min átti Gunnar Andresson, hörkuskot i hliðarnetið eftir skemmtilega sókn Ármanns. I siðari hálfleik tóku Ar- menningar öll völdin i leiknum og sóttu nær stanzlaust. Viggó Sigurðsson átti hörkuskot að marki á fyrstu min. en skot hans varði markvörður Selfoss naumlega. Stuttu siðar átti Sigurður Leifsson skot i stöng. Leikmenn Armanns voru óheppnir að skora ekki, en þeir sóttu stift og allir leikmenn liðsins nema markvörður tóku þátt i sókn liðsins. En i miðri sóknarlotu Armannsliðsins, fékk Sumarliði knöttinn og leikur fram miðjuna og skaut þrumuskoti i mark Armanns. Eftir gangi siðari hálfleiks, hefðu Armenningar, átt aö vinna leikinn með 2-3 marka mun, en heppnin virtist ekki vera með liðinu, eins og svo oft áður i sumar. Bezti leikmaður Armanns i leiknum var Kristinn Petersen, en hjá Selfossi var Sumarliði beztur. Leikinn dæmdi Sveinn Kristjánsson, vel. BB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.