Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. ágúst 1972 TÍMINN Friðrik Ólafsson skrifar um fimmtándu skákina Hv.: Spasský. Sv.: Fischer. Sikileyjarvörn. 1. e4 , Nú virðast hafa orðið hlut- verkaskipti með kempunum. Spasský leikur ávallt kóngs- peði fram i fyrsta leik, Fischer hins vegar drottningar- biskupspeðinu. 1.— c5 2. Kf:i d6 3. d 1 cxd4 4. Itxd-l Itfti . 5. Rc3 a(i 6. BgS e6 7. f4 Be7 Fram að þessu hefur skákin teflzt á sama hátt og þær 7. og 11., en hér breytir Fischer út af. Hann álítur hollast að láta „peðsránsafbrigðið" 7. —, Db6 8. Dd2 Dxb2 eiga sig um sinn, en það endaði með ósköpum i 11. skákinni. 8. Df3 , Skákin fylgir nú troðnum slóð- um i Najdorf-afbrigðinu (sem byggist á 5. —, a6 leiknum). 8.— Dc7 9. 0-0-0 Þessi byrjun leiðir að jafnaði til mikilla átaka og skemmti- legra sviptinga, þar sem minni háttar yfirsjón getur skipt sköpum með teflendum. Sérhver leikur krefst gaum- gæfilegrar ihugunar. 9.— Rbd7 Reynslan hefur sannað, að þetta er öruggasta framhald svarts. 9. —, b5 er ekki tima- bært i þessari stöðu vegna t.d. 10. Bxf6, Bxf6 11. Bxb5+!, axb5 12. Rdxb5, ásamt 13. Rbxd6+ og sv. er illa beygður. 10. Bd3 Hér sveigir Spasský nokkuð af alfaraleiðum. Skarpasta framhald hvits um þessar mundir er talið 10. g4, sem er ¦ „þrælstúderað" fram i 20. leik, ef ekki lengra. Spasský vill beina skákinni inn á fá- troðnar slóðir, án efa vel undirbúinn. Þeir, sem vilja kynna sér fræðin nánar, er bent á byrjanabækurnar. 10.— b5 ll.Hhel Bb7 12. Dg3 Mjög athyglisverð er manns- fórnin 12. Rd5!, sem Kúbu- maðurinn Jiminez kom fyrst- ur á framfæri gegn Mecking i Palma de Mallorca 1970, og Júgóslafinn Velimirovic hefur siðar notað með góðum árangri. Heimsmeistarinn virðist ekki trúaður á rétt mæti þessarar fórnar. Leikur hans hér er hnitmiðaður og áreiðanlega liður i undirbún- ingi hans fyrir skákina. Drottningunni er vikið úr skot- linu svarta biskupsins á b7 og hv. hótar nú 13. e5. 12.— 0-0-0 Svarti kóngurinn er öruggast- ur á drottningarvængnum, eins og málum er nú háttað. 13. Bxf6! Fischer á úr vöndu að ráða og tekur það til bragðs að fórna peðinu á g7 til að skapa sér gagnfæri. Beinast virðist liggja við, að svara siðasta leik hvits með 13. —, Bxf6, en hvitur skapar sér þá stór- hættuleg sóknarfæri með 14. Bxb5 o.s.frv. Eftir 13. —, gxf6 lendir svartur einnig i erfiðri aðstöðu vegna 14. f5. Fischer álitur peðsfórnina skársta úr- ræðið. 13.— Rxf6 14.Dxg7 Hdf8 15. Dg3 Drottningin dregur sig út úr landhelgi svarts að lokinni árangursrikri ránsferð. 15.— b4 16. Ita 1 Djarfleg ákvöröun er rétt, eins og framhaldið sýnir. Riddar- inn verður nokkuð utangátta á a4, en gripur engu að siður inn i atburðarásina. 16.— Hhg8 17.Df2 Rd7 Þegar hér var komið sögu hafði Spasský notað u.þ.b. 50 minútur af umhugsunartima sinum, en Fischer drjúgum meiri tima eða 1 klst. og 25 minútur. 18. Kbl Kb8 Fischer fýsir ekki að vinna peðið til baka, þar eð Spasský næði þá vænlegum sóknarfær- um: 18. —, Rc5 19. Rxc5, dxc5 20. Rf3, Dxf4 21. De2, Dd6 22. Spassky Friðrik Fischer Bc4, Db6 23. Re5! og hv. stend- ur mjög vel. 19. C3 Eina ráðið til að gera riddarann aftur að nýtum manni. 19.— Rc5 20. Bc2 bxc3 Svartur græðir ekkert á 20. —, Rxa4 21. Bxa4, bxc3 vegna 22. Hcl og hvitur fær gott tafl. 21. Rxc3 Þar með er riddarinn orðinn nýtur maður að nýju og Spasský getur litið framtiðina björtum augum. Biskupar svarts vega þó nokkuð upp á móti meiri liðsafla hvits. 21.— Bf6 22. g3 h5 23. e5!? Ákaflega tvieggjuð atlaga eins og fljótlega kemur i ljós. Stað- an opnast nú mjög, en ekki Spasský i hag, eins og hann virðist hafa álitið. Það er auð- veltað vera gáfaður eftir á, en manni sýnist ótrúlegt annað en Spasský hefði getað tryggt aðstöðu sina betur, áður en hann lagði til atlögu. 23.— dxe5 24.fxe5 Bh8! Ekki 24. —,Bxe5 25. Rdb5, axb5 26. Rxb5, Db6 27. Hxe5 og hvitur. Svartur biður þess vegna með að drepa peðið á e5, en það er dæmt til að falla, áður en langt um liður. 25.Rf3 Hd8 Nú fer áhrifamáttur svörtu biskupanna brátt að segja til sin. 26.HxH+ HxH Svartur hótar nú m.a. 27. —, Rd3 sem skapar hviti örðug úrláusnarefni. Spasský ákveð- ur að hleypa öllu upp. 27.Rg5!? Bxe5! Fischer er fljótur að gripa tækifærið. 28. Dxf7 Ekki 28. Rxf7, Bxc3 29. Rxd8, Bxel og sv. vinnur. 28.— Hd7 Kemur i veg fyrir drottning- arkaup og, blæs til atlögu gegn hvita kóngnum. 29. Dxh5 Spasský virðist undarlega kærulaus um þær hættur, sem nú steðja að kóngi hans. Var- legra var að skáka á f8 með drottningunni og leika siðan 30. Rge4. 29.— Bxc3 30.bxc3 1)1)0 + 31. Kcl Eftir 31. Kal, Hd2 væri hvit- ur i úlfakreppu. 31.— Da5 32.Dh8+ Ka7 33. a 1 Nú er negum blöðum um það að fletta, að Spasský berst fyr- ir lifi sinu. Hvlta staðan er ekki bjargvænleg. 33.— Rd3+ 34. Bxd3 Hxd3 Það er nánast kraftaverk, að Spasský skuli takast að kom- ast heill á húfi úr þessum darraðardansi. 35.KC2! Hd5(?) 35.¦ —, Hd8 er afgerandi. Ég eftirlæt lesendum að finna vinningsleiðina. 36. He4! Spasský er hertur i margra áratuga baráttu og hann veit hvernig tefla skal vórnina. Nú getur Fischer tekið riddarann á g5, en hann vill meira. 36.— Hd8(?) 37. Dg7 Yfirsást Fischer þessi leikur, sem bjargar Spasský frá bráöum dauða? 37.— Df5 38. Kb3 Dd5+ 39. Ka3 Dd2 30.Hb4 Dcl + Spasský lék biðleik i þessari stöðu og koma ekki aðrir leikir til greina en 41. Kb3 eða 41. Hb2. Ekki verður séð i fljótu bragði að Fischer eigi meira en jafntefli i þessari stöðu. Skemmtileg skák en ekki gallalaus. Alagið er farið að segja til sin! FO. Biðstaoan ABCÐEFGH 15. skákin fór í bið: VINNUR FISCHER EÐA HELD- UR SPASSKÍ JAFNTEFLI? - Fox krefst 150 millj. kr. skaðabóta af Fischer vegna samningsrofs - ET-Reykjavík. 15. einvfgisskákin, sem tefld var í gær, fór i bið eftir 40 leiki. Fischer hefur betri stöðu, en óvist er um úrslitin. Skákin hófst á Sikileyjarvörn og fékk Spasskí betra tafl upp úr byrjuninni. Spasskl hóf sókn á kóngsvæng, en skildi drottningar- vænginn eftir litt varinn. Fischer sá sér leik á borði og hóf gagn- súkn, sem leiddi til algerra stöðu- yfirburða hans. Sem fyrr segir. Skákin fór I bið og verður bið- skákin tefld í dag kl. 2,30. Þótt byrlega blási fyrir Fischer' á taflborðinu, á áskorandinn i vök að verjast annars staðar. Chester Fox hefur nú stefnt honum fyrir samningsrof og krefst skaðabóta, sem nema 1,7 millj. dollara eða 150 millj. isl. króna! Það skiptast þvi á skin og skúrir i llfi skák- snillingsins þessa dagana. Fischer forðast eitraða peðið Spasski hefur 15. einvigis- skákina með e4,sem er vist eftir- lætisleikur beggja keppenda. Fischer, seinn að vanda, svarar c5 og skákin siglir hraðbyri fram á við með Sikileyjarvörn i bakið. 5. leikur svarts beinir henni i far- veg Najdorf-afbrigðis, og kliður fer um salinn: Ætli framhaldið verði eins og i 11. skákinni, þegar Spasskl lék Fischer svo grátt, að áskorandinn missti drottningu eftir 24 leiki eða svo! En Fischer forðast eitraða peðið á b2 og leikur i 8. leik traustara afbrigði Dc7 i stað Db6 áður. (SU saga er sögð um banda- riskan blaðamann, sem hingað kom, að hann hafi sýnt mikinn áhuga á „hinu eitraða peði". Náunginn kunni litið fyrir sér i skák, en var snarlega kenndur manngangurinn. Hann var alls ekki ánægður með kennsluna. „Hvaða peð af þessum 16 er eitrað? Hvar er eitraða peðið?" spurði manngarmurinn I si- fellu.) Áskorandinn i erfið- leikum — heims- meistarinn nær peði 110-leik hugsar Fischer sig um lengi. Ýmsir skákspekingar spreyta sig á að spá fram I timann hér i pressuherberginu. m.a. Ingi R.,Larry Evans og Robert Byrne. Niðurstaðan er á eina leið: Fischer á úr vöndu að ráða. Enn liður timinn og áskorandinn er enn djúpt hugsi — óvenjulegt fyrirbæri! Svo birtist leikur hans á sjónvarps- skerminum: langhrókun. Spasski hremmir riddara Fischers á f(i eins og hungraður úlfur. Enn hugsar áskorandinn, nú i u.þ.b. 20 minútur. A meðan gizka spekingar á framhaldið. Flestir telja, að tvennt komi til greina: Annaðhvort að drepa með biskupnum (sem fljótlega er úti- lokað) eða að drepa með g- peðinu. Þá allt í einu gellur við rödd hrópandans I eyðimörkinni: „Kannski hann drepi bara með riddara!" Og það stendur heima, Fischer leikur svo, e.t.v. til að þoknast hinum góðkunna ljós- myndara Bjarnleifi Bjarnleifs- syni, en uppástungan var hans. Spasski er ekki seinn á sér að taka peðið, sem honum býðst. Og enn á ný lyftist brúnin á forsvars- mönnum Skáksambandsins, þvi að heimsmeistarinn stendur ó- neitanlega betur að vigi. Framhald á 5. siðu. Viðurkenning Færeyinga Rikisstjórnin undirritaði I fyrradag samkomulag við Færeyinga um undanþágu- heimildir til handa færeyskúm fiskiskipum innan nýjii 50 milna fiskveiðilögsögunnar við island. Skv. samkomulaginu verður skipiim, sem skrásett eru I Færeyjum, heimilt að stunda linu- og handfæraveiðar á svæðinu inilli 12 og 50 milna iiinaii fiskveiðilögsögunnar, en skulu hlita sömu reglum og islenzk skip við sams konar veiðar. Skulu forráðamenn færeyskra skipa sækja um veiðileyfi til islenzkra yfir- valda og felst þvi I þessu sam- komulagi viðurkenning Fær- eyinga á 50 mflna fiskveiðilög- sögu tslands. Einvígi aldarinnar Skákeinvigið hefur vakið mikla athygli og mikið er ritað um það og islenzk málefni I er- lend tilöo. Skáksamband tslands sýndi af sér mikla dirfsku er það réðst I það að standa fyrir þessu einvigi, sem nefnt hefur veriðeinvigialdarinnar. Þetta er mikið fyrirtæki og kostnaðarsamt og eins og öll þjóðin hefur fylgzt með hefur gengið á ýmsu og erfiðleikar Skáksambands islands oft verið miklir. Með lagni og lempni hefur Skáksamband- inu þó tekizt að sigla milli skers og báru. Standa vonir til að talsvert hafizt upp I kostn- að, en reiknað hefur verið með einhverjum bókhaldslegum halla I fyrstu lotu. Óbeinn hag- ur tslendinga af þessu einvlgi er hins vegar óreiknanlegur. Hans mun lengi gæta og standa ófáir aðilar i þakkar- skuld við forystumenn Skák- sambands tslands. Alþýðublaðið er ekki lengur í höndum Alþýðuflokksins Alþýðublaðið hefur haldið þvi fram, þrátt fyrir opinberar auglýsingar um annað, að Al- þýðublaðið sé i eigu Alþýðu- flokksins. t Lögbirtingarblað- iim, sem út kom I fyrradag er tilkynning til hlutafélagaskrár frá Alþýðublaðsútgáfunni h.f. Þar eru eigendur blaðsins upp taldir. Þeir eru Axel I Rafha, Asgeir forstjóri Innkaupa- stofnunarinnar og Benedikt Jónsson framkvæmdastjóri Hilmis h.f., er gefið hefur út Vikuna. Konur þessara ilánu- manna eru einnig skráðar hluthafar. t rauninni er það Sveinn Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri VIsis, sem er hinn eigin- legi útgefandi Alþýðublaðsins. Hann er ekki skráður eigandi Alþýöublaðsins að visu, en hann er eigandi Hilmis h.f. ásamt Axel I Rafha og fleir- t tilkynningunni I Lögbirt- ingarblaðinu til hlutafélaga- skrár er Alþýðuflokkurinn hvergi nefndur á nafn, hvað þá Gylfi, og eru fyrri fréttir Tlm- ans um herleiðingu Alþýðu- blaðsins I íhaldsherbúðunum þvi I rauninni staðfestar þar með opinberri tilkynningu. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.