Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR ÍT- ¦¦'7 RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJANSÍMI: 19294 185. tölublað —Föstudagur 18. ágúst—56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 ÚRSKURÐUR I HAAG BRETUM OG VESTUR-ÞJÓÐVERJUM í VIL - meira að segja ákveðið, að þeir þurfi lítið að draga úr veiðum Islendingar, sem einir þjóða eiga lífsafkomu sína undir aflabrögðum á þessum miðum, geta ekki fallizt á, ab úrskurðurinn sé bindandi t gærmorgun kvað alþjóðadómstóllinn í Haag upp bráðabirgðaúrskurð að beiðni rikisstjórna Stóra-Bretlands og Vestur-Þýzkalands, um fyrir- hugaða útfærzlu islenzkrar fiskveiðilögsögu i fimmtiu sjómilur hinn 1. sept. næstkomandi. í úr- skurði þessum, sem samþykktur var með fjórtán atkvæðum gegn einu, felst það, að fslendingar megi ekki hafa afskipti af veiðum brezkra og vestur- þýzkra togara á milli tólf og fimmtiu milna markanna, þar eð fslandi beri þar ekki lögsaga Jafnframt er i úrskurðinum lagt mat á það, hversu mikið aflmagn Bretar og Vestur-Þióðverjar megi sækja á þessi mið. Eins qg alkunna er viðurkenna f s lendingar ekki lögsögu Haagdómstólsins i þessu máli ög hljóta að meta úrskurðinn i samræmi við það. I úrskurði Haagdómstólsins er örlitið dregið úr þvi aflamagni, er Bretar og Vestur-Þjóðverjar mega sækja á Islandsmið. Þannig gerir dómstóllinn ráð fyrir því, að hámarksafli Breta verði 170 þúsund lestir á ári, en þeir höfðu farið fram á 185 þusund lestir, en Þjóðverja 119 þúsund lestir, einu þúsundi lesta minna en nemur meðalafla þeirra hér við land. Bretum og Vestur-Þjóðverjum er sjálfum falið eftirlit með þvi, að ákvæðunum um aflamagnið sé fyigt. Þennan úrskurð segir dóm- stóllinn að taka megi til endur- skoðunar 15. ágúst 1973, beri ein- hver aðili fram slika ósk, verði ekki fullnaðarúrskurður fallinn áður. 1 framhaldi af þessu eru Bretar, Vestur-Þjóðverjar, og Is- lendingar áminntir um að hafast ekkertað, er geti magnað deiluna né gripa til ráðstafana sem brjóta i bága við úrskurð dóm- stólsins, og sér i lagi er þvi beint til Islendinga að láta hjá liða að framfylgja ákvörðunum sinum i reglugerð þeirri, sem gefin var út 14. júli i sumar, og falla frá kröfum sinum um lögsögu utan tólf milna marka. Sératkvæði: Samningurinn frá 1961 réttlætir ekki úrskurð- inn Louis Patio Nervo frá Mexikó greiddi einn dómaranna atkvæði gegn úrskurðinum. í sératkvæði hans segir, að dómstóllinn geti ekki kveðið upp slíkan úrskurð i máli rikis, sem ekki viðurkenni lögsögu Haagdómstólsins. Hann taldi ekki sannað að útfærsla is lenzku fiskveiðitakmarkanna bryti i bága við alþjóðalög og lög- saga dómstólsins i þessu máli hefði ekki verið könnuð á fuli- nægiandi hátt. Louis Patio Nervo vitnaði til orðsendinga þeirra, sem fóru á milli rikisstjórna Islands, Stóra- Bretlands og Vestur-Þýzkalands árið 1961 og minnti á, að Bretar og Vestur-Þjóðverjar teldu samningana sem þá voru gerðir réttmæta, að alþjóðadómstóllinn fjallaði um málið. Islendingar væru á hinn bóginn þeirrar skoð- unar að ekki væri lengur unnt að visa til þessa samnings frá 1961. íslendingar geta ekki talið úrskurðinn bindandi Eins og áður var tekið fram, og öllum er kunnugt, viðurkenna Is- lendingar ekki lögsögu alþjóða- dómstólsins á hafinu milli tólf og fimmtfu mflna marka, enda eiga þeir einir þjóða alla lifsafkomu sina undir fiskimiðunum um- hverfis landið. Rikisstjórn ís- lands getur þess vegna ekki talið þennan úrskurð bindandi. Mun hún koma saman til fundar jafn- skjótt og öll gögn eru fengin um úrskurðinn og rök þess, sem liggja honum til grundvallar, og ræða á hvern veg skuli við honum brugðizt. Siðan verður fjallað um málið með landhelgisnefndinni. — ÍCg gct aðcins sagt á þessu stigi, sagði Kinar Agústsson, utanríkisráðhcrra, cr Timinn lcitaði umsagnar hans i gær, að cg undrast mjög að alþjóðadóm- stóllinn i Haag skuli tclja sig hafa lögsögu i þcssu máli. Frckari um- sögn af minni hálfu vcrður að bíða, þar til við höfum kannaö málið lil hlílar. BERJATEKJA HUGSANLEG Horfur á góðum berjavexti - og Afengisverzlunin komin upp á lag með að brugga krækiberjalíkjör Krækiberjalyng BUBOT ÞM-JH — Reykjavík t héruðum.þar sem berjalönd eru góð, viröast viðast vera horfur á góðri berjasprettu i ár. Berin hafa að vísu tekið nokkuð seint út vöxt yfirleitt, en úr þvi mun rætast, ef sæmilega hlýtt veður verður næstu vikur og næturfrost spilla ekki. Viða um land er heyskapur vel á veg kominn, og á bæjum, þar sem ein- hver mannafli er, verður um þessar mundir nokkurt hlé á hey- vinnu, þar til farið veröur að slá hána. Kynni þvi berjatekja að geta orðið þeim bændum sem dáglóð berjalönd eiga, nokkur bú- bót að þessu sinrii. Eins og kunnugt er hóf Áfengis- verzlun rikisins í fyrra tilraunir með framleiðslu á fslenzkum krækiberjalikjör. Voru þá fram- leiddar á milli tvö og þrjú þúsund hálfflöskur af krækiberjalfkjör, og er skemmst af þvi að segja, að þessi drykkur rann út. Mörgum þótti þessi likjör harla góður — og Spasski kvað vera sama sinnis. Kilógrammið á fimmtiu krónur i fyrra Timinn snéri sér þess vegna til Ragnars Jónssonar, skrifstofu- stjóra Áfengis- og tóbaksverzlun- ar rikis i gær; og spurði hann, hvað i ráðum væri um berjakaup i sumar. Ragnar kvaðst að visu fátt geta látið uppi um það að sinni, þar sem Áfengisverzluninni hefðu engin ber veriö boöin enn sem komið er, og ekki væri búið að ákveða verðið á berjunum, né hversu mikið keypt yrði. En i fyrra hefðu verið goldnar fimmtiu krónur fyrir hvert kfló- gramm. Hitt lægi aftur & móti í augum uppi, aö Áfengisverzlunin gæti ekki keypt smáslatta, örfáa potta, og sýndist sér ekki óeðlilegt, að menn yrðu að hafa að minnsta kosti fimmtiu kilógrömm á boð- stólum, ef Afengisverzlunin ætti að geta skipt við þá. Torvelt að selja bláber til muna Verri eru horfur á sölu á bláberjum, þar sem litill markaður er fyrir þau. Að visu nota sultugerðir hér bláber við framleiðslu sina, en þær flytja inn öll þau bláber, sem þær þurfa á að halda, aðallega írá Danmörku og Hollandi. Heildsöluverð á 13 kg. af bláberjasultu eru 1119.50 krónur. Sultuframleiðendur segja, að það yrði of dýrt að nota innlend ber, auk þess sem ekki fengist nægilegt magn af þeim. Ekki snemmsprottin — horfurnar góðar Timinn leitaði einnig i gær frétta um berjasprettu hér og þar um landið. Fréttaritari Timans á Húsavik tjáði blaðinu, aö þar væruhorfurá miklum berjavexti, en ennþá væru berin þó van- þroska. Krækiber væru sæmilega á veg komin, en aðalbláberin sem oft er mikið um í Þingeyjarsýslu, miklu skemmra. Eru á Tjörnesi góð krækiberjalönd, en aðalblá- ber um Kinn, Aðaldal og Reykja- dal og viðar. í Svarfaðardal eru berjahorfur einnig góðar, en þaðan er þá sömu sögu að segja, að þau eru tæpast fullsprottin, sizt biáber. Víða á Vestfjörðum eru af- bragðsgóð berjalönd, einhver hin beztu á landinu. Fréttaritari Timans, á Hólmavik, sagði, að þar i héraðinu væri krækiber að visu ekki fullþroskuð og liklegt, Framhald á 5. siöu. Hlakkar i brezkum út- gerðarmönnum Samtök brezkra útgeröar- manna hafa aftur á móti lýst yfir ánægju sinni með úrskurðinn, svo sem vænta mátti, og tjáö sig fúsa til þess aö sætta sig við 170 þúsund smálesta veiði á Islandsmiðum, er þeir raunar nefna úthaf. Vitna þeir til þess að aflahlutur sá, sem dómstóllinn urskurðar þeim, sé öllu meiri en nefndur hafi verið i siðustu samningaviðræðum i Reykjavik. _jh. Úgnanir við ís- lendinga Þcgar cr tckið að brydda á luiliimim i garð islendinga. I'auiiij; scgir i fréttastofu- frcgnum, að vestur-þýzk stjórnvöld hafi gefið til kynna, að það gæti haft óþægindi I för með sér, fyrir islcndinga, cf vestur- |i\/luini skipum vcrði lor- vclduðar vciðar á íslands- miðum. Sagl er, að hvorki Bretar né Vestur-Þjóðverjar hai'i ráðgert að senda hcrskip á tslandsmið, en íslendingar megi búast viö, að báðar þjóðir muni auka þá vernd, sem fiskiflotanum hefur verið veitt. Hversu mikil sú vernd verði, segir þar, ræðst af viðbrögðum Islendinga við úrskurði Haag-dóm- stólsins. Komi til árekstra á tslandsmiðum, sé Iiklegt, að Vestur-Þjóöverjar sendi þangað rannsóknarskip, og reyni Islendingar að taka veiðiskip á miðunum, veröi aðstoðarskipunum beitt á þann há'tt, að þau verndi veiðiskip, sem ógnaö er, segir i fréttaskeytum. 1 þessu orðalagi er að sjálfsögðu fólgin Htt dulbúin hótun um valdbeitingu. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx x x I * x x x X X Fox krefstz ll 50 millj.kn* skaðabótaz af Fischer Sjá bls. 3 XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.