Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágúst 1972 TÍMINN Einvígið Framhald af bls. 3. Spurningin er aðeins, hvort þetta nægi honum til vinnings. Taflið snýst við — enn einu sinni Leikir hrannast upp og Spasski virðist enn standa betur. 29. leikur hann Dxh5 færir honum enn eitt peð og hefur hann nú 2 peð umfram andstæðinginn. En græðgin býður upp á gagnsókn Fischers á drottningarvæng. Hann gripur lika gæsina meðan hun gefst og stormar fram. Staða heimsmeistarans lýkst upp og allt i einu nær áskorandinn undir- tökunum, enn einu sinni. Andrúmsloftið i Laugardals- höllinni er vissulega þrungið spennu á tiunda timanum. Aðdáendur Spasskis trúa ekki sinum eigin augum: Hann er með 2 peð yfir, en virðist samt ætla aö tapa. Fylgismenn Fischers lifna við, þ.á.m. bandarisku skák- meistararnir i pressuherberginu. Fischer sýnist sigurviss. í 36. leik býðst honum biskup, en litur ekki við honum. „Hann er sýni- lega öruggur um sigur, þvi að ella hefði hann drepið riddarann og tryggt sér jafntefli." Þetta eru orð Inga R., en aðrir stara van- trúaðir á stöðuna. Eftir 40. leik fer skákin i bið og flestir eru á einu máli um mógu- leika i stöðunni: Möguleikarnir eru Fischers megin. Spurning hvort hann vinnur eða Spasski heldur jafntefli. Fischer stefnt i New York Chester Fox stefndi Róbert Fischer fyrir dómstól i New York i gær. Fox krefst skaðabóta úr hendi Fischers vegna vanefnda á samningum um kvikmyndun heimsmeistaraeinvígisins. Stefnufjárhæðin nemur hvorki meira né minna en 1,7 millj. dollurum (150 millj. isl. króna) Ekki er enn afráðið hvort Fox stefnir Fischer hér á landi, t.d freistar þess að leggja löghald á verðlaun áskorandans fyrir ein- vigið. Þá hefur borizt staðfesting frá Romar su ð u r-a f r is k a dávaldinum, á fyrra tilboði sinu. Dávaldurinn býðst sem sagt til þess að tefla við þá Spasski og Fischer með bundið fyrir augu og aðstoðarlaust. Hann legur 125 þús. pund undir (25 millj. isl. krónur) Fjárhagur S.í. i deiglunni Guðmundur G. Þórarinsson forseti Sl, sagði, nokkurt tap fyrirsjáanlegt á einviginu. „Við ' reynum hins vegar að draga ur hallanum með ýmsu móti." Hjá Freysteini blaðafulltrúa fæ ég svo upplýsingar um ýmsar leiðir. Skáksambandið hefur nú samið við bandariskt bókaforlag, Warnes Publishing Inc í New York, um utgáfu á pappirskilju um einvigið. Upplagið verður 250 þús. eintök og kostar kiljan lik- lega 1,50 - 1,75 dollara. St hefur þegar lagt fram sinn skerf til útgáfunnar, sem kostar í heild 70 þús. dollara. Seljist eintökin upp, nemur ágóði u.þ.b. 300 þús. dollurum. SI fær i sinn hlut 40% þeirrar upphæðar, sem nemur u.þ.b. 120 þús. dollurum (10 millj. isl. krónum). Þá hefur SI samið við Charles Hi'Dalco, eiganda The Chesshoúse i New York um sölu á ýmsum minjagripum frá ein- viginu. Freysteinn var bjartsýnn á fjárhag Sl og að tækist að koma gripum þessum inn á Bandarikja- markað. Ber Framhald af bls. 1. að þau yrðu ekki orðin reglulega góð fyrr en eftir hálfan mánuð, en þá yrði lika kominn góður berja- vöxtur, ef engin áföll breyta horfunum. I Austur-Barðastrand- arsýslu eru krækiber komin vel á veg. I tsafjarðardjúpi, þar sem oft er mjög mikil berjaspretta, eru aftur móti misjafnar horfur að þessu sinni. Norðan Djúps er að minnsta kosti litið um ber, var okkur sagt á Skjaldfönn á Langa- dalsströnd, og virðist sem berja- visarnir hafi farið forgörðum i vor. Bezt að selja i samlögum ef markaður verður Augljóst er af þvi, sem að framan er sagt, að berjalöndin munu geta gefið talsvert af sér i ár, verði þau ekki fyrir veruleg- um hnekki núna siðari hluta ágústmánaðar. Af þeim getur Afengisverzlun rikisins bæði fengið efni til vinnslu, sem hún hefur lagt i kostnað við að koma á rekspöl, og eigendur berjalanda, gert sér þau arðbær, ef þeir hafa tima eða tómstundir til þess að nytja þau. Vert er að benda á það, að heppilegast er fyrir bændur að hafa samlög um sölu á kræki- berjum, sem Áfengisverzlunin kann að kaupa, þar sem henni er ekki fært aö veita smáslöttum viðtöku. Jón Rögnvalds son látinn Jón Rögnvaldsson einn fremsti brautryðjandinn á sviði garðyrkju og skógræktar á Norðurlandi, andaðist 10. ágúst, 77 ára gamall. Hann var Fnjósk- dælingur að uppruna, en fluttist á barnsaldri að Fifilgerði i Eyjafirði þar sem hann átti heima meira en fimm áratugi. Hann átti að baki merkilegan og mikils verðan starfsferil, var vakinn og sofinn við hugðarefni sin og vann þeim allt, er hann mátti i orði og verki og rituðu máli, enda sér þess viða stað. Landbúnaðarráðuneytið um ummæli Björns Matthíassonar: Niðurgreiðslurekki framlagtil land- búnaðar heldur hagstjórnaraðferð Björn Matthiasson hagfræð- ingur hélt þvi fram i erindi um daginn og veginn i rikisútvarpinu mánudaginn H.ágúst, að 48% af brúttó — tekjum bænda kæmu úr rikissjóði, kr. 904 milljónir i niðurgreiðslur landbúnaðarvara innanlands,kr. 332 milljónir i út- flutningsuppbætur og kr. 571 milljón i önnur útgjöld vegna at- vinnugreinarinnar, semtals kr. 1817 milljónir. Ráðuneytið telur ályktanir hag- fræðingsins rangar og sér þvi ástæðu til að gera athugasemdir við fullyrðingar hans. Ekki verður fallizt á að niður greiðslur á landbúnaðarafurðum veröi taldar framlag til landbún- aðarins, heldur eru þær hag- stjórnaraðferð til áhrifa á verð- lag og kaupgjald i landinu og þar með framfærsluvisitölu. í þessu skyni voru greiddar árið 1970, eins og aður segir, kr 904 milljónir. Samkvæmt rikisreikningi fyrir sama ár voru heildarútgjöld á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins, önnur en áðurnefndar niðurgreiðslur, kr. 676.265.000.00. I þeirri fjárhæð eru gjöld vegna Jarðeigna rikisins, rannsóknar- stofnana landbúnaðarins, veiði- mála, skógræktar, landgræðslu og fjölda margs annars, sem engin rök eru fyrir að telja sem hluta af gjöldum til bænda eða sérstök framlög til atvinnu- greinar þeirra, heldur framlög, sem að mestu eru i þágu al- þjóðar. Árið 1970 voru greiddar upp- bætur á útfluttar landbúnaðaraf- urðir kr 332.146.000.00. Auk þess má ætla að ónnur gjöld rikissjóðs til landbúnaðarins, sem hafa áhrif á rekstur atvinnugreinar- innar, hafi verið um kr. 200 milljónir. Þannig má telja að um 530 milljónum króna hafi verið varið til að lækka framleiðslu- kostnað og til greiðslu útflutn- ingsbóta. Sé gengið út frá þeirri tölu, nemur hún um 15% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar þetta ár. Til fróðleiks má geta þess, að þegar samanburður var gerður á þvi fyrir nokkrum árum á yegum Búnaðarnefndar, hve miklum hluta slikir styrkir næmu i nokkrum nágrannalöndum. okkar, voru þeir taldir nema : I Bretlandi um 17% af brúttó- tekjum bænda, i Vestur-Þýzka- landi á milli 20 - 25% og i Noregi var talið að um helmingur af nettótekjum bænda kæmi frá rikinu. Þá var talið, ef fylgt var svipuðum útreikningi, að hér kæmu um 15% af heildarverð- mæti landbúnaðarvara úr rikis- sjóði og virðist það vera svipað nú. Dagsbrúnarmenn Á næstunni verða samningar Dagsbrúnar sendir heim til félagsmanna. Þeir félags- menn sem hafa flutt á sl. ári eða á þessu ári, eru beðnir að tilkynna það skrifstofu Dagsbrúnar hið fyrsta. Einnig eru þeir sem ekki hafa fengið kauptaxtana reglulega, beðnir að hafa samband við skrifstofuna. Verkamannafélagið Dagsbrún Simar 13724,18392 og 19177 $^% £ ^^^ ÚrvalshjólbarÓar Flestar gerbir ávallt fyririiggjandi Fljótoggóö þjónusta STEINGRIMS FJARDAR BÍLASPEGLAR gott úrval. Ennfremur nýkomið: FLAUTUR 6 og 12 volta VIFTUR i bila, 6 og 12 volta FÓTPUMPUR FARANGURSSTREKKJARAR ±A ARAAULA 7 - SIAAI 84450 Frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur ÓLAFUR TRYGGVASON, læknir, hefur sagt upp störfum sem heimilis- læknir frá og með 1. september 1972. Þeir samlagsmenn, sem hafa hann að heimilislækni, vinsamlegast snúi sér til afgreiðslu samlagsins með skirteini sin og velji nýjan heimilislækni. Sjúkrasamlag Reykjavikur. Bændur athugið Óska eftir að kaupa góða jörð á Suðvestur- landi. Til greina kæmi há útborgun. Tilboð merkt: Jörð 1344 sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir 25. þm.. Nesprestakall Sr. Páll Pálsson, sem er einn af fjórum umsækjendum um prestakallið, messar i Neskirkjunk. sunnudag 20. ágúst kl. 11 fh. útvarpað verður á miðbylgju 212 metrar eða 1412 k. hz. Sóknarnefndin. Bændahátíð Föstudaginn 1. september verður bænda- hátið Snæfellinga að Breiðabliki og hefst kl. 21. Góð dagskrá. Undirbúningsnefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.