Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Köstudagur 18. ágúst 1972 Sendimaður Landspitalinn óskar eftir að ráða karl- mann eða stúlku til sendistarfa innan spitatens og á spitalalóðinni. Umsóknir á eyðublöðum rikisspitalanna sendist skrifstofunni, Eiriksgötu 5, fyrir 26. þ.m. Reykjavik, 16. ágúst 1972 Skrifstofa rikisspítalanna. Jónas Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarróðherra: FIRRUR HRAKTAR Sjóstanga- veiðimót verður haldið á Akureyri laugardaginn 2. september 1972. Keppt verður i einn dag og er öllum heimil þátttaka. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir fimmtudaginn 24. ágúst til Jóhanns Kristinssonar, sima 21670 (11583), eða Yngva R. Jóhannssonar i sima 11223 (12072), Akureyri. Mótsstjórn. Iþróttakennarar og áhugafólk Áður auglýst námskeið i KYTIIMISKRI LEIKFIMI heíjast i Álftamýrarskóla mánudaginn 21. ágúst. KENNARI LISS BURMESTER. Kennarar mæti kl. 9,00 f.h. Áhugaiólk mæti kl. 4,30 e.h. iþróttakennarafélag íslands í Alþýðublaðinu nú 15. ágúst er eftirfarandi fréttafyrirsögn: „Helmingur af tekjum bænda úr rikissjóði." I fréttaklausu, sem á eftir kemur, segir m.a.: A árinu l!)70komu hvorki meira né minna en 4K% af brúttótekjum bænda úr rikissjóði með einum eða öðrum hætti." Og síðar: „þessar stórathyglisverðu upplýsingar komu Tram i erindi um daginn og veginn, sem Björn Matthiasson, hagfræðingur, flutti í gærkvöld." Að lokum er klykkt út með þess- ari athugasemd blaðsins: „Alla vega sýna þessi tiðindi, svo ekki verður um villzt, þá alvarlegu þróun, sem orðið hefur i landbún- aðarmálum á islandi þar sem at- vinnugrcinin þarf á svo gifurleg- um stuðningi að halda af al- mannafé." Ég heyrði ekki það erindi, sem hér er vitnað til, og veit þvi ekki hvaða lærdóm hinn svonefndi hagfræðingur hefur dregið af þessum tölum, en i grein Alþýðu- blaðsins er sagt, að hann hafi komizt að þessari „merkilegu" niðurstöðu með eftirtöldum reikningi: „Framleiðsluverð- mæti landbúnaðarafurðanna var þetta ár 3673 milljónir. Þá námu útgjöld bænda til rikissjóðs 1817 milljónum. Þær sundurliðast þannig: útflutningsbætur 332 milljónir, niðurgreiðslur innan- lands 904 milljónir og 571 milljón i önnur útgjöld til atvinnugreinar- innar." Litum þá aðeins á skiptingu þessa ölmusufjár og tökum fyrst stærsta bitann, niðurgreiðslurnar innanlands. Það hefur nú við- gengizt um áratugi að greiða niður vörur hér á landi, lang oft- ast og i mestum mæli hafa það verið landbúnaðarvörur, en stundum einnig aðrar vörur eða þjónusta. Stundum ýsan eða saltfiskurinn, og stundum smjör- liki. Ég minnist þess þó ekki að hafa heyrt talað um stuðning við sjávarútveg eða smjörlikisgerðir á þeim timum, sem slikt við- gekkst, en sleppum þvi. Nú hafa hins vegar þessar margumræddu „styrkveitingar" til bændanna — niðurgreiðslurnar verið mjög svo breytilegar, ekki aðeins frá einu árabili til annars, heldur frá einum mánuði til ann- ars. Þær hafa ýmist verið hækk- aðar eða lækkaðar i stórum stökkum. RÝMINGAR-ÚTSALA hjá Verzlun H. Toft BYRJAR í DAG Þar sem Verzlunin hættir í haust að vera til sem almenn vefnaðarvöruverzlun, verða nú allar vörubirgðir, nema smá- vörur til fatasauma seldar með 20% afslætti á meðan birgðirnar endast. Ath. Vöruvaliðer mikið og verðið er mjög hagstætt. 1. okt. verður svo verzlunin flutt að Baldursgötu 39 og verður þar eingöngu verzlað með alls konar smávörur til fatasauma. VERZLUN H. T0FT Skólavörðustíg 8 Mætti þá ætla, ef menn tryðu kenningum hagfræðingsins og Al- þýðublaðsins, að þessar stökk- breytingar á niðurgreiöslum á verði landbúnaðarvara spegluðu „styrkjaþörf landbúnaðarins á hverjum tima." Ætti honum þá stundum aö hafa batnað mjög snögglega, en i önnur skipti snar- hrakað. Hagfræðingar gætu þá notað breytingar á niðurgreiðsl- um á verði landbúnaðarvara sem mælikvarða á hagræna þróun landbúnaðarins — framfarir hans eða afturför. Hvernig kæmi það annars ínn f dæmið, þegar það gerðist eitt sinn a verðstöðvunartimabili á dögum fyrrv. rikisstjórnar, að rafmagn og hitaveitugjöld þurfti að hækka hér i Reykjavik. Ekki mátti visi- tala framfærslukostnaðar hækka i þann tið. Ætla hefði mátt, að gripið yrði til niðurgreiðslna á rafmagni. Það var þó ekki gert, heldur voru landbúnaðarvörur greiddar niður, svo sem til þurfti. Hægt væri að rekja ótal dæmi þess, hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum hefur verið rokkað til, allt eftir þvi hvaða efnahagsaðgerðir þóttu henta hverju sinni, — hvort halda þurfti i skefjum visitölu eða létta af rikiskassanum. Þetta þekkir og skilur hver einasti sanngjarn og skynbær maður, sem hugsað hef- ur um þessi mál og vill lita á þau af réttsýni. Það hlýtur þvi að flokkast undir meiri háttar óskammfeilni i mál- flutningi að halda þvi fram, að fjármunir, sem varið er til niður- greiðslna á landbúnaðarvörum, séu beinir styrkir til bænda. Margir vildu telja þetta beina neytendastyrki, en málið er ekki betur afgreitt með þvi. Sannast er það, að niðurgreiðslurnar eru hagstjórnartæki, 'sem " all'ar stjórnir, sem hér hafa setið að völdum siðan i siðari heimsstyrj- öldinni, hafa gripið til. Þær eru viðhafðar i einhverju formi i öll- um löndum, sem við svipað hag- kerfi búa og við. Bændur hafa aldrei verið að þvi spurðir hér, hvort þeir æsktu meiri eða minni niðurgreiðslna á framleiðsluvörum sinum. En ástæðan fyrir þvi, að þær eru valdar öðrum vörum fremur, er m.a. sú, að sölukerfi bænda er fullkomið, og tryggir þaö örugga og rétta framkvæmd þessara mála. önnur ástæða er sú, að landbúnaðarvörurnar eru þær nauðsynjar, sem mest á riður að allir geti veitt sér, og tryggir það eitt vissan jöfnuð á milli fólksins, að verði þeirra sé stillt i hóf. Mjög mætti likja saman niðurgreiðslu á vörum eins og nýmjólk eða smjöri og auknum fjölskyldubót- um — hvort tveggja tryggir jöfn- uð þannig, að barnmargar fjöl- skyldur njóta þeirra mest — i þvi felst réttlæti. Næststærsti liðurinn I dæmi hagfræðingsins er.svo það, sem hann nefnir önnur gjöld til at- vinnugreinarinnar, 571 milljón. Eftir beinum upplýsingum frá hagfræðingnum eru þetta tölur samkvæmt rikisreikningi 1970. Ef lítið er á hann, se'át, aö heildarút- gjöld á vegum landbúnaðarráðu- neytisins voru það ár 676.265 milljónir. En þar eru með talin útgjöld skrifstofu ráðuneytisins, allra stofnana, sem undir það heyra, svo sem bændaskól- anna.garðyrkjuskólans, Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins, Skógræktar rikisins, Landgræðsl- unnar, veiðistjóra, veiöimála- stjóra, yfirdýralæknis, Sauðfjár- veikivarnanna ofl. ofl. stofnana, Listasafn alþýðu sýnir andlits- myndir Listasafn alþýðu að Laugavegi 18, opnar að nýju í dag eftir nokkurt sumarhlé. Sýndar verða 16 andlitsmyndir eftir 13 málara og eru málverkin öll i eigu safnsins. Listasafnið verður opið alla daga frá kl. 14-18. sem að visu eru allar tengdastar landbúnaðinum, en starfa vissu- lega fyrir alla þjóðina, og engan veginn er hægt að setja allan kostriað af þeim á reikning bænda. Otgjöld vegna þessara stofnana eru mikið yfir 100 milljónir króna, eða nær 200 milljónir. Matsatriði er, hve mik- ið afþessu er beint i þágu bænda einna. Þegar þessar stofnanir eru frá taldar, er eftir stærsti liðurinn, sem nefndur er: „Framlög til landbúnaðar". Hann er i allt 489.6 milljónir króna. Þar er að finna eftirtalda undirliði, sem vissu- lega eru framlög til bænda. Til Stofnlánadeildar 25 milljónir, jarðræktarframlög 64.5 milljónir, til framræslu 25 milljónir, til búfjárræktar 10.9 milljónir og tjón af Heklugosi 16.7 mill., alls um 150 milljónir. En athugi menn, að langstærsti undirliður inn af þessum 489 milljónum er: „Uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir", 332 milljónir króna. En það er einmitt þriðja stóra tala hagfræðingsins, sem hann virðist þar með tvitelja i ölmusureikningi sinum til bænda. Væri hún dregin frá heildartölu landbúnaðarráðuneytisins, 676 milljónum, væru ekki eftir nema 344 milljónir, sem færu til alls annars, sem heyrir undir ráðu- neytið, en alls ekki 571 milljón, og er þvi með öllu óskiljanlegt, hvernig hagfræðingurinn hefur fengið þá tölu öðruvisi en að harin hafi af misgáningi tvitalið út- flutningsbæturnar. Fer nú að sneiðast á þessar 1817 milljónir, sem hann telur styrki til bænda. Aðfrádregnum niðurgreiðslunum eru eftir 913 milljónir. Frá þvi drögum við tvitalninguna 332, verða þá eftir 581 milljón, og er þá enn langt oftalið, eins og að fram- an er rakið. Enn kann mönnum að virðast miklu fé varið „til styrktar land- búnaði", þó að tölu hagfræðingsins virðist mega lækka meira en um tvo þriðju. En látum sem svo væri, og mætti þá áætla, að um 15-16% af brúttó- tekjum bænda kæmu frá rikinu- Er þetta nú einsdæmi, að hluti af brúttótekjum bænda komi frá rikinu? Ber þetta ekki samt sem áður vott um, að landbúnaðurinn hér sé heldur illa á vegi staddur? Svo mætti spyrja. Það vill svo til, að fyrir liggur samanburður á þessu atriði, hér og i þremur nágrannalöndum okkar. Svonefnd Búnaðarnefnd, sem gerði samanburð á stöðu landbúnaðarins hér og I Vestur- Þýzkalandi, Bretlandi og Noregi, gaf út skýrslu sína sem fylgirit meö Árbók landbúnaðarins 1966. Þar má finna eftirfarandi upp- lýsingar, miðað við árið 1964: „Uppbót á afuröaverð (ekki niðurgreiðslur) og beinir fram- leiðslustyrkir eru i Bretlandi 17.1% af bruttótekjum land- búnaðarins. í Vestur-Þýzkalandi eru milli 20-25% af brúttótekjum bænda styrkir frá riki og fylkjum, eða heldur hærri hundraðshluti en i Bretlandi". Um Noreg segir, að þar komi um það bil helmingur af nettótekjum norskra bænda frá rikinu. Með hliðstæðum útreikn- ingi telur nefndin, að hér komi um 15% af heildartekjum bænda frá rikinu. Þetta virðist því hafa ver- ið svipað hlutfall þá og nú. Margt fleira var athugavert við málflutning hagfræðingsins, sem ber vott um einkennilegt hugar- far i garð þessa atvinnuvegar. Það veröur þó ekki frekar gert að umræðuefni hér. Það furðar engan, þótt Alþýðu- blaðiö geri svonalagað að stór- frétt, og bæti við frá eigin brjósti athugasemd eins og þeirri, sem hér var visað til að framan. Fleiri munu undrast það, að hagfræðingur i þjónustu æðstu peningastofnunar landsins skuli bera slik fræði á borð sem þessi, og reyndar hélt maður, að það væri orðin úrelt uppfinning hag- fræðinga að kenna land- búnaðinum um öll efnahagsleg vandamál þjóöfélagsins og ætla sér að leysa þau i einu lagi á hans kostnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.