Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 20. ágúst 1972 leika mánudagskvöld kl. 19,00 Fram KSI - KRR íslandsmót ^ 1. deild Laugardalsvöllur Valur - Akranes leika í dag, sunnudag kl. 16 Hvað skeður nú? VALUR Skólastjóri Staða skólastjóra við barna og unglinga- skólann á Egilsstöðum er laus til umsókn- ar nú þegar. Góð starfsskilyrði. Nýtt ibúðarhús fyrir skólastjórann. Upplýsingar gefa: Fræðslumáladeild Menntamálaráðuneytisins og oddviti Egilsstaðahrepps, simi 1166 Egilsstöðum. ÍYIinni/pcninguf fllunchen '71 999 Olympíunefnd islands hefur látiö slá sérstakan minnispening úr silfri til fjáröflunar vegna þátttöku íslendinga i Olympiuleikunum i MLinchen Gefnir veróa út 2000 penmgar og er verð hvers penings kr. 1.000.-. Ætlun nefndarinnar er aö gefa út slikan pening fyrir hverja Olympiuleika, þannig aó um seriu veröur aö ræóa Framhlió og bakhliö peningsins litur þanmg út: Minnispemngurinn verður til sölu á skrifstofu íþróttasambands islands i iþróttamiöstöðinni i Laugardal, og i bönkunum i Reykjavik. Einnig er hægt aö fá peninginn sendan i póstkröfu (simi 30955). Styrkið þátttöku íslendinga í Olympíuleikunum og kaupið Minnispening Miinchen'72. Olympíunefnd íslands. S V HUSMÆÐRASKOLI KIRKJUNNAR LÖNGUMÝRI SKAGAFIRÐI t allri -þeirri upplausn hefða og heimila, sem nú rikir, upplausn, sem veldur þvi, að flest félagslegt veröur á sandi byggt, verður starf húsmóður eitt hið þýðingarmesta i þjóðfélaginu. Þar er sá félagslegi hornsteinn, sem skapar festu i grunn framtið- arheilla i höll samfélagsins alls. ,,Traustir skulu hornsteinar hárra sala”. Það var i fullvissu þess, að svo væri, sem hús- mæðraskólinn á Löngumýri i Skagafirði var stofnaður. Og það er i sama anda, sem hann er starfræktur. Þar geta ung og eldri hús- mæðraefni notið hagkvæmrar markvissrar og góðrar menntun- ar, sem eykur hæfni þeirra og þroska til þessa mikilvæga starfs, húsmóðurstarfsins. Auðvitað eru þar kennd mikils verð bókleg fræði eins og uppeld- isfræði, heimilishagfræði og hi- býlafræði i samræmi við nýjustu kröfur nútimaheimilislifs. En þar eru einnig, og það er sérstætt, kennd kristinfræði i þeirri vissu, að þar sé hið eina nauðsynlega, sem aldrei má gleymast, til að gefa öllu öðru gildi, siðferðilegt og heillavæn- legt gildi. Þetta ættu þeir foreldrar að at- huga, sem alltaf gera hærri og hærri kröfur til siðrænna áhrifa i skólum landsins. Og er það vel. Kennaralið skólans og aðbún- aður allur er svo fullkomið, sem fremst verður kosið, eftir kröfum nútimans: Fjölbreytt námsskrá i verkleg- um og munnlegum námsgrein- um. Heimavist fyrir 20 nemend- ur. Starfstimi mjög hentugur, frá októberbyrjun til mailoka. Lág- marksaldur nemenda er 17 ár. Stúlkurnar búa þrjár og þrjár saman á hverju herbergi og hafa auk þess rúmgóða dagstofu, þar sem hægt er að sitja við hannyrð- ir og handiðir og njóta fjölmiðla, útvarps og sjónvarps. Húsmæðraskólinn á Löngumýri Hálfnað erverk þá hafið er i i sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Landsins gróðnr - ydar hróðnr BÚNAÐARBANKI ‘ ÍSLANDS VERZLUNIN HUSMUNIR var upphaflega stofnaður 1944. Sú skólastofnun var hugsjón tveggja ágætra kvenna, Ingibjargar Jó- hannsdóttur og Bjargar Jóhann- esdóttur. Ingibjörg var skóla- stjóri skólans á Löngumýri og eigandi hans i 23 fyrstu árin. En 1962 eða fyrir 10 árum gaf hún Þjóðkirkju tslands skóla sinn. Hann er þvi nú starfræktur og hefur raunar alla tið verið starf- ræktur i sama anda og hinn verð- andi skóli i Skálholti. En kunnum við tslendingar að meta rétt slika skólastarfsemi i kristilegum og kirkjulegum til- gangi? Úr þvi verður framtiðin að skera. En framtiöarheill þjóðar- innar er vissulega háð þvi, að svarið við þeirri spurningu verði jákvætt. Og sé það ekki nú, þá verður svo að veröa sem fyrst. Annars dugar engin „útfærsla” né frelsi til sannra þjóðheilla. ,,Án vega- bréfs vors hjarta — trúar og elsku er leiðin glötuð”. Húsmæðraskólinn á Löngumýri stendur i Hólminum i Skagafirði — einu fegursta héraði landsins, um tvo kilómetra frá Varmahlið. Skagafjörður er svipmikið og sögufrægt hérað og skólinn má þvi teljast rótfestur við hjarta- stað islenzkrar menningar. Og þaðan er stutt til hinna frægustu höfuðbóla tslandssögunnar, eins og Reynistaðar, Glaumbæjar, með sitt fágæta byggðasafn, að ógleymdum Hólum, með elztu dómkirkju landsins. Og þar bros- ir bændaskólinn við augum. Fyrrverandi biskup, herra Ás- mundur Guðmundsson, sem tók á móti skólanum á sinum tima, sem gjöf frá göfugum gefanda, taldi þessa gjöf eina merkustu, sem is- lenzku kirkjunni hefði nokkru sinni hlotnazt, ef rétt væri á hald- ið, meö skilningi frá börnum landsins. Núverandi biskup mun vera á sömu skoðun. Hann skildi, að hér gat orðið hornsteinn gæf- unnar: ,,t sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna". Islenzkir foreldrar og islenzkar stúlkur, sem eigið enn heilbrigð- an þjóðarmetnað og viljið vernda islenzkan þjóðheiður og kjarna menningar, fylkið ykkur nú um þessa skóla, Húsmæðraskóla kirkjunnar á Löngumýri og Lýð- skólann í Skálþolti. Sýnið, að þið kunnið að meta það, sem gjört er til göfgunar skólakerfi landsins. Hver hefur öldum saman staðið betri vörð um kjarna islenzkrar menntar og heiðurs, en kirkja þjóðarinnar, þrátt fyrir allt, sem betur mætti fara? Hvar værum við sem þjóð án hennar? Reykjavik i júli 1972 Arelius Nielsson. Vandaðar vélar borga sig bezt drcvttawélamar fullnægja ströngustu kröfum LOFT KÆLDU Hverfisgotu 82 — Simi 1 36-55 Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar, þeir velja ' dráttarvélar viö sitt hæfi HE HAMAR VeLADEILD SlMI 2-21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.