Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.08.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. ágúst 1972 TÍMINN 7 Hún hljóp lika frá fortið sinni A Olympiuleikunum i Róm fyrir tólf árum kom fram ung stúlka, aðeins nitján ára gömul, sem vann þrenn gullverðlaun. Þessi stulka heitir Wilma Rudolph. Hún vakti geysilega athygli, og var allra óskabarn, ekki aðeins á Ólympiuleikunum heldur lika heima fyrir, þar sem hún var nr. 19 i röð 20 systkina. Nú býr Wilma þessi i Los Angeles, og ber ekki lengur eftirnafnið Rudolph heldur Eldridge. 1 húsinu hennar, þar sem hún býr með manni sinum Robert og fjórum börnum, ber ekkert vitni um, að þar búi kona, sem eitt sinn vann gull- verðlaun á Olympiuleikum. Þar eru engir verðlaunapeningar og engar myndir frá þessum gleði- dögum fyrir tólf árum. Wilma segist ekki ætla að láta börn sin vaxa upp undir áhrifum slikra hluta. Þau þurfi ekki að hafa það stöðugt fyrir augunum, að móðir þeirra hafi eitt sinn verið heimsfræg, og þau þurfa heldur ekki að keppa að einhverju ákveðnu marki til þess að verða i sjálf fræg eða þekkt. Þau geta 1 bara verið þau sjálf. Wilma kom frá bænum Clarksville, og þar eru 7000 negrar, og einn negri til eða frá skiptir þar ekki miklu máli. Þetta sjónarmið átti heimurinn erfitt með að skilja. Svo bárust þær fréttir, að Wilma væri svo fátæk, að hún hefði orðið að selja gullverð- launin sin til þess eins að halda i sér lifinu. Næst sagði sagan, að Wilma væri orðin feit, og þegar fjögur ár voru liðin, og Olym- piuleikarnir voru haldnir i næsta sinn var Wilma gjörsam- lega gleymd. Hún hélt áfram að vera gleymd þar til ljósmyndari nokkur uppgötvaði einn góðan veðurdag, hver þessi Wilma Eldridge hafði eitt sinn verið. Hún býr i glæsilegu húsi i út- jaðri Los Angeles, og þar starfar hún sjálf sem dagskrár- maður hjá sjónvarpi, og stjórn- ar sjónvarpsþætti fyrir skóla- börn. Til þess er hún vel fallin, þvi hún er kennari að mennt. Wilma giftist Robert sem hún hafði þekkt frá barnæsku, og hér eru þau hjón á myndinni með Xurry 2 ára, Robert 6 ára, Djuana 7 ára og Yolanda 11 ára. Fátt er svo með öllu illt Caroline Kennedy og John Kennedy yngri eyða sumrunum á eyjunni Scorpio hjá móður sinni og Ari Onassis stjúpa sinum. Þykir þeim það dágott að sögn, og hefur John-John látið þau orð falla, að honum þyki gott, að móðir hans skuli hafa gifzt Onassis, þvi þess vegna geti þau systkinin sólað sig þarna suður i Eyjahafi. Tækjavörur til 90 landa. Um 90 lönd flytja inn ýmis- konar tæki og tækjabúnað frá Sovétrikjunum, svo sem ýmis mælingatæki, tækjabúnað fyrir rannsóknarstofur, veðurathug- anir og margs konar aðrar vis- indalegar tilraunir, útvarpstæki o.fl., o.fl. Útflutningur á slikum vörum jókst um 9% á s.l. ári. Eftirspurn er mikil eftir úrum, ljósmynda- og kvikmyndatækj- um, útvarps- og sjónvarps- tækjabúnaði. 80% af útflutningi Sovétrikjanna á þessu sviði fer til aðildarlanda Comecon, en þess utan eru Frakkland, Finn- land, Egyptaland, Indland, Irak og Brasilia mikil viðskiptalönd. Peningarnir ekki allt Tom Jones, söngvarinn, sem hefur látið hafa það eftir sér opinberlega, að staða konunnar sé einungis innan veggja heim- ilisins, hefur enn ráð á að drekka kampavin og reykja Havanna-vindla, sem kosta nokkuð á annað hundrað krónur stykkið. Hann hefur slegið öll met i Las Vegas og áheyrendur og aðdáendur hans greiddu um 24 milljónir isl. króna i að- gangseyri til þess að fá að hlusta á hann og sjá hann i næturklúbb einum á Rivierunni. Tom Jones fær sjálfur álitlegan hluta þessarar upphæðar. — En fólk hefur ekki áhuga á pen- ingum, segir hann, — nema það hafi þá ekki sjálft. Tom Jones var nýlega i Kaupmannahöfn, og er sagður hafa skemmt sér ágætlega þar með sina dömuna upp á hvora hlið. J~L — Ertu búinn að fá þér nýjan einkaritara? — Já, þessi fyrri var ómöguleg. Hún þyrfti að spyrja mig hvernig annað hvort orð væri skrifað, og ég hef svo sannarlega annað að gera en fletta upp i orðabókum allan daginn. XXX Esla átti von á sér og þar sem móðursystir hennar hafði sinar grunsemdir, spurði hún Jónsa: — Ert það þú sem gengur um og forfærir ungar stúlkur? — Já, kannski, en ég hef þvi miður ekki tima i dag... XXX Gestur frá Kaupmannahöfn var að innrita sig á litið hótel á Jót- landi. Hann vildi fá að vita hvaða munur væri á eins manns herbergjum, sem dálitill verð- munur var á. Hann fékk að vita að i þeim dýrari væri rottugildra. Svo var það litla músin, sem var á göngu með mömmu sinni, þegar leðurblaka flaug yfir. — Nei, sjáðu engilinn, mamma, kallaði sú litla. XXX — Kannski ætti ég að fá mér bil, sagði skrifstofustjórinn hugsandi. — Ég sá autt stæði i morgun. XXX Það var starfsfræðsla i skólanum og flugfreyja var spurð, hvernig hennar starf væri. — Jú, svaraði hún. — Það gefur góða möguleika til að kynnast karlmönnum. — En það er nú ekki aðalatriðið, greip kennarinn fram i. — Þeim er lika hægt að kynnast i öðrum störfum. — Já, það er vissulega rétt. En þarna eru þeir spenntir fastir, svaraði flugfreyjan. Bréf frá örvæntingarfullum eiginmanni — Kæra Jóna. Komdu heim aftur. Það er ekki satt, sem mamma þin sagði, að ég hefði verið að elta þessa ljóshærðu. Það var bara þannig að ég hjálpaði henni að skipta um hjól á bilnum, og þegar ég var að setja tjakkinn i skottið, skall það aftur og bindið mitt varð á milli. Þá tók hún af stað... XXX Dóttir hans var nýbúin að fæða fyrsta barnabarnið og nú hringdi afinn á sjúkrahúsið til að athuga um liðanina. — Þér getið alveg verið rólegur, var svarað. — Konan yðar og barnið hafa það ágætt. — Ég er ekki eiginmaðurinn, svaraði hann — Ég er bara faðirinn. XXX Frúin hafði árum saman kvartað yfir að eiginmaðurinn skrúfaði aldrei lokið á tannkremstúpuna. Dag einn ákvað hann að bæta sig. Þegar hann hafði samvizkusam- lega skrúfað lokið á i viku, leit eiginkonan grunsamlega á hann og spurði: — Hvers vegna ertu hættur að bursta i þér tennurnar? DENNI DÆMALAUSI Það er allt i lagi strákar, að þið reynið að ná þeim, ef þær fara alit i einu að rása,en mér sýnist þær ekkert vera að hugsa um slikt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.