Tíminn - 22.08.1972, Page 7
Priðjudauur 22. ágúst 1972
TtMINN
1
Fjárhættuspil
leyfileg i Paris
Fæstir ferðamenn i Paris
vita, að þar er leyfilegt að spila
fjárhættuspil. Karlmenn geta á
örskammri stund gerzt félagar i
að minnsta kosti fimm klúbb-
um, þar sem spilað er fjár-
hættuspil. Aðallega er spilað á
spil, en þó er i nokkrum þessara
klúbba smárúlletta, en venju-
legar rúllettur, eins og þær ger-
ast i virkilegum spilavitum eru
ekki leyfilegar i Paris. Yfirleitt
fer litið fyrir þessum spilavit-
★
Hvaö er aö
prinsinum?
Brezk blöð leyfa sér annað
slagið að birta myndir af
konungsfjölskyldu sinni, sem ef
til vill fengjust ekki birtar, væri
fjölskyldan sjálf spurð leyfis.
Hér eru tvæ slikar, sem eru
reyndar ekki eins alvarlegar og
i fljótu bragði mætti halda. Á
annarrimyndinni horfir drottn-
ingin alvarlegum augum á eftir
Karli prinsi, þar sem hann
gengur á brott með kampavins-
flösku i hendinni. Og hvað er svo
að gerast á hinni myndinni? Er
prinsinn virkilega búinn að fá
sér svona rösklega neðan i þvi,
spyrja margir. Nei.það var vist
ekki svo, að sögn ljósmyndar-
ans, heldur hafði Karl prins
misst tappann úr flöskunni, og
er að leita að honum.
um, en nýlega fengu þau þó
óvænta auglýsingu. Þrir menn,
sem klæddir voru eins og út-
keyrslumenn, birtust i einum
klúbbanna snemma morguns og
leit út fyrir að þeir væru að
koma með vörur i klúbbinn.
Þegar þeir voru komnir inn,
gerðu þeir sér litið fyrir og
drogu upp byssur og gengu beint
að verki. Þeir réðust inn i her-
bergi gjaldkerans, og náðu þar
á brott með 180 þúsund dollur-
um. Þess má geta, að konum er
ekki heimilt að spila i þessum
klúbbum. Vilji þær spila fjár-
hættuspil verða þær að fara til
Enghien, sem eru m 16 km fyrir
norðari" Paris .
Sovét-Georgía
eftirsótt
af ferðamönnum.
Árið 1971 sóttu 84 þúsund er-
lendir ferðamenn heim sovézka
lýðveldið Georgiu, og þar af
komu 19 þúsund til höfuðborgar-
innar Tbilisi. Búizt er við, að
ferðamannastraumurinn muni
aukast verulega i ár. Gerö hefur
verið áhugaverð og fjölbreytt
ferðaáætlun fyrir hina erlendu
gesti. Þeir munú fá að kynnast
sögu lýðveldisins, einstæðum
menningarsögulegum minjum
Playboy-drottning
Hugh Hefner, sem varð rikur
á þvi að gefa út timaritið
Playboy er ástfanginn. Sumir
segja, að það sé nú ekkert nýtt,
og rétt er það, hann hefur orðið
ástfanginn i fleiri stúlkum en
flestir aðrir karlmenn. En það,
sem er merkilegt við þessa ást
hans nú, er, að hann hefur verið
yfir sig ástfanginn i sömu
stúlkunni i þrjú ár. Hún er 22
ára, eða 23 árum yngri en
Hefner sjálfur, og heitir
Barbara Benton. Barbara
ætlaði sér að leggja stund á
læknisfræði, en svo fór, að hún
fékk hlutverk i smá Playboy-
kvikmynd, og endirinn varð sá,
að hún hélt áfram á leiklistar-
brautinni, og hætti við læknis-
fræðina. Barbi og Hef hittust
fyrir þremur árum og siðan
hafa þau verið óaðskiljanleg, og
nú búast vinir þeirra helzt við,
að fá að heyra kirkju-
klukkurnar hringja áður en
langt liöur.
og efnahagslegum framförum i
landinu.
Ferðamannaþjónustan i Ge-
orgiu er i örum vexti. Reist hafa
verið nýtizku hótel á frægum
hvildarstöðum eins og i Telavi,
Kobuleti og Tskhaltubo. Þá er
verið að ljúka byggingu nætur-
klúbbs i Tbilisi.
Frakkar fá höfrunga
i herinn
Tveir þjálfaðir höfrungar hafa
verið fengnir til Frakklands,
þar sem þeir hafa verið látnir
taka próf i þeim tilgangi, að
hægt sé að gera sér grein fyrir
þvi, hvort franski herinn kunni
að hafa not fyrir þessi dýr.
Skepnurnar, sem 'eru sex ára og
heita Andre og Birgitte voru
seldar dýragarðinum i
Marseilles, eftir að þær höfðu
gengizt undir prófið. Hershöfð-
inginn, sem prófaði höfrungana,
Bobin að nafni, segist álita, að
hægt sé að nota þá til tvenns. 1
fyrsta lagi sem eins konar varð-
hunda, sem hafi gætur á þvi
hvort óvinafroskmenn séu á
ferðinni neðansjávar i höfnum
og á herskipalægjum. Mjög
fljótlega tókst að kenna höfrung
unum að hringja bjöilum, ef
einhver óþekktur kom syndandi
inn i höfnina. Bandarikjamenn
hafa þegar tekið upp á þvi að
nota höfrunga til slikra starfa i
Vietnam. 1 öðru lagi taldi Bobin,
að hægt væri að láta þá hafa
með höndum flutninga milli
kafara og skipa, en höfrungar-
nir eiga ekki við sömu erfiöleika
og etja og menn, þegar þeir
koma skyndilega upp á yfir-
borðið af miklu dýpi.