Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 22. ágúst 1972 Hans G. Andersen sendiherra í ræðu á fundi undirbúningsnefndar hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf 17. júlí til 18. ágúst STRANDMIÐIN ERU HLUTI AUÐLINDA STRANDRÍKIS Sendinefnd tslands hefur lagt áherzlu á það i þessari nefnd, að þegar rætt er um fiskveiðar, verði að gera glöggan greinarmun á tveim grundvallaratriðum máls- ins. Annars vegar er um að ræða verndarráðstafanir og hins vegar nýtingu fiskstofnanna. Við höfum haldið þvi fram, að allir — allar þjóðir heimsins — hafi og eigi að hafa hug á aö vernda fiskstofnana i höfunum og eigi að hafa vilja til að gera réttar verndarráðstafan- irtil þess að tryggja hámarksafla á varanlegum grundvelli. Þetta er augljóst mál. En hitt er jafn- ljóst, að enda þótt nauðsynlegar verndarráðstafanir séu þannig gerðar, er ekki þar með leyst vandamáliö um nýtingu fisk- stofnanna. Þaö er vitað, að ofveiði er kom- in á það hátt stig, að fiskstofnarn- ir i höfunum duga ekki til aö full- nægja kröfum ýmissa fiskveiði- þjóða. Bein afleiðing þess er sú, að óumflýjanlegur árekstur verð- ur milli strandrikja, sem vilja nota auðlindir sjávarins undan ströndum sinum að þvi marki, sem nauðsynlegt er fyrir efnahag þeirra og kröfu þjóða, sem fisk- veiðar stunda á fjarlægum mið- um, um að senda flota sina, stundum um óraveg, til þess, ef svo mætti segja að skófla upp auðlindum strandrikisins handa sjálfum sér. Það er vissulega kominn timi til að horfast i augu við þetta vandamál og gera sér grein fyrir þvi, hvað gengur l'yrir hverju. Að þvi er tsland varðar höfum við um langt skeið haldið þvi fram, að strandmiðin séu hluti af auðlindum strandrikisins og að þegar árekstur verður af þvi tagi, sem ég nú hef lýst, verði þær þjóðir, sem fiskveiðar vilja stunda á fjarlægum miðum, blátt áfram að hverfa frá og virða kröfur strandrikja til að hagnýta sjálf auðlindir þær, sem eru hluti af efnahagskerfi þeirra á sama hátt og auðlindir sjávarbotnsins á landgrunni þeirra. Hafsvæðið undan ströndum er ein liffræöileg heild, og eins og sendinefnd ts- lands hefur vakið athygli á hér áður er óraunhæft, að hægt sé að meina útlendingum aö dæta oliu úr landgrunni rikis, en að ekki sé hægt á sama hátt að koma i veg fyrir að þeir eyðileggi aðrar auð- lindir, sem eru i nánum tengslum við þann sama sjávarbotn. Eftir þennan stutta inngang vil ég ræða, i þvi sem hér fer á eftir, fyrst ofveiðivandamálið, sérstak- lega að þvi e'r varðar Norður-At- lantshafiö. Ég mun einnig segja nokkur orð um það kerfi, sem lengi hefur verið notað i sam- bandi við þessar andstæðu kröfur. Siðan vildi ég gera nokkrar at- hugasemdir varðandi þær nýju tillögur, sem fram hafa komið frá ýmsum þjóðum, er fulltrúa eiga i þessari nefnd. Og jafnframt vildi ég draga nokkrar ályktanir til at— hugunar fyrir fulltrúa i þessari nefnd. Ég mun þá fyrst ræða ofveiði- vandamálið. Nýjustu rannsóknir, sem fyrir hendi eru um ástand helztu þorskstofna i Norður-Atlantshafi sýna, að þessir stofnar eru þegar fullnýttir og að dánartalan af völdum veiðanna hefur náð þvi marki, að aukin sókn mun hafa i för með sér sáralitla aukningu i veiði og sumir stofnar eru jafnvel komnir á það stig, að veiðin mun minnka, sé sóknin aukin. Þessar staðreyndir koma fram i skýrslu um ástand þorskstofn- anna i Norður-Atlantshafi, sem lögð var fram á ársfundi Norö- vestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar i Washington i júni s.l. t skýrslunni er sérstaklega lögð áherzla á veiðihæfni þess flota, er stundar þorskveiðar i Noröur-At- lantshafi, hafi aukizt mjög sökum meiri hreyfanleika flotans og lengri úthaldstima. Þessi floti getur þvi, i mun rikari mæli en áður, einbeitt sér aö veiði á þeim stofnum, er gefa af sér mesta veiði hverju sinni. t skýrslunni er einnig vikið að þvi, að hinn kynþroska hluti sumra þýðingarmikilla þorsk- stofna sé kominn á svo lágt stig, að ógnað geti viðkomu stofnsins og rýrt verulega þá heildarveiði, sem hægt sé að taka úr stofnin- um. Af þessum sökum er varpað fram þeirri hugmynd, að hin æskilega heildarsókn ætti að vcra helmingur núverandi sóknar, og myndi það ekki rýra heildarveið- ina, sé litið á langan tima. I byrjun siðasta áratugs var hin mikla sókn i þorskstofnana i aust- anverðu Norður-Atlantshafi farin að segja til sin, og juku þvi ýmsar þjóðir sókn sina á miöin i vestan- verðu Norður-Atlantshafi, þar sem ýmsir stofnar voru liltölu- lega litið nýttir. En i byrjun þessa áratugs var svo komið, að ekki voru til i Norður-Atlantshafi nein- ir þeir þorskstofnar, er staðið gætu undir hinni auknu afkasta- getu flotans. Aðalbreytingar á þeim veiði- flota, sem hér um ræðir, eru eftir- farandi: Veiðihæfni skipanna hefur i fyrsta lagi aukizt mjög vegna betri veiðarfæra, svo sem flot- vörpu og aukinnar notkunar á sónar og dýptarmælum svo og stóraukinnar nákvæmni til mið- unar. t öðru lagi eru skipin nú orðin mjög fljót i förum og geta þvi hagnýtt til fullnustu timabundnar sveiflur i stærð hinna ýmsu stofna. Það er erfitt að meta umrædda sóknaraukningu skipanna, en þeir visindamenn, er standa að ofangreindri skýrslu, áætla, að klukkutima veiöi árið 1970 sé 30% árangursrikari en árið 1960. Sérfræöingar álita, að hinn aukni reksturskostnaður stærri skipanna ásamt minnkandi fisk- göngum hafi neytt flotann til þess að einbeita veiðinni á þá staði, þar sem fiskurinn er i mestu magni. Þetta hefur einnig átt sinn þátt i að auka veiðihæfni flotans. Gott dæmi um þetta er þorsk- vejði, sú, sem skapaðist i Bar- entshafinu vegna hinna riku ár- ganga frá árunum 1963 og 1964. Af þessum sökum dró úr sókn er- lendra fiskiskipa á tslandsmið i nokkur ár, en þegar togararnir voru búnir með umrædda ár- ganga i Barentshafi, héldu þeir aftur á Islandsmið, en þar hafði stofninn rétt við að nokkru vegna minni sóknar svo og sæmilegra árganga. Velþekktur fiskifræðingur sagði einu sinni, að sterkur ár- gangur væri það versta, sem komið gæti fyrir ákveðinn fisk- stofn. Hið aukna fiskmagn drægi strax að mikinn flota fullkom- inna verksmiðjutogara, er létu greipar sópa jafnt á botni sem miðsævis með hinum fullkomn- ustu veiðarfærum, og að leikslok- um væri stofninn oft verr farinn en áður. Vegna hinnar almennu sóknar- aukningar i Norður-Atlantshafi er svo komiö, að ýmsir þorskstofnar eru þegar farnir að sýna greinileg merki þess, að of nærri þeim sé gengið. Dánartalan af völdum veiðanna hefur hækkað mjög i flestum þeim stofnum, sem rann- sakaðir hafa verið á árunum 1960- 1970. Aukning sóknarinnar kemur m.a. fram i lækkun á meðalaldri fisksins. Af þessum sökum eru veiðarnar nú i mun rikari mæli en áður háðar skammærum sveifl- um i stærð hinna einstöku ár- ganga. Sem dæmi má nefna, að i dag er heildardánartalan i hinum kynþroska hluta islenzka þorsk- stofnsins um 70% á ári, og eiga veiðarnar sök á þremur fjórðu hlutum. Meðalaldur hrygningar- fisksins hefur einnig lækkað veru- lega. Nú er fiskur eldri en 10 ára sjaldgæfur, en fyrir 15-20 árum var alls ekki óvenjulegt að fá i vertiðaraflanum fisk allt að 15 ára að aldri. Hin aukna sókn virð- ist einnig hafa rýrt stórlega möguleika fisksins til hrygning- ar, og er nú svo komið, að flestir þorskar á tslandsmiðum hrygna aðeins einu sinni, og er þorskur- Orest Vereiski við tvær mynda sinna frá tslandi (Timamynd — Róbert) inn þá að verða eins og laxinn, sem hrygnir einu sinni á ævinni og deyr að þvi loknu. Þetta rýrir án efa endurnýjun- argetu stofnsins og eykur enn meira á það, hve veiðin er háð einstökum árgöngum. Ég vil nú vikja að þvi, sem með réttu má kalla hið gamla og úr- elta kerfi varðandi yfirráð yfir fiskveiðum. Samkvæmt þessu kerfi er strandrikinu ætlað að hafa yfirráð eða lögsögu yfir þröngu hafsvæði undan strönd- um, sem áður var talið þrjár mil- ur en nú upp á siðkastið hefur verið taliö miðað við tólf milur. Utan þeirra marka var svæða- stofnunum ætlað að fást við regl- ur varðandi verndun fiskstofna og hagnýt. þeirra, þannig að engum væri mismunað, svo sem það hefur veriö nefnt. Rikisstjórn Is- lands hefur við ýms tækifæri lagt áherzlu á, að þetta kerfi sé i raun mjög byggt á hagsmunum þjóða þeirra, sem fiskveiðar stunda á fjarlægum miðum og valdi strandrikjunum beinu tjóni. Þetta er alveg ljóst, ef athuguð eru hin tvö grundvallaratriði, sem kerfið er byggt á. Tólf milna mörkin — hvort sem þau eru kölluð landhelgi eða fisk- veiðitakmörk — eru ekki á neinn hátt ákveðin með hliðsjón af að- stæðum á staðnum að þvi er fisk- veiðar varðar, heldur af hernað- arlegum sjónarmiðum og i þvi skyni að tryggja sem bezt hags- muni þeirra þjóða, sem fiskveiö- ar stunda á fjarlægum miðum, án tillits til þarfa ibúa strandrikis- ins. Hvað sem öðru liður er það alveg ljóst, að tólf milna mörkin hafa ekki á sér neinn helgiblæ i þessu sambandi. Hið rétta er að ákveða mörkin með hliðsjón af ytri mörkum fiskstofnanna sjálfra, en ekki a grundvelli at- riða, sem ekki koma þvi máli við, þ.e. að öðru leyti en þvi aö tryggja þjóðum þeim, sem fiskveiðar stunda á fjarlægum miðum, rétt til að hagnýta sér auðlindir strandrikisins. Að þvi er varðar svæðastofnan- ir, þá er það ljóst, að þeim hefur ekki tekizt að tryggja nauðsyn- lega verndun fiskstofnanna. Þvi hefur verið haldið fram, að rétta svarið við þeim aðfinnslum sé að styrkja þessar stofnanir. Okkar svar við þeirri röksemd er, að þegar búið er að ákveða hið rétta hlutverk slikra stofnana, þá mundum við vera fylgjandi þvi, að völd þeirra yrðu aukin að miklum mun. Hið rétta hlutverk þessara stofnana er að fást við verndarsjónarmið og ráðstafanir og auðvitað hafa einnig hlutverki að gegna bæði varðandi verndar ráðstafanir og hagnýtingu fisk- stofna, að þvi er varðar svæðið utan lögsögu hinna einstöku rikja. Að sjálfsögðu á þessa við fisk- stofna, sem fara um úthöfin. Að þvi er varðar staðbundna stofna, er það ekki hiö rétta hlutverk svæðastofnana að fást við úthlut- un varðandi hagnýt. þeirra. 1 þessu sambandi ber að leggja áherzlu á það, að i þeim alþjóða- samningum, sem svæðastofnanir þessar eru byggðar á, svo sem t.d. ofveiðinefndirnar fyrir Norð- austur-Atlantshafið og Norðvest- ur-Atlantshafið, er sérstaklega tekið fram, að ekkert ákvæði þeirra skuli hafa áhrif á rétt eða kröfur strandrikjanna, að þvi er varðar viðáttu fiskveiðilögsög- unnar. Með öðrum orðum má segja, að hlutverk þeirra, a.m.k. að þvi er varöar hagnýtingu fisk- stofnanna, sé takmarkað við svæðið utan fiskveiðimarkanna sjálfra. Það er rétt að upp á sið- kastið hafa þjóðir þær, sem fisk- veiðar stunda á fjarlægum mið- um, sýnt vilja og tilhneigingu til að falla frá kröfum sinum um að svæðastofnanir þessar gangi ein- ungis frá reglum, sem gildi jafnt fyrir alla, og hafa nú tekið að tala um úthlutunarkerfi, þar sem há- marksaflinn dugar ekki til að full- nægja kröfum allra þjóða, og jafnvel að strandrikin skuli þar hafa nokkurn forgangsrétt i slikri úthlutun. En i þvi sambandi verð- ur fyrst og fremst að leggja áherzlu á það, að þessi stefnu- breyting hefur orðið vegna kröfu strandrikjanna og að á hana hefði verið fallizt að minnsta kosti að nokkru leyti með hálfum hug af þeim þjóðum, sem fiskveiðar stunda á fjarlægum miðum. Og ekki má heldur gleyma þvi, að innan sumra þessara svæða stofnana, eins og t.d. Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndinni, mundi hlutur Islands samkvæmt þessu kerfi verða i eðli sinu ákveð inn af öðrum aðildarrikjum nefndarinnar, sem öll hafa áhuga á að stunda fiskveiðar á Islands- svæðinu, og mundi þá tsland hafa þar eitt atkvæði gegn öllum hin- um. Það gefur auga leið, að slikt kerfi er algjörlega óraunhæft að þvi er varðar staðbundna stofna við strendurnar, svo sem við höf- um áður vakið athygli á i þessari nefnd. Ég kem nú að þvi, sem ég vil kalla hið nýja kerfi. Af öllum þeim ástæðum, sem ég hef nefnt, er nú uppi sivaxandi óá'nægja og óþolinmæði gagnvart hinu gamla úrelta kerfi. 1 tillögum, sem lagð- ar hafa verið fyrir þessa nefnd, kemur i ljós, að menn gera sér i vaxandi mæli grein fyrir þessari staðreynd. 1 tillögum Sovétrikjanna er lagt til, að þróunarriki geti áskilið sér þann hluta af staðbundnum fisk- stofnum, sem þau geti hagnýtt sér. Þessi tillaga sýnir talsverða framför frá fyrri hugmyndum, en að okkar áliti er ekki nægilegt að ætla þennan rétt þróunarrikjum, enda þótt þau séu sannarlega á meðal þeirra rikja, sem þörf hafa fyrir slik réttindi. Jafn veigamikil sjónarmið eiga við þær þjóðir, sem að verulegu leyti byggja af- komu sina á fiskveiðum undan ströndum sinum. En hvað sem þvi liður er kerfið, sem Sovétrikin mæla með, háð ákvörðun þriðja aðila. Og að þvi er tólf milna regl- una varðar ætla ég ekki að endur taka það, sem ég þegar hef sagt. Tillögur sendinefnda Kanada og Bandarikjanna ganga talsvert lengra i átt til sanngj. úrlausnar. 1 þeim er það höfuðforsenda, að strandrikin geti haft yfirstjórn og forgangsrétt, sem i sumum til- fellum gæti verið einkaréttur, varðandi auðlindir undan strönd- um, að svo miklu leyti sem þau þarfnist þeirra. Þessi svokallaða tegundaaðferð mundi fela það i sér, að komið yrði á fiskveiðitak- mörkum á grundvelli þess, hversu langt hinir staðbundnu stofnar ná. Vissulega virðast vera nokkur sameiginleg atriði i teg- undaaðgerðinni og fiskveiðitak- marka-aðferðinni. Það er grund- Framhald á bls. 19 Sovézkur listamaöur sýnir ÞM-Reykiavik Sovézki 1 is ta m aðurinn Orest Vereiski heldur sýningu i Casa nova. Sýningin mun standa yfir til 27. ágúst. Þriðjungur myndanna er frá Islandi, en hinar frá Sovétrikjunum. Orest Ver eiski er fæddur árið 1915 og var faðir hans einnig listamaður. Menntun sina hlaut hann i Repin- myndlistarskólanum i Leningrad. Vereiski tók þátt i heimsstyrjöld- inni og teiknaði þá fyrir herblöð. Hann fékkst siðar við vatnslita- myndir og grafik ýmisss konar og hann hefur myndskreytt margar bækur. Hann hefur ferðazt mikið, bæði um Sovétrikin og önnur lönd og gefið út bækur um þær ferðir — og þá verið höfundur bæði texta og mynda. Hann hefur gert bók um Island og hefur hug á að gefa út aðra bók um landið sem væri þá ýtarlegri en hin fyrri. Þekktar eru myndir hans við bækur Tvardovskis, Sjolokhofs og rúss- neskar útgáfur á Hemingway. Vereiski hefur tvivegis áður gist Island. Árið 1958 fylgdi hann hingað sýningu á sovézkri grafik, og árið 1968 kom hann hingað ásamt konu sini i boði MIR. Ver- eiski hefur gert myndir við þýð- ingar á verkum Halldórs Lax- ness, t.d. Brekkukotsannál, og barnabókum Stefáns Jónssonar. Vereiski er aukameðlimur listaakademiunar i Moskvu, og er meðlimur i islenzk-sovézka vina- félaginu i Sovétrikjunum. Ver- eiski segist hafa miklar mætur á Islandi og islenzku þjóðinni og hann voni, að það komi fram i myndum sinum. Nú er hann að undirbúa sig undir mikla sýningu, sem verður i Moskvu i tilefni 50 ára afmælis Sovétrikjanna i þvi formi, sem þau eru nú. Þessi sýn- ing Vereiskis i Gasa nova mun vera fyrsta einkasýning sovézks listamanns hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.