Tíminn - 22.08.1972, Síða 9
Þriðjudagur 22. ágúst 1972
TÍMINN
9
V.... 111..M......
(Jtgefandi: FráTmsóknarflokkurínn
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas KarlssonJ;;;;;;;;:;
;;;;;;;;;;;; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns) j;i;;;;;;;:
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. • Ritstjórnarskrif-,
stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306J
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurísimi 18300. Askriftargjald:;:;:;:;;;
225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein
takið. Biaðaprent h.f.
Brezkar hótanir
Þær fregnir berast nú frá Bretlandi, að
brezkir útgerðarmenn muni stefna til íslands-
miða öllum þeim togurum, sem þeir fá við-
komið að senda hingað, þannig að um 200
brezkir togarar verði innan hinnar nýju 50
milna fiskveiðilögsögu Islands 1. september
n.k. Verða brezkir togarar þá um helmingi
fleiri hér við land, en vant er um þennan árs-
tima.
Þá er gefið i skyn af hálfu brezkra togaraeig-
enda, að sjómenn á brezkum togurum hafi
fengið einhver leynifyrirmæli um það, hvernig
þeir skuli bregðast við, ef islenzka landhelgis-
gæzlan reyni að hafa afskipti af brezkum tog-
urum innan 50 milnanna. Er látið i það skina,
að brezkir sjómenn muni beita valdi til að
koma i veg fyrir að islenzka landhelgisgæzlan
geti tekið togara að ólöglegum veiðum innan
islenzkrar fiskveiðilögsögu.
Eftir fregnum að dæma mun brezka rikis-
stjórnin ekki áforma að hafa herskip innan 50
milnanna þann 1. september, en gefið er i skyn,
að þau muni send þangað, ef islenzka land-
helgisgæzlan reyni að taka brezka togara.
Var haft eftir forystumanni"brezkra togara-
eigenda, að brezkir sjóm/Bnn myndu ekki láta
hrekja sig af ,,hefðbundnum” miðum sinum.
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði
við fréttastofu útvarpsins á sunnudag, er þess-
ar fréttir bárust, að það væri ekkert nýtt að
heyra hótanir brezkra togaraeigenda og kæmu
þær ekkert á óvart.
Enn hefur ekkert svar borizt frá brezku
rikisstjórninni við siðasta samningstilboði
islenzku stjórnarinnar. Enn er hægt að semja
og islenzka rikisstjórnin hefur alltaf haft fullan
vilja til þess að ná bráðabirgðasamkomulagi
er kæmi i veg fyrir þau átök og vinslit, sem
nýju þorskastriði fylgir.
En hvað sem bráðabirgðasamkomulagi liður
hefur islenzka rikisstjórnin margitrekaðað frá
ákvörðuninni um útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar i 50 milur 1. september verði ekki hvikað.
Reglugerðin um hina nýju skipan á íslands-
miðum kemur þá til framkvæmda.
íslenzka rikisstjórnin og Landhelgisgæzlan
munu beita ölium skynsamlegum úrræðum til
að framfylgja lögum innan islenzkrar lögsögu.
Þær aðferðir, sem beitt verður hverju sinni,
hljóta að ráðast af þeim aðstæðum, sem rikj-
andi eru á hverjum tima.
Islendingar eiga hér allt að vinna og timinn
vinnur fyrir þá i tvennum skilningi, þótt Bretar
kunni enn að bregða til þess ráðs að beita hern-
aðarlegu ofbeldi til að reyna að knýja
fslendinga til undanhalds i baráttunni fyrir
réttinum til mannsæmandi lifs á íslandi. Al-
þjóðleg þróun landhelgismála er okkur i vil. Og
þótt brezk herskip geti komið i veg fyrir töku
brezkra veiðiþjófa við kostnaðarsamt úthald
um hrið, kemur að þvi að þessir togarar verða
að leita islenzkrar hafnar, þannig að islenzkum
lögum verði yfir þá komið. Reynslan hefur
sannað að fiskveiðar undir herskipavernd eru
ekki árangursrikar. Við höfum þvi efni á þvi að
fara að með fyllstu gát, þolinmæði og þraut-
seig ju. Sigurinn verður okkar. —TK
Richard Gott:
Bændastéttin í Chile er
farin að hrista hlekkina
Landsdrottnarnir hafa misst tök sín, en alhiiða framfarir
í landbúnaði eiga langt í land
STEINLAGÐUR VEGUR
liggur eftir Chile endilöngu
allt frá landamærum um Peru
i norðri til Puerto Montt i
suðri. Meðfram honum hér og
hvar eru grindur, sem á eru
festar hvatningar til að kaupa
„afburðagóðar sokkabuxur”,
chevrolet vörubila eða
flugfarseðla til New York.
Sé farið út af aðalveginum
sunnan við Santiago er veg-
farandinn allt i einu kominn
nokkrar aldir aftur i timann
og við blasir kjörútsyni lands-
drottnanna. Það er með þvi
fegursta, sem gerist í heimi
hér, ösp og tárapill i röðum
meðfram lækjunum, en stærri
skógur umvefur neðanverðar
hliðar fjallanna. Sé bjart til
lofts má sjá snævi krýnda
tinda Andesfjalla bera við
himin i fjarska.
1 SKÓLASTOFU einni i fá-
mennu þorpi stóð yfir fundur i
einu af hinum nýstofnuðu
bændaráðum. Okkur ferða-
löngunum var umsvifalaust
boðið að koma inn og skýra frá
afkomu og kjörum bænda i
heimalöndum okkar.
Ég sagði frá þvi, að landeig-
endur hefðu hrakið enska
smábændur af jörðunum og
þeir væru að mestu úr sög-
unni. Þeir fáu, sem enn
hjörðu, væru meðal tekju-
lægstu og aðþrengdustu
verkamanna i landinu.
Chilebúar urðu myrkir á
svip. En hinn franski ferðafé-
lagi minn gat þurrkað þann
svip burt. ,,i föðurlandi minu
gerðum við byltingu og skár-
um landsdrottnana á háls”.
Allir brostu. Þetta kunnu
áheyrendur að meta, jafnvel
þó að þeir hefðu enga löngun
til að leika það eftir.
STÓRLENDUEIGANDINN i
Chile hefir sloppið tiltölulega
vel frá breytingasviptibylj-
unum, sem gengið hafa yfir
ættland hans. Hann hefir ekki
aðeins haldið lifi, heldur og
tiðast vænni spildu af fyrra
eignarflæmi. En hið gamla
stjórnmálavald hans er úr
sögunni og hann hefir misst
heljartökin, sem hann hafði á
leiguliðunum vegna stöðu
sinnar sem drottnari hins við-
áttumikla óðals og þeim
tökum nær hann aldrei aftur.
Fyrir tiu árum aðeins sat
landeigandinn öruggur ihásæti
veldis sins og enginn hafði enn
dregið rétt hans til að ráða ör-
lögum þjóna sinna i efa allt frá
þvi að Pedro de Valdiva var á
dögum. Húsbónda og þjóni var
báðum jafn ljóst, hvað hinn
mátti sin, og þá sjaldan að
hinn siðarnefndi reyndi að
gera uppreisn gat hinn fyrr-
nefndi gripið til rikisvaldsins,
sem var honum ávallt til reiðu
og óspart notað þegar á þurfti
að halda.
Hinn vinnandi maður á bú-
jörðunum lifði við örbirgö og
sjónhringur hans náöi ekki út
fyrir landareignina, en land-
eigandinn sendi börn sin til
Evrópu fyrir hluta af gróð-
anum. Samkvæmt könnun,
sem gerð var árið 1960, höfðu
yfir 10 þúsund landeigendur
6000 sterlingspund i tekjur á
ári eða meira.
ENN er það svo, eins og
Allende sagði á ráðstefnu i
Chile fyrir skömmu, að „600
þúsund börn ná aldrei fullum
andlegum þroska vegna
Stjórnmálafundur i Chile
skorts á eggjahvituefni fyrstu
átta mánuði ævinnar.
Vinnuaflið var ódýrt og laut
engu skipulagi, loftslagið var
hagstætt jarðargróða og mikl-
ar tekjur af koparnámum
gerðu rikinu kleift að kaupa
matvörur erlendis frá. Land-
eigandinn i Chile var þvi
aldrei knúinn til að reyna að
auka afurði búsins sem mest.
Bújörðin varð mörgum miklu
fremur afdrep uppi i sveit og
undankoma frá áhyggjum
borgarlifs en nauðsynleg
tekjulind.
Kúrekinn i Chile, keppni i
snörun og þjóðdansar halda
áfram að vera til sem nauð-
synleg staðfesting þeirrar
þjóðtrúar, að Chilebúar séu
harðgerð landbúnaðarþjóð.
Skýrslur allar hafa þó fyrir
löngu fært sönnur á siaukna
búsetu i borgum.
MEGINHLUTI Chilebúa býr i
borgum núorðið. Tilraunir
þær, sem gerðar eru til um-
bóta i landbúnaði, eru mikil-
væg aðstoð við frelsun kúg-
aðrar stéttar og táknrænar
sem slikar, en úr þvi verður
ekki skorið i landbúnaðarhér-
uðum Chile, hvort byltingin
lánast eða ekki.
Landeigandinn hefir orðið
að þola það á umliðnum tiu
árum að vald hans og virðing
hafa smám saman gufað upp.
Fullyrða má, að hvers konar
gagnbylting, sem kann að
verða gerð i Chile, þá réttir
hún ekki hlut hinna gömlu
landeigendastéttar. Hennar
veldissól er til viðar gengin og
sú sauðþráa andstaða gegn
breytingum sem sums staðar
verður vart, er miklu fremur
eðlileg viðbrögð eins og á
stendur en aðdragandi vopn-
aðrar baráttu hægrisinna
gegn rikisvaldinu.
RÉTT er, áður en lengra er
haldið, að leiðrétta framkom-
inn misskilning. Borgarastyr-
jöld geysar ekki I Chile, þar
eru engar skæruliðasveitir né
„rænandi Indiánaflokkar”.
Eigi að siöur er vaxandi
stéttabarátta i sveitahéruðum
landsins. Meginhluti þeirra
2000 árekstra, sem skráðir
hafa verið á bújörðum siðan
að Allende tók viö völdum
fyrir 21 mánuði, hafa orðið
vegna vinnudeilna og sýna
vaknandi stéttarvitund leigu-
liöa vegna laga, sem sett voru
um bændasamtök fyrir nokkr-
um árum.
Vogarstöng valdsins hefir
hallazt stórlendueigandanum i
óhag, en varla verður sagt, að
smábændurnir hafi beinan
hag af halla hennar.
ARANGURSRIKAR umbætur
i búnaði verða þvi aðeins gerð-
ar, að rikisvaldið liti velvilj-
uðum augum til framfaravið-
leitni bænda. Chileriki er enn
ekki nema hlutlaust i þessu
efni. Að rikisstjórninni standa
mörg öfl og hvert þeirra um
sig hefir sina bændadeild — og
er siður en svo reiðubúið til
samvinnu við bændadeildir
annarra stjórnmálaafla.
Skrifstofuvald landbúnaðar-
ins er tekið i arf frá hinni
gömlu stjórn Kristilegra
demokrata og er oft og einatt
andsnúið áformum núverandi
rikisstjórnar. Lögin eru hins
vegar sniðin með hag landeig-
andans en ekki bóndans fyrir
augum.
Allende hefir ekki sett ný
búnaðarlög. Hann brestur
meirihluta í þinginu til að
geta það, jafnvel þó að hann
vildi. Ráðgjafar hans hafa
hins vegar komizt aö raun um,
að þeir geti látið sér nægja
gömlu lögin um umbætur i
landbúnaði, sem Frei fyrrver-
andi forseti lét i arf eftir sig.
ALLENDE hefir ekki komið
með annað nýmæli i landbún-
aði en stofnun bændaráðanna.
Hið fyrsta þeirra var stofnað i
Cautin i janúar 1971 og um 200
hafa nú verið stofnuð. Þau
ættu að geta orðið nýt tæki til
að koma óskum bænda á
framfæri og stuðla að áhrifum
þeirra á stefnumótum. Hlut-
verk þeirra hefir aldrei verið
ákveðið eða skýrt afdráttar-
laust.
Stjórnmálaflokkarnir hafa
sinar eigin leiðir til áhrifa i
landbúnaðarhéruðunum og
hafa ýmist öðlazt þær fyrir til-
komu verkalýðsfélaganna eða
gegn um skrifstofuvald rikis-
ins. Þeir eru þvi af eðlilegum
ástæðum tregir til aö liða
bændum raunverulega aðild
til áhrifa með nýjum og
óreyndum samtökum. A þvi er
veruleg hætta, að hin nýju
bændaráð verði fremur til
hindrunar en framdráttar
þeim framfaravilja, sem
óneitanlega er vakin hjá
bændum.
AUÐVITAÐ ber ekki að van-
meta það, sem rikisstjórn
Alþýðueiningar Allende hefir
komið til leiðar. Gömlu lögin
hafa verið notuð til að kveða
niður landeigendavaldiö að
heita má. Búið er að taka
eignarnámi nálega allar jarð-
ir, sem eru 170 ekrur að stærð
eða meira. Nýjar aöferöir I
skipulagi i sveitahéruðunum
draga að nokkru úr hættunni á
stéttaandúö, en hún var veru-
leg samkvæmt umbótum
Freis fyrrverandi forseta.
Þessar breytingar koma
ekki i bráð fram i aukinni
framleiðslu til sölu. Eignar-
námið hefir óhjákvæmilega
valdið truflunum i sáningu og
bankalánin.sem færð voru af
landeigendunum yfir á smá-
bændurna, virðast varla veröa
innheimtanleg.
Framhald á bls. 13