Tíminn - 22.08.1972, Síða 10
10
Possi |>rjú tré standa vift Mýrargötu þótt særokið herist þangað og
drepi allan trjágróður.
Þessi silfurreynir hcfur veriö settur of nærri húsi við Stýrimannastig,
en skemmtileg er að sjá hvernig hann hjúfrar sig upp með bustinni.
TÍMINN
Þriðjudagur 22, ágúst 1972
Þriðjudagur 22. ágúst 1972
TÍMINN
11
Mikil breyting hefur orðið á
trjágróðri i Reykjavik á siðasta
mannsaldri. Tré áttu löngum erf-
itt uppdráttar i höfuðborginni,
nema i góðu skjóli, sem ekki var á
mörgum stöðum. Það var helzt i
einkagörðum, að falleg tré sáust,
en i almenningsgörðum gekk
trjáræktin miður. Margir muna
eftir þvi hvernig birkigerðið i
Illjómskálagarðinum meðfram
Sóleyjargötunni barðist fyrir lif-
inu um mörg ár, enda liggur
gjarnan kaldur loftstraumur eftir
garðinum milli hafnarinnar og
Skerjafjarðar. Nú er þarna hins-
vegar fegursta limgerði, og er
það fyrst og fremst þvi að
þakka, aö mönnum hefur lærzt að
planta birkinu nógu þétt, en það
er einmitt sú trjátegund, sem þol-
ir vind allra trjáa bezt. Þá hefur
jarðvegurinn i garðinum verið
bættur, en þar voru gamlir ösku-
haugar og mýri, sem nú hefur
veriö ræst fram.
Sömu sögu er að segja viðar úr
borginni en Hljómskálagarðinum
og kemur það helzt til, að fólk
kann nú betur en áður að gróður-
setja tré og fara meö þau, og svo
það, að veðrátta hefur verið
hlýrri eftir 1920 heldur en fyrir
þann tima, einnig hafa ræktunar-
skilyrði batnað i borginni eftir þvi
sem hún hefur stækkað og skjól
aukizt.
Algengustu trjátegundir i
Reykjavik eru birki, reynir og
viðir, og siðan álmur og hlynur.
Birki og viðir þrífast einna bezt,
enda harðgerðust. Sum hverfi
gorgarinnar eru nú orðin einn
samfelldur skógur, og eru það
sannarlega upskipti frá þvi sem
var fyrir nokkrum áratugum.
Fyrir skömmu brugðu blaðamað-
ur og ljósmyndari Timans sér i
ferð um borgina að skoða gamlan
og nýjan trjágróður og fengu
Ingólf Daviðsson grasafræðing
sér til leiðsagnar. Bregðum við
hérupp nokkrum svipmyndum úr
þeirri för.
Þegar við komum frá þvi að
sækja Ingólf Daviðsson á vinnu-
stað hans, rannsóknastofnun
landbúnaðarins i Keldnaholti, og
ókum í átt að miðbænum, lá leiðin
um Miklubraut. Þar getur að lita
limgerði, sem eiga auðveldara
uppdráttar en gerðið i Hljóm-
skálagaröinum á sinum tima,
enda garðræktarmenn okkar
reynslunni rikari. Mest ber á
birki. F'alleg sitkagrenitré eru
innan um, en þó er sá hængur á,
að þau vilja missa toppinn ef
vindasamt er á þeim á sumrin
meðan hann er að vaxa. Það
glampar á silfruð blöð gljáviðis-
ins, og við Krambratún, sem nú
heitir Miklatún, vex alaskaviðir
og rauðblaðarós.
Laufásvegur er einna trjáfeg-
urst gata i Reykjavik. Þar eru i
görðum reyniviður, birki, sitka-
greni, lerki, hlynur, sirena og
sjálfsagt margar fleiri trjáteg-
undir. Viö Laufásveg 5 eru ein-
hver elztu tré i borginni. Þau
gróðursetti Þorvaldur Thor-
oddsen við hús sitt árið 1886.
Þetta eru tvö tré, álmur og hlyn-
ur. Almurinn er nú hátt i 9 m á
hæð.
Humall vefur sig upp eftir hús-
veggnum hægra megin við þessi
gömlu tré. Álmur og hlynur geta
orðið 200-300 ára gömul, hins veg-
ar verður reynir yfirleitt ekki
meira en 100 ára.
í garði við húsið að Laufásvegi
43 vex áskur. Þetta tré ræktaði
Vigfús Guðmundsson frá Engey.
Hann sagðist ætla að sanna
Hákoni Bjarnasyni að askur þrif-
ist hér, en skógræktarstjórinn
taldi svo ekki vera. Höfðu báðir
gaman af siðar, þegar askurinn
var kominn vel á legg.
Það eru fleiri sögulegir garðar
við Laufásveg. Neðan hans, út við
Hringbraut, stendur gamla
Gróðrarstöðin, sem Einar Helga-
son garðyrkjustjóri stofnaði 1899.
Fáein gömul tré standa enn i
stöðinni, sem nú er almennings-
garður. Þar á meðal er álmur,
eitt af elztu trjánum, sem Einar
gróðursetti. Tvö reynitré standa
þar og mega muna fifil sinn fegri,
— eiga liklega litið annað eftir en
að verða exinni að bráð.
Einar Helgason gerði miklar
ræktunartilraunir og hélt garð-
yrkjunámskeið. Hann hafði mikil
áhrif á islenzka garðyrkju.
Við yfirgefum Laufásveginn og
höldum niður i miðbæ. Einhver
elzti skrúðgarður i Reykjavik,
sem enn sér merki, er Land-
fógetagarðurinn bak við Hress-
ingarskálann i Austurstræti,
gerður af Árna Thorsteinssyni
landfógeta á árunum 1862-1865.
Þarna var útikaffihús fyrir um 20
árum, og er eftirsjá að þvi i þess-
um sögulega garði.
Georg Schierbeck landlæknir
breytti Gamla kirkjugarðinum
við Aðalstræti i skrúð- og mat-
jurtagarð, Bæjarfógetagarð —
inn, 1884 og gerði þar mestu garð-
yrkjutilraunir á landinu fyrir
aldamót. Áður hafði garðurinn
verið grasflöt, og búið var að
leggja hann niður sem legstað.
Schierbeck lét einnig reisa
plankagirðingu um garðinn. 1
þessum garði Schierbecks land-
læknis stendur enn langstærsti
gljáviðir i Reykjavik og tvö mikil
silfurreynitré frá hans tima. Nú
er verið að laga til i garðinum, en
hann hefur oft verið hætt kominn,
nú siðast vegna ásóknar bifreiða-
eigenda, sem hafa ekki hlift
gróðrinum i leit sinni að bilastæð-
um. Þá hafa verið höggvin skörð i
garðinn undir nýbyggingar. Von-
andi fá siðustu leifar garðsins að
prýða miðbæinn um ókomna
tima.
A næstu grösum er garður við
Alþingishúsið, verk Tryggva
Gunnarssonar, gerður á árunum
1893-1895. Þar uxu lengi þingviði-
tré, en fórust i páskahretinu 1963.
Garðurinn er þó enn sem fyrr
hinn fegursti, hvort sem er að
sumri eða t.d. i snjó að vetri.
Við Túngötu 6 stendur einn
stærsti álmur i Reykjavik og eitt
með elztu trjám borgarinnar,
sennilega nær 80ára gamalt. Það
er mikið af fallegum trjám og
gömlum húsum i gamla Vestur-
bænum, og við Mýrargötuna
tekumst við á einn af útvörðum
trjágróðurs i borginni. Þrjú tré,
álmur, reyniviður og silfurreynir,
hjúfra sig þar upp að húsinu nr.
16. Þessi tré eru ekki sérstök hvað
fegurðsnertir, reynirinn er meira
að segja orðinn skemmdur af átu.
En þau eru merkileg fyrir það, að
stæði þetta gamla timburhús ekki
og veitti þeim skjól, væri særokið
löngu búiö aö steindrepa þau.
Helztu trjágarðar i Reykjavik,
sem enn er ógetið, eru Fossvogs-
kirkjugarður stofnaður 1932;
Hallargarðurinn við Templara-
höllina; garður Eiriks Hjartar-
sonar rafvirkja i Laugardalnum
frá 1937, þar sem einnig er grasa-
garður Reykjavikur, opnaður ár-
ið 1961; og Skógræktarstöðin i
Fossvogi stofnsett 1933.
Loks komum við i Sólvalla-
kirkjugarðinn eða Gamla kirkju-
garðinn við Suðurgötu, eins og
hann er nú einnig nefndur. Hann
er einn stærsti trjágarður höfuð-
borgarinnar, og eru flest trén þar
gróðursett á timabilinu frá 1918
og fram á 6. áratug aldarinnar.
Misstórir og mislitir legsteinar
fara vel innan um trjá- og runna-
gróðurinn. Fjöldi skrautjurta vex
einnig f garðinum, og er óviða
jafnfjölbreyttur gróður i Reykja-
vik og i Gamla kirkjugarðinum
við Suðurgötu.
Það var einkennileg tilviljun,
að við höfum skamma stund
gengið um kirkjugarðinn í leit að
skemmtilegu myndaefni i
greinarkorn þetta, er við komum
að leiði A. F. Kofoed Hansen,
fyrsta skógræktarstjóra á Is-
landi, sem hvilir þarna und-
ir- furugreinum.
SJ
Langstærsti gljávfðir í borginni stendur við Aðalstræti.
Þessi tvö tré, álm og hlyn, gróðursetti Þorvaldur Thoroddsen við Laufásveg árið 1886
Sum hverfi borgarinnar eru nú samfelldur skógur. Þessi grenitré eru við Laufásvcg,
Almur viö Gróörarstööina.Einar Helgason gróöursetti.