Tíminn - 22.08.1972, Qupperneq 14

Tíminn - 22.08.1972, Qupperneq 14
11 TÍMINN Þriöjudagur 22. ágúst 1972 handanna og strauk ósjálfrátt köldum fingrunum yfir gyllt hjörtu og fljúgandi fugla meðan ég leitaði að hæfilegum ávarpsorðum. bað ber oft við, að ómerkileg atvik, sem gerast á þrautastundum, festast i minni manns og gleymast aldrei. Skugga af sölnuðu laufi, sem fellur af tré í garðinum, ber á gluggatjöldin i sjúkrastofunni, og lögun þess og fall verður manni minnisstætt til æviloka. Hönd kreppist ur1 skeiðarskaft i orðvana örvæntingu — flúrið á þvi fer aldrei úr minni. Helsærð telpa ber litinn klút að munni sér til þess að dylja, hve varirnar titra — knipplingarnir á klútfaldinum standa henni alla tið siðan fyrir hugskotssjónum. Likt fór mér i þetta skipti. Ég skoðaði kistilinn i leiðslu. Lengur en ég man höfuð-atburði þessa dags, mun ég minnast hverrar linu, sem dregin hafði verið á hann. Skrautið var iburðarmikið og af eigi minni natni gert en helgimyndir i kaþólskri messusöngbók frá miðöldum, og þó var á þvi æskublær. Á miðju lokinu voru tvö hjörtu, sem tengd voru saman með logagylltri nál og ofurlitlum þráðarspotta. Fuglar með þanda vængi og fiðrildi á svifi prýddu hornin, og á hliðum og göflum kistilsins voru blómfestar og sveigar. Neðan á lokið voru grafin fáein orð, sem ég skildi ekki, og letrið ör- smátt. Þessi kistill bjó enn yfir töfrum þeirrar ástar, sem hlýtur að hafa funað i barmi þess, sem smiðaði hann og prýddi. Saga horfinna kynslóða bjó i fingraförunum og skellunum,sem á honum voru. Loks leit ég upp, en hafði þó enn hendur á kistlinum. „Jæja”, sagði ég hikandi. ,,Ég er komin”. Augun, sem ég mætti hinum megin við borðið, voru hvöss, en þó voru þau hlýlegri heldur en ég hafði nokkurn tima séð þ_u áður. Mer til undrunar sá ég, að Vance læknir hlakkaði ekki yfir unnum sigri. „Þér þykir kistillinn minn fallegur”, sagði hann, eins og það væri næsta sjálfsagður atburður, aðég sæti þarna i stofu hans. „Þetta er eini gripurinn sem ég erfði eftir foreldra mina, en mér þykir lika vænt um hann”. „Hann hlýtur að vera ævagamall”. — Mérdattekki annað svar i hug. „Ég býst við þvi. Móðir min sagðist hafa erft hann eftir foreldra sina. í þessum kistli hafði hún þá fáu skartgripi, sem hún átti, þegar hún fór til Vesturheims. Stundum leyfði hún mér og systur minni að leika okk- ur að kistlinum, ef við lofuðum þvi hátiðlega að fara vel með hann. Ég man, að móðir mén hélt alltaf á honum eins og þér gerið núna. Ég starði oft undrandi á hana og velti vöngum yfir þvi hvers vegna hún handlék hann svona og hvers vegna hún horfði svona einkennilega á hann. Eftir að ég komst til þroska vissi ég, að hún gerði það af þvi að hann minnti hana á þá tima, er hún var ung stúlka — fallegasta stúlkan i þorpinu — áður en áhyggjur og strit bugaði hana, áður en faðir minn varð atvinnulaus og við börnin veiktumst og þörfnuðumst ótal hluta, sem hún gat ekki veitt okkur”. „„Hvað er letrað þarna? Það gæti verið einhver málsháttur eða heil- ræði”. „Það er litháska, sem ég skil ekki”, svaraði hann. „En móðir min sagði mer einu sinni, hvað það þýddi — þarna á að geyma nálar og þráð. Hún sagði, að það væri málsháttur: Astin er eins og nálarauga”. „Það er skritinn málsháttur”. „Já. Hún skýrði hann lika fyrir mér. Nálaraugað er litið, sagði hún, en án þess getum við ekki saumað okkur fat til þess að halda á okkur hita i vetrarkuldunum. Astin er hinn andlegi ylgjafi”. „Þetta er fallega mælt”. Ósjálfrátt strauk ég fingrunum yfir orðin, sem hvorugt okkar skildi. Mér fannst eins og löng fylking framandi kvenna talaði til min utan ur fjarlægð rúms og tima á máli, sem er eins i öllum löndum. „Þér haldið, að þessi málshattur sé sannur”. „Auðvitað. Hvað imyndið þér yður”? „Ég hef ekki enn öðlazt aðstöðu til þess að sannreyna það” „Það er ekki hægt að byrja á þvi að sannreyna alla hluti”. Mig furðaði á sjálfri mer að segja þetta við mann, sem ég þekkti sáralitið — mann, sem ávallt hafði hrellt mig frá þvi, að ég sá hann fyrst. „Sumt verður að dæma um eftir beztu getu og sannreyna siðan”. Hann brosti snöggt og innilega. ,.Og þér eruð stúlkan, sem heimtaði tryggingu fyrir þvi, að ég gæti læknað yður”, sagði hann. „Já”, svaraði eg, „það er ekki ævinlega létt að trúa og vona”. Mér gramdist það öðrum þræði, að ég skyldi vera svona opinská um leyndar tilfinningar minar. Mér tókst ekki að halda mér innan þess ramma, sem kaldrifjuð nauðsyn markaði, eins og ég hafði þó einsett mér upphaflega. Hann hlýtur að hafa fundið, hve breytt framkoma min var orðin. Aður en mér ynnist timi til að segja meira laut hann yfir borðið og sagði með ákafa: „Ég krefst þess ekki, að þér trúið þvi, að ég geti hjálpað yður, heldur aðeins að ég vilji gera það”. „Geri það”. Meira gat ég ekki sagt. „Hvenær eigum við að byrja”? Hann svaraði engu, heldur stóð á fætuur og gekk út úr stofunni. Ég beið, eins og ég hafði svo oft áður gert i öðrum iburðarmeiri og glæsi- legri salarkynnum lækna. Flestir þátttakemlur i frjálsri glimu voru atvinnuinenn. i þessari grein var allt leyfilegt — mcnn gátu slegið, spark- að, klórað og hitiö og molbrotið limi manna. A Olympiuleikum var þó bannað að stinga út augu andstæöings- ins! Crslitabaráttan var á milli manna frá Makedóniu og Þessaliu, og endaði þvi miður með þvi, að fimmfaldur Olympiumeistari i greininni, Arrichion, varö að lúta i lægra haid fyrir Makedóniumanninum. Deginum lauk siðan með hcrmannahlaupi i fullum búningi, og gátu allir tekið þátt i þvi. HVELL D R E K I I MíSilBÍiE ÞRIÐJUDAGUR 22. áqúst. 7.00 Morgunútvarp Veðurfr. kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikf. kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri ” (6). 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G.VVodehouse 15.00 Fréttir Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: Kakhmaninoff sem flytj- andi og tónskáld. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 „Sagan af Sótrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur.Þór- unn Magnúsdóttir leikkona les (12). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 íslen/.kt umhverfi. Hug- leiðingar um kosti þess að búa i islenzku umhverfi. Vilhjálmur Lúðviksson efnaverkfræðingur talar. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 íþróttir Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Vettvangur. 1 þættinum verður fjallað um ungt fólk og kristna trú i nútima þjóð- félagi. Umsjónarmaður: Sigmar B. Hauksson. 21.45 Frá tónskáldakeppni finnska útvarpsins a. „Fot mot jord” eftir Eero Sipila Kammerkór finnska út- varpsins flytur. b. „Chaconne” eftir Einar Englund. Höfundurinn leik- ur á pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Maðurinn, sem breytti unt andlit” eftir Marcel Aymé. Karl ísfeld islenzk- aði. Kristinn Reyr les. (12) 22.35 Harmonikulög . Egil Hauge leikur. 22.50 A hljóðbergi. Röddin á rúðunni „The Words upon the Window-pane”, einþátt- ungur eftir irska skáldið William Butler Yeats, ílutt- ur af leikurum Abbey leik- hússins i Dýflinni. Með aðalhlutverkin fara Sioban McKenna og Patrick Magee. 23:30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IBiilll Þriöjudagur 22. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan. 17. þáttur. Er ferðin nauösyn- leg?Þýðandi Jón O Edwald. Efni 16. þáttar: Philip Ash- ton er á vigstöðvunum i Norður-Afriku. Hann verður viðskila við herdeild sina og lendir i eins konar fanga- búðum. Hann kemst siðan aftur i eldlinuna og fær þar að sjá með eigin augum, hversu villimannlegt striðið er i raun og veru. Dg loks verður hann vitni að þvi, er vinur hans er myrtur af striðsfanga. 21.25 Ólik sjónarmið • Um- ræðuþáttur um áfengismál. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 íþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 22.55 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.