Tíminn - 22.08.1972, Page 16
16
TÍMINN
Þriöjudagur 22. ágúst 1972
Enska knattspyrnan:
ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA
MEISTARI A ENGLANDI
- Derby tapaði fyrir Chelsea á heimavelli
Arsenal hefur tekið forustuna í 1. deild
Þaö var mikill glæsibragur yfir
leik l.undúnaliöanna i 1. deild á
laugardag. Þrjú þeirra sigruöu,
eitt geröi jafntefli, en svo var eitt
ekki cins heppiö — Tottenham
mátti þola tap gegn Úlfunum.
Arsenal átti ekki I erfiöleikum
mgm
llér sést „Pop” Kobson (no. 11)
fagna marki sinu gegn Leic-
hester. Billy Bonds fagnar meö
honum.
gegn Stoke á Highbury, þar skor-
aöi hinn sterki leikmaöur Kay-
mond Kennedy, bæöi mörk liösins
og er „The Gunners” nú búiö að
taka forustuna i deildinni. Austur-
Lundúnaliöiö West Ham var afar
skemmtilcgt fyrir áhorfend-
ur. Wcst ilam átti i byrjunar-
crfiöleikum mcö Leichestcr, sem
skoraöi fyrsta ntark leiksink — cn
þaö var hin fræga kempa Bobby
Moore, sem kom heimamönnum
á bragðið, með þvi að jafna. En
þaö dugöi skammt, þvi aö Lcn
Glover tókst að ná forustu fyrir
Leichester 1:2. En þá féll
sprengjan, West Ham náði stór -
góöum lcik og þegar leikmenn
liösins ná aö sýna stórgóöa leiki,
stenzt ckkert liö þeim snúning.
Nigcriumaöurinn Cocer, jafnaöi
2:2 og eftir það var algjör ein
stefna — Bryan Kobson, Tyelr og
Tommy Tayior, bættu mörkum
viö fyrir heimaliöiö.
Liðin úr Suður-Lundúnum
Chelsea og Crystal Palace, náðu
góðum árangri. Chelsea sigraði i
Derby, i hörku leik og mjög opn-
um. Það var hinn ungi Garland,
sem skoraði fyrsta mark leiksins
i fyrri hálfleik og var staðan 0:1
fyrir Chelsea i hálfleik. I siðari
hálfleik skoraði Kevin Hektor,
jöfnunarmarkið fyrir heima-
menn, en það dugði skammt, þvi
að Garland skoraði sitt annað
mark i leiknum, rétt fyrir leikslok
og þar með voru meistararnir
fallnir. Það er erfitt að vera
meistarar þvi að allir vilja sigra
þá, og á þvi fá leikmenn Derby nú
að kenna, liðinu hefur ekki enn
tekizt að sigra leik. Liverpool fór
enga frægðarferð til Lundúna á
laugardaginn, liðið fékk á sig sitt
fyrsta mark i deildinni á heima-
velli Crystal P. Selhurst Park.
Markið skoraði Tony Taylor og
leit lengi vel út fyrir að markiö
mundi duga heimamönnum til
sigurs, en i siðari hálfleik tókst
Emlyn Hughes að jafna fyrir
Liverpool, sem var frekar heppið
i leiknum. Það munaði ekki miklu
að drottningin hjá Crystal, Cerry
Queen, tækist að skora sigur-
markið fyrir heimamenn, rétt
fyrir leikslok. Þá komst hann einn
inn fyrir vörn Liverpool en honum
brást bogalistin og skot hans frá
markteig sleikti slá Liverpool-
marksins. Fimmta liðinu frá
Lundúnum — Tottenham
Hotspurs — gekk ekki eins vel og
liðinu frá höfuðborginni. Spurs
heimsótti Wolverhampton og léku
þar á heimavelli úlfanna,
Molineux. Heimamenn sigruðu
leikinn 3:2 og með þvi var Spurs
búið að tapa sinum fyrsta leik i
deildinni. Mörk Úlfanna skoruðu:
Richards tvö og Ken Hibbitt eitt.
Fyrir Spurs skoruðu Martin
Peters og Pratt. Peters virðist
vera óstöðvandi, hann skorar
mark i hverjum leik. Everton átti
ekki i erfiðleikum á heimavelli
gegn „gömlu snillingunum” frá
Manchester, og unnu öruggan
sigur 2:0. Mörkin skoruðu Collery
og Joe Royle úr viti. Hitt
Manchesterliðið sýndi snilldar-
leik gegn nýliðunum i deildinni,
Norwich. Það var markakóngur-
inn frá siðastliðnu keppnistima-
bili, Francis Lee, sem skoraði
fyrsta mark Man. City á keppnis-
timabilinu og hann bætti öðru
marki við siðar i leiknum. Þriðja
mark liðsins skoraði annar ensk-
ur landsliðsmaður, Colin Bell.
Bikarmeistararnir Leeds áttu i
miklum erfiðleikum með W.B.A.
á heimavelli sinum Elland Road.
Leikmennirnir Allan Clarke og
Johnny Giles, skoruðu tvö mörk
fyrir Leeds, sem nægði til sigur*
og virðist liðið heldur betur vara
komið á skrið, eftir slæma byrj-
un. /
Úrslitin á getrauna*eðlinum
urðu annars þessi:
Arsenal-Stoke 2:0
Coventry-^outhampton 1:1
Crystal PT-Liverp. 1:1
Derby^íbelsea 1:2
Everton-Man.Utd. 2:0
Ipswich-Birmingham 2:0
Leeds-W.B.A. 2:0
Man.City-Norwich 3:0
Sheff.Utd.-Newcastle 1:2
West Ham-Leichester 5:2
Wolves-Tottenh. 3:2
Úrslitin i 2. deild urðu þessi:
Aston Villa-Huddesf. 2:0
Blackpool-Brighton 6:2
Bristol C.-Millwall 2:2
Carlise-Swindon 3:0
Fulham-Burnley 1:1
Hull-Notts.F 0:0
Luton-Preston N.E. 1:0
Oxford-Middlesb. 4:0
Portmouth-Cardiff 3:1
Q.P.R-Sheff.W. 4:2
Sunderland-Orient 1:0
Aston Villa heldur sinu striki og
er nú efst i 2. deild. Nú i vikunni
verður leikin heil umf. i 1. deild,
mætast þá meðal annars Chelsea-
Liverpool, Derby-Man.City og
Man.Utd fær að spreyta sig á
Leichester, en um næstu helgi
mætir Man.Utd. Arsenal. Við
munum segja nánar frá leikjun-
um, sem verða leiknir i vikunni
siðar hér i blaðinu. SOS.
Ray Kennedy, hinn snjalli og marksækni miöherji Arsenal, skoraði
bæði mörk liðsins gegn Stoke.
Chris Garland, skoraði bæði mörk Chclsea gegn Derby. Hann skoraði
einnig tvö mörk i leik gegn Leeds.
Erlendur Valdimarsson, setti nýtt Isl. met i kringlukasti, hann kastaði
kringlunni 60.82. m.
ERLENDUR KAST-
AÐI 60,82 M!
ÖE—Reykjavik.
Erlendur Valdimarsson, 1R
setti nýtt Islandsmet i kringlu-
kasti á kastmóti ÍR á Melavellin-
um á laugardaginn, hann kastaði
60,82 m. Gamla metið, 60,06 m,
var sett 1970.
Fyrsta kast Erlendar i keppn-
inni var ógilt, en siðan kastaði
hann 60,40 m. Þriðja tilraun
mældist 60,82. Tvö næstu köst
voru ógild og loks sleppti hann
sjöttu tilraun. Annar i keppninni
var Hreinn Halldórsson, HSS,
sem kastaði 49,32 m. og þriðji Jón
Þ. Ólafsson, IR, 42,98 m.
Þessi árangur Erlendar er á
heimsmælikvarða, en til þess að
komast i úrslitakeppnina i
Munchen þarf að kasta 59 metra.
Guðm. Hermannsson
keppir í Köln
Guðmundur Hermannsson
tekur þátt i alþjóðlegu
frjálsiþróttamóti i Köln dag-
ana 13. og 14. september nk.
Þetta mót hefur þá sérstöðu,
að þar keppa aðeins þeir, sem
náð hafa 40 ára aldri eða
meira.
Guðmundur tekur þátt i
kúluvarpi og kringlukasti.
Bezti árangur Guðmundar i
sumar er 17,62 m, og okkur er
aðeins kunnugt um einn kast-
ara, sem náð hefur nákvæm-
lega sama afreki og er orðinn
40 ára. Það er Frakkinn
Colnard.