Tíminn - 22.08.1972, Síða 19

Tíminn - 22.08.1972, Síða 19
Þriöjudagur 22. ágúst 1972 TÍMINN 19 Framhald af bls. 8. vallaratriði i báðum aðferðunum, að tryggja beri réttmætar kröfur strandrikjanna til að hafa á hendi lögsögu yfir staðbundnum fisk- stofnum. 1 báðum tilvikum yrði að ákveða mörk, enda þótt þau gætu verið mismunandi á hinum ýmsu svæðum vegna mismun- andi aðstæðna. Engu að siður mundu sum grundvallaratriði i tillögum Kanada og Bandarikj- anna vera háð ákvörðun þriðja aðila. Samkvæmt tillögum Bandarikjanna mundi þetta t.d. ná til mats á leyfilegum há- marksafla, mats á þvi hve mikinn hluta leyfilegs afla strandrikið gæti hagnýtt sér, vafaatriða um tilhögun fiskveiða I sam bandi við mismunandi fisk stofna o.s.frv. Samkvæmt til lögum Kanada virðast færri at riði vera háð ákvörðun þriðja að- ila, en samt sem áður er þar gert ráð fyrir, að nokkur bvðingar- mikil atriði séu háð sliku skilyrði. M.a. af þessum ástæðum ganga tillögur Kanada og Banda- rikjanna, eins og þær nú eru, ekki nógu langt til þess að islenzka sendinefndin geti stutt þær. Enda þótt við séum sammála þeirri grundvallarforsendu, að stað- bundnir fiskstofnar séu hluti af auðlindum strandrikisins, svo sem okkur sýnist að tillögur Bandarikjanna og Kanada feli i sér, er okkar skoðun sú, að bein ákvörðun fiskveiðitakmarka sé miklu raunhæfari og hagkvæmari leið til að leysa þetta mál. Fiskveiðitakmörkin eru byggð á þvi meginatriði, að strandmiðin séu hluti af auðlindum strand- rikisins á sama hátt og auðlindir sjávarbotnsins innan sann- gjarnra takmarka frá ströndum á grundvelli landfræðilegra og efnahagslegra sjónarmiða. Teg- undaaðferðina veröur að styrkja frekar til þess að þessi megin- stefna fái fullkomlega notið sin. Sendinefnd tslands er sammála Bandarikjunum og Kanada um að „anadromous” tegundir (t.d. lax) séu sérstakur þáttur i auðlindum strandrikisins, þar sem tegundir ins, og hverfa þangað aftur til hrygningar. Standrikið verður að gera sérstakar ráðstafanir til að halda án sinum i góðu horfi til þess að koma i veg fyrir, aö þýðingarmiklir stofnar af þessu tagi hverfi. Mörg strandriki eyða miklum fjárhæðum og vaxandi fjárhæðum til að rækja þessar tegundir. Þegar stofnar þessir hafa komið aftur til ánna þar sem þeir áttu uppruna sinn, hafa þeir náð hámarksþyngd. Þar sem strandrikið hefur i raun og veru eitt ábyrgð á viðhaldi þessara stofna og verður að leggja mikið fé af mörkum i þvi skyni, telur is- lenzka sendinefndin, að strand- rikið ætti, að hafa einkarétt til að hagnýta stofna þessa. Þetta sjón- armið hefur i rauninni þegar náð miklum stuðningi i alþjóða- samningum, sem gera ráð fyrir algjörn banni við veiðum á þessum tegundum á viðtækum svæðum utan lögsögu hinna einstöku þjóða. Niðurstaða sendinefndar Islands er, að okkur virðist fullkomlega ljóst, að mikill meiri hluti þjóða telur nú að grund- vallarforsenda fyrir sanngjörnu kerfi mundi vera að álita fiski- mið strandrikisins vera hluta af auðæfum þess með hliðsjón af öllum aðstæðum á staðnum, sem máli skipta — landfræðilegum, — jarðfræðilegum, — liffræðilegum, — efnahagslegum, o.s.frv. — og að strandrikinu beri réttur til að ákveða fiskveiðitakmörk á þessum grundvelli. Að þvi er tsland varðar mundu slik sjónar- mið greinilega eiga við land- grunnssvæðið sem réttan grund- völl fyrir fiskveiðitakmörkum tslands. Þetta er einnig i samræmi við löggjöf margra annarra rikja og tillögur frá enn meiri fjölda rikja. Þessi sjónar- mið koma greinilega fram i tillögum Suður-Amerikurikja samkvæmt yfirlýsingunum frá Montevideo, Lima og Santo Domingo, svo og i starfi lögfræði- nefndar Afriku- og Asiuríkja á fundi þeirra i Lagos i janúar 1972 og niðurstöðum skýrslu Afriku- rikjanna um hafréttarmálefni frá fundinum i Yaoundé i júni 1972. Riki færa nú út fiskveiðitakmörk sin i vaxandi mæli, og eru þar siðustu dæmin Nigeria, Senegal, Strandmiðin Oman og tsland. Eins og er hafa margar aðrar þjóðir svipaðar aðgerðir i undirbúningi, og það er ekki ósanngjarnt að vænta þess, að margar slikar aðgerðir muni eiga sér stað á næstunni. Ef litið er á ástandið eins og það er nú, þá kemur i ljós, að stuðningur fyrir fiskveiðitakmarkaleiðinni hjá löndum, sem þegar hafa gefið út reglur á þessu sviði, eða hafa þær. i undirbún. eða mundu styðja slik sjónarmið á Hafréttarráð- stefnunni, er vissulega yfir- gnæfandi. Sendinefnd Kenýa hefur dreift hér uppkasti að reglum um efna- hagslögsögu (skjal A/AC. 138/SCII/L 10). Það leiðir af þvi, sem ég hef þegar sagt varðandi skoðanir islenzku sendinefndar- innar, að við styðjum tillögu Kenýa, sem er byggð á sömu meginreglum sem Island byggði sin landgrunnslög frá 1948 á, þ.e. að strandrikið skuli hafa sömu réttindi til auðlinda á hafsvæðum undan ströndum eins og yfir sjávarbotni innan sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum. Sendi- nefnd Islands styður þess vegna þau meginsjónarmið, sem Kenýa leggur til. Stundum er sagt, að fiskveiði- takmarka- leiðin sé ósanngjörn, vegna þess að hún geti leitt til þess, að strandríki áskildi sér stór hafsvæði, þar sem þegnar þess hefðu hvorki vilja né getu til að hagnýta fiskstofnana að þvi marki, sem leyfilegt væri með hliðsjón af stofnunum sjálfum. Svarið við þvi er að, að svo miklu leyti sem strandrikið hvorki vill né getur hagnýtt sér þær auðlindir, sem hérer um að ræða, þá mundu þær samt engu að siður vera hluti af þeirra auðlindum, en þá mundi það verða til hags fyrir hlutaðeigandi strandriki að gera tvihliða samninga við önnur lönd, sem áhuga hefðu á að hagnýta sér auðlindirnar fremur en að láta þær deyja eðlilegum dauðdaga. Þá hefur þvi verið haldið fram, að ef strandrikinu væri ieyft að koma á fót slikri fiskveiðilögsögu eða efnahagslögsögu, eða hvað sem það nú er kallað, þá væri hætta á þvi, að þetta mundi leiða til þess, sem kallað er „sivaxandi lögsaga”, þ.e. að strandrikið gerði kröfu til annarra tegunda af lögsögu til þess að vernda aðra hagsmuni, þannig að þegar til lengdar léti, gæti þetta leitt til útfærslu land- helginnar sem slikrar. Augljóst svar við þess háttar aðfinnslum er, að ef réttur strandríkisins til að koma á fót svæðum með hlið- sjón af þeim auðlindum, sem hér er um að ræða, er skilgreindur i almennum samningi á Hafréttar- ráðstefnunni, þá mundi þau réttindi, sem þar væru veitt, vera takmörkuð við þær skil- greiningar, sem þar yrði sam- komulag um. Röksemdin um vaxandi lögsögu væri þá út i hött. Að lokum vil ég vekja athygli nefndarinnar á þvi, að hinn 14. júli s.l. gaf rikisstjórn tslands út nýja reglugerð varðandi 50 milna fiskveiðitakmörk við Island, sem ganga skulu i gildi hinn 1. september 1972. Ákvörðun rikis- stjórnar Islands i þessu máli var tilkynnt þessari nefnd á fyrri fundi, þannig að þessi frétt mun ekki koma neinum að óvörum hér. Svo sem kunnugt er voru þessi fiskveiðitakmörk ákveðin á grundvelli aðstæðna á staðnum, sem máli skipta, þannig að þau nái yfir mestan hluta staðbund- inna fiskstofna umhverfis tsland Rikisstjórn tslands hefur þegar tilkynnt aðalritara S.Þ. um efni þessara reglna og jafnframt farið þess á leit, að þeim ve •''i dreift til allra aðildarrikja. Ét, vil : þessu sambandi nefna það, að i s m laga og samninga, sem for 1 Lagadeildar S.Þ.,Mr. Stav os, lagði hér fram fyrir no jn. dögum, er að finna texta isienzk reglugerðarinnar fi 1961, þar sem sett eru 12 miina fiskveiði- mörk umhverfis tslanf!. I stað þeirra kemur nú að sjálfsögðu texti hinnar nýju reglugerðar, og ber þvi að dreifa viðbótarskjali af þessu tilefni og einnig gera nauð- synlegar leiðréttingar i næstu útgáfu. tslenzka sendinefndin er reiðubúin til að láta texta hinnar nýju reglugerðar i té nú þegar. Auglýsið í Tímanum Formaður Dansk-íslenzka félagsins, Torben Friöriksson, afhendir Snorra Ólafssyni verðiaunin fyrir beztu einkunn i dönsku á stúentsprófi Frá aðalfundi Dansk-íslenzka félagsins: PENINGAR I STAÐ BÓKA Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur i Dansk-islenzka félaginu hér i Reykjavik, en félagið hefur um áratuga skeið unnið að aukn- um samskiptum Islendinga og Dana. Kosinn var nýr formaður félagsins, Torben Friðriksson, en fráfarandi formaður, Birgir Þór- hallsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Eitt fyrsta verk hinnar nýkjörnu stjórnar, var að ákveða nýtt fyrirkomulag á veitingu verðlauna Dansk isl. félagsins fyrir beztan árangur i dönsku- kunnáttu viö stúdentspróf viö menntaskóla landsins. Tiökast hefur að veita bókagjafir. En nú hefur sú breyting verið gerð, að félagiö veitir aðeins ein verðlaun og skal hljóta þau sá, sem hlýtur hæsta einkunn I dönsku á stú- dentsprófi. Verðlaun félagsins er peningagjöf að upphæö 10.000 krónur. Við samanburð á hæstu einkun- um stúdenta á siðastliðnu vori kom i ljós, að hæstu einkunn hafði hlotið Snorri Ólafsson, Miklu- braut 60, Rvk. — stúdent frá nátt- úrufræðideild Menntaskólans I Hamrahliö. — MH. Hlaut Snorri meðaltalseinkunnina 9,7 i dönsku. Stjórn Dansk islenzka félagsins boðaði Snorra á sinn fund um daginn og afhenti formaöur félagsins Torben Friðriksson Snorra hin veglegu verðlaun. I stjórn Dansk-íslenzka félags- ins eiga nú sæti ásamt formann- inum Torben Friörikssyni: Jón Ólafsson, Finnur Fróöason, Ludvig Storr, Birgir Þórhallsson, Ragnar Júliusson og Sverrir Þóröarson. 18. júni voru gefin saman I hjóna- band af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Þóra B. Þorsteinsdóttir Ásgarði 31 Reykjavik og Sigurður Stein- grimsson Stórholti Fljótum. Nýja Myndastofan. Skálavörðustig 12 2. júli voru gefin saman i hjóna- band i kirkju Óháöa safnaðarins af Séra Emil Björnssyni, ungfrú Una Bryngeirsdóttir og Sigurður Árnason. Heimili þeirra verður að Vesturbergi 78 Reykjavik. Nýja Myndastofan Skólavörðustig 12 22. júli voru gefin saman i hjóna- band af séra Arelíusi Nielssyni, ungfrú Sigfinna Lóa Skarphéöins- dóttir og Magnús Kristinsson. Heimili þeirra er aö Sólheimum 32 Reykjavik. Nýja Myndastofan. Skólavörðustig 12 . Hinn 15. júli voru gefin saman i Dómkirkjunni af séra Siguröi Hauki Guðjónssyni þau Anna Jensdóttir fóstra og Páll Jensson, verkfræðingur. Þau eru búsett i Kaupmannahöfn. Ljósm. LOFTUR.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.