Tíminn - 23.08.1972, Side 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 23. ágúst 1972
Hl
Electrolux
Frystikista
310 Itr.
Electrolux Frystikista TC114
310 lítra, kr. 28.405. Frystigeta
21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita-
stillir (Termostat). Öryggisljós.
Ein karfa. ÚtbúnaSur til að fjar-
lægja vatn úr frystihólfinu. Seg-
ullæsing. Fjöður, sem heldur
lokinu uppi.
POSTULINN VAR EKKI A
UNDAN SINNI SAMTÍD
Mig langar til aö koma á fram-
færi litilli grein vegna þess, sem
presturinn skrifar i þætti kirkj-
unnar 23. júli siðast. I þessari
grein sinni heldur presturinn þvi
fram, að Páll postuli hafi verið á
undan sinni samtið á afstöðu til
þjóðfélagsstöðu konunnar. Ég
ætla nú ekki að rengja orð prests-
ins, þvi grein hans er að mörgu
athyglisverð, og maður sem les
hana getur að visu hugsað sér, að
klerkurinn hafi stundað af mikilli
alúð aðra og þriðju grein hinna
sjö frjálsu lista. Mér, sem ekki
hef lært neina af þeim sjö grein-
um dettur heldur ekki i hug að
eltast við allar röksemdir prests-
ins, en vil þó gera ofurlitla
athugasemd við það, sem hann
hefur eftir postulanum úr Galata-
bréfinu 3.—28. og einnig vitna til
ummæla þess „merka” manns á
öðrum stað. Presturinn tilfærir ur
Galata bréfinu þessi orð: ,,Hér er
ekki Gyðingur né griskur, hér er
ekki þræll né frjáls maður, hér er
ekki karl né kona, þvi að hér eru
allir einn maður i samfélaginu við
Krist Jesúm”. Ég tek þetta orð-
Menntamálaráðuneytið
I athugun er að efna til námskeiðs fyrir
þá, sem
hug hafa á iðnnámi
en eigi hafa lokið miðskólaprófi og eru
18 ára eða eldri. Um er að ræða 3ja
mánaða námskeið. Kennslugreinar: is-
lenzka, danska, enska og stærðfræði.
Þeir, sem vildu taka þátt i svona nám-
skeiði, eru beðnir að tilkynna það
fræðslumáladeild menntamálaráðu-
neytisins I'yrir 1. september.
ATVINNA
Aku reyri
Getum á næstunni bætt við nokkrum
stúlkum i ýmis störf.
FATAVERKSMIÐJAN HEKLA
AKUIIEYRI
Simar 96-21900 og 96-21903 eftir kl. 17,30
rétt úr Bibliunni, sem ég hef fyrir
mér en ekki eins og presturinn
orðar það, þó ekki muni miklu.
Þarna eru þrir liðir: 1. Gyöingur
og Grikki og Gyðingurinn er æðri!
2. Frjáls maður og þræll. Frjálsi
maðurinn er æðri. 3. Karl og
kona, karlmaðurinn æðri. En
allir eru jafnir i söfnuðinum.
Mér finnst þetta hljóma dálitið
likt og maður heyrir stundum hjá
stjórnmálamönnunum, sem eru
að lofa hinum lægra settu jafn-
rétti við hina, eða gulli og
grænum skógum. Og náttúrulega
var þetta byltingaróður frum-
kristninnar, sem hún reisti til-
komu sina á.
Nú vil ég taka upp ræðu Páls
postula úr 1. Korintubréfi ellefta
k. 3. —11.v.: ,,En ég vil að þér
skuluð vita, að Kristur er höfðu
sérhvers manns, en maðurinn
höfuö konunnar en Guð höfuð
Krists. Sérhver sá maður, sem
biðst fyrir eða spáir og hefur á
höfðinu, hann óvirðir höfðu sitt,
en sérhver kona sem biðst fyrir
eða spáir berhöfðuð óvirðir höfuð
sitt, þvi þaö er eitt og hið sama,
sem hún hefði látið raka sig. Ef
konan þvi ekki vill hylja höfuð
sitt, þá láti hun klippa eða raka
hár sitt. En ef það er óvirðing
fyrir konu að láta klippa eða raka
hár sitt, þá hafi hún á höfðinu. Þvi
karlmaður má ekki hylja höfuð
sitt, með þvi að hann er imynd og
vegsemd Guðs, en konan er
vegsemd mannsins. Þvi að ekki
er maðurinn af konunni, heldur
konan af manninum, þvi að ekki
var heldur maðurinn skapaður
vegna konunnar, heldur konan
vegna mannsins. Þess vegna á
konan að bera tákn um yfirráð
mannsins á höfði sér — vegna
englanna”. ,,Svo mörg eru þau
orð”. Ég verð nú að segja, að mér
finnst þetta allra mesta rugl, en
þó verður ekki annað sagt en að
skoðun Páls postula um stöðu
konunnar komi þarna all greini-
lega fram. t þessu sama bréfi
talar postulinn mjög fagurlega
um kærleikann, sem fyrirgefur
allt og umber allt. Kærleikur
miðaldakirkjunnar var svo mikill
i trunni á hina heilögu mey, sem
var þó vist samkvæmt ritning-
unum átta barna móðir, að hún
lét taka mæður, sem urðu brot-
legar við lagaákvæði, frá ung-
börnum, setja þær i poka og
drekkja þeim.
Þetta mun til dæmis stundum
kannski nokkuð oft, hafa átt sér
stað á hinu háhelga Alþingi við
öxará með blessun hins háhelga
Skálholtsstaðar og biskups og
Hólastaðar og biskups.
Og ekki þarf vist að efa að þing-
haldið hefur verið hafið með
messugjörð „guðþjónustu” og ef
til vill fjálglegum orðræðum um
miskunnsemi og kærleika. En
maður getur nú rétt imyndað sér
hvers konar ævi hefur beðið
þeirra barna, sem voru seld undir
þvilikan fordóm. I nefndri grein
sinni hefur presturinn fjálgleg orð
um Mariuvegsemd kaþólsku
kirkjunnar, þess vegna nefni ég
þennan svivirðingar þátt trúar og
dómsvalds.
Það er að visu svo, að
prestarnir ræðast löngum einir
við og gerast fáir til andsvara.
Vafalaust er lika margt gott, sem
þeir segja og stundum fallega
sagt og á réttum tima. Hitt er,
held ég, óþarfi og timaeyðsla að
ætla sér að gera hálf ruglaða
ofstækismenn, sem uppi voru i
fornöld að nútimamönnum i
hugsunarhætti, eða eitthvað i þá
áttina. Eða heilaga og óskeikula.
Blönduósi 13. ágúst 1972
Þórarinn Þorleifsson frá Skúfi.
HVER AHVAÐ
HJA ALÞVÐUFLOKKNUM
A ég að trúa þvi, að Alþýðu-
flokkurinn sé búmn að afsala sér
eignarrétti á Alþýðublaðinu?
Þegar vissir heiðursmenn
fengu á sinum tima samþykkta
sölu til sin á eignum verklýðsfé-
laganna, Alþýðuhúsinu, Iðnó, Al-
þýðubrauðgerðinni o.fl. átti það
svo sem ekki að vera gert i eigin
hagsmunaskyni, heldur til þess
að varna þvi að kommar fengju
yfirráð eignanna. 1 framtiðinni
skyldu þær standa undir starf-
semi Alþýðuflokks og Alþýðu-
blaðs.
Hver á nú fyrrnefndar eignir?
Hafa þær verið afhentar hinum
nýju hluthöfum?
Ég vildi óska, að einhver sagn-
fræðingur, t.d. Gunnar M.
Magnússon, vildu byrja á að
safna til sögu Alþýðuflokksins,
þvi að nú fer óðum að fækka þess-
um gömlu Alþýðuflokksmönnum,
sem muna hina fyrstu glæsilegu
göngu þess flokks, og hafa fylgzt
með hinni grátlegu og smánar-1
legu afurábakgöngu. Þetta má
ekki seinna vera, þvi að úr þessu
getur ekki verið lengi að biða eftir
siðasta pústi.
Rúmliggjandi gamall bolsi
FASTEIGNAVAL
SkólavörBustíg 3A. II. hffitf.
Símar 22911 — 1925S.
F ASTEIGN AK AUPENDUR
Vanti yður fasteign, þá hafið
samband við skrifstofu vora.
Fasteignir af öllum stœrðum
og gerðum fullbúnar og I
smíðum.
FASTEIGNASELJENDUR
Vinsamlegast látið skrá fast-
eignir yðar hjá okkur.
Áherzla lögð á góða og ör-
ugga þjónustu. Leitið uppl.
um verð og skilmála. Maka-
skiptasamn. oft mögulegir.
Önnumst hvers konar samn-
ingsgerð fyrir yður.
Jón Arason, hdl.
Málflutningur . fasteignasala
ÞAO ER TEKIÐ EFTIR
AUGLÝSINGU I TlMAHUM!
Frá Bréfaskóla SÍS og ASÍ
Lærið að tefla
Kunnið skil á skákiþróttinni, hinum stórbrotna leik vits-
muna og þrautseigju. Tveir kennslubréfaflokkar eru á
vegum skólans, byrjendaflokkur og æfingaflokkur. Um
kennslu Bréfaskólans skrifaði b’riðrik Ólafsson stórmeist-
ari í limaritiö Skák fyrir nokkrum árum: „Ég ráðlcgg
sérhverjum skákmanni, jafnt byrjanda sem lengra komn-
um, að notfæra sér þetta einstaka tækifæri”. — LÆRIÐ
AÐ TEFLA.
Bréfaskóli SÍS og ASÍ
Armúla 3. Reykjavík. Sími 38900.
Starfsstúlkur
vantar að mötuneyti Héraðsskólans að
Reykjum.
Upplýsingar i sima 95-1140
Aðstoðarfólk á
rannsóknarstofu
vantar að Tilraunarstöð Háskólans i
meinafræði, Keldum.
Meinatæknismenntun eða starfsreynsla
æskileg.
Upplýsingar veitir forstöðumaður i sima
17300
2. stýrimaður
2. vélstjóri
Vantar á danskt flutningaskip:
2. stýrimann með atvinnuréttindum far-
manna i 2 1/2 mánuð.
2. vélstjóra IV stig og atvinnuréttindi á
dieselvélar i 2 mánuði.
Upplýsingar i sima 21160
HAFSKIP HF.