Tíminn - 23.08.1972, Síða 15

Tíminn - 23.08.1972, Síða 15
MiAvikudagur 23. ágúst 1972 TÍMINN 15 Brimar Framhald af bls. 9. enda var þóriin ekki jafn brýn, vegna breyttra trúarbragða. Þeir hófu ekki aftur að sækja til fisk- veiða i norðurhöfum fyrr en á siðustu öld. Brimar varð aldrei aðskilin frá þýzka rikinu eins og Hamborg Hún var um skeið undir Danm. eins og frægt er. Brimarar urðu þvi alltaf að byggja á þjóðlegum grunni og var saga þeirra alltaf tengd sögu þýzku rikjanna i vestanverðu Þýzkalandi. Borgin var aðallega viðskiptaborg, eftir að fiskiveiðum við tsland lauk, þó að fiskiveiðar væru þaðan stund- aðar i Norðursjó. Árið 1541 er það sannanlegt, að útflutningur borg- arinnar er timbur. Einnig var þaðan flutt út mikið af vini og fleiri afurðum. Innflutningur var einnig margvislegur. En eftir að aukin verzlun varð við landa- fundina miklu, urðu Brimar snemma þátttakendur i þeirri verzlun. Um 1700 er borgin orðin mikil innflutningsborg á kaffi og tóbaki. Árið 1784 var höfnin i Brimum opnuð öllum þjóðum. Um sama leyti hófu Brimarar verzlun við Bandariki Norður Ameriku, og varð það brátt til mikillar eflingar fyrir borgina. Einnig hófu þeir verzlun við Suður Ameriku og Austur-Asiu og fleiri fjarlæg lönd. Þessi viðskipti urðu undirstaða að nýjum þætti i sögu borgarinnar, sem betur verður lýst siðar. Þegar ný öld hófst stóðu Brimarar vel að vigi, sökum kunnáttu sinnar i skipasmiðum. Þeir urðu brátt meðal stærstu skipaframleiðenda. Þeir gerðu hvorutveggja að selja skipavið úr landi og byggja skip, þó hið siðarnefnda yrði til meiri arðs. A siðustu öld keypti Brimarborg landið þar sem Brimarhaven er nú. Létu þeir þar gera mikla höfn og mikil mannvirki til upp- og út- skipunar. Þetta varð Brimum til mikils gagns, og sýnir vel fram- sýni og hagkvæmni i stjórn borgarinnar. Með frjálsri verzlun seinni hel- ming 18. aldar hófst nýtt timabil i sögu Brima. Þá varð borgin á nýjan leik heimsverzlunarborg, eins og hún var seinasta hluta miðalda. Þetta timabil i sögu borgarinnar, er happadrjúgt og hin öra þróun i uppbyggingu at- vinnuvega af fornum grunni, hefur gert borgina að mikilli við- skiptamiðstöð, jafnt með sigl- ingum um heimshöfin og innan- lands i Þýzkalandi eftir ám og skipaskurðum. 1 Þýzkalandi er langtum ódýrara að flytja vörur á skipum en á landi. Mun það i sumum tilfellum muna allt að 60%. Þessi geysilegi munur á flutningskostnaði hefur stórlega aukið atvinnu i norðursjávar- borgunum við flutninga og ýmisskonar samgöngumál. Við- brögð borgarstjórna borganna hafa lika alltaf verið mótuð af framsýni og reynt að taka á móti vandamálum af einurð og festu. Þetta hefur orðið skýrt i sögu Brima, og mun það verða betur ljóst af máli minu siðar. fluglýsingasímar Tímans eru Vil kaupa jörð á Suðvesturlandi eða Norðurlandi helzt í skiptum fyrir 3 herbergja ibúð á Akranesi. Svör sendist blaðinu fyrir mánaðamót merkt: JÖRÐ 1346 Frá Samvinnuskólanum Bifröst Ráöskona eða matsveinn svo og nokkrar starfsstúlkur óskast að Samvinnuskólan- um Bifröst næsta vetur. Upplýsingar i sima 18696 i dag og næstu daga. Samvinnuskólinn Bifröst. íbúðarbraggi i góðu standi til sölu og niðurrifs við mjög vægu verði. Upplýsingar i sima 66337. Skrif stof ustú Ika óskast til starfa sem fyrst við bókhalds- vélar og fleiri störf. Verzlunarskóla-, Kvennaskóla-, Sam- vinnuskóla- eða hliðstæð menntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannadeild. Rafmagnsveitur rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik. Bílakaup Tilboð óskast i Opel Record, árgerð 1966, eins og hann litur út eftir veltu. Billinn er til sýnis á Réttingaverkstæði Kaupfélags Arnesinga, Selfossi. Tilboð merkt Bilakaup sendist i pósthólf 10, Selfossi. Skrif stof ustú Ika óskast Framkvæmdastofnun rikisins, Hagrann- sóknadeild óskar eftir að ráða skrifstofu- stúlku. Verzlunarskóla- eða Samvinnu- skólapróf æskilegt. Eiginhandarumsókn, sendist Framkvæmdastofnun rikisins, Rauðarárstig 31. Laun skv. reglugerð um störf og launakjör bankastarfsmanna. Frá L.. .A.B. Eigendaskipti eru fyrirhuguð á fjögurra herbergja ibúð i 5. byggingaflokki félagsins. Félagsmenn sem neyta vilja forkaups- réttar snúi sér til skrifstofunnar Siðu- múla 34, fyrir 5. september n.k. Simar 33509 og 33699. Bsf. atvinnubifreiðastjóra. LAUS kennarastaða Kennara vantar að Barnaskólanum Hrafnagili, Eyjafirði Nánari upplýsingar gefur Sigurður Helga- son, Menntamálaráðuneytinu. Skólanefnd. Exem-sjúklingar Soriasis-sj ú kl i ngar Stofnfundur um samtök exem-sjúklinga verður haldinn á mánudaginn kemur, 28. ágúst kl. 20,30 að Hótel Esju, fyrstu hæð. Allir exem-sjúklingar og velunnarar þeirra eru hvattir til að mæta. Hörður Ásgeirsson, Kleppsvegi 28, Reykjavik, simi 35001 Samgönguráðuneytið Laus staða Staða bókara hjá flugmáiastjórn er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launa- kerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist sam- gönguráðuneytinu fyrir 1. september 1972. Laus staða Staða aðalbókara hjá Skrifstofu rann- sóknastofnana atvinnuveganna er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur hafi samvinnu- eða verzlun- arskóla menntun. Umsóknir um starfið sendist til Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna, Hátúni 4A, fyrir 15. september n.k. SMIÐUR ÓSKAST Laghentan mann vantar nú þegar til innivinnu. Hringið í síma 32850 eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.