Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 1
r v IGNIS FRYSTfKISTUR RAFIÐJAN SÍMI: 19294 194. tölublað —Þriðjudagur 29. ágúst —56. árgangur. Kæil- skápar Xifun AÍ1 RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Loks skilaboð frá Bretum og Þ jóðverj u m Sjónvarpið utan garna - ætlar að sýna myndir frá Olympíuleikunum, þegar fólkið í útvegsbæjunum er enn í vinnu Sumir fréttaritarar Timans I útvegsbæjum hringdu til Timans i gær, til þess aö bera sig upp undánþví, aö sjdnvarp- iö ætlar aö sýna myndir frá Óiympiuleikjum klukkan sex, þegar mjög margir eru enn i vinnu f frystihúsum og vinnslustöövum, jafnvel þorri fólks i sumum byggöarlögum. — Þaö er almenn óánægja meö þetta, sagði til dæmis Guömundur Sveinsson, frétta- ritari Timans á Isafirði, og þykir sýna, hve forráðamenn sjónvarpsins vita litið um lif og hætti fólks úti á landi. Þessi timi er sýnilega eingöngu mið- aður viö starfstima skrifstofu- fólks. Okkur finnst það undar- legt aö láta ýmislegt, sem harla litil eftirsjá væri að og fáir kæra sig um, sitja fyrir kvöldtimunum, en flytja myndir frá Ólympiuleikjun- um, sem mjög margir myndu hafa ánægju af, fyrir kvöld- mat. Ég vil eindregið fara þess á leit, aö þessu verði breytt. Fólk vill fá þessar myndir á kvöldin, þegar það er komiö heim, sagði Guð- mundur að lokum. Einar Ágústsson utanrikisráðherra tekur viö orösendingu rikis stjórnar Bretlands úr hendi brezka sendiherrans John Mckenzie. Sendiherrann afhenti orösendinguna I skrifstofu utanrikisráöherra f stjórnarráöshúsinu. (Timamynd: Gunnar) Varnargarðarnir austan Skeiðarár: GRJÓTIÐ SÓTT í HAFRAFELL, sem var umlukt jökli fyrir 30 árum Skipsbrotsmennirnir á Fjólu viö komuna til Reykjavfkur I gærkvöldi. Þeir vildu ekkert segja viö fréttamenn blaöanna og Ijósmyndararnir áttu i vandræöum meö aö ná mynd af þeim. Tlmamynd Kóbert. Fram á fimmta tug þessarar aldar reis Hafrafell I öræfum úr jökli, þvl aö skriðjökultungur Skaftafellsjökuls og Svinafells- jökuls luktu þaö örmum aö fram- an. Þau armlög röknuöu sumarið 1944, og nú á aö sækja i þetta fjall grjót I varnargaröa, sem geröir veröa austan Skeiöarár og eiga aö halda óhemjunni i skefjum á þann veginn. — Hafrafell er úr basalti, sagði Hálfdán Björnsson á Kviskerjum, er fréttamaöur talaði viö hann I gær, allvel gróiö, en sumsstaðar háir hamrar, talsvert lagskiptir. Það mun vera talið betra aö sprengja grjótiö þar heldur en gengur og gerist. Sjö til átta km. varnargarðar að austan — Það veröa þrjátiu þúsund teningsmetrar af grjóti, sem við sækjum i Hafrafell, sagði Helgi Hallgrimsson, verkfræðingur hjá Vegagerö rikisins. Or þvi veröur gerður varnargaröur frá Skafta- fellsbrekkum niöur aö fyrir- huguðu brúarstæði á Skeiöará . Þessi garöur á að vera hálfur fimmti metri á hæö, þar sem hann verður hæstur, og út frá honum verða svo stuttir þver- garöar. Alls veröa varnargaröar- nir þarna austan ár á milli sjö og átta kilómetrar aö lengd. Vinnuvegur yfir jökulurðirnar. Nú þegar er byrjað að gera vinnuveg um jökuluröir þær, sem mynduðust, framan viö Hafrafell á meðan jöklar skriðu þar fram. Það er talsvert verk, þvi að jökullinn hefur verið mikilvirkur, er hann ók á undan sér grjóti á meðan var og hét. En aö þvi búnu verður farið að brytja hamrana i Hafrafelli á þann veg, sem henta þykir I varnargarðana, og aka þvi fram á sandinn. -SB-JH. Vilja fylgja úrskurði alþjóða- dómstólsins - segjast reiðubún- ir til viðræðna KJ-Reykjavík. Á rikisstjórnarfundi, sem haldinn verður fyrir hádegið i dag, verður tekin ákvörðun um svar við orðsendingu þeirri, sem brezki sendiherr- ann hér á landi, afhenti Einari Ágústssyni utan- rikisráðherra um miðj- an dag i gær. Sendiherrann, John McKenzie, gekk á fund Einars Agústssonar utanrikisráðherra um miðjan dag i gær, og afhenti honum orðsend- ingu stjórnar sinnar. Ráðherrann og sendiherrann ræddust siöan viö stutta stund. Hér á eftir fer fréttatilkynning utanrikisráöuneytisins um orð- sendinguna: „Brezki sendiherrann hefur I dag afhent utanrikisráðherra orðsendingu þess efnis, aö brezka rikisstjórnin hafi athugaö ákvöröun alþjóðadómsins varð- andi bráðabirgöaráðstafanir vegna máls þess, sem nú sé fyrir dómstólnum og að hún munii- reiðubúin til að fara eftir henni. Jafnframt er þvi lýst yfir, að brezka rikisstjórnin sé reiöubúin til að hafa viðræður við rikis- stjórn tslands um viðhorfin svo fljótt sem báöum aðilum hentar. Sams konar skilaboö hafa bor- izt frá rikisstjórn Sambandslýð- veldisins Þýzkalands.” Enn engir ómerkingar KJ-Reykjavik. — Við höfum ekki orðiö varir við neina ómerkta brezka togara við tslandsstrendur ennþá, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, i viðtali við Timann i gær. Leiðinda veður hefur verið viöa á miðunum umhverfis landiö, svo eftirlit úr lofti hefur ekki veriö framkvæmanlegt. „En við munum verða varir við þá þegar þeir koma,” sagði Pétur Sigurðsson ennfremur. STRAND Á AAEÐALLANDSFJÖRU — AAANNBJÖRG Þó-Rcykjavík Vélbáturinn Fjóla BA 150 strandaöi um kl. hálf tvö I fyrri hótt á Meöallandssandi. Tveir menn voru á bátnum og var þeim bjargaö um borð i varöskipið Óö- inn kl. 6 i fyrramorgun. Þar sem Fjóla strandaði er sandbotn og veröur reynt aö ná skipinu út. Ekki er vitaö um orsök strands- ins, en Fjóla, sem er 28 tonna eik- arbátur, er aðeins árs gömul, smiöuð á Fáskrúösfiröi áriö 1971. Hannes Hafsein fulltrúi hjá Slysavarnarfélagi tslands, sagði blaðinu, að um kl. 1.20 i fyrrinótt hefði Slysavarnarfélaginu borizt tilkynning um að Fjóla væri strönduð á Kálfafellsmelúm á milli Nýjaóss og Bergvantsóss. Varöskipið Óðinn var skammt frá strandstað og hélt það þegar á staöinn. Einnig var björgunar- sveit Slysavarnarfélagsins á Farmhald á 2. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.