Tíminn - 29.08.1972, Qupperneq 11

Tíminn - 29.08.1972, Qupperneq 11
Þriöjudagur 29. ágúst 1972 TÍMINN 11 ó aðeins órfeng- dum Varmár, er hann er ekki búinn að byggja á, og heilt hverfi niðri i elzta hl. bæjarins norðvestan við aðalgötuna, þar sem hann hefur keypt hvert húsið af öðru við göt- urnar F’rumskóga og Bláskóga til starfsemi sinnar i þágu aldraðs fólks. Stefna Gisla er sú, að þarna geti fók dvalizt i litlum ibúðum út af fyrir sig, þegar starfsævi lýk- ur, hvort heldur það er fyrir ald- urs sakir eða vanheilsu af ein- hverju tagi, unnið að verkefnum við sitt hæfi, ef þrek þess leyfir, og séð að nokkru leyti um sig sjálft, en notiö læknishjálpar og aðhlynningar eftir þörfum og fengið mat að mestu leyti i sér- stökum matsölum. Jafnframt er svo þarna nokkuð af fólki, sem ekki getur lengur gegnt neinu starfi og þarf meiri umsjár, en er þó við svo viðhlitandi heilsu, að það hefur langt til fótavist.Loks er létt á sjúkrahúsum með þvi að taka þangaö fólk, sem ekki þarf endilega að dveljast innan sjúkrahúsveggja, en getur þó ekki séð sér farborða á almenn- um vinnumarkaði, og þá starf- semi vill hann auka og taka aust- ur fólk i afturbata, er ekki þarf nauðsynlega að hafast lengur við i yfirfullum sjúkrahúsum, þar sem daggjöld eru eðlilega afarhá, en þarfnast þó umönnunar, að- hlynningar og hvildar um skeið. Við þvi er hann ekki vanbúinn, þvi að hann hefur nýl. reist sjö þriggja herbergja ibúðir, ákaf- lega vandaðar og vel úr garði gerðar og búnar öllu, sem hafa þarf, nema til er ætlazt, að þeir, sem þar dveljast, fái mat fram- reiddan i aðalmatsal skammt frá. Þetta eru einnig kjörnar vistar- verur handa efirlaunamönnum, sem dregið hafa sig i hlé, en eru þó við dágóða ehilsu, enda hefur nokkuð af slikum mönnum fengið inni i sams konar húsum. ALLT KENNT VIÐ ÁS Stofnanir Gisla Sigurbjörnsson- ar i Hveragerði eru allar kenndar við Ás, æskuheimili séra Sigur- bjarnar Astvalds Gislasonar, föð- ur han^, og hús þeirra feðga i RVK, er einnig bar þetta nafn. Alls eru hjá honum á annað hundrað vistmenn þarna eystra, en um fimmtiu manns eru i vinnu hjá honum að staðaldri. Þetta fólk gegnir margvislegum störf- um, þvi að auk alls annars er á vegum Gisla trésmiðaverkstæði, gróðurhús, rannsóknar- og til- raunastofa, þar sem árum saman voru gerðar allar rannsóknir i þágu garðyrkjunnar á Suður- landi, saumastofu, þvottahús og meira að segja sláturgerð. Iðu- lega eru á hans vegum útlendir og innlendir visindamenn við rann- sóknir á margvislegum fyrirbær- um. Til dæmis má minna á, að hann hefur staðið fyrir kalrann- sóknum og kostað tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með Ey- vind i Hveragerði — það er að segja heyþurrkunarútbúnað Benedikts frá Hofteigi. ÞAR SEM SNYRTI- MENNSKAN VÍSAR TIL VEGAR Enginn, sem i Hveragerði kem- ur, þarf að spyrja þess, hvar Gisli Sigurbjörnsson á húsum og lend- um að ráða. Það segir sig sjálft. Allar hans lóðir eru fagurlega frá gengnar með rennisléttum gras- flötum, limgerðum og hellustig- um, snyrtar og hirtar eins og bezt getur orðið, og svipað er að segja um hús hans að utan og innan. Meðfram öllum götum, sem Texti: Jón Helgason Myndir: ísak Hverfið upp frá kirkjunni. Hér sjást glöggt, girðingar, limgerðin og gangstéttarnar, sem eru meöfram öllum lóðum, bæði I Efra-Asi og Neðra-Ási. liggja að lóðum hans, eru gang- stéttar, sem hann hefur sjálfur látið gera, og það eru einu gang- stéttirnar i Hveragerði við götur, sem ekki hafa verið malbikaðar eða steyptar. Svo frábær er öll umhirða, að forráðamenn stofn- ana og sveitarfélaga gætu gert sér gagnsama ferð i Hveragerði þeirra erinda einna að sjá, hvilikt snyrtimenni Gisli er. 1 gróðurh. sinum hefur Gisli tekið upp þá nýjung að dýpka götur milli gróðurbeða frá þvi, sem tiðkaðist annars staðar, svo að garðyrkjumenn hans og að- stoðarfólk i gróðurhúsunum þarf ekki að beygja sig við vinnu sina, heldur getur sinnt henni upprétt. En það er skiljanlega bakraun hin mesta að bogra sifellt við vipnu i lágum beðum, og bilun i baki raunar atvinnusjúkdómur meðal garðyrkjumanna, sem við þess háttar skilyrði vinna. AÐEINS BROT AF STÓR- FENGLEGUM DRAUMI Það, sem Gisli Sigurbjörnsson hefur gert i Hveragerði, er þrek- virki. En það er aðeins brot af draumum hans um framtið þessa staðar, rétt aðeins likt og reykur- inn af réttunum. Það Hveragerði, sem hann gengur með i höfði sér, er fegursta byggðarlag á landi hér, miðlandi heilbrigði, fémun- um og góðum orðstir, sem æ lifir, þótt deyi fé og frændur. Trúlega er ekki ofsagt, að hann muni ekki unna sér hvildar, unz þetta Hveragerði huga hans er risið al- skapað, svo fremi sem honum endist aldur til þess. Að sjálfsögðu eiga margir sér drauma. En draumar sumra manna eru skýjaborgir og geta ekki annað orðið. Þeim, sem i öndverðu kann að hafa virzt sem draumar Gisla Sigrubjörns sonar væru af þvi tagi, verða að láta af þeirri skoðun, er þeir hafa svipast um i hverfunum hans i Hveragerði. Þetta hafa þá að minnsta kosti verið skýjaborgir, sem þegar eru komnar niður á jörðina að merkilega miklu leyti, þótt ennþá fleira sé hitt, sem ekki hefur enn komizt til skila á þann hátt, sem hann vill og ætlar sér. Og það, sem merkilegast er um slikan stórhugmyndasmið: Út- reikningar hans standast, án þess að nokkurs staðar sé slegið af ýtr- ustu kröfum um vandvirkni, ná kvæmni og umgengnisprýði: Hugmyndir hans hafa staðizt eld- raun reynslunnar, og þegar gegnt miklu og merkilegu hlutverki;og i krafti stofnana sinna hefur hann haft bolmagn til þess að ráðast i fleira og meira en flestir aðrir einstaklingar i þjóðfélaginu. Þess vegna skulum við lika vona, að sú stund renni, áður en Gisla Sigur- björnssyn þrýtur, að Hveragerði verði hinn viðfrægi heilsulindar- bær, þangað sem fólk kemur af öllum landshornum og af öðrum þjóðlöndum til þess að gera kaup, sem best verða gerð: Að kaupa sér heilsubót og láta staðnum og öllu , sem honum er tengt, i té ævilangt þakklæti i ofanálag á annað endurgjald. Tveir að tafli: Níels Hallgrimsson frá Grimsstööum, sem lengst alira hefur veriö í Asi i Hverageröi, og Gestur Jónsson. Sýnishorn þess, hvernig umgengnin er, þar sem Gisli Sigurbjörnsson ræður iöndum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.