Tíminn - 29.08.1972, Page 14

Tíminn - 29.08.1972, Page 14
Mestu Olympíuleikar allra tíma settir við hátíðlega athöfn Áhorfendur fögnuðu þátttakendum innilega, þegar þeir gengu inn á Olympíuleikvanginn. A-Þjóðverjum fagnað sérstaklega. NTB-Miinchen Opnun 20. Ólympiu- leikanna i Miinchen á laugardaginn, var stór- l'englegt, litskrúðugt sjónarspil, bæði þátttak- endunum.og þeim, sem sátu á áhorfendapöilun- um svo og þeim milljón- um, sem fylgdust með i s.jónarpi um allan ehim. Gustav Heinemann, forseti V- Þýzkalands opnaði leikana form- lega, en á undan og eftir varð fólk vitni aö glæsilegri athöfn, sem vel sæmir ..mestu og beztu” ólympiuleikjunum, en það eiga þessir leikar að verða, að sögn þeirra, er að þeim standa. Athöfnin hófst með þvi, að átta menn klæddir þjóðbúningum Bæjaraiands blésu i sex metra langa alpalúðra. Þá komu Grikk- ir — samkvæmt hefð — fyrstir þjóðanna inn á leikvanginn. Hverju landi var heilsað með sér- stöku lagi, sem þótt hæfa þvi sér- staklega. Hljómsveitarstjórinn var Kurt Edelhagen. Ahorfendur stilltu sig alveg um aö láta i ljósi pólitiska andúð eða samúð og var öllum vel fagnað einnig A-Þýzkalandi. Þegar allir voru komnir á sinn stað, lýsti Heinemann forseti leikana setta, áður en olympiufáninn með hringunum fimm, var dreginn að húni. Hin 22 ára gamla frjáls- iþróttakona, Heidi Schiller sór ólympiueiðmn og er það i fyrsta sinn sem kona veröur þess heið- urs aðnjótandi. Eftir að 5000 hvitum dúfum hafði veriö sleppt, en þaö er tákn þess, að leikarnir séu hafnir, kom hinn 18 ára gamli hlaupari Gtint- her Zahn inn á leikvanginn meö ólympiueldinn, sem vartendraður á Olympiufj.28, júli. 5976 hlaupar- ÆFINGA- SKÓR Stærðir 3-5 Verð kr. 615,- Stærðir 6-11 Verð kr. 780,- PÓSTSENDUM llinn 18ára gamli GUnter Zahn frá Vestur-Þýzkalandi, lyftir Olympiukyndlinum eftir að hafa tendrað Olympiucldinn á leikvanginum í Munchen. ar hlupu með eldinn þá 5538 km., sem eru til MUnchen, á 29 dögum. Zahn hljóp siðan með kyndilinn upp 104 tröppur og bar hann að stóra kyndlinum, þar sem hann mun loga þar til leikunum lýkur. Venja er að hleypa af 21 fall- byssuskoti, þegar eldurinn kemur en i þetta sinn hleyptu 60 menn i gömlum einkennisbúning- um af 60 skipsfallbyssum. Eftir að ólympiueiðurinn hafði verið svarinn, gengu lið landanna aftur út af leikvanginum og hafði öll athöfnin tekið hátt á fjórðu klukkustund. Veður var gott, sól- skin og 20 stiga hiti. Undirbúningur þessara Ólympiuleika hefur tekið fjögur ár og kostnaðurinn nemur alls um 50 milljörðum isl. króna. Þjóð- verjar vonast til að þessir Ólympiuleikar breiði yfir minn- inguna um fyrri ólympiuleikana, sem haldnir voru i landinu 1936, þar sem Hitler og nazistarnir stjórnuðu hátiðahöldunum. Danir komu mest á óvart Knattspyrnukeppni Olympiuleikanna hófst á sunnudaginn og var fram haldið i gær, mánudag. Tæp- lega er hægt að segja, aö úrslit i fyrstu leikjum hafi komiö'á óvart, ef undanskilinn er leik- ur Dana og Brasiliumanna i 1. riðli, en Danir unnu þann leik með eins marks mun, 3 : 2, eftir að hafa . náð tveggja marka forskoti um tima. Brasiliumönnum tókst að jafna, 2 : 2, á stuttum tima, en Alan Simonsen, sem islenzkir knattspyrnuunnendur muna vel eftir siðan hann lék með danska landsliðinu hér i sum- ar, skoraði sigurmark Dana nokkrum minútum fyrir leiks- lok. Simonsen er ekki hár i loftinu, rúmlega 1,50 metrar á hæð. Úrslit i einstökum leikjum hafa orðið þessi: Kiðill 1 Danmörk — Brasilia 3 : 2 Ungverjal. —tran 3:0 Riðill 2 Bandarikin — Marokkó 0 : 0 V-Þýzkal. — Malasia 3 = 0 Riðill 3 Burma—Sovét 0:1 Sudan — Mexikó 0 : 1 Riðill 4 Columbia — Pólland 1:5 Gahna — A-Þýzkal. 0 : 4 Isaksson — keppir hann ekki í Miinchen? KEPPNI, AN BEZTU STANGAR- STÖKKVARANNA? Alþjóða frjálsíþróttasambandið bannar notkun nýjustu gerðar glerfíberstangar. Svo getur farið, að frægustu stangarstökkvarar heims,veröi ekki á meðal keppenda i stangarstökki á Olympiuleikunum. Astæðan er sú, að Alþjóða frjálsiþróttasambandið hefur itrekað fyrri afstöðu sina aö banna notkun nýjustu geröar glerfiberstangar, sem m.a. Bob Seagren, bandariski heimsmethafinn, notar. Sömuleiðis notar fyrrverandi heimsmethafi, Isaksson frá Sviþjóð, þessa gerð stangar, og hefur hann lýst þvi yfir, að hann muni ekki taka þátt I leikunum i Munchen, nema hann fái að nota þessa gerð. Erfitt er að spá um framvindu málsins, en svo virðist sem Alþjóða frjálsiþróttasambandið ætli að halda fast við ákvöröun sina. Og vissu - lega yrðu það mikil vonbrigði fyrir Svia, ef þeirra eina von i frjáls- iþróttakeppninni yrði ekki með. Seinustu fréttir: i gærkvöldi bárust þær fréttir frá Miinchen, aö líklega yrði leyft að nota hina nýju glerfiber-stöng, þar sem bann á siðustu stundu kæmi mjög ilia við ýmsa, sem notuðu þessa gerð stanga. Hins vegar er ljóst, að strax eftir leikana i Miinchen verður sett ný reglugerð um þetta efni. K0NGAF0LKID STREYMIR TIL MÚNCHEN Margt af tignarfólki Evrópu verður meðal áhorfenda á Olym- piuleikunum i Milnchen. Tilkynnt hefur verið um komu Elisa- betarEnglandsdrottningar og dóttur hennar, önnu prinsessu, til Milnchen á miðvikudaginn. Filip, hertogi af Edinborg, eigin- maöur drottningarinnar, kom til Míinchen s.l. laugardag. Karl Gústav, Sviaprins, er kominn til Miinchen og nefna mætti fleira kóngafólk, sem komið er til Olympiuborgarinnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.