Tíminn - 29.08.1972, Blaðsíða 20
HORNAFJARÐARMÁNINN
HAFINN TIL VEGS
C
Þriðjudagur 29. ágúst 1972
]
Hornafjarðarmáninn er i þann
veginn að fá uppreisn æru eftir
þann lifsciga álitshnekki, sem
hann beið endur fyrir löngu. Allir
þekkja þá sögu: Hornfirðingar
komu á Djúpavog i kaupstaöar-
ferð og þótti margt mikilfenglegt,
er fyrir augun bar. Meðal annars
sáu þeir fullt tungt, sem skein á
heiðum himni. þá sagði einn
þcirra þaö, sem ekki hefur
glcymzt fram á þennan dag:
„Þarna er almcnnilegt tungl —
það cr munur eða helvlzkur
Hornafjarðarmáninn."
Við lifum á tækniöld, þegar
margt er gerlegt, og nú hefur
Hornaf jaröarmáninn verið
höndlaöur. Hann verður þegar á
þessu hausti hafinn á stall vestan
viö gistihúsið I Höfn, og lokið viö'
að gera undirstöður þær, sem
hann á að hvila á.
Þaö er ungur Hornfirðingur,
frábærlega listhagur, Ragnar
Imsland, sem búið hefur til sér-
kennilegt viravirki, er á aö tákna
Hornafjaröarmánann, og gefiö
gistihúsinu það. Út úr þessu vira-
virki Ragnars má margt lesa, en
stærsti flötur þess ber hálfmána-
lögun, og er einmitt
Hornafjarðarmáninn þar kom-
inn.
Þetta verk mun hafa átt langan
meðgöngutima i höfði Ragnars,
en þaö varö til aö mestu leyti i
fyrravetur. Gera Hornfirðingar.
sér heldur betur vonir um, að
dæmið snúist viö, þegar það er
komið á sinn stað, og hér eftir
muni Djúpavogsbúar öfunda þá
stórum af Hornafjarðarmánan-
um.
Gamanlaust sagt á þessi járn-
skúlptúr Ragnars Imslands vafa-
Gistihúsið á Höfn I Hornafiröi
Chichester
er látinn
NTB-Plymouth
Sir Francis Chichester, sigl-
ingakappinn frægi, lézt á laugar-
daginn, 71 árs að aldri. Hann varð
fyrst frægur sem flugmaður, en
heimsfrægð öðlaðist hann er hann
sigldi umhverfis hnöttinn einn á
báti, fyrir sex árum. Fyrr i ár
lagði hann af stað i siglinga-
keppni yfir Atlanzhafið, en varð
að hætta keppni vegna veikinda
sinna.
laust eftir að auka hróður Hafnar
i Hornafiröi og gera mörgum
staðinn minnisstæðari en áður.
—JH.
Morð er framið 30.
hverja mínútu í
GEIR VILHJALMSSON
FYRSTI ÍSLENZKI
UMSÆKJANDINN UM
plAnetuvegabréf
NTB-Washington
Glæpur var framinn að
meðaltali 29. hvcrja sekúndu I
Bandarikjunum árið 1971.
Þetta kemur fram i skýrslu,
sem dómsmáiaráðherrann
Kich, Kleindicnst lagði fram
I gær. Morð cr framið á háif-
tima frcsti og nauðgun 13.
hverja minútu. Miili rána liðu
aðeins 82 sekúndur.
Tala alvarlegra afbrota jók-
st um 7% I fyrra, en samt er
þetta minnsta aukningin á sex
árum. i 54 af stærstu borgum
landsins fer alvarlegum af-
brotum fækkandi.
Lögreglan hefur ráðiö fram
úr 84% morðmála, 55% nauðg-
ana, 66% árása og 27% af rán-
um. I skýrslunni, sem unnin er
af FBI segir ennfremur, að 126
lögreglumenn hafi látið lifið
við störf i fyrra, en voru 100
árið 1970.
KÍNVERSKUR TUNDUR-
DUFLASLÆÐARI KOM-
INN TIL HAIPHONG
ÞM-Reykjavik
Nú getur hver sem þaö viil orö-
iö plánetuborgari. t stjórnarráð-
inu liggur umsóknarlisti um
vegabréf, sem sýni aö viðkom-
andi sé plánetuborgari. Ekkert
gjald þarf að greiða við skrán-
ingu, en ef viökomandi óskar get-
ur hann fengið skráningu sina
staðfesta á sérstöku skrásetning-
arskirteini, scm kostar tvo dali.
Handhafar þess fá þá sent frétta-
bréf um plánetuborgara, og vega-
bréfið sjálft.
Þegar menn skrá sig sem plá-
netuborgara, gangast þeir meðal
annars við eftirfarandi:
Ég geri mér grein fyrir aöild
minni i mannlegu samfélagi. Ég
geri mér grein fyrir skyldum
minum við mannkyniö.'Um leið
og ég itreka skyldur minar við
eigin fjölskyldu, itreka ég einnig
skyldur minar við samfélagið,
rikiö og þjóöina. Sem meölimur i
fjölskyldu mannanna á þessari
plánetu, er velferð mannkynsins
mesta áhugamál mitt. Ég mun
berjast gegn deilum og striði. Ég
mun styrkja starf Sameinuðu
þjóðanna.
Margir þekktir menn hafa gerzt
plánetuborgarar, þar á meðal eru
U Thant, Thor Heyerdal og Dalai
Lama, og hafa þeir allir vegabréf
sem plánetuborgarar.
Hinn fyrsti, sem sótti um þessi
borgarréttindi á Islandi, var Geir
Vilhjálmsson sálfræöingur.
BREZKUR PRINS
LÉZT í FLUGSLYSI
NTB-Washington
Úr bandariskum flugvélum
hcfur sézt til kinversks tundur-
duflaslæðara I höfninni i Haip-
hong. Slæöarinn kom þangað fyr-
ir viku, en hefur ekki enn gert
neinar tilraunir tii að fjarlægja
tundurduflagirðingar Banda-
rikjamanna I hafnarmynninu.
Slæöari þessi er litill og er talið,
að hann hafi komizt inn i höfnina
eftirskurðum norðan frá. Banda-
risk herskip á Tonkin-flóa og i
Kinahafi hafa hindrað allar
skipaferðir til N-Vietnam siöan 8.
mai, er tundurduflin voru lögð. 26
kaupskip eru innilokuð i höfninni 1
Haiphong.
Bandariskir talsmenn vildu i
gær ekkert segja um, hvort ráðist
yrði á slæðarann úr flugvélum, ef
hann gerði tilraunir til að fjar-
lægja duflin.
NTB-Volverhampton
William prins af Gloucester,
þritugur frændi Elisabetar Breta-
drottningar, fórst i flugslysi I gær
skammt frá Volverhampton.
Flugvélin var tveggja sæta og
prinsinn var við stýriö, en með
honum ónafngreindur aðstoöar-
flugmaður, sem einnig fórst.
Sjónarvottar segja, aö flugvélin
hafi sprungið i sama mund og hún
snerti flugbrautina i lendingu.
William prins var niundi i röðinni
að brezku krúnunni. Fyrir næst-
um nákvæmlega 30 árum fórst
frændi hans, hertoginn af Kent i
flugslysi, er hann var á leiö i her-
þjónustu á Islandi.
Mús hljóp undir pils konunnar
og barnið sem hún ól er með stóran blett ó lærinu
Fyrir fáum dögum birtum
við söguna um fæðingarblett-
inn, tólffótunginn, á cnni Vil-
borgar Jónsdóttur, húsfrcyju i
Auðsholtii Biskupstungum, og
sögðum tildrögin eins og Guð-
mundur Björnsson landlæknir
hafði rakið þau. Þvilikt er að
sjálfsögðu ekki algengt. en þó
munu finnast fleiri dæmi svip-
uð. Frá einu sliku segjum
við hér.
1 Arnessýslu fór þorri karl-
manna i ver upp úr miðjum
.vetri langt fram á þessa öld.
Konur og unglingar önnuðust
gegningar heima.
Veturinn 1896 var vanfær
kona á bæ austan fjalls, kom-
langt á leið, að taka til hey i
garði og láta i laupa eða
meisa. Var kominn allmikill
skúti og var reist við hann
skjól, sem kallað var, svo að
heyið fyki ekki i meðförunum,
þótt vindur væri. Skjólið var
svo lágt, að hún varð að
krjúpa viö vinnu sina.
Allt i einu skýzt mús, að
henní finnst, upp undir pils
hennar, og stekkur upp annaö
læriö. Gripur hún þar til i ofsa-
hræðslu, er henni finnst músin
staðnæmast efst á vinstra læri
innan fótar. Þegar hún elur
barn sitt, er á þvi stór, mó
brúnn, loöinn blettur á þessum
stað. Konan eignaði það þessu
atviki i heygarðinum. Þessi
kona var náskyld Vilborgu i
Auðsholti.
Blettberinn vill ekki láta
nafns sins getið i blöðum, en
leyfði myndatöku, ef visinda-
menn kynnu siðar vilja rann-
saka fyrirbæri að þessu tagi.
Séu nú uppi lifeðlisfræðingar
eða mannfræðingar, er vilja
meira um þetta vita, er
Timanum heimilt að skýra
þeim frá nafni og heimilis-
fangi.
—JH.
.Músin" á lærinu eins og hún litur nú út.