Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. september 1972 TÍMINN 11 Jafntefli - Island - Tékkóslavía islcnzka landsliöið i handknatt- leik gerði jafntcfli tiö Tékka 1!):1!1 á OL-leikunum i Mlinchen, i hálf- leik var staðan 10:8 fyrir is- land. Þessi úrslit eru mjög óhag- stæð fyrir isl liðið, þviað nú á það eftir að leika gegn Túnis og þarf liðið að vinna með miklum mun til að komast í úrslitin (8- liða). Staðan er nú þessi i riðlin- um: A-Þýzkal. 2 2 0 0 41:20 4 Tékkóslóvakia 2 1 1 0 44:26 3 Island 2 0 11 30:35 1 Túnis 2 0 0 2 16:46 0 A þessu sést að möguleikar Is- lands eru mjög litlir og má segja að A-Þjóðverjar og Tékkar séu nær öruggir með að komast áfram i riðlinum. Úrslit i öðrum leikjum i gær- kvöldi eru þessi: A-riðill: Sviþjóð—Sovét. 11:11 Pólland— Danmörk 11:8 C-riðill: V-Þýzkal.—Noregur 15:15 Rúmenía—Spánn 15:12 D-riðill: Júgóslavia—USA 25:11 Ungverjal.—Japan 20:12 Næstu leikir verða leiknir n.k. sunnudagskvöld og mæta þá is- lendingar Túnismönnum. Valeri Borzov sigraði ílOOm Valeri Borzov Eftir að Bandarikjamennirnir og heimsmethafarnir i 100 m. hlaupi, Eddie Hart og Rey Reynolds, féllu óvænt úr keppni (sjá annars staðar á siðunni), þá voru fáir eftir til að veita sovét- manninum Valeri Borzov, keppni i úrslitahlaupinu i 100 m. Borzov sigraði hlaupið glæsilega, hann hljóp á 10.14 sek. Robert Taylor, hélt uppi heiðri Bandarikjanna i hlaupinu og kom annar i mark á 10.24 sek. Bandarikjamenn, sem hafa verið ókrýndir kóngar 100 m. hlaupsins.mega vera vonsviknir — tvisvar frá árinu 1932_hefur gullinu verið stolið frá þeim i 100 m. hlaupi. Vestur-Þjóðverjinn Armin Hary, sigraði i Róm, 1960 á 10,2 sek., og nú sigrar Rússinn Borzov. Fimm fyrstu menn i 100 m. hlaupinu urðu þessir: 1. ValeriBorzov,Sovét. 10.14 2. Robert Taylor, USA 10.24 3. Lennoz Miller, Jarrnica 10.33 4. Maleszander Korneliu,k, Sovét. 10.36 A-Þjóðverjinn Wolfgang Norswig, stökk léttilega yfir 5.10. m í stangarstökki. Stangastökkvararnir spöruðu kraftana - 14 komust áfram og 10 stukku léttilega yffir 5.10 Þeir voru ekki háir i loftinu, stangarstökkvararnir, sem komust áfram i stangarstökk- keppninni á OL-leikunum i Mönchen — enda eflaust litið tekið á, þvi að það dugði að stökkva 5.00 m. til að komast áfram i keppninni. Fjórtán keppendur komust áfram, fjórirstukku yfir 5.00 m. en tíu yfir 5.10: kappar eins og Wolf- gang Nordwig, A-Þýzkalandi, Robert Seagren, USA og Finn- inn Ant Kalliomaeki, stukku léttilega yfir 5.00 m. Hér á myndinni sést a-þýzka stúlkan Kuth Kuchs, sem setti Olympiumetið i spjótkasti. Fuchs setti nýtt OL-met Það fór ciiis og flesta grunaði, hin snaggaralega Ruth Fuchs, sigraði glæsilega i spjótkasti kvenna, hún setti nýtt Ölympiu- met, kastaöi spjótinu 63.88 m. Landi hennar Jaqueline Todten, varð önnur, hún kastaði spjótinu 62.54 m. öllum á óvart kastaði bandariska stúlkan Kathy Schmidt, spjótinu 59.94 m og tryggði sér þar með bronsið i spjótkastinu. Það er ekki á hverj- um degi, scm stúlka frá Vestur- löndunum kemst á milli hinna vel æfðu og sterku stúlkna frá ,,aust- urblokkinni," eins og Kathy Schmidt, gerði nú. Gullverðíaunin fyrir spjótkast verða ekki siðustu gullverðlaun- in, sem A-Þjóðverjar fá i kvenna- greinunum á Ól-leikunum i Miin- chen — a-þýzku stúlkunum er spáð miklum sigrum i frjáls- iþróttakeppninni. Hér eru svo úrslitin i spjótkast- inu: l.RuthFuchs, A-Þýzkal. 63.88 2. J.Todten, A-Þýzkal. 62.54 3.Kathy Schmidt, USA 59.94 4.LutvianMollovaBúlg. 59.36 HEIMSMET 0G 0L-MET Mayumi Aoki, Japan setti nýtt heimsmet i 100 m flugsundi kvenna. Hún synti vegalengdina á 1.03,34 sek. Bandarisku stúlkurn- ar komust ekki á verðlaunapall- inn, en þær urðu i 4. 5. og 6. sæti. Úrslit urðu þessi. 1. Mayumi Aoki, Japan 1.03.34. 2. Roswitha Beier, A-Þýzkal. 1.03.61. 3. Andrea Gyarmati, Ungverja- landi 1.03.73. Ástralska sqndstjarnan Shane Gould, setti nýtt heimsmet i 200 m fjórsundi kvenna, hún synti á 2.03.56 sek. Annars urðu úrslit þessi: l.ShaneGould, Astraliu 2.03.56. 2. Shirley Babashoff, USA 2.04.33. 3. Keena Rothhammer, USA 2.04.92. I 400 m fjórsundi karla var OL- metið tvibætt i úrslitasundinu. Það gerðu sigurvegarinn Rick Demont frá USA, 4.00.26 sek og Brsdford Cooper frá Astraliu, 4.00. 27 sek. Þriðji maður i sund- inu varð Steven Genter frá USA, hann synti á 4.01. 94 sek. Þá var einnig tvibætt ÓL-met i 3000 m hindrunarhlaupi, undan- rásum. I fyrsta riðli hljóp Tapio Kantanen frá Finnlandi á 8.24. 8 sek., en.á eftir honum kom i mark hinn frægi Keino frá Kenya, en landi hans Amos Biwott, bætti svo met Finnans, þegar hann hljóp i 4. riðli — Biwott hljóp á 8.23.8 sek. Silvia Chivas frá Kúbu, náði bezta timanum i 100 m hlaupi kvenna i milliriðlum, hún hljóp á 11.22 sek., næst bezta tima náði Iris Davis frá Bandarikjunum 11.27 sek. TVEIR 1. DEILDAR- LEIKIR UM HELGINA Leikir þeir, sem áttu að fara fram á Laugardalsvellinum um helgina i 1. deildarkeppninni, hafa verið færðir á Melavöllinn. Astæðan fyrir þessu er að Laugardalsvöllurinn hefur farift mjög illa í rigningunum að undanförnu. Leika þvi Vikingar gegn Skagamónnum á Mela- vellinum í dag kl. 16.00 og Fram og KR leika þar á morgun kl. 17.00. Búast má við að þessir leik- ir verði mjög skemmtilegir og geta þeir ráðið úrslitum, hvaða lið vinni islandsmótið og hvaða lið falli í 2. deild i ár. Ef Vikingsliðið, sem hefur ekki tapað gegn Skagamönnum á Melavellinum, vinnur leikinn i dag, þá er liðið komið með jafn mörg stig og KR, verður þvi leik- ur liðanna um næstu helgi hreinn úrslitaleikur um fallið. En ef KR- liðið vinnur Fram, þá dugar lið- inu jafntefli gegn Viking. Fram- liðið, er svo að segja búið aö vinna 1. deildina, ef liðið sigrar KR og má búast við að Framarar selji sig dýrt gegn KR. Einn leikur fer fram i Vestmannáeyjum um helgina, þar mæta heimamenn Valsmönnum. Eyjamenn eru nú i miklu stuði og hafa þeir ekki tap- að fimm siöustu leikjum sinum i deildinni. Nú er það spurningin, tekst Val að sigra Vestmanneyja- liðið, en það er eina liðið i 1. deild, sem getur veitt Fram keppni um Islandsmeistaratitilinn i ár. Staðan er nú þessi i 1. deild: Fram 11 6 5 0 26:16 17 Vestmeyjai- 11 6 2 3 32:20 15 Akranes 12 6 1 5 22:18 13 Keflavík 12 4 53 20:20 13 Breiðab'iik 12 4 3 5 12:20 11 Valiur 10 3 4 3 18:17 10 KR 12 3 2 7 16:22 8 Víkirigw 12 2 2 8 18:21 6 Markhæstu menn: TómasPálsson, IBV 13 Eyleifur Hafsteinss., íA 10 Ingi B. Albertsson, Val 10 Erlendur úr leik 19 köstuðu yfir 59 m Erlendur Valdimarsson, komst ekki áfram i kringlu- kastkeppninni, hann kastaði aðeins 55,38 m. Nitján kepp- endur komust áfram I keppninni, en það þurfti að kasta kringlunni yfir 59 metra. Lengsta kastið átti hinn keppnisharði Tékki, Ludvik Danek, hann kastaði kringlunni 64,32 m. Vand- ræðabarnið sænska Ricky Bruch, átti fimmta lengsta kastið 61,24 m,, en á eftir honum kom svo Jay Silvest- er frá Bandarikjunum. Heimsmethafar úr leik í 100 m hlaupinu Ileppnin virðist ekki vera með bandarisku 100 m. spretthlaupurunum. Heims- methafarnir (9,9 sek) Eddie Hart og Ray Robin- son, eru báðir úr leik, Robin- son.sleit vöðva í riðlakeppn- inui. örlög Hart voru frekar brosleg, hann tók „strætó" á leið sinni til keppni i milli- riðlunum, en á leiðinni lenti strætisvagninn i umferðar- teppu — þegar Hart kom svo loksins á leikvanginn, var keppnin i milliriðlunum bú- in. Verður þvi aðeins einn Bandarikjamaður sem held- ur heiðri lands síns i 100 m. hlaupinu, er það mjög sjald- gæft, þvi að 100 m. hafa verið bandarisk grein á OL. Ro- bert Taylors hleypur fyrir Bandarikin i úrslitahlaup- iiiu. Fær Spitz sjö gullverðlaun? Bandariska sundstjarnan Mark Spitz er nú búinn að slá nýtt Olympiumet — hann hefur hlotið fimm gullvcrð- laun og er fyrsti einstakling- urinn.scm hlýtur fimm gull- peninga á ÓL-leikum. Spitz er samt ekki búinn að segja silt siðasta orð á Olympiu- lcikunum i Miinchen, þvi að hann á eftir að keppa i tvcimur greinum og á hann þvi möguleika að hijóta sjö gullverðlaun. Kvennaknattspyrna um helgina Fjórir leikir verða leiknir i Islandsmóti kvenna i knatt- spyrnu um helgina. Tveir leikir verða leiknir i dag og tveir á morgun — liðin sem mætast eru þessi: Laugardagur i. sept. Grindavfkurvöllur kl. 15.00 Grindavfk — Haukar Hafnarfjarðarvöllur kl. 15.45 FH - Breiðablik sunnudagur 3.sept. Þróttarvöllur kl. 14.00 Þróttur — Fram Keflavikurvöllur kl. 14.00 Keflavik — Ármann Nýtt íslandsmet Friörik Guðmundsson, setti nýtt islandsmet, þegar hann keppti i 400 m. skrið- sundi á Olympiuleikunum. Hann varð siðastur i sinum riðli, en sá sem sigraði i riölinum, setti nýtt heims- met, sem stóð aðeins i nokkr- ar min. Bikarkeppni KKÍ Bikarkeppni Körfuknatt- leikssambands Islands hefst nú i september. Þátttökutil- kynningar sendist KKl fyrir 7.september n.k. ásamt 1000 kr. fyrir hvert lið. K.K.Í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.