Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 2. september 1972 UM TRYGGINGARVIKUR OG VINNUAFLSAFKÖST 1 leiðara Alþýðublaðsins 30. ágúst s.l. er rætt um framleiðni i landbýnaði og m.a. vikið að grein, sem undirritaður skrifaði i Morgunblaðinu nýlega, en þar var talið, að tölur i skýrslum Hagstofu tslands um tryggingar- skyldar vinnuvikur i landbúnaði væru ekki óvéfengjanlegur mæli- kvarði á vinnuaflsnotkun i at- vinnuvegunum. Leiðarahöfundur hneykslast mjög á þvi, að upplýs- ingar Hagstofunnar séu dregnar i efa. Raunar gerði ég það alls ekki að öðru leyti en þvi, að ég taldi ákvæði tryggingarlaganna, sem Hagstofunni er skylt að fara eftir, orka tvimælis sem grundvöllur að mati hins raunverulega vinnuafls i landbúnaðinum Greinilegt er, að leiðarahöfundur hefir alls ekki skilið, hvað ágreiningur um vinnuaflsnotkun i landbúnaði og þar með svo kölluð „vinnuaflsaf- kösf'snýst um. Hins vegar skort- ir hann ekki trii og tekur sér fullt i munn. Bændur og skyldulið þeirra, eiginkona og börn á aldrinum 12- 16 ára eru tryggð við landbúnað- arstörf, nema þau óski sérstak- lega, að svo sé ekki gert. Þessi trygging er hin almenna slysa- trygging almannatrygginganna og mun fátitt, að bændur biðjist undan henni fyrir sig og sina, ' jafnvel þótt þeir vinni önnur störf jafnhliða búskapnum, enda er tryggingin ódýr. Gamalt fólk á sveitaheimilum, sem hefur ein- hverjar tekjur af landbúnaðinum, er sömuleiðis tryggt. Lágmarks- trygging er 13 vikur, ef fólkið er talið vinna fyrir fæði sinu. Ef þvi er greitt kaup, iengist tryggingartiminn i hlutfalli við kaupgreiðsluna. Ef gamalt fólk er talið þálttakendur i sjálfum búrekstrinum er aðalreglan, að það sé tryggt allt árið. Fólk vill njóta þessarar tryggingar. Slys geta hent, hvort sem menn vinna meira eða minna við búskapinn og flestir vilja hafa sitt á þurru gagnvart tryggingunum, enda mönnum fullkomlega frjálst að tryggja sig fullri tryggingu. Yfir- leitt sjá menn þvi enga ásta'ðu til aðsegja þessum tryggingum upp, þó önnur störf en landbúnaðar- störf seu unnin jafnhliða búskapnum. Þegar ákveðið er verðlag land- búnaðarvara, er samkvæmt lög- um áætluð vinnuaflsþörfin við bú af ákveðinni stærð og samkvæmt þvi er kaup bóndans ákvarðað i verðlagsgrundvellinum. Það er rétt hjá leiðarahöfundi Alþýðu- blaðsins, að fulltrúar bænda hafa talið kaupgjaldsliðinn of naumt skammtaðan. En allir hljóta að skilja, að með ákvörðun kaup- gjaldsins og annarra gjaldaliða verðlagsgrundvallarins er búið að ákveða með samningum i aðalatriðum hlutdeild bænda- stéttarinnar i þjóðartekjum. Árferðissveiflur og þar með mis- munandi mikil notkun rekstrar- vara getur þó breytt þessu veru- lega frá ári til árs. Þegar lærðir menn fara svo að tala um „vinnu- aflsafköst" i landbúnaði þá tel ég það að mestu út i bláinn, þvi að þessi afköst eru nánast ákveðin við samningaborð. Eins og fyrr segir, er ég leiðarahöfundi Alþýðublaðsins sammála um, að vinnuþörfin sé vanmetin i verð- lagsgrundvelli, en að minum dómi ofmetin, ef byggt er á skýrslum um tryggðar vinnuvik- ur. Ef leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins er reiðubúinn að berjast fyrir þvi, að bændastéttinni sé greitt kaup i samræmi við fjölda tryggðra vinnuvikna, skal ég verða siðasti maður til að bregða fæti fyrir þá viðleitni. En ég mót- mæli þvi harðlega, að réttmætt sé að nota gjörólikar og ósambæri- legar tölur við ákvörðun kaups annars vegar og mat á afköstum hins vegar. Min skoðun er sú, eins og áður hefur fram komið, að framtaldar tryggingaskylda'r vinnuvikur séu rangur mæli- kvarði á raunverulega vinnuafls- notkun i landbúnaði. Vil ég nú leitast við að finna þeim orðum minum nokkurn stað. Mjög margt gamalt fólk hefur að einhverju leyti tekjur af land- búnaði og er tryggt allt árið. Þvi miður er ekkí til nein rannsókn á þessum þætti tryggingarmála svo ég viti, en til að fá órlitla hug- mynd um þetta gerbi ég fyrir- spurn um hjón, sem ég þekki. Bóndinn er fæddur 1888 og býr með syni sinum og tengdadóttur. Kona eldri bóndans er fædd 1892 og hefur verið að mestu rúmföst heima hjá sér nokkur undanfarin ár. Spurningu minni svaraði við- komandi starfsmaður skattstjóra á þessa leið: „Þessi hjón eru tryggð samanlagt 104 vikur á ári við landbúnað. Þau hafa allar sin- ar tekjur af landbúnaði, aðrar en ellilaun. Þessi ákvörðun um fjölda tryggðra vinnuvikna, er i samræmi við reglur okkar, enda hefur bóndinn ekki óskað eftir, að trygging verði felld niður". Sumum kann að finnast, að dæmi sem þetta sé litið sönnunar- gagn. En ef við litum á þá stað- reynd, að meðalaldur þeirra, sem landbúnað stunda, er mjög hár, hlýtur mönnum að vera ljóst, að afköstin fara ekki endilega eftir fjölda tryggðra vinnuvikna. Þetta er einmitt ein orsök þess ósam- ræmis, sem vissulega er á milli tryggðra og að fullu greiddra vinnuvikna i landbúnaði. Mjög margir bændur vinna önnur störf jafnhliða búskapnum. Þó mun það misjafnt eftir lands- hlutum og ýmsum aðstæðum. Þessi störf eru t.d. ýmis félags- málastörf, byggingarvinna, bil- akstur, kennsla, vegagerð, stjórnun vinnuvéla, sjómennska, slátrun og ýmislegt fleira. Nær undantekningalaust munu bænd- ur og skyldulið þeirra njóta fullr- ar tryggingar við búskapinn og þar með greiða full slysatrygg- ingagjöld, þótt önnur störf séu unnin, jafnvel meginhluta ársins. Ég beindi spurníngu til starfs- manns skattstjóra um þetta efni. Svar hans var á þessa leið: „Sem dæmi skal nefna, að N.N. hafði á s.l. ári 288 þúsund króna tekjur, utan heimilis og aðeins 30 þúsund króna nettótekjur af landbúnaði. Þessi bóndi og kona hans eru tryggð samtals 104 vikur við land- búnað og 15 ára sonur þeirra i 13 vikur. Hjónin hafa tæplega meðalbú, en kaupa meginhluta vinnunnar við búreksturinn og greiða auðvitað slysatrygginga- gjöld af þeirri vinnu". Þau eru að visu mörg dæmin, þar sem bóndi hefur meirihluta tekna sinna utan heimilis, en þó er hitt miklu algengara, að þetta sé i minni mæli, aðeins nokkrar vikurá ári, og oft ekkert. Aðalat- riðið er, að tryggingin fellur ekkí niður, þótt unnið sé utan heimilis. Eitt atriði vil ég þó enn nefna, sem skiptir verulegu máli, en það er vinna bóndans vib fjárfesting- arframkvæmdir á bújörð sinni. Margir bændur vinna mikið við byggingar og ræktun og þessi vinnuaflsnotkun er ekki talin sem framlag landbúnaðar til þjóðar- búsins. Þetta vinnuframlag bónd- áns er þó beint framlag til lækk- unar landbúnaðarvöruverðsins, þar sem afskriftir útihúsa og ann- arar fjárfestingar i landbúnaði eru sáralágar og hafa litil áhrif á vöruverð. Hinar miklu fram- kvæmdir i sveitum landsins á undanförnum árum hafa að veru- legu leyti byggzt á þessu vinnu- framlagi, og enginn dregur það frá i útreikningi tryggðra vinnu- vikna. Þá má benda á, að i landbúnaði eru atvinnurekendurnir sjálfir og skyldulið þeirra meginþorri hinna tryggðu gagnstætt þvi, sem tiðkast i öðrum atvinnugreinum. Margt fleira mætti nefna i þessu sambandi. Erfitt er t.d. að meta framlag eiginkvenna og barna til búrekstrar. Eitt held ég þó, að sé óvéfengjanlegt, og það er, að ákvörðun fjölda tryggðra vinnuvikna fer fram með allt öðr- um hætti i landbúnaði en öllum öðrum atvinnugreinum. Það eitt ætti að nægja til að útiloka samanburð á „vinnuaflsafköst- um" við aðrar stéttir byggða á þessum grunni. Ég get skiliö aö Íeiðarahöfundi Alþýðublaðsins blöskri sú óskammfeilni að draga i efa niðurstöður manns eins og Björns Matthiassonar. Leiðarahöfundi virðist ekki Tómasareðli i blóð borið. En samt hefði ég viljað mælast til að hann staldraði við stundarkorn og leiddi rétt sem snöggvast að þvi huga sinn, hvort ásakanir hans um greindarskort og höfnun stað- reynda kunni ekki að hitta i önnur mörk en að var beint. 30/8 1972 Ingi Tryggvason. Charly. Leikstjóri: Raplh Nelson Handrit: Stirling Silliphant, byggt á „Flowers for Algernon" eftir A. Keyes. Tónlist: Ravi Shankar Kvikmyndari: Arthur Ornizt. Sýningarstaður: Austur- bæjarbióJBandarisk frá 1900, i litum og með islenzkum texta. R. Nelson hefur áður tekiö fyrir óvénjulegt efni, sem aðrir leikstjórar virðast ekki finna köllun til að glima við, „Liljur vallarins" gerð 1965 var sýnd hér i Tónabiói, við góðar undirtektir. Þessi afar óvenjulega saga um vangefinn mann sem gengur undir að- gerð og öðlast fullt vit um tima, aðeins til þess að glata þvi aftur, er mjög vel gerð, og Íýsir ekki hvað sizt, grimmi- legum viðhorfum hinna „heil- brigðu". Handritið er frábær- lega gott, enda samið af Stirl- ing Shilliphant sem hefur gert nokkur góð handrit (t.d. „In the heat of the night"). Kvik- myndun Ornizt er vönduð og sérstæð, hann notar „split screen" hófsamlega og nær góðum áhrifum. Sama er hægt að segja um tónlist Shankars, sem er með Austurlandablæ. Cliff Robertson leikur vanvit- ann af miklum skilningi og innlifun. Hann túlkar lika sár- sauka hans. þegar hann öðlast skilning á veröldinni i kring- um hann og sér hvarvetna heimsku og grimmd. Hann er ákaflega næmur á hárfin til- brigði i hegðan hans, göngu- lagið. hvernig hann talar, og heldur á blýanti eins og þriggja ára barn. Claire Bloom leikur sálfræðing sem vill koma Charly til þroska, að visu vill hún honum vel. en þegar á herðir hefur hún i fyrstu nákvæmlega sama við- horf og aðrir „heilbrigðir" „ bölvaður vanvitinn þinn" seg- ir hún i reiði sinni. Nelson sýnir okkur leitandi mannveru eftir þekkingu og' þroska, e.t.v. trúum við ekki svo af- skaplega á „gáfur" Charlys en allir hljóta að dáðst að þvi hvernig hann tekur óum- flýjanlegum örlögum með karlmennsku og rósemi. Myndin er nokkuð hæg og hefði grætt meira á klippingu, sérstaklega fyrst framan af, og vel hefðu mátt missa sig umræður visindamannanna um mýsnar og fleira. En þetta er vönduð mynd. um mjög óvenjulegt efni. Ég vil hvetja alla heilbrigba ab fara og sjá hana til að fá svolitla innsýn i lif þeirra sem minnst mega sin i heiminum. Þeir geta ekki einu sinni borið hönd fyrir höfuð sér og eru hafðir að skotspæni af „heilbrigðu fólki". P.L. Johan Borgen til vinstri og með honum Kjell Johanssen blaðamaður hjá Arbeiderbladet i Noregi. ÁHUGASAMUR FRÉTTARITARI Á ALÞINGIS- HÁTÍÐINNI 1930 Þeir Johann Borgen og Nordahl Grieg voru báðir fréttaritarar norskra blaða á alþingishátiðinni á Þingvöllum 1930. Nordahl Grieg fórst i heimsstyrjöldinni eins og öllum islendingum er minnis- stætt, en Johann Borgeri er enn á lifi. Hann hefur fyrir skömmu rifjað upp fréttaritarastörf sin á islandi, árið 1930. Frásaga hans er á þessa leið: A þessum árum var f jarskipta- samband milli Islands og Noregs ekki sem ákjósanlegast. Maður varð að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þess vegna gat ég mér til um það, hvað fulltrúi Norðmanna myndi segja á Þingvöllum við setningu hátiðarinnar, kom mér i kunningsskapv^lskulega stúlku, sem annaðist skeytasendingar til útlanda, og sendi allt saman með góðum fyrirvara. Nordahl Grieg fór öðru visi að. Hann beið þess af samvizkusemi, að atburðirnir gerðust, en þá var ösin lika orðin'svo mikil, að hann kom engu skeyti til Noregs, svo að blað hans gat ekki birt stakt orð um þessa litriku og sögulega atburði á Þingvöllum. En frásögn min birtist,mér og öðrum til mikillar skelfingar, fjórum dögum áður en það gerð- ist, er ég var að lýsa. Svona eiga blöð og blaðamenn að vera. Þanníg mun þó Johan Borgen ekki hafa tekið til orða árið 1930, þó að honum þyki nú gaman að rifja þetta upp. Minningargjöf til Prests- bakkakirkju í Hrútafirði Sunnudaginn 6. ágúst var PrestsbakkakirkjUjVÍð guðsþjón- ustu.afhent vandað rafmagnsorg- el, sem minningargjöf um hjónin Sigfús Sigfússon (+'58) fyrrum bónda að Stóru Hvalsá og konu hans Kristinu Gróu Guðmunds- dóttur ( + '62) og tvær dætur þeirra Salóme Sigfriði ( + '23) og Sólbjörgu (+'47). Gefendur eru 12 börn þeirra hjóna, en þau eru: Guðmundur, Hans Hallgrimur, Anna Helga, Steingrimur Matthias, Lárus, Guðrún Sigrið- ur, Garðar, Eirikur, Haraldur Gisli, Maria Guðbjörg, Salóme Sigfriður og Þorbjörn Sigmundur. Það gleður óneitanlega, er þessi stóri systkinahópur, er ólst hér upp i byggðinni hugsar til kirkjunnar með hlýhug og lætur hana njóta, er þau vilja minnast látinna ástvina. Gjöfin, hinn góði gripur, er vel valin, bæði með tilliti til þarfa kirkjunnar hér, sem aðeins átti gamalt og slitið orgel og með til- liti til foreldranna kæru, sem börðust hér áfram af elju og dug með barnahópinn sinn stóra, einnig höfðu Stóru-Hvalsár-hjón- in bæði yndi af söng og báru ávallt hlýjan hug til kirkjunnar, það sama má segja um gefendur, börnin frá Stóru-Hvalsá voru öll söngelsk og kirkjuvinir. Eins og kemur fram i gjafa- bréfi systkyninna, er að vona, að þessi gjöf verði söfnuðinum hér til hvatningar og kirkjunni til bless- unar i starfi. Vil ég hér fyrir kirkjunnar hönd færa gefendum alúðarþakkir afyrir kærkomna gjöf og velvilja til Prestsbakka- kirkju. Athöfnina i Prestsbakkakirkju þann 6. ágúst má að vissu leyti iita á sem ártið hinna látnu ást- vina.þvi þeirra var minnzt með þökk. bæn og hinn fegurstu minn- ingarg.jöf. Við guðsþjónustuna i kirkjunni, söng kór kirkjunnar undir stjórn Steingrims Sigfússonar og i lok messunnar lék Steingrimur nokk- ur lög á orgelið, m.a. eitt lag eftir sjálfan sig, og gaf söfnuðinum þannig tækifæri til þess að kynn- ast betur eiginleikum og getu hins nýja hljóðfæris, einnig söng kirkjukórinn i messulokin nokkur viðbótarlög undir stjórn Stein- grims. Færi ég hér kirkjukórnum og Steingrimi góðar þakkir fyrir framlag þeirra á þessari góðu stund. Ég vil geta þess hér, að mjög ánægjulegt var að hafa hinn góðkunna tónlistarmann, Stein- grim, mitt á meðal okkar og hlusta á leik hans, en Steingrimur er nú organisti i Húsavikurkirkju og stjórnandi tónlistarskólans þar. Ég veit að söfnuðurinn hér er gefendum hins góða hljóðfæris mjög þakklátur og þakklátur öll- um þeim, sem lögðu sinn skerf fram til þess, að stundin i kirkj- unni þennan sunnudag var ánægjuleg. Yngvi Þórir Árnason. ^mr-r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.