Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SÍMI: 26660 RAFIBJAN SÍMI: 19294 c 199. tölublað — Sunnudagur 3. sept. —56. árgangur. Stórfé til heilsugæzlu í Skagafirði GÓ—Sauðárkróki. Kona á níræöisaldri, einhent og nær blind oroin og hefur allmörg ár dvalizt i ellihjúkrunardeild sjúkrahússins á Sauðárkróki, hefur gefið einhverja mestu gjöf, sem einstaklingur hefur Iagt aö mörkum til heilbrigðismála i landinu: Þrjár milljónir króna. Þessi gjöf er þeim mun stór- kostlegri, aö þessi kona hefur ekki haft nein útispjót til auðsöfn- unar um dagana, ogfémuni sina, hefur hún dregiö saman meö eigin elju, iöni og sparsemi. Gefandinn, Guðrún Sveins- dóttir frá Bjarnastaðahlið i Vesturdal, fæddist 30. maf 1890, dóttir Þorbjargar Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Litlu-Hliö og Sveins Guömundssonar úr Svartárdal, yngst fimmtán systkina. Nii eru aðeins á lifi tvær systur af þessum mikla systkina- hópi. Guðrún fór kornung i Kvenna- honum tvo vetur, 1905-1907, en lauk siöan prófi i Kennara- skólanum 1908. Sama ár hóf hún kennslu á Stóra-Hrauni i Flóa, aöeins átján ára gömul, en ári siðar sneri hún heim á æsku- stöövarnar og kenndi börnum i Lýtingsstaðahreppi i nitján ár. Kennslu stundaði hún jafnan siðan i Skagafirði allt fram til ársins 1962, er hún lét af þeim störfum vegna sjóndepru. Gjöf sina hina miklu afhenti Guðrún formanni Krabbameins- félags Skagaf jarðar og Hjarta- og æðaverndarfélags Skagafjarðar hinn 19. ágúst. Fylgdi henni gjafabréf, þar sem kveðið er á um það, aö með gjöf hennar skuli stofna sjóð til . styrktar starf- semi þessara félaga i Skagafirði, og skal gjöf Guðrúnar vera stofn- framlagið. Stjórnarmenn ifélögunum, sem fjöfina fengu, Héldu Guðrúnu hóf ennan sama dag og þökkuðu henni rausn og stórhug. Þar ávörpuðu hana, Ólafur Sveinsson sjúkrahiislæknir, formaður félaganna, Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður, Halldór Jónsson forseti bæjar- stjórnar Sauðárkróks, Óskar Magnússon á Brekku og Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum. Þess má að lokum geta, að þetta er ekki fyrsta gjöfin, sem Guðnín lætur af hendi rakna. Hún hefur sýnt sjúkrahúsi Skag- firðinga mikla ræktarsemi og gaf fé til þess, er það var i smiðum. Hún hafði mikinn hug á skógrækt, vann mjög að stofnun skóg- ræktarstöðvar i Varmahlið og fékkst við gróðursetningu á mörgum stöðum i héraðinu. Loks er þess að geta, að tveim kirkjum Skagfirðinga, Goðdalakirkju og Sauðarkrókskirkju, gaf hún messuklæði. lUm hádegisbilið í dag máttil 'heyra hvar brezkur blaða-l 'maður um borð i brezkum I 'togara sendi út frétt þess I 'efnis, að varðskipið Ægir' 'hefði gert árangurslausar j [tilraunir til að klippa á tog-j Jvíra brezks togara, sem varj ¦ að veiðum 29 sjómilur innan . |50mflna takmarkanna. I'iin-. |inn hafði samband við land-| |helgisgæzluna, og hafði tals-| jinaoiii- hennar ekki heyrt um j Iþetta, og vildi hvorki stað-j Ifesta það né neita þvl. Lik-| llegt- má þó telja, að varð-1 Iskipið hafi aðeins verið að I Igæta að nafni og númeri tog-1 larans. - Guðrún Sveinsdóttir frá Bjarnastaðahlíð. ólafur Sveinsson sjúkrahúslæknir tekur við gjafabréfinu. Við hliðina á Guðrúnu situr Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum Bretar á íslandsmiðum: DULMAL A SERST0K- UM BYLGJULENGDUM KJ—Reykjavík Landhelgisgæzlan skrifar stöðugt upp fleiri og fleiri togara, sem' eru að veiðum innan við 50 milurnar. og alls munu nú 37 Bretar vera komnir á skrá hjá Landhelgisgæzlunni, en auk þess hafa varðskipsmenn séö til ferða fleiri skipa, og hafa þau þá verið á siglingu, en ekki að veiðum. Fyrir Austurlandi austur af Gerpi hefur gæzlan fengið upp- lýsingar um 23 brezka togara, auk þeirra 11, sem voru út af Straumnesi og þriggja, sem voru I mynni ísafjarðardjúps. Vestfirzkir sjómenn hafa kvartað undan ágengni brezkra togara i kring um Vestfirði, og mun varðskip athuga það mál nánar. Svo virðist sem Vestur-Þjóö- verjar hafi fært sig eitthvað til, eftir að landhelgin var færð út, og séu ekki mikiö innan landhelgi, þvi 12 vestur-þýzkir sáust út af Reykjanesi, og voru þeir flestir utan við 50 milurnar á föstudags- kvöldiö. t gær var landhelgisflugvélin á lofti, til að kanna togara á miðunum umhverfis landiö, og einnig eru varðskipsmenn stöðugt að störfum um borð I skipunum, til að afla glöggra upplýsinga um veiðar innan 50 milnanna. Svo sem venja er, þá senda varp- skipin allt frá sér á dulmáli, og tekur þvi alltaf nokkurn tíma fyrir höfuðstöðvarnar i Reykja- vik að fá upplýsingar. Varðskipin tilkynna togurunum ef þeir eru að veiðum innan 50 milnanna, en að ööru leyti er ekkert aðhafzt. Dulmál hjá Bretum lika Oft hefur verið hægt að fylgjast mjög náið með samtölum brezkra togaraskipstjóra úti á miðunum við tsland, en nú orðið nota skiptstjórarnir sérstakar bylgju- lengdir og auk þess hafa þeir sérstakt dulmál til að gefa upp nafn, staðarákvörðun og aðrar upplýsingar. kæli- skápar * XtovöubUuuAéAeuw. hJt RAFTÆKJADÉILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Peter Scott: „Kannski gott, að ég komst ekki að Mývatni" SJ—Reykjavik. „Það er enn sem fyrr ein- læg ósk min að Þjórsárver verði ekki sett undir vatn. Það yrði óbætanlegt tjón hvað fuglallf snertir og einn- ig álit ég, að orðstlr tslend- inga bíði hnekki við slfkar framkvæmdir". Þessi orð lét Peter Scott hinn þekkti brezki fuglafræð- ingur falla i viðtali við Tim- ann nú fyrir helgina, hann var hér á ferð með skemmti- ferðaskipinu Lindblad Explorer. „Þjórsárver eru ekki að- eins merkileg hvað fuglalif snertir, heldur einnig fyrir óvenjulegt gróðurfar", sagöi hann. — Hver er skoðun yðar á þeim þrem mismunandi áætlunum, sem gerðar hafa verið i sambandi við Þjórs- árver og virkjunarfram- kvæmdir? — Þær eru allar slæmar — framkvæmd hverrar ein- stakrar myndi aðeins valda mismunandi miklu tjóni, eft- ir þvi hver yrði valin. En til allrar hamingju virðist þetta mál liggja I láginni eins og er. — Hefur gæsum fækkaö i verunum? — Nei, stofninn er að visu I lægð nú, en þeim hefur fjölg- aö að undanförnu, þegar litið er burt frá þvi. — Hvað segið þér um fuglalif við Mývatn? —Ég ætlaði til Mývatns, þegar skipið hafði viðdvöl á Akureyri fyrr i vikunni, en komst ekki. F:g hef ekki komið i Mývatnssveit siöan kisilgúrverksmiöjan var reist. Það var kannski eins gott, að ég komst ekki þang- að núna, ég óttast að þar hefðu beðið min sár von- brigöi. Það er ekki langt bili milli brezku togaranna á miðunum. Tlmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.