Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. september 1972 má N_ (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns i Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gislasoni, ■ Ritstjórnarskrifý : stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.!; : Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs-: j ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald: : 225 krónur á mánuöi innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-(: takiö. Blaðaprent h.f. Að loknu einvígi aldarinnar Lokið er i Reykjavik einhverju sögulegasta einvigi, sem háð hefur verið um langt skeið. I næstum tvo mánuði, sem það stóð yfir, bar meira á forsiðum heimsblaðanna á frétta- skeytum frá Reykjavik en flestum borgum öðrum. Moskva og Washington hafa oft orðið að lúta i lægra haldi fyrir Reykjavik i þessum efnum. Meira að segja Olympiuleikarnir skipa ekki slikan öndvegissess á siðum heimsblað- anna og keppni þeirra Fischers og Spasskýs. Allt bendir til, að einvigi þeirra Fischers og Spasskýs muni ekki aðeins vekja slika athygli um stundarsakir, heldur eigi það eftir að verða sögufrægt um langan aldur. Ótvirætt er það sögulegasta skákeinvigi, sem hefur verið háð til þessa dags. Margt hefur orðið til að gera keppni þeirra Fischers og Spasskýs athyglisverða og eftir- minnilega. Þeir eru ekki aðeins mestu skák- menn, sem nú eru uppi. Viðureign þeirra var þvi talin tvisýn. Rússar höfðu um langt skeið verið svo að segja allsráðandi i skáklistinni og haldið heimsmeistaratigninni um langt skeið. Nú fyrst kom til álita^hvort þeir myndu halda tigninni og ekki dró það úr forvitninni, að það var Bandarikjamaður, sem sótti eftir að ná heiðrinum úr greipum þeirra. Sérvizka og aug- lýsingamennska Fischers, studdi svo að þvi að gera einvigið enn sögulegra en ella. Úrslit einvigisins hafa ótvirætt leitt i ljós,að Fischer er nú mesti skáksnillingur heims. Yfirburðir hans eru óumdeilanlegir. En vafa- litið er Spasský sá, sem kemur næst honum, og þvi ekki ósennilegt, að þeir eigi eftir að leiða saman hesta sina aftur. Prúðmennska og drengileg framkoma Spasskýs hefur gert hann jafn hugstæðan og sérvizka Fischers hefur gert hann umdeildan og eftirminnilegan. Spasský getur þvi vel unað ósigrinum, þótt hann yrði að þessu sinni að lúta i lægra haldi fyrir ofurefli. Það er ekki ólikleg tilgáta, að slika athygli hafi þessi heimsmeistarakeppni vakið,að það eigi eftir að valda timamótum i skákiþrótt inni. Hvaðanæfa úr heiminum berast fréttir af stórauknum áhuga á skákiþróttinni. Það er ekki ósennilegur spádómur, að hún eigi fram undan mikinn blómgunartima þess skákáhuga, sem einvigi aldarinnar hefur vakið. Skáksamband íslands á skilið eindregnar þakkir þjóðarinnar fyrir hið mikla starf, sem það hefur leyst af höndum i sambandi við þetta sögulega mót. Mótið hefur verið og verður mik il kynning fyrir ísland. Reykjav. og ísland eiga oft eftir að verða nefnd, þegar skákiþróttina og skáksöguna ber á góma. Það er almannaróm- ur, að skákeinvigið hafi farið eins vel fram og hugsazt gat, þrátt fyrir alla þá miklu erfiðleika semfylgdu þvi, ekki sizt i upphafi. Margir menn hafa þar lagt hönd á plóginn en enginn meira en forseti Skáksambands Islands, Guð- mundur G. Þórarinsson. Það má mjög þakka forustu hans, hve vel þetta mót tókst og hve vel það hefur kynnt ísland. Þ.Þ. TÍMINN 9 Niels Norlund, Berlingske Tidende: í fari Nixons er eitthvað, er erfitt er að sætta sig við En hann hefur með sér tiltrú Rússa og Kínverja Nixon MÉR er að þvi leyti farið likt og mörgum öðrum. að ég hef aldrei kunnað alls kostar vel við Richard Nixon. Við, sem munum valdatima Roosevelts og striðið, getum varla við þvi gert, að okkur er frá stjórnmálasjónarmiði hugleiknara að forsetinn sé demokrati. Við vorum yfirleitt á bandi Trumans, Stevensons og Kennedys, eða þeirra, sem voru andstæðingar Nixons. En að sumu leyti er þetta þó ein- staklingsbundið og stafar ef til vill af framandi geðslagi. 1 fari Nixons er eitthvað falskt. sem erfitt er að sætta sig við. Hvað mig sjálfan snertir kann umhverfið að hafa haft úrslitaáhrif á mig. Ég brenndi mig einu sinni. Ég var alveg hjá Nixon i Chigago i júli fyrir tuttugu árum, daginn, sem hann var valinn sem varafor- setaefni Eisenhowers og mig hryllti við þeim hnitmiðaða. pólitiska fögnuði, sem hann jós i kring um sig. Vist hafði hann ástæðu til að fagna þvi einstæða tækifæri, sem honum var gefið, og það gerði hann svikalaust (og hefir raunar sýnt, að hann kunni að notfæra sér tækifærið,). En hann var hávær, ekki einlægur og hömlulaus i allri kosninga- baráttunni gegn Stevenson um haustið. ÉG var fréttaritari i Washington næstu fjögur ár og kom þvi i minn hlut að vera með annan fótinn i Hvita- húsinu og fylgjast fast með Nixon. En mér geðjaðist aldrei að honum. Ljóst var, að hann rækti vel og dyggilega stjórnmálastarf sitt fyrir Eisenhower. Hann tók að sér návigið i innanlandsmálunum og það var ekki hreinlegt verk á þeim árum. Nixon hafði orðið fyrir valinu sem varaforsetaefni af þvi að hann hafði getiö sér gott orð i Alger Hiss-málinu, þegar upp komst um starfsemi kommúnistahóps i utanrikis- ráöuneytinu fyrir strið. Nixon var þvi eins konar trygging fyrir þjóðlegum áreiðanleika rikisstjórnar Eisenhowers þegar Joseph McCarthy öldungadeildarþingmaður sótti sem fastast eltingaleik- inn við kommúnistadrauga i skrifstofum rikisstjórnar- innar. Erfitt var að gruna rikisstjórnina um að halda verndarhendi yfir kommúnistum i embættis- kerfinu meðan Nixon gegndi starfi varaforseta. MCCARTHY reyndi þó allt hvað hann, gat, en honum veittist æ erfiðara að vekja haldbæran grun. Meðan McCarthyisminn var virkur þáttur i stjórnmálunum tók Nixon að sér að skjóta höfundi hans ref fyrir rass. Þetta losaði forsetann við að ata sig út i stjórnmálaræsinu (en McCarthy var annars heldur meinlitið til Eisenhower af þvi að hann vildi ekki afneita vin- áttu sinni við Sjukov), en þess meira af óþverranum loddi við Nixon. Áróður Nixons gegn kommúnistum var á nokkrum rökum reistur og auðskýran- legur eins og stjórnmálin horfðu við innanlands. En áróðurinn var eigi að siöur hávær og skaut skökku við stefnu Eisenhowers, sem var að reyna að leita fyrir sér um fyrstu samkomulagsumleit- anirnar við Sovétmenn eftir að Stalin var fallin frá. UM þetta leyti og raunar fullan áratug þar á eftir hefði ég verið reiðubúinn að sverja fyrir þann möguleika, að sú stund rynni upp, að ég segði: ,,Ég kysi Nixon i þetta sinn, ef ég væri Bandarikjamaður”. Mig hryllir alltaf við þegar hann fer að tala um Tanja i Leningrad, sem missti alla aðstandendur sina, þegar Þjóðverjar sátu um borgina, en það gerði hann til dæmis bæði i þakkarræðunni i Miami og sjónvarpsræðunni frá Moskvu. Þarna finnst mér hann ,,fara út af hinum megin”, ef svo mætti að orði komast, og mér getur ekki geðjast að aðferö hans, tækni eða hvað sem á að nefna þetta út- reiknaða tilfinningatal, sem hann beitir i ræðum sinum. Ef til vill er hann aðeins að leitast við að dylja það, að hann geti ekki látið i ljós ósviknar til- finningar sinar i ræðum, en þessi skortur á beinleika og hreinskilni geðjast mér illa. Þrátt fyrir þetta kysi ég hann eins og sakir standa ef ég væri Bandaríkjamaður. SEM Bandarikjamaður væri ég þeirrar skoðunar, að hann hefði stuðlað að jákvæðri þróun á svo mörgum sviöum, að mjög sterk rök eða afar glæsta valkosti þyrfti til þess, að ég féllist á aö svifta hann tækifæri til að stuðla að fram- haldi hinnar jákvæðu þróunar og ef til vill að leiða hana til farsælla lykta á einhverjum sviðum. Ég teldi of mikla áhættu i þvi fólgna að skáka Nixon frá og setja NcGovern i staðinn nema vió teldum okkur eiga völ einhverra svo glæstra kosta, að viö teldum áhættuna borga sig. Að minu áliti hefir reynslan fært okkur heim sanninn um, að nokkurn tima og reynslu þurfi til þess, að Sovétmenn komist að niðurstöðu um nýjan, bandariskan forseta og hefji viðræður við hann. Við höfum nú forseta, sem á ekki einungis orðaskipti við Sovét- menn, heldur virðist standa i jákvæðu trúnaðarsambandi við rússneska leiðtoga,.sem ef til vill gæti leitt til annars og meira en fyrsta samkomu- lagsins um vigbúnaðinn. Og i öðru lagi er þessi forseti fyrsti forsetinn, sem hefir tekist að eiga orðaskipti við Kinverja. Ég lit þvi svo á, að þetta sam- band, sem er i mótun, og stefnir aö samvinnu við leið- togana i Moskvu og Peking, krefjist svo mikillar gátar og jafnvægis, að varhugavert væri að skipta um forseta eins og sakir standa. ÉG myndi sem Bandarikja- maður einmitt telja fram- vinduna i Vietnam einhver sterkustu rökin fyrir þvi, að láta Nixon halda áfram að vera við völd i Hvitahúsinu. Norður-Vietnamar vita vel, hve miklu þeir geta fengið framgengt i Suður-Vietnam i samningum við Nixon, en teldu sig efalaust geta fengið McGovern til þess að fallast á meiri tilslakanir en hann teldi sér fært. Bandarikjamenn geta ekki fallist á að stjórn þeirra gefi Suður-Vietnama upp á bátinn án gildra ástæöna. Ef ég ætti atkvæðisrétt neyddist ég til að viðurkenna, að ég virði þá stefnu, sem Nixon hefir fylgt sem forseti. Hann hefir uppfyllt þarfir Bandarikjamanna eins og þær voru þegar hann tók við völdum og leitt þjóðina á margan hátt drjúgan spöl áleiðis. Ég hefi andúð á mann- inum, en ég á erfitt með að rökstyðja hana og skýra, af hverju hún stafar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.