Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 3. september 1972 TÍMINN 13 „Stórbreytingar á Volvo 1973” ÞÓ-Reykjavík. Undanfarna daga hefur Volvo kynnt bifreiðaframleiöslu sina af árgerð 1973. Eins og endranær breytir Volvo iitið útlitinu á bilun- um, verksmiðjurnar ieggja þess I stað meiri áherzlu á að fullkomna öryggisútbúnað bilsins. Þó svo. aö Volvo '73 virðist ekki mikið breyttur i útliti, þá hafa verið geröar meira en 3 þús. breytingar á bilnum frá árgerð 1972. Ein af veigamestu breytingun- um er þó ekki sjáanleg, en það er sérstakur styrktarbiti, sem liggur þvert inni i hurðunum, til þess að taka högg af i hliðarárekstri. Þessi styrking er tekin úr öryggisbil Volvo, sem nú er orð- inn þekktur, og á þessi styrking að minnka möguleikana á meiðsl- um við árekstur á hlið bilsins. Meginbreytingin á Volvo er að þessu sinni sú, að mælaborðið er nú að öllu leyti nýtt. Aflangir mælar, sem þóttu leiðinlegir, eru nú ekki lengur i bilnum, heldur er nú mælaborö, sem er sambland af ferköntuðum og kringlóttum mælum. 4 blástursgöt fyrir mið- stöðina eru nú staðsett i mæla- boröinu, þannig að blása má upp á hliðarrúðurnar, svo og á bil- stjóra og farþega i framsæti. Þau tvö blástursgöt, sem eru i miöj- unni og blása á þá, sem eru i framsætunum, eru algjörlega óháð miðstöðvarkerfinu, þannig að þau geta blásiö köldu lofti á meðan miðstööin blæs heitu lofti að öðru leyti. Allir stjórntakkar fyrir ljós, miðstöð og útvarp eru staösettir fyrir miðju mælaborði, þannig að auðvelt sé aö teygja sig á þá staði með öryggisbelti spennt. Hanzkahólf er nú staðsett uppi i mælaborðinu. Þá er stýrið meö nýju sniði, er það þannig útbúið, að við brjóst- kassanum tekur stór flötur við árekstur, til að varna áverkum við árekstra. Þessi flötur er raun- verulega lok á kassa, þar sem komiö verður fyrir loftblöðru samkvæmt öryggiskröfum fram- tiöarinnar. Einnig er stýrið þann- ig útbúið, aö við árekstur, og ef þrýstingur verður á stýriö, þá getur það svignað niður á við, fyr- ir utan þaö, aö stýrisöxullinn get- ur hrokkið i sundur við árekstur. Stjórn á þurrkum og rúðu- sprautum hefur verið breytt þannig, að þeim er nú stjórnað frá armi á stýrinu til þess að ekki þurfi sleppa höndum af stýri við stjórn þeirra. Þurrkflöturinn á framrúðinnu hefur stækkað, og betra útsýni fæst i rigningu og slæmu skyggni. Skipt hefur verið um áklæöi á sætum. Nú er notað áklæði, sem þolir jafnvel að logandi sigaretta falli i sætin. Afturendi bilsins hefur tekið breytingum, þannig að nú liggja afturljósin flöt i staðinn fyrir lóð- rétt áður. A ljósafletinum eru 4 sjálfstæö ljós, samkvæmt öryggiskröfum framtiðarinnar. Við þessa breytingu hefur aftur- endinn fengið mjög smekklegan og nýjan svip. Framendinn hefur breytzt meö tilkomu nýs „grills” og nýrra stefnuljósa, sem ná út fyrir horn bilsins, og við það sjást stefnu- Ijósin á hlið i myrkri. — Stuðararnir hafa lika breytzt, og eru þeir nú sterkari og með nýju sniði. Mælaboröið i Volvonum hefur tekið algjörum stakkaskiptum, eins og sjá má á myndinni. öryggisflöturinn á stýrinu sézt vel á myndinni. Afturendinn er kominn með nýjan og fallegan svip. A myndinni er Volvo 145. Nýtt „grill" er komið á bilinn, en að ööru leyti taka menn ekki svo mikið eftir breytingunum á Volvonum, fyrr en inn í bílinn er komið. MIÐFJARÐARA VEIÐIFÉLAG MIÐFIRÐINGA auglýsir hér með eftir tilboðum i veiðirétt i Miðf jarðará frá og með 1973. Tilboð þau skulu hafa borizt á skrifstofu Jónasar A. Aðalsteinssonar, hrl. Laufásvegi 12,i Reykjavík fyrir kl. 17.00 hinn 15.september 1972 og munu þau tilboðjsein berast.opnuð þar kl. 17.30 þann dag. Allar nánari upplýsingar , þar á meðal um fyrirhugaðan leigutima, veitir undirritaður. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. F.h. Veiðifélags Miðfirðinga Jónas A. Aðalsteinsson, hrl., Laufásvegi 12r Reykjavik Auglýs endur Ath. aö auglýsingar þurfa að berasteigi siöar en kl. 2 daginn áðuren þær eiga aö birtast. Þeir, sem óska eftir aðstoö við auglýsingagerð þurfa aö koma otieð texta meö 2ja daga fyrirvara. Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 Simar 19523 og 18300 PICKERING... Hljóðdósin | qer/r[ gæfu-muninn* Hún skilar „I 100%| tónflutningi". . . . Það er að segja, hún skilar öllu, sem platan getur skilað. Hvorki meiru né minnu. Þetta er vegna þess að tónsvið Pickering XV-15 hl jóðdósanna er svo einstaklega jafntog gott. Þú heyriröll hljóðfæri hljómsYeitarinnar nákvæmlega jafn vel og upptakan á plötunni getur gefið. Það eralveg ástæðulaust að sætta sig við hljóðdós, sem skilaraðeins 25%... 50% eða jafnvel 75% af upptökunni á plötunni. Þér getið fengið miklu meira en það —eða 100% tónf lutning. Pickering flytur yður allt, sem tekið var upp á plötuna — hvorki meira né minna. Ef þér kaupið yður nýjan plötuspilara, þá veljið rétta Pickering hljóðdós i hann. Setjið Pickering í gamla plötuspilarann. Viðeigum ávallt Pickering hljóðdósir í nærallargerðir plötuspilara. © PICKERING ^ fyrir þá — sem geta | heyrt | muninn Pickering hljóðdósirnar fóst víða í viðtækjaverzlunum Allar frekari upplýsingar hjá Bnar forestueit&lolif Bergstaðastræti 10A — Sími 16995 Pickering & Co. Inc. Dept. GB-1, P.O. Box 11, 1093 i_a Converion, Lausanne, Switzerland

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.