Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 3. september 1972 RftFOEYMAR ARMULA 7 - SIMI 84450 Omurleg kjör færeyskra stúlkna í Kaupmannahöfn r, mm SOXKAK BSrOEYMS þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta I I I Tæhniuer AFREIÐSLA I Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 „SÖNNAK RÆSIR BlLINN^ „Trúboðsgistihúsin I Kaup- mannahöfn ginna til sín kornung- ar, færeyskar stúlkur tii þess að vinna fyrir litil sem engin laun og hafa trúarlega samkennd að yfir- varpi”. Þannig er komizt að orði I grein i danska biaöinu Informat- ion, og er tilefniö bók, sem gefin hefur verið út um kjör og örlög færeyskra stúlkna f Höfn. „Margar þessara stúlkna verða hart úti”, heldur blaöið áfram, „þær eiga við að strföa flesta þá erfiðleika sem verða hlutskipti útlends verkafólks, og trúboös- gistihúsin veita þeim enga hjálp. Stundum eru að vísu haldnar trúarsamkomur, en þangað koma fáar af þessum stúlkum. Þær kúra einar i litlum herbergiskytr- um eða leita út i næturlifiö, sem er á annan veg og miklu viðsjár- verðara en gerist i Færeyjum”. Trúboðsgistihúsin auglýsa eftir stúlkum i færeyskum blöðum, og stundum hafa einstaklingar meöalgöngu. Margir trúa þvi, að öllu sé óhætt i skjóli svona stofn- ana. En forráðamenn trúboðs- gistihúsanna gera ekkert fyrir stúlkurnar, þótt þeir viti mæta- vel, að þeim farnist illa”. Frystiskápar og kistur í úrvaii frá Bauknecht * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraðfrystihólf. X Einangraðar að innan með áli. X Eru með inniljósi og læsingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greiösluskilmálar eða staðgreiósluafsláttur. Leitið upplýsinga strax. o fBaukne cht veit hvers konan þarfnast Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900 Maria Anderson, höfundur bók- arinnar „Færeyskar stúlkur i Kaupmannahöfn”, segir svo frá: „Ég held ekki, að þetta fari skánandi. Mér viröist þvert á móti siga á ógæfuhliö. Sum trúboðsgistihús nota nær þvi ein- göngu færeyskar stúlkur, þvi aö þaö er kostnaðarminnst — þær hafa aldrei neinn félagsskap til þess að rétta hlut sinn. Ég veit ekki, hvort þær fá eftirvinnu borgaða nú, en þaö fengu þær ekki, þegar ég skrifaði bókina”. Forstöðukona trúboðsgistihúss segir: „Viö höfum haft hér færeyskar stúlkur, og þær hafa orðið óléttar og farið til skottulækna. Aö minnsta kosti tvær þeirra voru milli heims og helju í tvo mánuöi, en fóru svo heim, þegar þeim skánaði. Þetta sögðu aðrar fær- eyskar stúlkur mér. En hvaö get- um við gert? Við reynum að fá þær til þess að koma á samkomur hjá okkur, en það þekkjast fáar. Okkur þykir það leiöinlegt, mér og manninum mínum. Og ég þyk- ist vita, að stúlkur, sem hafa gifzt hér i borginni, búi sumar viö mjög erfið skilyrði. Forstöðukonan segir, að yngstu stúlkurnar séu fimmtán ára gamlar, en flestar seytján ára eða litlu eldri. Kaupið hefur til skamms tíma verið sjö til niu hundruð krónur á mánuði. Marg- ar þeirra búa i herbergjum, sem eru svo léleg, að ekki er unnt aö nota þau handa gestum. Fram- leiðslustúlkur eru út af fyrir sig i herbergi, en annars tvær og tvær saman, nema þvottastúlkur eru hafðar þrjár saman. Þær eru ávitaöar, ef þær koma ekki á bænasamkomu á hverjum morgni. Iöulega er þessum stúlkum sagt upp fyrirvaralaust, og sjálfar eru þær barnalegar og auðtrúa og gleypa við þvi, sem útlendingar vilja telja þeim trú um. Að jafnaöi skilja stúlkurnar ekki dönsku nerna til hálfs, þegar þær koma til Kaupmannahafnar, og beri það við, að þær letti lið- sinnis hjá verklýösfélögum eða félagsráðgj., kveinka þær sér viö að segja, að þær skilja oft ekki nema að nokkru leyti, hvaö þeim er ráðlagt. Þær komast mjög fáar i kynni viö færeysku stúdentana i Höfn, og þær una sér ekki i fær- eysku kvenfélögunum þar. Þeim mun fleiri biða skipbrot að meira eða minna leyti. „Þegar færeyskar stúlkur i þjónustu gistihúsanna dönsku, verða vanfærar, eru þær settar i eldhúsin, og eftir það er þeim bannað að láta sjá sig á göngum eða i stigum”, segir yfirljósmóöir á fæðingardeild i Kaupmanna- höfn. Lifeyrissjóður málm- og skipasmiða tilkynnir: Stjórn lifeyrissjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til félagsmanna hans. Umsóknir þurfa að hafa borizt skrifstofu lifeyrissjóðsins, Skólavörðustig 16, Reykjavik, fyrir 1. október 1972, á þar til gerð eyðublöð, sem fást á skrifstofunni og hjá viðkomandi sveinafélögum. Stjórn Lifeyrissjóðs málm- og skipa- smiða, Skólavörðustig 16, Rvik, simi: 2-66-15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.