Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 3. september 1972 Menn og málefni Réttarþróunin er með íslendingum Stcingrimur Steinþórsson ltermann Jónasson Ólafur Jóhannesson Mikilvægur áfangi Stórum og mikilvægum áfanga hefur verið náð i sjálfstæðis- baráttu Islendinga, þar sem er útfærsla fiskveiöilögsögunnar úr 12 milum i 50 milur. islendingar geta vart talizt sjálfstæð þjóð fyrr en þeir eru búnir að ná yfirráðum yfir landgrunninu, engu siður en yfir landinu sjálfu. Svo mikil- vægar eru fiskveiðarnar á land- grunninu fyrir efnahagslega af- komu þjóðarinnar. Með útfærslu fiskveiðiiögsögunnar i 50 milur hefur verið stigiö stærsta skrefið til að tryggja islenzk yfirráð yfir landgrunninu og fiskveiðunum á þvi. Eins og þegar er komið fram, munu útlendir aðilar undir for- ustu Breta, gera tilraunir til þess, með valdbeitingu eða öðrum ráðum, að hnekkja þvi, að út færslan komi til framkvæmda. Þetta getur kostað Islendinga nokkra erfiðleika og fórnir um skeið, en það er sjálfstæðis- barátta, sem enginn Islendingur mun færast undan að heyja. Sú sjálfstæðisbarátta geturþeldur ekki endað nema með fullum islenzkum sigri, ef tslendingar gæta þess aö halda rétt á málum. Margt er það, sem mun létta þessa nýju sjálfstæðisbaráttu og flýta fyrir sigri. Tvennt er þó sennilega einna mikilvægast. Annað er það, að jafnvel hörðustu andstæðingar okkar verða að viðurkenna, að ilslend ingar eru að berjast fyrir lifsaf- komu sinni. Hitt er það að réttar- þróun er öll með Islendingum. Bandarísku land- grunnslögin Sú var tiðin, að ofriki stórþjóða mótaði nær allar réttarreglur á hafinu. bá var búið til slagorðið um „frelsi til fiskveiða”. I skjóli þessa „frelsis” höfðu aðkomu- menn sama rétt og heimamenn sjálfir til að fiska á heimaslóðum strandrikis, utan þröngrar land- helgi, og raunar meiri, þar eð þeir voru oftast búnir betri skipum og veiðitækjum. Þannig voru heima- menn strandrikis oft sviptir lifs- björg sinni. Meö vissum rétti má segja, að stærsta skrefið til að breyta þessu hafi verið stigið af Bandarikja- mönnum eftir siðari heims- styrjöldina. Þá áskildu Banda- rikin sér rétt til allra auðæfa hafsbotnsins út á 200 m dýpi. betta er nú orðin viðurkennd, al- þjóðleg regla, hvað snertir auðæfi hafbotnsins. Fiskveiðiþjóðir sáu það fljótt, að rangt væri að skilja sundur auðæfin i botninum og yfir honum, og þess vegna ætti strandrikið sama rétt til fisk- stofnanna yfir hafsbotninum og auðæfanna i hafsbotninum sjálfum. 1 samræmi við það færðu nokkur riki i Suður-Ameriku lög- sögu sina út i 200 milur. Þau höfðu að visu ekki svo vitt land- grunn, en miðuðu við það, að landgrunn Bandarikjanna er svo breitt, aði þau öðlast viða 200- milna, hafsbotnslögsögu. Þegar fylgt er 200 m. dýpi. Ör réttarþróun Siðan Bandarikin settu lands- grunnslög sin, hefur réttarþróun orðið mjög ör i sambandi við fisk- veiðar. Ný og ný riki hafa tekiö sér stærri eða minni fiskveiðilög- sögu, utan sjálfrar lögsögunnar. Eittstærsta skrefið i þá átt var stigið, þegar tslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út i 12 milur og þorskastriðið fylgdi i kjölfarið. Meirihluti strandrikja heims hefur nú 12 milna fiskveiðilög- sögu eða meiri. Hið merkiiegasta við þessa þróun er þó það, að fleiri og fleiri riki lýsa sig fylgjandi þeirri stefnu, að auðæfin yfir hafsbotn- inum og undir honum heyri saman, og að strandrikið eigi að hafa einkarétt til að hagnýta þessi auöæfi út i allt að 200 milur. Afstaða stórveldanna Stórveldum, sem enn predika „frelsi til fiskveiða” er mjög illa við þessa þróun. bau reyna eftir megni að skilja fiskveiðarnar frá nýtingu hafsbotnsauðæfanna og að kom þvi til leiðar, að um þær gildi aðrar og þrengri reglur. 1 þeim tilgangi hafa þau að undan- förnu flutt tillögur um, að strand- riki skuli hafa forgangsrétt til fiskveiða utan landhelginnar, en ekki einkarétt, og að þessi for- gangsréttur skuli ákveðinn af gerðardómum. Næstum engar likur virðast til þess, að þau verði sigursæl i þessari viðleitni, heldur verði sú stefna ofan á, að strandrikið fái allt að 200 milna einkaréttarlögsögu, bæði varð- andi fiskveiðar og nýtingu námu auðæfa. En svo getur farið, eins og Benedikt Gröndal sagði nýlega i Alþýðublaðinu, að það geti tekið allt að 10 ár að um þetta náist nægilegt samkomulag á alþjóðlegri ráðstefnu. Eftir þvi gátu Islendingar ekki beðið. Verndun fiskstofnanna og hags- munir tslendinga kröföust tafar- lausrar útfærslu islenzku fisk- veiðilögsögunnar. En i sambandi við þá ráöstöfun er óneitanlega mikilvægt að geta bent á, hve hliðholl réttarþróunin er stefnu tslands i landhelgismálinu. Þrándur í Götu Bretum er þaö áreiðanlega vel ljóst, hvert réttarþróunin stefnir i þessum málum.Afstaða þeirra til útfærslunnar nú hefur þvi verið allt önnur en 1958. Þeir hafa ótvi- rætt verið mun fúsari til samninga og samkomulags nú en þá. Margir ráðamenn þeirra - og þar á meðal utanrikisráðherrann — hafa áreiðanlega helzt kosið, að bráðabirgðasamkomulag næðist milli Breta og tslendinga áður en til útfærslunnar kæmi. Sitthvað bendir til' þess að slikt samkomuiag hefði lika náðst, ef landhelgissamningurinn frá 1961 hefði ekki staðið i veginum. Þeir, sem hafa verið óbilgjarnastir i röðum Breta, hafa óspart haldið þvi fram, að þar ættu Bretar rétt, sem þeim bæri að reyna að not- færa sér, áður en til samkomu- lags kæmi, og sjá i verki, hvers virði hann væri. Þeir áttu hér við þann rétt að geta visaö málinu til Alþjóðadómstólsins. Það hefur verið vopn þeirra Breta, sem eru andvigir eðlilegum og sann- gjörnum samningum við Islend- inga, að reyna bæri málskot til Alþjóðadómstólsins áður en lengra væri haldið. bótt Islend- ingar hefðu að visu lýst sam- ninginn úr gildi fallinn, yrðu þeir eigi að siður að beygja sig eða eiga óhægari málefnalega að- stöðu eftir en áður. ef úrskurður dómstólsins gengi þeim i óhag. Áreiðanlega er þetta ein höfuð- orsök þess, að ekki hefur enn náðst samkomulag við Breta, þrátt fyrir ákveðinn samkomu- lagsvilja margra brezkra ráða- manna. Uggur, sem reyndist réttur Bráðabirgðaúrskurðurinn, sem Alþjóðadómstóllinn kvað upp 15. f.m., héfur fullkomlega staðfest ugg þeirra, sem voru andvigir landhelgissamningunum 1961. Þeir óttuðust, að rétturinn reyndist ihaldssamur og tæki meira tillit til gamallar hefðar, sem stórveldin höfðu mótað með yfirgangi sinum, en til nýrrar réttarþróunar. Dómstólnum og hinum öldruðu dómurum hans, yrði rikari i huga hin gamla kenning um „frelsi til fiskveiða” en hin nýja réttarþróun, sem viðurkenndi einkarétt eða mikinn forgangsrétt strandrikisins til fiskimiða sinna. 1 raun og veru fjallar bráða- birgðaúrskurðurinn um for- gangsrétt Breta og Þjóðverja, þar sem þeim er ætlaður sami afli á næsta ári og siðustu fimm árin, enda þótt augljóst sé, að sam- kvæmt öllum aflaspám sérfræð- inga hljóti þetta að stórminnka hlut strandrikisins. tslendingar hafa hafnað þessum úrskurði fyrst og fremst vegna þess, að dómstóllinnn hafi ekki lögsögu i málinu, þar sem samningarnir frá 1961 séu ekki bindandi lengur, sökum upp- sagnar Alþingis á þeim. En þeir geta til viðbótar hafnað honum vegna þess, hve ranglátur hann er. Tefur samkomulag Margt bendir orðið til þess, að Bretar muni komast að raun um, að þessi úrskurður muni ekki reynast eins hagstæður þeim og þeir hugðu i fyrstu. Fyrir Islend- inga sé ekki neinn vandi að hafna úrskurðinum sökum þess, hve ó- sanngjarn hann er. Það geti svo haft megináhrif á framvindu þessara mála á væntanlegri haf- réttarráðstefnu, að úrskurðurinn sýnir ljóslega, hve hættulegt það er strandrikjum að eiga fiskveiði- réttindi sin undir gerðardómum, eins og er nú stefna stórveldanna. Ótvirætt er úrskurðurinn mikið áfall fyrir þessa stefnu. Þrátt fyrir þetta er þó liklegt, að úrskurðurinn tefji fyrir þvi, að samkomulag náist milli Breta og tslendinga, þar sem hinir öfga- fyllri Bretar reyni að halda i hann i lengstu lög og vilji biða eftir frekari úrskurði réttarins áður en samið verði við Islend- inga. Þannig eru landhelgis- samningarnir frá 1961 beint og óbeint meginþröskuldur i vegi þess, að samkomulag náist, ásamt þvi, hve það tekur marga Breta oft langan tima að sætta sig við breytingar nýrra tima og réttarþróun, sem gengur gegn yfirdrottnun stórvelda Aðalforustan Allir islenzkir stjórnmála- flokkar eiga vissulega meiri og minni þátt i þvi, að fiskveiðilög- saga lslands hefur verið færð i þremur áföngum úr þremur milum i 50 milur og jafnframt dregnar nýjar grunnlinur, sem hafa stóraukið fiskveiðilög- söguna. Fyrir Framsóknar- flokkinn er sérstaklega ánægju- legt að minnast þess, að allar þessar útfærslur hafa verið gerðar, þegar hann fór með stjórnarforustu. Steingrimur Steinþðrsson var forsætisráð- herra, þegar fiskveiðilögsagan var færð út 1952. Hermann Jónasson var forsætisráðherra, þegar fiskveiðilögsagan var færð út 1958. ólafur Jóhannesson er forsætisráðherra, þegar þriðja og stærsta útfærslan kemur til framkvæmda. A herðum hans hvilir nú mestur vandinn við framkvæmdina, alveg eins og á herðum Steingrims Steinþórs- sonar 1952 og Hermanns Jónas- sonar 1958. Samstaðan Hugleiðingu þessari þykir rétt að ljúka með niðurlagsorðum ræöu Eysteins Jónssonar á Alþingi 6. april 1971, er hann mælti, sem framsögumaður minnihluta utanríkismála- nefndar, með tillögu þeirri um landhelgismálið, sem þáverandi stjórnarandstöðuflokkar höfðu lagt fram, en hún mótaði þá meginstefnu, að fiskveiðiland- helgin yrði færð út i 50 milur eigi siðar en 1. september 1972. Þáverandi rikisstjórn hafði flutt aðra tillögu, sem var óljós um bæði þessi atriði. Eysteinn Jónsson sagði: „Aftur er svo komið, að við eigum enga völ. Aðeins ein leið er fær. Hún er sú að færa út land- helgina. Þess vegna verðum viö að gera það. Við getum mætt erfiöleikum á þeirri leið, en samt getur það ekki endað nema á eina lund: Með sigri þess málstaðar, sem helgast af lifsnauðsyn, ef við sýnum einurð og þrautseigju, og þjóðin mun einnig eins og 1958 sameinast, þegar á reynir. Ég legg mikla áherzlu á nauð- syn þess, að sem flestir standi saman i landhelgismálinu. Það hefur einnig verið rikjandi skoðun stjórnarandstæðinga undanfarið. bað voru stjórnar- andstæðingar, sem tóku það upp i utanrikismálanefnd Alþingis i nóvember 1969, að samstarfs- nefnd þingflokkanna yrði komið á um landhelgismálið, og það voru stjórnarandstæðingar i utanrikis- málanefnd, sem fylgdu þessu eftir allan veturinn, unz hæstvirt rikisstjórn féllst á þessa aðferð vorið 1970, að setja upp þá sam- starfsnefnd i landhelgismálinu, sem starfað hefur siðan og unnið óneitanlega mikið starf og vafa- Iaust mjög gagnlegt. Það eigum við sjálfsagt eftir að sjá, áður en lýkur. Samstaða náðist að visu ekki, eins og hinar tvær þings- ályktunartillögur bera vott um.... En þótt svo fari, að ekki náist samkomulag um það nú, hvað gera skuli, þá er það bjargföst sannfæring min, að þjóðin muni standa saman sem einn maður um útfærslu landhelginnar, þegar þar að kemur. Það var ekki samkomulag um útfærslu landhelginnar 1958. Langt frá þvi. Það var heiftar ágreiningur. En þjóðin, almenningur i landinu sameinaðist um hana samt. Svo mun enn fara, og það skiptir mestu máli. Almenningsálitið skiptir sem sé mestu máli, þegar allt kemur til alls.” þ þ —II Blaðburðarfólk óskast við eftirtaldar götur: Suðurgata, Túngata, Vlðimelur, Reyni- melur, Laugavegur, Sundlaugavegur, Vogar, Hagar, Vestur- gata, Iláaleitisbraut, Laufásvegur. Einnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7, simi 12323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.