Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 3. september 1972 TÍMINN 15 Konur í Varnarliðið Bandarískur kvenhershöfðingi í heimsókn í herstöðinni f Keflavík Ártúnshöföa og þar verður farm- inum skipað i land i sérstaklega gerða geyma, sem verið hafa i smiðum í sumar. Frá þvi að fyrst var farið að malbika hér á landi um 1912, hefur allt bik verið flutt inn til landsins i tunnum og það síðan brætt i malbilunarvélum. Meö auknum framkvæmdumhafa ver- ið notaðar á milli 200 og 300 tunn- ur á dag, en nú eru þeir dagar liðnir. Siðustu biktunnurnar voru teknar s.l. föstudag, en eftirleiðis verður bikið flutt inn bráðið og geymt i hinum nýju geymum við Artúnshöfða. Þar hafa verið miklar fram- kvæmdir i sumar. Verið er að reisa nýja malbikunarstöð, sem mun að öllum likindum verða til- búin siðar i þessum mánuði. Þá hafa verið smiðaðir tveir stórir geymar, sem hvor um sig tekur um 3600 lestir og frá þeim lögö leiðsla niður að bryggju, um 450 metra langa vegalengd. Þegar skipið leggst að bryggju á flóðinu á þriðjudaginn, verður þegar hafizt handa við að dæla úr þvi biki nu sem kemur 150 stiga heitt. Það rennur eftir leiðslunni nýju, sem er útbúin þannig, að það helzt heitt á leiðinni i geym- ana, og þegar það er komið þang- að helzt sama hitastig á þvi, þar til starfsmennirnir nota það. Við nýju verksmiðjuna hafa verið tveir minni geymar, sem eiga að innihalda daglegan skammt, um 80 rúmmetra. Eins og fyrr segir kemur skipið frá verksmiðjunni i Sviþjóö á þriðjudaginn, og er áætlað, að það taki um sex klukkustundir að losa úr þvi. Ekki má það taka lengri tima, þvi þá er hætta á, að það standi á þurru þarna við Artúnshöfða, þegar fjarar. Leiðslan, sem bikið mun i fyrsta sinn renna eftir n.k. þriðjudag. í baksýn má sjá geymana stóru, sem munu halda því heitu, þar til það verður notað. Hátt sett kona úr bandariska flughernum Jean Holm hershöfð- ingi, var i tveggja daga heimsókn hér á landi nú i vikunni. Hún fór héðan i gær að lokinni tveggja daga heimsókn i Natoherstöðina i Keflavik, en þar ræddi hún við yfirmenn um að konur úr flugher og flota kæmu til starfa hjá varn- arliöinu. Holm hershöfðingi, sem er fyrsta konan úr flugher Banda- rikjanna, sem hlotið hefur hers- höfðingjatign, sagði i viðtali að vist væri að herkonur kæmu i varnarliöið. ,,Það er aðeins tima- spursmál, hvenær það verður”, sagði hún. Talsmenn Varnarliðsins leggja áherzlu á að koma herkvenna i Natostöðvanna i Keflavik yröi ekki til að auka fjölda starfs- manna þar, og Holm hershöfðingi lagði áherzlu á að konurnar kæmu til með að gegna sérhæfð- um skyldustörfum þeirra karl- manna, sem þær munu taka við af, en til þess hafa þær veriö þjálfaðar. Konurnar, sem gegna munu herstörfum i Varnarliðinu á Is- landi, komu ekki allar i einu, heldur i smáhópum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fyrstu her- konurnar koma hingaö. Loka- ákvörðun hefur ekki verið tekin um hve margar konur úr flugher og flota koma hingað, en búizt er við að alla vega verði senn umlOO herkonur. I þeirra hópi verða sér- Klp—Reykjavík. Sviþjóð með um 1200 lestir af A þriöjudaginn er væntanlegt heitu biki innanborðs. Mun skipið til landsins skip frá AB. Nynas i leggjast að bryggjunni viö Þessi mynd er allsöguleg. Þarna er verið að taka síðustu tunnurnar, sem til eru hér á landi með óbráðnu biki . En þannig hefur það komið til landsins frá þvi fyrst var farið aö malbika hér á landi um 1912. (Timamyndir:GE) FYRIR BÍLAÁSTÓRUM HJÓLUM Þessi vél sem myndin sýnir vinnur á fáum sekúndum verk, sem áöur tók langan tíma og mikla fyrirhöfn aö leysa. Viö getum nú annast hjólbaröa- viögeröir fyrir allar stæröir bíla. HJÓLBARÐAR Skipsfarmur af biki á leiðinni fræðingar i radartækni, stjórnun, læknisfræði, fjármálum og öðrum greinum. Um helmingur kvenn- anna verða úr flotanum og helm- ingur úr flugher. Sú ákvörðun að senda konur úr Bandarikjaher til tslands er tákn- ræn fynr viðleitni, sem átt hefur sér stað i Bandarikjunum upp á siðkastið, til að auðvelda konum aðgang að hinum ýmsu starfs- greinum og embættum. (Frétt frá Varnarliðinu) Kennari óskast að gagnfræðaskólanum Brúarlandi, Mos- fellssveit. Kennslugreinar: Stærðfræði, eðlisfræði, náttúrufræði. Ennfremur vantar teiknikennara. Upplýsingar gefa form. skólanefndar Haukur Þórðarson, yfirlæknir, Reykja- lundi, simi 66200 og Gylfi Pálsson, skóla- stjóri, simi 66153.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.