Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. september 1972 TtMINN 5 SKALLAGRÍMS- GARÐURINN í BORGARNESI 40 ÁRA A þessu ári er Skallagrims- garður i Borgarnesi fjörutiu ára. 1 upphafi stóðu tvö félög i Borgar- nesi að garðinum, en það voru Kvenfélag Borgarness og Ung- mennafélagið Skallagrimur, og auk þess lagði Borgarneshreppur fram 400 krónur i stofnfé til kaupa á landinu. Fyrstu árin starfaði sin nefndin frá hvoru félaginu að málefnum garðsins, en árið 1938 keypti Kvenfélag Borgarness hlut Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn U.M.F. Skallagrims, og hefur sið- an átt og rekið garðinn af eigin framtaki. — Siöan þetta gerðist hefur land- svæöi garðsins stækkað um helm- ing,auk þess sem þar hafa bætzt við ýmis mannvirki. Á þessu ári er t.d. verið að byggja gróðurhús, sem kostar 500.000 krónur, og er með þessari framkvæmd hug- myndin að fullnægja að mestu þörfum Borgnesinga hvað blóma- sölu snertir. Rekstur garösins hefur með árunum orðið kostnaðarsamur, en félagið hefur allmörg undan- farin ár notið styrkja hans vegna frá riki, sveitarfélagi og sýslu auk fleiri aöila. Og i tilefni 40 ára af- mælisins á þessu ári hafa garðin- um borist margar og góðar gjafir, sem félagið þakkar af alhug.og hafa létt mjög undir rekstri garðsins og fjárfestingu. Enn hvila þó nokkrar skuldir á gróðurhúsbyggingunni, en þeir sem annast rekstur garðsins eru bjartsýnir á framtiðina. Innan félagsins hefur frá upp- hafi starfað sérstök garðnefnd, sem séð hefur um daglegan rekst- ur garðsins og eftirlit. Nefndin hefur jafnan ráðið stúlkur til starfa i garðinum yfir sumar- mánuðina, en nú á þessu ári hefur starfað þar lærður garðyrkju- maður. Formaður garðnefndar Kvenfélags Borgarness hefur frá upphafi verið Geirlaug Jónsdótt- ir, og eru hennar störf i þágu garðsins ómetanleg og verða seint fullþökkuð. Skallagrimsgarður eins og þar var umhorfs fyrir nokkrum árum. Mest seldi hvíldarstóll inn á Norðurlöndum Bólstraðir með ekta leðri og áklæði Framleiðandi stálgrindar: Stáliðjan h.f Bólstrun: Bólsturverkstæði Skeifunnar Einkaleyfi á islandi: Skeifan h.f. mm KJÓRGARÐI SÍMI. 16975 Suður ísólá komandi vetri Kanaríeyjaferðir Flugfélagsins hefjast að nýju I nóvember. í vetur mun Flug- félagið enn gefa fólki kost á ódýrum orlofsferðum til hinna sólríku Kanarí- eyja. Reynsla tveggja undanfarandi ára hefur sýnt, að ferðirnar hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda, enda eru farpantanir þegar teknar að berast I ferðirnar næsta vetur. Einnig hafaýms- ar stofnanir og fyrirtæki nú hug á því að stuðla að vetrarorlofi starfsfólks síns með þessum ferðum. Kanaríeyjaferðirnar verða á hálfsmán- aðar og þriggja vikna fresti frá 9. nóv- ember. Brotfarardagar verða 9. og 30. nóvember, 14. og 28. desember, 18. janúar, 1. og 15. febrúar, 1. og 22. marz, 5. og 19. apríl. Farþegar geta valið á milli dvalar- staða I höfuðborginni LAS PALMAS eða á baðströndinni PLAYA DEL INGLÉS, þar sem reyndir íslenzkir fararstjórar eru farþegum til aðstoð- ar. Skipulagðar verða ferðir um eyj- arnar og til Afríku. KANARÍEYJAR ÚTI FYRIR AFRÍKU- STRÖNDUM ERU SKEMMRA UNDAN EN MENN ÍMYNDA SÉR. SEX TÍMA ÞOTUFLUG í HÁSUÐUR, ÚR VETR- ARKULDA í HEITT SÓLRÍKT SUMAR- VEÐUR. FARPANTANIR HJÁ SKRIFSTOFUM FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐS- MÖNNUM ÞESS. ^ FLUGFELAG /SLA/VDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.